Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 3

Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 3
>porthu>id l!tt 'A HOUMM íþróttagallar í miklu úrvali Sporthú^klhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Trimm-lands- keppni fatl- aðra í maí Á fundi norræna íþróttasam- bandsins fyrir fatlaða, sem haldin var í nóvember s.l. var ákveðið að stefna að norrænni Trimm keppni í maí n.k. Með þessu er fyrst og fremst stefnt að því að fá sem allra flesta til þátttöku fatlaðra í íþróttastarfi. Fyrikomulag er í aðal atriðum hugsað þannig. 1. Þátttökulönd eru Norður- lönd. 2. Keppnistími er allur maí- mánuður. 3. Keppt verður í: Göngu, sundi, skokki, hjólreiðum, hjóla- stólaakstri, og kajakaróðri. 4. Keppandi má aðeins keppa í einni grein á dag og fær fyrir það eitt stig. 5. Miðað er við að keppandi eyði 30 mínútum á dag til æfinga í hvert sinn sem hann tekur þátt, t.d. sé í laug í 30 mín. og syndi eftir getu þann tíma með nauðsynlegum hvíldum. Sama er að segja um aðr- ar greinar. 6. Vegna mismunandi fólks- fjölda hafa þátttökulöndin mis- munandi viðmiðunartölu. Þegar Svíar fá 1 stig fá Norðmenn 2,04 stig, Danir 1,62 og fsland 36,03 stig og svo framvegis. íþróttafélag fatlaðra á Akureyri hvetur alla sem eitthvað eru fatlaðir, að taka þátt í keppninni. Með sameiginlegu átaki getum við stuðlað að því að fsland sigri í keppni þessari. Allar upplýsingar gefur Júlíana Tryggvadóttir í síma 21186. „Veistu hvað hún Margrét Vilborg Sigurðardóttir er kölluð?“ „Nei.“ „Marg Borgar Sig.“ ★ Vörubílstjóri missti stjórn á vöru- bílnum sínum seint að kvöldlagi og ók á hús. Hann var á mikilli ferð og stansaði bíllinn ekki fyrr en inni í stofu. Þar voru tvær gamlar konur hálfblindar og heyrnarlausar að drekka kaffi. Bílstjórinn var ómeiddur og spurði þær í einhverju fáti: „Afsakið en getið þér sagt mér í hvaða átt Akureyri er?“ „Beint framhjá borðinu og beygja til vinstri við píanóið" var svarið. Af hverju eru bara myndir á þínum spilum? Sjalfstæðishúsi Fimmtudagur 30. apríl: TÖKUM FORSKOT Á HELGINA. O DISKÓTEK: ALLT ÞAÐ NÝJASTA FRÁ ÖLLUM VÍGSTÖÐVUM. Boroapantamr í síma 22970 Þaó geta allir skemmt sér í Sjall- anum Hjá okkur er fjörió — þú þarft ekki aö fara annað Þaö er ekkert kyn- slóðabil Í Sjallanum — mundu þaó Föstudagur 1. maí: OPIÐ FRÁ KLUKKAN 20. ÞETTA ER HÁTÍÐISDAGUR- INN ÞINN LAUNÞEGI GOÐUR — ÞVl EKKI AÐ SKELLA SÉ í SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ OG HALDA UPP A HANN? HLJÓMSVEIT STEINGRÍMS STEFÁNSSONAR HELDUR UPPI LÁTLAUSU FJÖRI ALLT FRÁ UPPHAFI TIL ENDA. I DISKÓTEKINU VERÐA LÖG VIÐ ALLRA HÆFI — LÍKA VIÐ ÞITT HÆFI. yL Laugardagur 2. maí: “ VIÐOPNUM AFTUR KLUKKAN 20 FYRIR MATARGESTI, EN TVEIMUR TÍMUM SÍÐAR VERÐUR TÍSKUSÝNING. FÖTIN ERU FRÁ VERSLUNINNI VENUS, STRAND- GÖTU 11. ÞETTA ER SUMARTÍSKAN EINS OG HÚN GERIST BEST. ÞESSI GLÆSILEGI SUMARFATNAÐUR VERÐUR SÝNDUR AF AKUREYRSKU SYNINGAR FÓLKI SEM KALLAR SIG NÝ MODEL. HLJOMSVEIT STEINGRÍMS STEFÁNSSONAR KEMUR ÖLLUM í GOTT STUÐ Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ MEÐ GÖMLU GÓÐU SLÖGURUNUM. I DISKÓTEKINU VERÐUR SKO EKKERT SLEGIÐ AF! Sjálfstæðishúsið WÍIlI Æf ingataf la yngri W flokka V sumarið1981 7. flokkur (6-8 ára). Mánudaga kl. 13.00 Miðvikudaga kl. 13.00 Tveir hópar hverju sinni. Fimmtudagur kl. 14.00-16.00 frjáls tími undir umsjón þjá,fara. Þjálfari: Einar Pálmi Árnason. 6. flokkur. Mánudaga kl. 15.00 Miðvikudaga kl. 15.00 Föstudaga kl. 14.00 Tveir hópar hverju sinni. Þriðjudagur kl. 14.00-1600 frjáls tími undir umsjón þjálfara. Þjálfari: Einar Pálmi Árnason. 5. flokkur. Mánudaga kl. 17.00 Miðvikudaga kl. 17.00 Föstudaga kl. 17.00 Tveir hópar hverju sinni. Þjálfari, Einar Pálmi Árnason. 4. flokkur. Þriðjudaga kl. 17.00 Fimmtudaga kl. 17.00 Laugardaga kl. 11.00 f.h. Þjálfarar: Gunnar Gíslason, Helgi Jóhannsson og Einar Pálmi Árnason. 3. flokkur. Þriðjudaga kl. 18.30 Fimmtudaga kl. 18.30 Laugardaga kl. 13.30 Þjálfarar: Gunnar Gunnarsson og Einar Pálmi Árnason. Kvennaflokkur. Mánudaga kl. 20.00 Miðvikudaga kl. 20.00 Þjálfarar, Trausti Haraldsson og Einar Pálmi Árnason. Allar áðurritaðar æfingar munu fara fram á velli félagsins við Lundarskóla. Æfingar kvennaflokks, þriðja flokks, fjórða og fimmta flokks taka gildi frá og með mánudeg- inum 3. maí. Aðrir flokkar þ.e.a.s. sjötti og sjöundi flokkur eru beðnir um að mæta til innritunar mánudaginn 18. maí í Lundarskóla, sjöundi flokkur kl. 16.00 og sjötti flokkur kl. 17.00. Stjórn unglingaráðs K.A. Einar Pálnii Árnason S-24424 Eiður Eiðsson S-21243 Gísli Már Ólafsson S-25713 Siguróli M. Sigurðsson S-21879 örlygur ívarsson S-22173 -------------1-----1 , ■ . , DAÖUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.