Dagur - 09.04.1981, Page 6

Dagur - 09.04.1981, Page 6
KVIkHfW Borgarbfó sýnir klukkan níu hina stórkostlegu mynd Fass- binders, Hjónaband Mariu Braun. María er kornung stúlka, þegar hún giftist Her- mann Braun. Þetta er á fjórða ári heimsstyrjaldarinnar, og Hermann er að fara á vígvöll- inn. Þau eru gefin saman í skyndi og eiga hálfan dag og heila nótt saman. Við stríðslok er Hermann sagður týndur, og Maria er sú eina sem-trúir því að hann sé á lífi og neitar að gefa upp vonina um að hann komi aftur. ÞAð er rík ástæða til að hvetja alla til að sjá þessa mynd, því þetta er sannkallað snilldarverk — ein albesta mynd Fassbind- ers. Áhorfendum skal bent á, að í lokin, eftir alla textarununa um leikendur og aðra aðstand- endur, kemur skýring á persón- um myndarinnar, en þær eiga sér fyrirmyhdir í hinu raun- verulega þjóðfélagi þótt mynd- in sé að öðru leyti skáldskapur. Því skulum við sitja kyrr dálítið lengur en venjulega. Klukkan ellefu sýnir bíóið svo myndina Með dauðann á hæl- unum, spennandi mynd með Kalla Bronson í aðalhlutverki. í Nýja bíói standa nú yfir sýn- ingar á myndinni Greifarnir. Þetta er bráðskemmtileg amer- ísk mynd með Perry King og Sylvester Stallone í aðalhlut- verkum. Segir frá fjórum leður- töffurum sem eru vinir í blíðu og stríðu. Aðaláhugamálin eru kvenfólk og bílar, og kemur ýmislegt spennandi upp á í þvi sambandi. Vorvörurnar frá Steffens Nýjasta tíska í barna og unglingafatnaði Verslunin Ásbyrgi Sænskir sýna á Húsavík Um næstu helgi sýnir hópur áhugaleikara frá Södertálje í Svíþjóð leikrit á Húsavík. Leik- ritið, sem heitir Ævintýri Tuma Búnir að losa Narfa { gærmorgun tókst starfsmönn- um við borinn Narfa að losa borstangirnar, sem festust á 800 m. dýpi. Að sögn Sveinbergs Laxdai, fréttaritara Dags á Svalbarðsströnd, munu bor- mennirnir fara að vinna við að fóðra holuna og víkka hana efst en skápar hafa myndast í henni og þeim verður að loka áður en lengra er haldið. Borinn var kominn niður í tæpa 1300 metra og er ætlunin að bora eitthvað dýpra í þeirri von að heita vatnið fari nú að streyma upp. Starfsmenn Narfa þorðu ekki að spá neinu um hvenær borun lyki. „Það er hart undir Ströndungum" sem sést best á því að stundum hefur borinn aðeins farið tæpa 2 metra niður á einni vakt. En þegar Glaumur boraði var enn harðara undir, því hann fór allt niður í 4 cm á vaktinni. litla, er byggt á sögunni Tom Saweyer, eftir Mark Twain. Hópurinn mun einnig sýna leikritið í Norræna húsinu í Reykjavík. Einar Njálsson á Húsavík sagði að sænsku leikararnir yrðu hér á landi frá 9. til 14. þ.m. og hann bætti því við að Ævintýrið um Tuma litla væri tilvalin fjölskyldu- sýning, sem væri sett saman í tilefni af norrænu málaári, sem var á s.l. ári. Svíarnir fengu styrk frá Nor- ræna áhugaleiklistarsambandinu til fararinnar. Leikritið verður sýnt í íþróttasal barnaskólans á Húsavík n.k. laug- ardag kl. 15 og kl. 17. Sýningin í Norræna húsinu verður á mánu- daginn. Með leikurunum kemur blaðamaður og ljósmyndari og munu þeir semja frásögn af fs- landsförinni fyrirsænsk blöð. „Auk þess að leika hérna munu leikararnir heimsækja ýmsar menningarstofnanir í Reykjavík s.s. Leiklistarskóla fslands og Kjar- valsstaði. En hér á Húsavík munu þeir m.a. heimsækja Skarðaborg í Reykjahreppi, sem er fjárbú. Þeir fá að fara á hestbak og reyna að átta sig á hvernig er lifað I íslenskri sveit,“ sagði Einar Njálsson að lokum. Firmakeppni K.R.A. Frimakeppni K.R.A. í innanhúsknattspyrnu verður haldin helgina 24 og 25 apríl n.k. Óheimilt er að tvö eða fleiri fyrirtæki sameinist um lið. Þátttöku tilkynningar ásamt þátttökugjaldi kr. 400,00 fyrir hvert lið, skulu hafa borist fyrir kl. 18.00, 15. apríl næstkomandi til undirritaðra. Jónas Karlesson, verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, Glerárgötu 36. Símar 22543 og 22592, eða til Þóroddar Hjaltalín, Sjöfn. Sími 21400. K.R.A. mm Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudag 9. kl. 20.30 bíblíulestur. Sunnudag 12. sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Skírnarsamkoma kl. 17. All- ir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Hjálpræðisherinn. Við minnum á samkomurnar á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30 og á Pálmasunnudag kl. 17, þar sem kapt. Daniel Ósk- arsson og frú stjórna og tala. Hljóðfæraleikur og fjöl- breyttur söngur. Munið sunnudagaskólann kl. 13.30. Allir velkomnir. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur. Fundur n.k. fimmtu- dag 9. apríl (í dag) kl. 19.15 í Kiwanishús- inu. Ath. röng aug- lýsing í síðasta blaði. n Huld 5814107—IV./V.—2— Kökubasar verður haldinn laugardaginn 11. apríl kl. 14.00 að Laxagötu 5. Kvenfélagið Hjálpin. Vistheimilið Sólborg auglýsir Til sölu er sambyggð trésmíðavél, Emco-Star Super meó öllum fylgihlutum, (bandsög, hjólsög 10”, fræsari, rennibekkur) 8. stk. handlaugar í borði (tvær stærðir) 2. stk. heitavatnsgeymar. 4. stk. sjúkrarúm (barna). Notað timbur, 2”x6” og 2"x4” 2 stk. laxeldiskör. 2 stk. Singer hraðsaumavélar. Upplýsingar í síma 21757. Árbók Akur- eyrar komin út Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Bjömssonar Árbók Akureyrar 1980. í bókinni er gerð grein fyrir því helsta sem gerðist á sl. ári í máii og myndum. Fréttir ársins eru raktar og í bókinni em lengri greinar um einstaka mála- flokka, sem ofariega voru á baugi i bænum. Lokakafli bókarinnar er uppsláttarkafli þar sem ýmsum upplýsingum um stofnanir og þjónustu á Akureyri er raðað saman í stafrófsröð. í fréttatilkynningu frá forlag- inu segir að fyrirhugað sé að gefa Árbók Akureyrar út á hverju ári, ef viðtökur verða góðar. Árbók Akureyrar er 168 blaðsíður. Hún er sett, prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar. Tvennir gestatónleikar Norðlendingum gefst nú kostur að hlýða á hina ágætu strengja- sveit Tónlistarskólans í Reykja- vík, þegar hún leikur á tónleik- um í Akureyrarkirkju laugar- dagskvöldið 11. apríl kl. 20.30. Stjórnandi er Mark Reedman. Á þessum vetri hefur Tónlistar- skólinn I Reykjavík haldið upp á 50 ára starfsafmæli með mörgum tónleikum, sem vakið hafa verð- skuldaða athygli fyrir fjölbreytni og gæði. Daginn eftir, sunnudaginn 12. apríl, leikur Friðrik Már Baldurs- son á fiðlu, ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni á píanó I sal tónlistar- skólans á Akureyri, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Friðrik Már lýkur einleikaraprófi frá skólan- um á þessu ári. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 86. og 91. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1980 á Oddagötu 11, Akureyri, þingl. eign Guðjóns E. Jónssonar fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og Gunnars Sólnes hrl., á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. apríl n.k. kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri FERÐABÍLL Til sölu er G.M.C. Rally-Wagon árgerð 1974. Fyrst skráður í október 1975, ekinn aðeins 122, þús km. Einn eigandi. Verð Ca 50-55. þús. Góð kjör ef samið er strax. Uppl. í síma 33134. Eiginmaður minn, KONRÁÐ JÓHANNSSON, gullsmlður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. apríl klukkan 13.30. Svava Jóstelnsdóttir og börn hlns látna. Maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, VALDIMAR PÁLSSON, Hjallalundl 17k, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 13.30. Helga Jónatansdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Páll Vlglússon, Ragnheiður Valdlmarsdóttlr, örn Pálsson, Baldur Pálsson. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimllis að Aðalstræti 54, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Dvalarheimilið Hlíö eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Börn og tengdabörn. 6. DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.