Dagur - 05.05.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 05.05.1981, Blaðsíða 1
Fermingar- gjafir f MIKLU ÚRVALi GULLSMiem 1 SIGTRYGGUR & 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. maí 1981 35. tölublað Hitaveita Reykjahlíðar í Mývatnssveit: Brást fimm sinnum um helgina Frá I. maf hátfðahöldunum. Mynd: H.Sv. ENGIN MERKI UM RIÐU Nú er nýlega lokið riðuskoðun á norðausturhorni landsins, þ.e. milli jökulsánna. Að sögn Ragnars Ragnarssonar, héraðs- dýralæknis á Þórshöfn, fannst ekkert grunsamlegt og virðist engin riða fvrirfinnast á svæð- inu, nema hvað riðu varð vart á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð í fyrravor. bæði vestan og sunnan umrædds svæðis, þ.e. í Kelduhverfi vestan Jökulsár á Fjöllum og á Austfjörð- um, sunnan Jökulsár á Brú. Mývatnssveit 4. maí. Um helgina bilaði hitaveitan fimm sinnum á einum og hálfum sólar- hring, en slæmt ástand hefur verið að undanförnu í málefnum hita- veitu Reykjahlíðar. Sveitarstjórinn, Arnaldur Bjarnason, er nú f Reykjavík að ræða við ráðamenn um hvað gera skal. Landeigendur Reykjahlíðar héldu fund um málið í gær og kröfðust þess að varma- skiptistöð verði komið upp sem fyrst. Ástand í neysluvatnsmálum íbúa hér um slóðir er slæmt. Hitinn á neysluvatninu er um 20 stig. Hitaveitan var stofnsett fyrir 10 árum og tekin í notkun haustið 1971. Þjónar hún Reykjahlíðar- og Vogahverfum. Samið var um að ríkið leggði landeigendum Reykja- hlíðar og Voga ákveðið magn af heitu vatni, sem greiðslu fyrir jarð- hitaréttindi við Námafjall og Kröflu. Landeigendur selja síðan hitaveitunni vatnið, en hún er rekin sem sjálfstætt fyrirtæki á vegum hreppsins. 1 fyrstu var notað djúpvatn úr borholum í Bjarnarflagi. Fljótlega fór að bera á miklum útfellingum sem settust innan í aðalæð og dreifikerfi hitaveitunnar. Gekk svo í nokkur ár að engar úrbætur feng- ust, en 1975 var gerður ný samningur við Iðnaðarráðuneytið þar sem m.a, er kveðið á um að ríkissjóður taki á sig að reisa og reka þau mannvirki sem þarf til að hitaveitan fái nothæft vatn, þannig að ekki verði útfellingar í aðveitu- æðum og dreifikerfi. Að lokinni allsherjar hreinsun á hitaveitulögnunum voru svo gerðar þær úrbætur 1976 að borað var eftir fersku vatni og það hitað upp með því að blanda í það gufu úr bor- holum í Bjarnarflagi. Heimaaðilar vildu að sett yrði upp varmaskipti- stöð og ferskt vatn hitað með ó- beinni upphitun og leitt í kerfi hita- veitunnar. Þessi aðferð er mun kostnaðarsamari en hin fyrrnefnda og fékkst ekki samþykkt af hálfu ríkisvaldsins, en inn í samninginn var þó sett ákvæði um að reynist gufuhitunaraðferðin ófullnægjandi verði sett upp varmaskiptistöð. Fyrst í stað varð veruleg breyting til bóta á hitaveituvatninu, en síð- ustu árin hefur hallað mjög á ógæfuhlið og hafa nú komið í Ijós (Framhald á bls. 6). SAMNINGUR UNDIRRIT- AÐUR UM SKIPAKAUP TIL GRENIVlKUR „Það er rétt, við höfum skrifað undir samning við Slippstöðina á Akureyri um smíði á 35 m löngu raðsmíðuðu skipi,“ sagði Knútur Karlsson, framkvæmda- stjóri frystihússins Kaldbaks á Grenivík í viðtali við Dag. „Við sjáum ekki aðra trygga lausn á hráefnisvandamálum okkar en fá eigið skip og teljum að svona skip, um 200 lestir og gert fyrir al- hliða veiðiskap, þ.e. línu-, neta- og togveiðar, muni henta okkur mjög vel. Þó að við séum búnir að skrifa undir samninga um smíðina er margt óljóst enn. Málið á eftir að fara í gegn um kerfið og ekki er ljóst með útvegun fjármagns, en Ragnar sagði að þar sem ekkert hefði fundist yrði líklega farið í það að skera niður fé á Hrafnabjörgum, sem er innan sama sauðfjárveiki- varnarsvæðis. Þar er fjórbýli og mikill fjárbúskapur, eða um 1200 fjár. Líklegt er að allt féð verði skorið niður áður en fé verður sleppt í vor. Sem kunnugt er, er riðuveiki Togarinn væntanlegur um næstu áramót Framkvæmdastofnun veitti samþykki sitt í síðustu viku Eins og kunnugt er hafa nú allir aðilar í kerfinu samþykkt að Útgerðarfélag Norður-Þingey- inga fái að ganga inn í snn'ða- samning á skuttogara í Noregi, þ.e. heimilað hefur verið að færa fjármagn vegna Þórshafnartog- skipið mun kosta um 22 milljónir króna,“ sagði Knútur Karlsson. { samtalinu við hann og Stefán Þórðarson, sveitarstjóra Grýtu- bakkahrepps, kom fram að upp á síðkastið hefði verið næg atvinna við fiskverkun, vegna tveggja land- ana Súlunnar og vegna togarafisks frá Útgerðarfélagi Akureyringa. Súlan hefur landað rösklega 190 lestum og er meiningin að hún landi alls 800 lestum á Grenivík. Sólbakur landaði 60-70 tonnum fyrir páska og töluverðu magni af fiski hefur verið ekið frá Akureyri til Grenivíkur, allt að fjórum ferð- um á dag. Knútur sagði að ef þetta hefði ekki komið til hefði enginn afli borist til Grenivíkur, en eins og menn niuna var öllum starfsmönn- um frystihússins sagt upp 6. apríl s.l. vegna hráefnisskorts, samtals um 60 manns. Stefán Þórðarson, sveitarstjóri, sagði að grásleppuafli hefði verið óvenjumikill það sem af er vertíð- inni og mun betri en I fyrra, en sú vertíð var fremur slök. Bryggjan lætur undan Um helgina ráku vegfarendur augun í gat, sem hafði myndast á nyrðri bryggjunni á Torfunefi. Gat er komið I gólf nyrðri hluta Torfu- nefsbryggju. Mynd: á.þ. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar, hafnarstjóra, er það algengt að jarðvegur sigi í gegnum þilið. Starfsmenn hafn- arinnar fylltu upp í göt á bryggjunum á Torfunesi fyrir u.þ.b. mánuði og löguðu um leið kanttrén, sem voru orðin léleg. Flóabáturinn Drangur hefur haft aðsetur í krikanum á nyrðri bryggjunni, en nú liggur báturinn við syðri bryggjuna enda er rýmra um hann þar og sú bryggja er öllu traustari en hin. Guðmundur sagði að reiknað væri með að á þessu ári yrði hafist handa við að fylla upp dokkina austan við kornvöru- skemmuna. arans svonefnda yfir á þetta nýja skip. Ríkisstjórnin var búin að samþykkja þetta fyrir sitt leyti og sl. föstudag var málið sam- þykkt í Framkvæmdastofnun með fimm atkvæðum gegn tveimur, þeirra Eggerts Hauk- dals og Karls Steinars Guðna- sonar. „Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir með endalok málsins og leyfum okkur að þora að vona að það fari ekki í strand úr þessu,“ sagði Olafur Rafn Jónsson, sveit- arstjóri á Þórshöfn í viðtali við Dag vegna málsins. Búið er að staðfesta samninginn og er verð togarans 28 milljónir norskra króna, eða um 32 milljónir. „Ég held að þetta hafi verið góð lausn, sem allir geti sætt sig við. Skipið er á hagstæðu verði og verður hannað eftir okkar kröf- um,“ sagði Ólafur Rafn ennfremur. Gunnar Hilmarsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sagði að þar væru menn almennt mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Með tilkomu skipsins yrði fiskvinnslan jafnari og hagur frystihússins ætti að vænkast. Af hent á laugardag Á laugardag bætist nýtt skip við í flota Húsvíkinga, en þá verður nýi skuttogarinn Kol- beinsey afhentur Útgerðar- félaginu Höfða h.f. á Húsa- vík. Smíði skipsins hefur gengið vel hjá Slippstöðinni. Gert er ráð fyrir að skipið fari á veiðar strax eftir af- hendinguna. Kolbeinsey er 47,8 metra löng og 4,76 metrar á breidd. Skipið er með einni 460 m3 kælilest og tekur 3.900,70 Itr. fiskikassa. Skipstjóri verður Benjamín Antonsson, sem nú stýrir skuttogaranum Júlíusi Hafsteen ÞH, en það skip er einnig í eigu útgerðarfélagsins Höfða h/f. ' r r Kolbeinsey á reynslusigiingu. Mynd: P.A.P. AUGLYSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.