Dagur - 09.04.1981, Síða 8

Dagur - 09.04.1981, Síða 8
BM3ÍÖE Akureyri, fimmtudaginn 9. aprfl 1981 BREMSUBORÐAR OG KLOSSAR í FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Refabændur bjartsýnir Þistilfjörður: VEIÐIFÉLÖG STOFNUÐ UM FJÓRAR VEIÐIÁR Fyrir stuttu var haldið upp- boð á skinnum í Oslo. Á uppboðinu voru m.a. skinn Arvid í rcfabúinu á Lómatjörn. frá Lómatjörn, Grund og Grávöru í Grýtubakkahreppi. Að sögn Arvid Kro á Lóma- tjörn, fóru um 250 blárefa- skinn á uppboðið frá þessum þremur aðilum. Gott verð fékkst fyrir skinnin, þegar haft er í huga að þau voru af ungum dýrum — þ.e. undan I. árs læðum. Sé miðað við uppboð, sem haldið var í Oslo í lok síðasta árs, hefur orðið veruleg hækkun á refaskinnum og sagði Arvid að ekki væri ástæða til annars fyrir loðdýra- bændur en að vera bjartsýna á framtíðina. Skinn af minkum hafa ekki hækkað eins mikið í verði og refaskinnin, enda er framboð á þeim mun meira. Um þessar mundir eru loð- dýrabændur í Grýtubakka- hreppi að para refina og gengur það verk vel mun betur en í fyrra. Síðast liðið haust var stofnað veiðifélag um Svalbarðsá í Þist- ilfirði og annað um Hölkná og gera má ráð fyrir að fyrir vorið verði einnig stofnað veiðifélag um Sandá og annað um Hafra- lónsá. í Þistilfirði eru fjórar ágætar lax- veiðiár, sem hafa allar verið leigðar til stangveiði um árabil. Áður var starfandi á þessu svæði Fiskirækt- ar- og veiðifélag Þistilfjarðar er tók Bændaklúbbsfundur Bændaklúbbsfundur verður haldinn að Hótel KEA mánu- daginn 13. apríl og hefst hann klukkan 21. Frummælandi verður Sigtryggur Björnsson, verknámskennari bændaskólanna, og ræðir hann um mjaltir og mjaltatækni. Náttúrugripasafnið: Vísindakynning Náttúrugripasafnið á Akureyri er 30 ára um þessar mundir. í tilefni af afmælinu efnir safnið til fyrirlestra og myndasýninga fyrir almenning dagana 12.-16. apríl næstkomandi. Verða þá daglega haldin erindi um marg- vísleg efni á sviði náttúruvís- inda. Erindin verða haldin í húsakynnum Náttúrugripa- safnsins og Tónlistarskólans í Hafnarstræti 81a, á Akureyri. Sömu daga verður „opið hús“ í safninu, þar sem mönnum gefst kostur á að skoða rannsókna- söfnin, auk hinna föstu sýninga og sérsýningar um umhverfi Ak- ureyrar. Dagskrá vísindakynn- ingarinnar verður þannig: Sunnudaginn 12. apríl, kl. 16, flytur Ágúst Guðmundsson jarð- fræðingur (Reykjavík) erindi um reikistjörnurnar og sýnir nýjustu myndir, sem teknar hafa verið frá geimflaugum Bandaríkjamanna. Hann ræðir einnig kenningar um uppruna sólkerfisins og spurning- una um líf á plánetunum. Mánudaginn 13. apríl, kl. 20.30, ræðir Þórir Sigurðsson mennta- skólakennari (Akureyri) um sól- stjörnur og vetrarbrautir, kynnir helstu nýjungar í stjarnvísindum og (Framhald á bls. 7). Hvorki meira né minna en 26 kg af baggaböndum fundust í kýrvömb! „Þetta er nú með því meira sem við höfum séð koma úr kýrvömb og manni verður nú á að hugsa, hvernig skepnunni hafi liðið með allt þetta innan í sér,“ sagði einn starfsmanna Sláturhúss KEA í viðtali við Dag, en tilefnið var það, að þegar lasburða kú var slátrað á dögunum kom í Ijós stór köggull í vömbinni, sem reyndist vera baggabönd. Höfðu baggaböndin hlaðið utan á sig steinefnum, þannig að köggull- inn var grjótharður og þegar hann var veginn reyndist hann vera 26 kg. Þá hafði hins vegar runnið úr honum mikill vökvi og ekki fjarri lagi að ætla að hann hafi verið talsvert á fjórða tug kg. Starfsmenn sláturhússins sögðu að það væri nokkuð algengt að finna baggabönd í vömbum, en kýrnar létu ýmislegt ofan í sig ef þær næðu í það. Þeir hefðu t.d. fundið gúmmíslöngu og gúmmí- vettling og heyrt höfðu þeir af flösku, sem fannst í vömb einnar kýr. Ágúst Þorleifsson, dýralæknir, sagði í viðtali við dag, að algengast væri að kýrnar næðu í baggabönd- in í fóðurgöngunum, en sem betur fer væru böndin að öllu jöfnu hirt úr heyinu.. Hann sagðist ætla að umræddur köggull hefði verið 2-3 ár að myndast og þegar um svona stóra aðskotahluti væri að ræða truflaðist alveg starfsemi vambar- innar. Smám saman mynduðust sár og kýrin steinhætti að éta og vesl- aðist upp. Ágúst sagði að þetta með bagga- böndin væri ekki algengt vandamál og ekki væri litið á það sem slíkt. Hins vegar væri mun hrikalegra þegar kýr kæmust í fóðurblöndur. Það væri verulegt vandamál og mætti ætla að árlega dræpust yf- ir tíu kýr vegna þessa á Eyjafjarð- arsvæðinu. í þessum tilvikum væri um algjöra handvömm að ræða, því alls ekki mætti geyma fóður- bæti þannig að kýrnar kæmust í hann ef þær losnuðu af básunum. Hann sagðist vita dæmi um það, að einn bóndi hafi misst 5 kýr á einu bretti vegna fóðurbætisáts. Fóðurbætirinn gerjast í vömb kúnna og þenst við það út og getur þrýst á öndunarfærin, þannig að þær kafna. Einnig myndast eitrun, sem eyðileggur lifrina. Köggullinn var ekkert smásmfði. Mynd: H.Sv. til allra ánna og voru starfandi déildir innan þess við hverja á. Fé- lag þetta var stofnað 1938 og sinnti fyrst og fremst fiskrækt í formi klakstarfsemi fyrr á árum. Með breytingu á lögum um lax og silungsveiði féllu fiskiræktar- félögin út og eftir stóð veiðifélag, sem skal sinna og ráðstafa veiði. Til þess að öllum lagaákvæðum væri fullnægt þurfti þvi að koma á fót veiðifélagi um hverja á fyrir sig. Eins og fyrr sagði er búið að stofna tvö félög. Formaður í veiði- félaginu um Svalbarðsá er Sig- tryggur Þorláksson, bóndi á Sval- barði og í Hölknárfélaginu er formaður Þórarinn Kristjánsson, bóndi í Holti. Sigtryggur Þorláksson sagði í samtali við DAG að veiðiréttar- hafar hefðu í rauninni viljað halda gamla forminu, en „ekki tjáir að deila við dómarann" svo það varð úr að félögin (og verða) stofnuð. Árnar fjórar eru allar leigðar, og sagði Sigtryggur að menn hefðu jafnvel í hyggju að leigja þær allar út í einu, ef það reyndist vera hag- kvæmara. Leirulækjarfoss I Sandá I Þistilfirði. Mynd: Einar Hannesson. § Gætugert betur við innbæjar- tjörnina Akureyrl hefur löngum haft orð á sér fyrlr að vera fallegur bær og tilfellið er að vart er hægt að finna skemmtilegra bæjarstæði hér á landi og þó vfðar væri leitað. En það er enn hægt að gera ýmislegt smávægllegt til að prýða bæ- inn og gera hann ásjálegri. Innbælngur kom á ritstjórn DAGS og benti á að fyrir litla upphæð — eða í sjálfboða- vlnnu — væri hægt að laga umhverfi tjarnarinnar við Drottingarbraut svo að hún yrði hrelnasta perla. f því sambandi mlnnti innbæing- urinn á að bekkir, flelrí hólm- ar og nokkur tré gætu gert mikið til að bæta umhverfið. # Sportbátar og róðrakeppní Og fleira er hægt að gera. Það væri eflaust vel séð af bæjarbúum ef einhver félagasamtök vildu standa fyrir róðrakeppnum á tjörn- inni í sumar, en slfkt er a.m.k. hægt á stórstraumsflóði og gæti verið skemmtileg til- breytni í bæjarlífinu. Ekki skal neinn dómur á það lagður hvort hægt sé að hagnast á leigu smábáta, en þessari tillögu er hér með komíð á framfæri ef elnhver athafnamaðurinn hefur áhuga á að koma hennl í framkvæmd. Ugglaust væru foreldrar tilbúnir að fara með börn sfn á fögrum sunnudegl og róa um tjörnina og ekki myndi það skemma fyrir ef krakkarnar fengju að hafa með sér stangarkorn, því oft hefur orðlð vart við silung í tjörnfnni. § Aðeínsum norðurhliðið Og úr því að farið er að ræða um fegurð bæjarins og möguleika á að glæða bæinn auknu lífi er ekki úr vegi að mfnnast á norðurendann. Því miður verður að segjast eins og er að bílakirkjugarðurinn við Lónsbrú er ekkert augna- yndi — þvert á móti og hið sama gildir um skúrana upp með læknum að norðan- verðu. Ef allt væri með felldu sælst ekki ruslahaugur af þessu tagi við innkeyrslu bæjarins. En hér er ekki við yfirvöld á Akureyri að sakast og því værl réttast að merkja vandlega hvar landamerki Akureyrarkaupstaðar og Glæsibæjarhrepps eru í raun og veru svo fari ekkf mllli mála hjá hvorum aðllanum herlegheitin eiga heima.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.