Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 11

Dagur - 30.04.1981, Blaðsíða 11
Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar 1981 1. maf Súlur (gönfiuferð). 9. maf Kaldbakur (göngugerð, á skfðum ef færi leyfir) 16. maf Staðarbyggðarfjall (göngufcrð). 23.-24. maf Náttfaravfkur (öku- og gönguferð). 28. maí Málmey, Þórðarhöfði (öku- göngu- og bátsferð). 6.-8. júní Glerárdalur með gistingu i I.amba. Gönguferðunt hagað eftir veðri og aðstæðum, t.d. á Kertingu, Tröllafjall, Glerárdalshnjúk, Jökulstalla og hugsanlega heim um Bægisárdal eða Skjóldal. 6.-8. júnf Herðubreiðarlindir, Bræörafell og nágrenni. Ef veður leyfir, gefst kostur á að ganga á Herðubreið og Kollóttudyngju. 6.-8. júnf Langanes. ökuferð, sérstaklega með fuglaskoð- un i huga. 14. júnf Hraunsvatn. Létt gönguferð. 20. júnf Miðnætursólarferð á Tjörnes. 27. júnf Sögustaðir í Höfðahverfi. Kvöldferð. 28. júní Barkárdaltir. Létt gönguferð. 3.-5. júlí Gjástykki, Eldsumbrotasvæðið norður af Kröflu. Þeir sem vilja, fá kost á göngu um Kröflu og að Hrafntinnuhrygg, og einnig með Eldánni niður að Reykjahlfö. 4.-11. júlf Aðalvfk á Hornströndum. Dvalist f tjöldum að Látrum í Aðalvik. Gengið þaðan til nærliggjandi staða, svo sem Fljótavfkur, Hestcyrar, á Straum- nesfjall og vfðar. Ferðin er skipulögð í samvinnu við Ferðafélag fslands. 10. -12. júli Herðubreiðarlindir og Askja. 11. -19. júlf Vestfirðir. Komið verður m.a. til Búðardals, á Skarðsströnd, til fsafjarðar með siglingu um Djúpið eða f Jökulfirði. Síðan ckið uin Patrcks- f jörð, gcngið á Látrabjarg, ekið um Barðaströnd, til Hólmavfkur, f Bjarnarfjfirð og heim. 17.-22 júlf Landmannalaugar, Þórsmörk. Gönguferð f sam- vinnu við Ferðafélag fslands. Ekið verður frá Reykjavfk til Landmannalauga. Sfðan gengið um Hrafntinnusker, Álftuvatn og Emstrur til Þórs- merkur. Gist i húsum. 21. -26. júli Borgarfjörður. Rólcg ferð fyrir alla fjölskylduna. Gist undir þaki, sennilega allar næturnar á sama stað. Farið i ökuferðir uin nágrennið alla dagana, mislangar, og mcð mögiileikum á stuttum gönguferðum fyrir þá sem þess óska. 23.-26. júlf Fjallabaksleið syðri. ökuferð með möguleikum á göngufcrðum. 31. júlí-3. ágúst Heröubreiðarlindir, Askja og umhverfi. Róleg ferð fyrir þá sem þcss óska, en með lengri og skcmmri gönguferöum fyrir þá sem meira vllja leggja á sig. 1.-8. ágúst Brúaröræfi, Snæfell, Eyjabakkar, Fljótsdalur. ökuferð mcð tækifæri til að ganga á Snæfcll, um Eyjabakkasvæðið og niður f Fljótsdal í veg fyrir bflinn. 15.-16. ágúst Laugafell, Lambahraun, Gráni. ökufcrð. 22. ágúst Svcppa- og berjatfnsluferð. 22. -23. ágúst Glerárdalur með gistingu í Lamba. Gengið niður Finnastaðadal. 29.-30. ágúst Flateyjardalur. ökuferð með mögiileika á gönguferðum eða berjatfnslu að vild. 5. scpt. Tryppaskál. (gönguferð). 12. sept. Vatnahjalli, Sankti Pétur, Kerlingarhnjúkur (gönguferð). 26.-27. sept. Hcrðubreiðarlindir og Askja. Skrifstofu félagsins er í Skipagötu 12, 3. hæð. Sfminn er 22720. Frá júnfbyrjun og frum í miðjan septcmbcr verður hún opin kl. 18.00 til 19.30 á mántidögum og fimmtudögum. Dtan þess tfma verður hún opin kl. 18-19 kvöldið fyrir hverja auglýsta ferð. í mars og apríl verða styttri göngufcrðir um helgar, auglýstar í auglýsingakössum FFA og í dagbéikum Akureyrarblaðanna. Nauðsynlegt er að panta í ferðir ineð góðum fyrirvara, þar sem stundum getur þurft að takmarka þátttöku. í lengri ferðir á vcgum FFA er heitur matur, mjólk kaffi og te (en ekki brauö) venjulcgu innifalið i fargjaldi. f þær ferðir þarf að taka farmiöa með viku fyrirvara. Nánari upplýsingar um hverja ferð eru gefnar á skrifstofunni, og er fólk hvatt sérstaklega til að athuga, hvaða búnaður hentar fyrir hverja ferð. Jón Gauti Jónsson TROLLAFJALL Strýta Hlióarfjail Víkurókörð (<*••* jít _ v Sé'ktr Vaðlaheiði GlejárdaljJr Bondi Útsýni af Kerlingu. (Sigurgeir B. Þórðarson) „Útívera er rotvamarefni fyrir 1íkamann“ Nýlega kom út bæklingur er liefur að geyma ferðaáætlun Ferðafélags Islands fyrir þetta ár. Er þar að vanda boðið upp á margvísleg ferðalög um landið. Auk ferðaáætlunar F.l. eru í honum upplýsingar um starfsemi hinna ýmsu deilda Ferða- félagsins, sem starfandi eru út um land. Umfangsmest er þar ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar, sem alls býður upp á 28 lengri og styttri ferðir. Til að kynnast frekar starfscmi Ferðafélags Akureyrar var brugðið á það ráð að sækja formann félagsins heim, Arna Jóhanncsson verkstjóra hjá Mjólkursamlaginu. Viðtal var auð- fengið og leysti Árni greiðlega úr spurningum HelgarDags. Fyrsta meiriháttar framkvæmd Ferðafé- lagsins var að leggja veg upp úr Eyjafirði, svokallaðan Vatna- hjallaveg Hvenœr var Ferðafélag A kureyr- ar stofnað og hver var tilgangurinn með stofnun þess? „Ferðafélag Akureyrar var stofnað árið 1936 og er því 45 ára á þessu ári, en skömmu eftir stofnun þess gerðist það deild í Ferðafélagi íslands. Tilgangurinn með stofnun þess var að auðvelda fólki ferðalög um byggðir og óbyggðir landsins, kanna nýjar slóðir og auka þekk- ingu manna á landinu. Jafnframt var snemma stefnt að því að koma upp skálum á stöðum sem voru vel Ami Jóhannesson formaóur Ferða- settir sem áningarstaðir. Fyrstu félags Akureyrar. forystumenn félagsins voru óhræddir við að leggja út í miklar framkvæmdir til að ná settu marki. Má þar nefna Vatnahjallaveg, hér upp úr Eyjafirði, en sá vegur var gerður á árunum ’39-’47, en hann hefur nú í seinni tið ekki fengið neitt viðhald. Segja má að flestar leiðir um öræfin hafi meðlimir ferðafélaganna verið með í að kanna og síðan merkja. I dag eru tæplega 500 skráðir meðlimir í Ferðafélagi Ákureyrar. Kostir þess að ferðast með ferðafélögunum eru einkum þeir að vera lausir við akst- ursáhyggjur Þú sagðir áðan að lilgangurinn nieð stofnun Ferðafélagsins hefði verið að auðvelda fólki ferðalög um hálendið. í dag hafa verið lagðar fjölmargar slóðir um hálendið og margir eiga orðið híla með drifi á öllum hjóium. Er nokkur þörf fyrir Ferðafélagið lengur? „Jú vissulega, því Ferðafélagið kappkostar enn þá að bjóða upp á ódýrar ferðir. Jafnframt er reynt að fá góða leiðsögumenn, er kunna að segja frá því helsta, bæði hvað varðar land og þjóð. Það að ferðast í hóp hefur raunar bæði kosti og galla. Það er alltaf gaman að blanda geði við aðra og kynnast Laugafell, elsti skáli Ferðafélagsins. Nú hcfur verió gerð sundlaug við skál- ann. (SBÞ) Gönguferð Ferðafélagsins á Kaldbak s.l. vor. 1 henni tóku þátt alls 30 manns af 7 þjóðernum. (ÁJ) Komið I veg fyrir akstur utan vega I grennd við Herðubreiðariindir. Ferða- félagið hefur allt frá stofnun unnið að ýmsum vegabótum á hálendinu. (JGJ) nýju fólki, leiðsögn er mjög mikils virði og eins það að vera laus við aksturáhyggjur sem er alveg ómet- anlegt. Svo er yfirleitt ódýrara að ferðast í hópferð en einkabíl. Hinsvegar eru menn bundnir við fyrirframgerða áætlun og verða að hlýta vissum reglum, sem eru óhjá- kvæmilegar í hópferð.“ Ferðafélag Akureyrar á nú fimm skála á há- lendinu En nú gerir Ferðafélagið ýmislegt fleira en að skipuleggja ferðalög? „Eins og fram kom í upphafi hefur gerð slóða um hálendið verið eitt af markmiðum félagsins, og hefur víða verið lögð hönd á plóg- inn í því skini. En skálabyggingar hafa ekki síður verið stór liður í starfseminni. Fyrsti skálinn var byggður í grennd við Laugafell. Hann var reistur á lítilli grastorfu, sem nú er orðið mikið vandamál að vindurinn nái ekki úr höndunum á okkur, en góðir félagar hafa unnið dyggilega að því að reyna að varð- veita torfuna. Heit laug er þarna og er húsið hitað upp með vatni úr henni. Auk þess var byggð sund- laug þarna fyrir nokkrum árum. Skálinn liggur á vegamótum og er hægt að aka að honum upp úr Eyjafirði, úr Vesturdal í Skagafirði og af Sprengisandsleið. Árið 1959 byggði félagið skála I Herðubreið- arlindum, Þorsteinsskála og hefur hann verið ein aðalmiðstöð félags- ins síðan. Eftir gosið í Öskju árið 1961 var svo Dreki reistur við gilið, sem hann ber nafn af í Dyngju- fjöllum. Þetta er mjög vel settur skáli, og mætti gjarnan vera stærri. Inn í Glerárdal var reistur lítill skáli fyrir nokkrum árum. Hlaut hann nafnið Lambi. Hefur hann verið mikið notaður enda í töfrandi umhverfi. Alltof fáir gera sér þó grein fyrir því hvað þetta er kjörið útivistarsvæði svona rétt við bæinn. Ég vildi bara óska, að bæjaryfir- völd væru svo framsýn, að þau létu girða svæðið og friða þannig að upphaflegur gróður fái að dafna Lambi á Glerárdal. Tröllafjall og tröllin I baksýn. (SBÞ) þar á ný. Mætti t.d. hugsa sér að girða úr Kjama, um Stórhæð og vestur í Glerá sunnan öskuhauga. Þetta er verkefni, sem tekur langan tíma og má því ekki dragast að unnið sé að því. Fimmti skálinn, sem Ferða- félagið hefur reist er lítill göngu- skáli og stendur við Bræðrafell. Hann er í um 2-3 tíma gang vestur af Herðubreið, en um 6-7 tíma gang frá Herðubreiðarlindum. Þarna er töfraheimur og vel til þess fallið að dvelja nokkra daga í skál- anum, en nóg er að skoða í ná- grenni hans. Dagleið er frá honum í Dreka og tvær dagleiðir niður I Mývatnssveit. Bara það að halda þessum skál- um við er mikið verk, en bygging þeirra og viðhald er allt gert í sjálf- boðavinnu. Ýmiss félög eða fyrir- tæki hafa lagt sitt að mörkum til að gera þá að veruleika, og skal það þakkað. Nú er unnið að útgáfu leiðalýsinga um Glerárdal og fjöllin umhverfis í samvinnu við Skátafélag Akur- eyrar En hvað með útgáfustarfsemina? „Ferðafélag íslands gefur út mjög vandaða árbók, sem meðlimir allra félagsdeilda kaupa og er það þeirra árgjald. Má geta þess að ár- bókin í ár fjallar um Ódáðahraun. Ferðafélag Akureyrar gefur einnig út sitt ársrit, Ferðir. Þetta rit hefur fjallað um margvísleg efni tengd félagsstarfinu. Nú síðustu ár hefur Glerárdalur verið aðalefni ritsins; landslagslýsing, ömefnaskrá, jarð- saga og gróðurfar. Jafnframt er unnið að útgáfu leiðalýsinga um dalinn og fjöllin beggja vegna hans. Þetta verkefni hefur verið unnið í samvinnu við Skátafélag Akureyr- ar.“ „Ferðaáætlun Ferðafélags Ak- ureyrar hljóðar alls upp á 28 ferðir i vor og sumar, og er reynt að hafa þær sem fjölbreytilegastar þannig Megnið af þeirri starfsemi, sem þú hefur verið að segja frá, fer fram að sumdrlagi. Hvað með vetrarstarfið? „Fyrri part vetrar er ávallt haldin fjölskylduhátíð, vandað er til efnis og veitinga, og hefur hún ætíð verið vel sótt. Nú á næstunni hefjast auk þess ferðir á vegurn félagsins, stutt- ar gönguferðir í nágrenni Akureyr- ar, sem er mjög góð æfing fyrir lengri ferðir I sumar. Ferðafélag íslands hefur tekið upp svona stuttar gönguferðir I nágrenni Reykjavíkur og hafa þær orðið mjög vinsælar. Á vorin er svo haldin kvöldvaka, þarsem fram fer kynning á ferðum sumarsins í máli og myndum.” Ferðafélagið býður alls upp á 28 iengri og styttri ferðir um landið Nú er ferðaáœtlun sumarsins komin út. Hvað hyggst Ferðafélagið hjóða fólki upp á i sumar? að hver og einn geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Nýbreytni er að dvelja allan ferðatímann á sama stað og aka dagsferðir út frá honum, en þetta er gert í ferð um Borgarfjörð 21.-26 júlí. Þetta er létt ferð en gef- ur jafnframt möguleika á lengri gönguferðum t. d. að ganga á Baulu. Af öðrum lengri ferðum má nefna ferð um Brúaröræfi og niður I Fljótsdal. Þeir sem vilja geta gengið á Snæfell. Homstrandaferð er á dagskrá og ferð i Landmanna- laugar og gönguferð I Þórsmörk. Þá er og tveggja daga gönguferð um Glerárdal í byrjun júní. Ég til eindregið benda fólki á að afla sér upplýsinga um ferðirnar í tíma, því oft á tíðum er sætafram- boð takmarkað." En livert á fólk að snúa sér til að afta sér nánari upplýsinga? „Skrifstofa félagsins að Skipa- götu 12 verður opin í sumar frá 1. júní- 15. sepember á mánudögum og föstudögum milli kl. 18 og 19.30. Ferðir í vetur og vor verða auglýst- ar í blöðunum, sem út eru gefin á Akureyri, og er þá skrifstofan opin kl. 18-19 kvöldið fyrir auglýstar ferðir. Og Arni, eitthvað að lokum? „Ferðafélögin öll hafa góða um- gengni sem aðalsmerki á stöðum, sem þau hafa sótt heim. Þetta atriði er mikilvægt ekki sist með vaxandi ferðamannafjölda. Hafa þau miðl- að reynslu og þekkingu til hins op- inbera eftir að það fór að hafa af- skipti af náttúruverndarmálum og sinna vörslu á mikið sóttum stöð- um. Ég vil svo ekki láta hjá líða að hafa svolítinn áróður fyrir útivist almennt. Þetta að vera úti; reyna hæfilega á sig, er einskonar rot- varnarefni fyrir líkamann. Ég held það skipti ekki svo rniklu máli hvað gert er, ef fólk er úti, og veðrið er ekkert stóratriði, það er bara að búa sig viðeigandi. Að lokum bestu þakkir til allra þeirra sem sífellt eru að vinna fyrir félagið og gera því kleyft að starfa.“ Gengið á Herðubrcið. Ljósm. Gunnar Helgason. Þorsteinsskáli I Herðubreiðarlindum hefur um árabil verið ein aðal miðstöð félagsins ásamt Dreka. 10.DAGUR DAGUR.11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.