Dagur - 09.04.1981, Page 4

Dagur - 09.04.1981, Page 4
BAGUIR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. 40% markinu verði náð „Síðan Framsóknarftokkurinn komst á ný til forystu í íslensku þjóðlífi fyrir einum áratug, hafa orðið miklar framfarir á flestum sviðum. Þá urðu straumhvörf í byggðamálum með nýjum fiski- skipum, endurbyggðum frystihús- um, ræktun og aukinni nýtingu inniendrar orku. Samfara útfærsiu fiskveiðilögsögunnar er þetta grundvöilur þeirra iífskjara, sem þjóðin nýtur og hefur staðið undir byggingu nýrra skóla, heilsu- gæsiustöðva, samgöngubótum og félagslegum framförum.“ Þetta eru upphafsorð stjórn- málaályktunar aðalfundar mið- stjórnar Framsóknarflokksins. Þá segir að þessari hagfelldu þróun ógni sú mikla verðbólga, sem ver- ið hafi um áratugi og lýst er þeim áhrifum sem hún hefur haft og erfiðleikum fyrir atvinnuvegina. Síðan segir í ályktun miðstjórnar: „Framsóknarflokkurinn hefur talið það skyldu sína að snúast af alefli gegn verðbólgunni og í stjórnarsamstarfi brýnt sam- starfsflokkana til slíkra aðgerða. Framsóknarmenn mótuðu ýtar- legar og heilsteyptar tillögur fyrir kosningarnar í desember 1979 um niðurtalningu verðbólgunnar. Niðurtalningin er andstæðan við leiftursókn Sjálfstæðisflokksins. Við stjórnarmyndun eftir kosn- ingarnar lögðu Framsóknarmenn mikla áherslu á hjöðnun verðbólgunnar. Á þeim grundvelli var mynduð sú frjálslynda um- bótastjórn sem nú starfar. Niðurtalningin hófst fyrst að marki með efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar um síðastliðin ára- mót. Með verðstöðvun og veru- legri takmörkun á hækkun launa, búvöruverðs og fiskverðs, ásamt nokkurri vaxtalækkun 1. mars s.l. og föstu meðalgengi í 4 mánuði hefur verið stigið stórt og árang- ursríkt skref í niðurtalningu verð- bólgunnar. Lækkun skatta hefur komið í veg fyrir skerðingu kaupmáttar lægri launa. Efna- hagsaðgerðirnar hafa hlotið hinar bestu viðtökur. Þjóðin krefst þess að niðurtalningunni sé haldið áf- ram og því markmiði náð, sem stjórnarflokkarnir settu sér um áramótin, að koma verðbólgunni niður í 40 af hundraði á þessu ári. Aðalfundur miðstjórnar leggur áherslu á að ekki verði hvikað frá þessu marki.“ I' ályktun miðstjórnar Fram- sóknarflokksins er rakið hvaða leiðir skuli fara til að ná þessum markmiðum og jafnframt er lögð á það áhersla að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur að áfram- haldandi niðurtalningu verðbólg- unnar á árinu 1982 í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmálans. ■ Shestum og ám í „Breiðholti i Páll Alfreðsson, form. Léttis: Þegar búið að taka f rá tvær lóðir fyrir félagshesthús f Breiðholtshverfinu, sem svo er kallað, eru um 70 hús, sem hýsa um 700 hesta, en talið er að á Akureyri séu nú um 1156 hestar. Margir þeirra eru að vísu ekki í eigu Akureyringa, heidur koma þeir víðsvegar að og eru hér í tamningu. Annað hverfi hesthúsa er í uppsigl- ingu, en það er að rísa hjá Lögmannshlíð. Að sögn kunnugra verður það hverfi mun skemmtilegra en Breið- holtshverfið, enda betur skipulagt. Fjáreigendur eru í minnihluta í Breiðholtshverf- inu, eins og kemur raunar fram í viðtalinu við þá bræður Sig- urð og Tryggva. En á því sviði ber eflaust hæst Árna Magnússon, varðstjóra hjá lögreglunni. Félagshesthús í augsýn Páll Alfreðsson, formaður Léttis, sagði að það yrði sífellt vinsælla meðal almennings að bregða sér á hestbak. „Það er mikið spurt hvort hestamanna- félagið hafi ekki yfir að ráða félagshesthúsi, en mörgum fullorðnum mönnum óar við því að byggja hesthús og þurfa að hugsa um hestana sjálfir á hverj- um degi. Ég tel að sé orðin mikil þörf á að koma upp félagshest- húsi, þar sem almenningur getur „Það er bara svo gam- an“, sagðl ung stúlka vlð blaðam. þegar hann spurðl hvað það væri sem gerði það að verk- um að fólk stundaði hestamennsku. Hún bætti því við að flestar hennar frístundir færu í að hugsa um hestana, sem eru í hesthúsi í Breiðholtshverfi — það hverfi er nánar tiltekið, ofan og sunnan við bæklstöðvar Vegagerð- ar ríkisins. Og með það í vega- nesti að „það er bara svo gaman" var hafin Ijósmyndun á folaldi, sem hryssa nokkur í eigu Gunnars Jakobs- sonar kastaði fyrir nokkrum dögum. Það reyndist ekki neinn hægðarleikur því fol- aldið hoppaði til og frá eins og folalda er siður. Þegar folaldið hafði tekið eina rokuna bar að garði Sigurð Gests- son, slökkviliðsmann, sem benti Ijósmyndar- anum á að skammt norðar í hverfinu væru nýfædd lömb. Hvort ekki væri rétt að festa þau á filmu fyrst Ijós- myndarinn væri á hött- unum eftir ungviði. Þessu var jánkað eftir að Sigurður hafði verið sjálfur myndaður í bak og fyrir og hér í opnunni gefur á að líta árangur- inn af ferð upp í Breið- holt Akureyringa. Sjáöu hvað ég get. Ljósm.: á.þ. Þetta eru brauðkindur“ Norðarlega í „Breiðholtshverfi“ stcndur rautt hest- og fjárhús — í eigu þeirra bræðra Sigurðar Gestssonar og Tryggva Gestsson- ar. Þetta er þrifalegt hús og Ijóst af umgengni innan dyra að það er gott að vera skepna í eigu bræðr- anna. Tryggvi brá sér inn og kom von bráðar með tvo lambkettlinga og móðirin, kollótt ær, fylgdi fast á eftir. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ærin er í eigu Tryggva en alls á hann 33 kindur. „Biddu fyrir þér maður þetta eru algjörar brauðkindur,“ sagði Sigurður þegar ærin sýndi engin óttamerki — þvert á móti, hún hnusaði vingjarnlega af mynda- vélardótinu og lömbin líktust móðurinni í hvítvetna að því leyti að þau voru hin gæfustu. Annars vildu þau lítt sitja fyrir, heldur brugðu sér undir móðurina og sugu ákaft. Þeir bræður sögðu að hesta- menn væru í meirihluta í hverfinu en fjárbændur væru fáir. Tryggvi héldur meira upp á sauðkindina en hesta — þá á hann enga, en Sigurður reyndist eiga gæðinga, sem stóðu skammt frá húsinu. f samtali við þá bræður kom fram að Sigurður hafði líka haft hænur I húsinu, en þegar fóðurbætis- skatturinn féll á af öllum sínum þunga fóru hænurnar til annarra og betri heimkynna. f fyrsta skipti í mörg ár hefur kona Sigurðar þurft að kaupa egg sín I verslun- um og er að vonum óvön eggja- skorti eins og hefur hrjáð neyt- endur að undanförnu. Tryggvi sagði að það væri mikils virði að hafa tækifæri til að umgangast skepnur. en það kom fram, að það útheimtir mikla vinnu að sjá svo um dýrin að þau skorti ekki neitt. Ljóst er að þeir hestar og kindur, sem hafa Tryggva og Sigurð sem „mat- mæður“ líða engan skort -— þvert á móti. Sama máli gegnir um hund Tryggva, sem er orðinn svo mikill vinur kindanna að hann etur með þeim fóðurbæti úr garðanum. „Ef hann er fyrir þá ýta þær í hann og svo öfugt,“ sagði Tryggvi um leið og hann fylgdi tíðindamanni DAGS úr hlaði. Tryggvi Gestsson. Sigurður Gestsson. Ungur nemur, gamall temur. geymt sína hesta og að félagið sjái um þá að mestu leyti. Þetta hefur komið til tals í stjórn Léttis og það er búið að taka frá fyrir okkur tvær lóðir í nýja hverfinu, þar sem svona hús verður byggt. Við höf- um ekki tekið ákvörðun um framkvæmdir — fjárskortur háir okkur eins og öðrum, en hesta- menn eru duglegir að vinna í sjálfboðavinnu svo þetta kemur vafalaust von bráðar,“ sagði Páll er við tókum hann tali s.l. föstu- dag. Svo við víkjum okkur út á land í leit að frekari samanburði, þá má geta þess að í Reykjavík eru félagshesthús mun algengari en hesthús í eigu einstaklinga. Munaði „aðeins“ lOOOhestum! Aðspurður sagði Páll það vafalaust rétt að Akureyringar ættu of marga hesta, en nokkrir einstaklingar hafa komið sér upp „einkastóðum“ ef svo mætti að orði komast. Páll benti hins vegar á að það er ekki nema brot af þeim hestum, sem Akureyringar hafa yfir að ráða, í sumargöngu í landi Akureyrarbæjar. Áður en lengra er haldið er rétt að vitna í Ingólf Árnason, bæjar- fulltrúa Samtakanna, en hann sagði í viðtali við eitt Reykjavík- urblaðanna: „Það er ekki glóra í þessu, bæjarlandið þolir ekki þennan búskap.... Ætli Akur- eyringar eigi ekki einar 3.000 rollur og um 1100 hross. Þessu er öllu hleypt á Glerárdalinn, sem þolir þó ekki nema 2.000 ærgildi, enda er hann að verða eitt fiag.“ Páll sagðist hafa ýmislegt við málflutning Ingólfs að athuga og benti í því sambandi á bréf bæj- arstjórnar, sem barst stjórn hestamannafélagsins I september s.l., en þar segir að bæjarstjórn hafi á fundi sínum 9. september samþykkt eftirfarandi úr gerða- bók Jarðeignanefndar dags. 19. ágúst. Nefndin lagði til að Hesta- mannafélaginu Létti yrði gefinn kostur á að taka Glerárdal á leigu til haustbeitar fyrir hross félags- manna — allt að 100 hross, enda verði upprekstur hrossa á Glerárdal óheimill nema með samþykki og í samráði við félag- ið. Þeir Léttismenn notuðu ekki umræddan kvóta og ráku aðeins 80 hesta á Glerárdal til haust- beitar og nota dalinn ekki að öðru leyti til beitar. Sést strax að mál- flutningur bæjarfulltrúans er ekki ýkja merkilegur því hvað tölu hesta varðar munar „aðeins“ rúmum 1000 hestum. Þess má einnig geta að stór landsvæði á Glerárdal, sunnan ár. hafa verið tekin undir ösku- hauga Akureyringa, í stað þess að eyða sorpi sem mörg önnur bæjarfélög í sorpeyðingarstöð. Hafa yfirvöld bæjarins rekið ein- staka landeyðingarstefnu undan- farin ár og ef henni linnir ekki mun illa fara. „Sjálfsögð mannréttindi“ „Að sjálfsögðu leitum við til Akureyrarbæjar með land — (Framhald á bls. 7). Unglingameist- aramót íslands á skíöum: Sigur- sælir í Nor- rænum grein- um Á föstudag var haldin f íþróttahúsi Glerárskóla fimleikasýning. Áhorfendur voru margir, og sýningin skemmtileg. Á myndinni má sjá Herbert Halldórs- son i hringjunum. Mynd: KGA. Héraðssamband Suður-Þingeyinga: Um síðustu helgi fór m m fram í Bláfjöllum Kusu iþróttamann ogsundmannársins Norðlenskir keppend- uur fjölmenntu suður og höfðu heldur betur erindi sem erfiði. Sérstaklega voru Ólafsfirðingar sigursæl- ir í norrænum greinum eins og venjulega, áttu sigurvegara í stökki drengja 15-16 ára, í 7,5 km göngu drengja sama aldursfl., í 5 km göngu drengja 13-14 ára og einnig í norrænni tví- keppni drengja 15-16 ára. Siglfirðingar áttu fyrsta mann í stökki drengja 13-14 ára, í norrænni tvíkeppni drengja á sama aldri, og í göngu stúlkna 13-15 ára (2,5 km). í stórsvigi drengja 15-16 ára sigraði Dalvíkingurinn Daníel Hilmarsson. Akureyringar voru ekki alveg upp á sitt besta, náðu þó í eitt silfur og tvö brons. Sú venja hefur skapast hjá H.S.Þ., eins og hjá svo mörgum íþróttasamböndum, að velja íþróttamann ársins. Á ársþingi H.S.Þ., sem hald- ið var um síðustu helgi, var tilkynnt að Ragna Erlings- dóttir, Þverá, Fnjóskadal, hafi verið kjörin „íþrótta- maður H.S.Þ. 1980“. Ragna er vel að titlinum komin. Hún hefur verið ein fremsta íþróttakona H.S.Þ. undanfarin ár og á síðasta ári æfði Ragna mjög vel og náði góðum árangri I keppni. Á ársþinginu fyrir 2 árum var samþykkt að fela sundráði H.S.Þ. að tilnefna sundmann ársins. Hinn áhugasami ung- mennafélagi Þórður Jónsson, frá Laugahlíð, gaf bikar í þessu skyni. Og á þinginu nú var bik- arinn afhentur í annað sinn og hlaut hann Anna Þuríður Guð- mundsdóttir, frá Húsavík og þar með titilinn „Sundmaðúr H.S.Þ. 1980.“ Anna er aðeins 13 ára og á síðasta ári náði hún ágætum ár- angri á sundmótum. Hún varð Norðurlandsmeistari í 50 m. bringusundi í sínum aldurs- flokki og náði einnig góðum árangri á Óðinsmóti á Akureyri. G.Á. Danskt handboltalið kemur til Akureyrar UMSJON: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson Um helgina kemur til Akur- eyrar danskt handboltalið, sem leikur í annarri deildinni dönsku. Lið þetta heitir Virum-Sorgenfri Hándbold- klub. Það er handknattleiksdeild Hauka sem býður þeim til ís- lands. Þeir munu leika tvo leiki hér á Akureyri. Á Laugardag- inn kl. 17.00 leika þeir við ný- bakað fyrstu deildarlið KA, og á sunnudaginn kl. 14.00 leika þeir aftur og þá að öllum lík- indum við Þór. Þegar þetta er skrifað lá það ekki alveg ljóst fyrir hvort þá yrði leikið við Þór eða aftur við KA. Virum- Sorgerfrí Hándboldklub er fjörutíu ára gamalt félag, og er frá Lyngby-Tárbek sýslu í út- jaðri Kaupmannahafnar. Árið Aftur með K.A. Alfreð Gíslason sem áður lék með KA, en nú í vetur með KR, mun leika með sínum gömlu félögum á móti Dönunum. Ekki er að efa að hann styrkir lið KA mikið, en mikið hefur verið tal- að um það undanfarið að hann ætli að snúa aftur til KA, eftir að liðið vann sér rétt til að leika í fyrstu deild. Hvort svo verður skal látið ósagt, en gaman verður að sjá hvort Danirnir ráða við stór- skyttu sem Alfreð. Fjallið um helgina Á laugardaginn kl. 11.30 verður Ákureyrarmót í stórsvigi 13 til 15 ára, 13 til 14 ára og 15 til 16 ára. Á sunnudaginn kl. 12.00 er Akureyrarmót karla og kvenna í svigi og klukku- tíma fyrr verður brunmót 12 ára og yngri. ’74-’75 lék liðið í fyrstu deild, en síðan hafa þeir fallið alveg nið- ur í þriðju deild, en eru nú á mikilli uppleið. Liðið er í öðru sæti deildarinnar og eygir mikla möguleika á að komast í fyrstu deild á næsta ári. Liðið hefur á að skipa ungum leikmönnum en þeirra þekkt- astur er Hans Hendrik Hatte- sen, eða Hatti eins og hann er kallaður en hann var í fyrra valinn af dönsku íþróttafrétta- riturunum sem besti leikmaður ársins í Danmörku. Hann er danskur landsliðsmaður og lék á 15 mánaða tímabili 32 lands- leiki fyrir Danmörk. Þjálfari þeirra heitir Eirík Jakobsen og lék áður með Helsingör IF, og lék þá marga landsleiki. Til þess að heimsókn þessi megi heppnast sem best þarf marga áhorfendur að þessum leikjum og eru því áhorfendur hvattir til að fjölmenna í skemmuna og sjá þessa leiki. 4•DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.