Dagur - 09.04.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 09.04.1981, Blaðsíða 1
Fermingar- gjafir f MIKLU LIRVALI GULLSMieiR , SIGTRYGGUR & ' AKUREYRI 64. árgangur FJÁRHAGSÁÆTLUN SAMÞYKKT EINRÓMA Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1981 var samþykkt einróma á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Nokkrar minniháttar breytingar voru gerðar frá frumvarpinu og var áætlunin síðan samþykkt með at- kvæðum allra bæjarfulltrúa. Lítur því út fyrir að allir bæjarfulltrúar hafi talið þetta góða fjárhagsáætl- un, miðað við aðstæður, en Sjálf- stæðismenn höfðu áður lýst yfir vissri andstöðu við frumvarpið. Helstu breytingar sem gerðar voru samkvæmt lillögum bæjar- ráðs voru þær, að hækkað var framlag til hönnunar dagvistunar- stofnunar nyrst við Byggðaveg, sundlaugar í Glerárhverfi, slökkvi- stöðvar og skrifstofuhúss bæjarins. Ennfremur var tekið upp framlag til tækjageymslu í Hlíðarfjalli. Samtals námu þessar hækkanir 800 þúsundum króna, eða 80 milljón- um gkr. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar Akureyrarbæjar eru því rösklega 102 milljónir króna, eða 10,2 milljarðar gkr. Virkjunarmálin: Mikilvægum upp- lýsingum stungið undir stól Litið við í Breiðholti sjá opnu — SÚLAN LANDAR Á GRENh VfK NÆSTU VIKURNAR — Forráðamenn Kaidbaks hafa í hyggju að kaupa nýtt skip Samkvæmt þessum endurskoð- uðu niðurstöðum Orkustofnunar, sem ekki hafa fengist birtar til þessa, eru rannsóknamiðurstöður um Blönduvirkjun taldar. öruggast- ar og rannsóknir á Fljótsdals- virkjun og Sultartangavirkjun s.l. sumar hafa ekki haggað þeirri staðreynd, að Blönduvirkjun er hagkvæmust. í niðurstöðum Orku- stofnunar segir: „Meginniðurstöður athugan- anna eru þær, að virkjunarleið 1, sem hefst á Blönduvirkjun, sé hag- kvæmust í öllum tilvikum nema einu, — því að orkufrekur iðnaður rísi upp á Reyðarfirði, en þá er hagkvæmust virkjunarleið nr. 4, sem hefst á Fljótsdalsvirkjun. Þetta á við hvort heldur sem reiknað er með Kröfluvirkjun eða ekki.“ í þessari skýrslu Orkustofnunar Heldur hefur ræst úr atvinnumálum Grenvíkinga. Að sögn Sverris Leóssonar, útgerðarmanns á Akur- eyri, mun Súlan EA, að loknu þorskveiðibanni, hefja veiðar fyrir Kaldbak á Grenivík. Gengið var frá samkomulagi þar að lútandi í gær. Gert er ráð fyrir að Súlan komi með fyrsta þorskfarminn til Grenivfkur eftir páska. Að sögn Knúts Karlssonar framkvæmdastjóra Kaldbaks, munu þær uppsagnir, sem búið var að senda um 60 starfsmönnum fyr- irtækisins, falla sjálfkrafa úr gildi þegar fiskur berst í húsið. Knútur sagðist vera ánægður með að Súlan skyldi landa hjá Kaldbaki næstu vikurnar en benti á að það væri hætt við að vinna yrði stopul þar sem aðeins eitt skip fiskaði fyrir frystihúsið, en reynt verður eftir föngum að dreifa vinnslunni. Knútur sagði einnig að ekki væri von á að fleiri skip fengjust til að landa afla sínum hjá frystihúsinu. Um tíma voru vonir um að Hákon ÞH landaði afla á Grenivík, en skipið er nú vélvana á Akureyri. Samkvæmt þeim uppiýsingum, sem blaðið aflaði sér í gærkvöldi, eru forráðamenn Kaldbaks að vonum fegnir að Súlan muni afla fyrir frystihúsið, en það breytir hins vegar ekki ráðagerðum um kaup •Kaldbaks á nýju skipi. Rætt hefur verið um 200 til 300 tonna skip í þessu sambandi og hafa forráða- menn Kaldbaks haft á orði að rétt væri að athuga möguleika á að komast í raðsmíði á slíkum skipum. Ástand eins og það sem skapað- ist á Grenivík er ekki með öllu óþekkt á þeim slóðum. I fyrra fóru heimabátarnir á arðbærari veiðar fyrir sunnan, rétt eins og nú, en slíkt myndi ekki gerast ef fyrirtækið gerði sjálft út það — eða þau — skip sem öfluðu hráefnis fyrir það. Iðnaðarráðherra beftir öllum brögðum til að næsta stórvirkjun verði í Fljótsdal Virkjunar- og stóriðjumál taka nú sífellt furðulegri stefnu undir forystu Hjörleifs Guttormsson- ar, iðnaðarráðherra. Þannig hefur komið í ljós, að hann hefur legið á uppiýsingum um hag- kvæmni virkjana, sem Orku- stofnun lagði fram 18. febrúar s.l. Þá hefur hann falið staðar- valsnefnd um orkufrekan iðnað að gera bráðabirgðaálit um kís- ilmálmverksmiðju á Reyðar- firði. Allar aðgerðir ráðherrans virðast miða að því, ljóst en þó einkum leynt, að næsta stór- virkjun verði í Fljótsdal í tengslum við stóriðju á Reyðar- firði, algjörlega óháð því sem hagkvæmast er fyrir þjóðar- heildina. frá 18 . febrúar s.l. segir ennfremur, að enn bendi ekkert til þess að rannsóknir við Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun 1980 raski for- sendum um virkjanir þær, sem gengið er út frá í þessari athugun. Eins og allir vita tekur undir- búningur stóriðju mörg ár, en svo virðist sem Hjörleifur Guttormsson ætli sér að þröngva stóriðju inn á Reyðfirðinga með það sama. Ekki er enn útséð með það hvernig flokksbræður Hjörleifs taka þess- um stóriðjudraumum hans og hvernig almennt verður litið á þær aðferðir sem hann beitir pólitískum frama sínum í Austurlandskjör- dæmi til framdráttar. KRAFLA: Þrjátíu megavött í ár? Búið er sækja um leyfi til að bora 3 holur í suðurhlíðum Kröflu og ef yfirvöld gefa grænt ljós verða a.m.k. 2 holur komnar i gagnið um næstu áramót. Búið er að bora eina holu f hlíðinni og gefur hún ástæðu til að ætla að svæðið sé álitlegt. Rafmagnsframleiðsla Kröfluvirkjunar er nú tæplega 12 megavött og ef tekst að koma tveimur holum í notkun fyrir ára- mót, má gera ráð fyrir að fram- leiðslan geti aukist um rúmlega helming frá því sem nú er. í Kröflu er ein vélasamstæða, sem getur framleitt allt að 30 megavöttum, þegar næg gufa er fyrir hendi, er á dagskrá að bæta annarri vélarsamstæðu við og auka framleiðsluna um helm- ing. „Ef þær holur, sem boraðar verða í sumar, líkjast eitthvað þeirri sem búið er að bora í suð- urhlíðarsvæðið, þá ættum við að geta nálgast það að fullnýta fyrri samstæðuna," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, tæknifræðingur í Kröflu í samtali við blaðið. „Við ættum að geta látið a.m.k. tvær þeirra blása í mánaðartíma, tengt og tekið í notkun á þessu ári.“ En líður þá á löngu þar til se- inni vélarsamstæðan verður tekin í notkun? Gunnar Ingi sagði að ef holurnar þrjár tækjust vel þá teldu Kröflumenn sig á grænni grein. Upp úr því væri rétt að hefja undirbúning að niðursetn- ingu á vélarsamstæðunni. Þær raddir hafa heyrst að sunnan að rétt sé að flytja ónot- uðu vélasamstæðuna við Kröflu suður í Svartsengi og var Gunnar spurður um það mál. Hann kvað ráðamönnum í Kröflu ekki hafa borist bréf um þetta frá réttum yfirvöldum og sagði að á flutningi vélasamstæðunnar væru ýmsir annmarkar. T.d. er búið að setja niður ýmsan búnað vegna henn- ar, sem ekki er hægt að flytja ef samstæðan fer á flakk suður á land. Gunnar minnti einnig á könnun sem gerð var á sínum tíma um hagkvæmni þess að flytja samstæðuna suður, en þar kom það fram að hagkvæmara væri fyrir eigendur Svartsengis að kaupa nýjar vélar, en hugsa ekk- ert um að fá tæki úr Kröflu. Trillurnar öruggur vorboði Á laugardaginn voru settar fram fyrstu trillurnar í Hrísey á þessu ári. Að sögn heimamanna er sjósetning smábátanna nokkuð öruggur vorboði, en trillusjómennirnir hafa íhugað málið svo vandlega áður en bátar þeirra fara á flot, að það er tæplega hætta á að Vetur konungur minni á sig eftir það. Á laugardag voru settar fram fimm trillur og fara 2 þeirra á grásleppu, en 3 ætla að reyna færið. Nýr skrúðgarðyrkju- maður Tvær umsóknir bárust um starf skrúðgarðýrkjumanns við Lysti- garðinn. Annar umsækjandinn dró umsókn sína til baka og var skrúð- garðyrkjunefíid sammála um að veita Axel Knútssyni, Keflavík, starfið frá og með 1. maí n.k. Rætist úr atvinnumálum Grenvíkinga: AUGLYSINGAR OG ASKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.