Dagur - 09.04.1981, Page 7

Dagur - 09.04.1981, Page 7
. . . Vísindakynning (Framhald af bls. 8). kenningar um uppruna alheimsins, sýnir myndir af stjörnuþokum o. fl. Þriðjudaginn 14. apríl, kl. 20.30, fjallar Oddur Sigurðsson jarðfræð- ingur (Reykjavík) um Kröfluelda og landrek, og sýnir litmyndir frá gos- unum. Hann ræðir einnig spurn- inguna um það hvort eldgosin geti stafað af borunum við Kröflu. Miðvikudagur 15. apríl, kl. 20.30, flytur Hörður Kristinsson prófessor (Reykjavík) erindi um gróður og gróðurþróun á heiðunum við Blöndu í Austur-Húnavatns- sýslu, og sýnir litmyndir af gróðri í beitarfriðuðum hólmum og víðar. Fimmtudaginn 16. apríl, kl. 16, verður næsta umhverfi Akureyrar kynnt með litskuggamyndum af landslagi og gróðri og rætt um möguleika á verndun þess og um- sköpun. Erindi þetta er tengt vegg- myndasýningu um sama efni, sem sýnd verður í safninu næstu vikur. Aðgangur að öllum fundum og öðrum dagskráratriðum er ókeypis og öllum frjáls. . . . Páll Alfreðsson (Framhald af bls. 5). biðjum um það land sem bærinn getur látið af hendi og fáum upp- gefið hve mikið megi vera á landinu. Eftir því förum við, og við gætum þess að þau lönd, sem við fáum til afnota og eru afgrit, séu ekki ofnotuð. Slíkt kemur niður á mönnum þótt síðar verði. Og við teljum einnig að það sé okkar höfuðverkur hvernig við leysum okkar hagamál umfram það sem bærinn getur leigt okk- ur“, sagði Páll. Fyrir bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu lá umsókn frá tveimur Akureyringum og sótti annar um leyfi fyrir 7 hrossum en hinn um leyfi fyrir 25 til 30 kindur. Jarð- eignanefnd hafði lagt til að orðið yrði við þessum beiðnum. Ingólf- ur óskaði eftir því að þessi liður yrði borinn sérstaklega upp og fékk hann 5 atkvæði, en enginn var á móti. Úr því að atkvæði féllu þannig fengu þær ekki næg- an stuðning. Um þessa málsmeðferð sagði Páll að hún væri alvarlegt mál. „Mér finnst það vera sjálfsögð mannréttindi að fá að vera með skepnur og það verða að vera sterk rök fyrir hendi ef mönnum er bannað að vera með skepnur innan bæjartakmarkanna,“ sagði Páll Alfreðsson, formaður Léttis að lokum. Safnarar Félag frímerkjasafnara á Akureyri heldur sölu- og skiptimarkað á frímerkjum, mynt og fleiru í Alþýðu- húsinu laugardaginn 11. apríl kl. 14-17. Markaður- inn er öllum opinn. F.F.A. ÚTSALA 20% afsláttur af öllum skíðum, bindingum, stöf- um, skóm og skíóafatnaði. Brynjólfur Sveinsson h.f. Afgreiðslustarf í bygginga- vöruverslun Óskum að ráða konu eða karlmann til afgreiðslu- starfa. Upplýsingar ekki veittar í síma. Skaptl h/f Furuvöllum 13 C^§AR HLJÓMDEILD Viðskiptavinir athugið! Allar kjörbúðir okkar í bænum verða opnar laugardaginn 18. apríl frá kl. 9-12 f.h. Söluop búðanna verða lokuð föstu- daginn langa og páskadag, annars opin eins og venjulega. Nýkomnar plötur B.A. Robinson ný þrumu- plata Hit Machine K-Tel. Best of Bowie Pálmi Gunnarsson Eiríkur Fjalar Start og margar fleiri toppplötur Settu bia í startholurnar oa Við höfum úrval í páskamatínn! Nautakjöt. Dilkakjöt. Hangikjöt ^ Alikálfakjöt. Alihænur. Kjúklingar Svínakjöt allskonar. London lamb Hamborgarhryggur MEÐ PÁSKASTEIKINNI: Rauðkál nýtt. Hvítkál nýtt Agúrkur. Tómatar. Salat Steinselja. Gulrætur Paprika. Rauðrófur DAGUR.7

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.