Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 18

Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 18
KVÍKMYNÐIR Walk into the incredible true experience of Billy Hayes. And bring all the courage youcan. An ALaÍTRAflKER FiIrrTMlDNtGH . PfTER GUBEfWUOUVER STONE n»«»ALAN MARSHALt Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Midnight Express eða Miðnætur- hraðlestin. Heimsfrægamerísk verðlaunakvikmynd í litum. Sannsöguleg og kyngimögnuð, um martröð ungs, bandarísks háskóla- stúdents í hinu alræmda tyrkneska fangelsi Sagmalcilar. Næsta mynd verður Kolbrjálaðir kórfélagar er sýnd hefúr verið hér áður. Félagarnir Lyles og Horold sem börðust saman í Víetnam ganga í lögregluna í Los Angeles, þegar stríðinu er lokið. Þar komast þeir að því að lögreglustarfið er ekki eilífur dans á rósum, því þeir eiga í höggi við ósamvinnuþýðan almenning, forherta glæpamenn og spillta skilningslausa yfirmenn. ■k Borgarbíó mun um mánaðamótin hefja sýningar á myndinni Púnkt- ur, púnktur, komma, strik, eftir skáldsögum Péturs Gunnarssonar í leikstjórn Þorsteins Jónssonar. Með aðalhlutverk fara Pétur Björn Jónsson, Hallur Helgason, Krist- björg Kjeld og Erlingur Gíslason. Kvikmyndin lýsir uppvexti bams rétt eftir 1950 og líklega finna margir af kynslóð Andra sitthvað svipað í æsku sinni og hans. í dómi um mýndina segir m.a. En þó litið sé tif^baka í Púnktur, púnktur, kommá strik þá er það ekki með sætsúrri eftirsjá, heldurgagnrýni og skopi. Frásagnarefnið er oft á tíð- um fislétt gaman en í annan stað alvarlegt og umhugsunarvert. Mér Ifkar ekki hvernig bankastjór- inn hlær að ávísuninni, sem pabbi gaf okkur. l.MAÍ hátíðahöld verkalýðsféiaganna á Akureyri 1981 KRÖFUGANGA Safnast verður saman í Þórunnarstræti við Dvalarheimilið Hlíð klukkan 13.30. Klukkan 14.00 verður gengið fram hjá Sjúkrahúsinu niður Eyrarlandsveg, Kaupvangsstræti, Hafnarstræti og inn á Ráðhústorg. UTIFUNDUR Útifundur verður á Ráðhústorgi aó aflokinni kröfugöngu. Dagskrá: 1. maí ávarp verkalýðsfélaga á Akureyri flytur Sigurður P. Randversson. Ræðumenn verða: Guðmundur Hjaltason, rennismiður, fulltrúi fatlaðra. Rögnvaldur Rögnvaldsson, húsvörður og Guðmundur Sæmundsson, verkamaður. Kynnir: Theodór Júlíusson, leikari. Lúðrasveit Tóniistarskóla Akureyrar leikur í göngunni og á fundinum. Stjórnandi Roar Kvam. BARNASAMKOMA Barnasamkoma verður í Sjálfstæðishúsinu og hefst klukkan 15.30. Barnakór úr Oddeyrarkóla syngur. „Spike Jones" eftirhermur, Theodór Júlíusson skemmtir, stúlkur úr Oddeyrarskóla sýna leikfimi, hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn frá klukkan 14. Verð kr. 10. Kaffisala verður að loknum útifundi í Alþýðuhúsinu. Fjölmennið til hátíðarhaldanna. Berið merki dagsins. Baráttukveðjur, 1. maí nefnd verkalýðsfélaga á Akureyri F.M.A. — F.V.S.A. — F.I.N.A. — EINING — IÐJA — T.F.A. — S.E. — S.T.A.K. — B.S.R.B. ■ Kvenfélagið Framtíðin heldur fund í Skjaldarvík miðvikudaginn 6. maí. Farið verður frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.30 stundvíslega. Stjórnin. Hlífarkonur þær sem látið hafa skrá sig í leikhúsferð til Húsavíkur laugardaginn 2. maí. mæti við bifreiðastöðina Stefni kl. 13.30. Nefndin. I.O.O.F. 2 - 163518'/2 U.M.S.E. Skákmenn. 15 mín. skákmót verður n.k. laugardag 2. maí í Freyvangi og hefst kl. 13.00. Munið að koma með töfl og klukkur. Kvöldvaka Sambands Eyfirskra kvenna, verður í Hlíðarbæ laugardaginn 2. maí kl. 9.00 e.h. Kvenfélagið Gleym mér ei. Leikfélag Akureyrar: TAKIÐ EFTIR Hláturinn lengir lífið „VIÐ GERUM VERKFÁLL“ Leikstjóri: Svanhildur Jóhannesdóttir Leikmynd: Hallmundur Kristinsson Lýsing: Ingvar Björnsson. Fjórða sýning: Fimmtudag 30. apríl kl. 20.30 Fimmta sýning: Föstudag 1. maí kl. 20.30 Sjötta sýning: Sunnudag 3. maí kl. 20.30. Miðasala alla daga frá ki. 16.00. Sími 24073. Karlakór Akureyrar Samsöngur Föstudaginn 1. maí — Grund Svarfaðardal kl. 16.00. Laugardaginn 2. maí — Sal Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar kl. 15.00. Miðasala vió inngang. — Ónýttir miðar frá tónleik- um 21.22. og 23. mars 1981 gilda. Orðsending frá Iðju Orlofshús Iðju að lllugastöðum, verða til leigu frá og með 4. maí n.k. Leiga fyrir vikuna er Kr. 400,00 Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið hús áður sitja fyrir. Allar upplýsingar á skrifstofu Iðju í síma 23621. it Eiginmaður minn og faðir okkar JÓHANNES KRISTJÁNSSON, frá Hellu, forstjóri Vélsmiðjunnar Odda h.f„ andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt mið- vikudagsins 29. apríl. Ingunn Kristjánsdóttlr og börn 18.DAGÚR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.