Dagur - 05.05.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 05.05.1981, Blaðsíða 6
hitaveitan í Reykjahlíð Um hunda og fleira fólk f Degi 28. aprfl s.l. gaf að líta listilega samda grein eftir „hundeiganda“. Er það raunar furðulegt að maðurinn skuli ekki skrifa undir fullu nafni, slfk er stílsnilldin; og mannvitið drýpur af hverju orði í grein þessari er sem „hund- eigandi" sneiði að samtökum for- eldra á Akureyri og því fólki sem hefur viljað berjast fyrir bættum hag barna hér í bæ. Kemur þar fram ríkuleg kímnigáfa höfundar og hárbeitt háð. í stílsnilldinni felst að börn eru hvergi nefnd á nafn, heldur hundar í þeirra stað. Er það auðvitað vel til fundið að líkja börnum okkar við hunda og fara með þau samkvæmt því. Eða hvernig er þessu háttað á heimili „hundeiganda"? Áskell Örn Kárason — Hvers vegna klukkan í Ameríku er á eftir okkar? Það er af þvf Ameríka fannst löngu á eftir.... (Framhald af bls. 1). miklar útfellingar í lögnum. Jafn- framt virðist vatnið hafa tærandi áhrif því borið hefur á því að göt komi á ofna. Við þetta hefur svo bæst að í vetur hafa orðið mjög tíðar bilanir á hitaveitunni. Asbeströr í lögn milli ferskvatns- holu og gufuhola hafa brotnað. Um þverbak keyrði þegar hitinn fór af 5 sinnum s.l. helgi á einum og hálfun sólarhring. I öll skiptin höfðu asbeströr brotnað. Ekki hef- ur fengist viðhlítandi skýring á þessum bilunum, en menn geta sér til um að skýringuna sé að finna í „gufuskotum“ frá borholunum. Arnaldur Bjarnason, sveitar- stjóri, er í dag á fundi í Reykjavík með fulltrúum Orkustofnunar og ráðunautum hitaveitunnar um þessi miklu vandamál og vænta menn nú skjótra viðbragða til úr- lausnar. Landeigendur Reykjahlíðar samþykktu í gær á fundi að óska viðræðna við Iðnaðarráðuneytið og krefjast þess að sett verði upp varmaskiptistöð samkvæmt samningum frá 1975. Til athugunar er sú hugmynd að leiða sjálfrenn- andi frá Austaraselslind, sem er 6-7 km. austan við Námafjall og nota það bæði fyrir hitaveituna og vatnsveituna, en neysluvatnsmál hér eru einnig í miklum ólestri því vatnið hefur hitnað á undanförn- um umbrotaárum og er nú um 20 stiga heitt í vatnsbólinu. Svo sem gefur að skilja hafa menn miklar áhyggjur af þessum málum og lelja að úrbætur þoli enga bið. Járnsmiðjan Varmi h.f. óskar aö taka á leigu 3ja herbergja íbúö. Þarf að vera laus 1. júní n.k. Uppl. í símum 23324 og 24836. Blómstrandi pottablóm Blómstrandi pottablóm í miklu úrvali. Einnig góð mold. Opið alla daga til kl. 18.00. Garðyrkjustöðin Laugarbrekka. Húsmæður Akureyri og Eyja- fjarðarsýslu. Nú í yfirstandandi vorhreingerningum rekist þið ef til vill á gamla hluti sem ætlunin var að senda á haugana. Góð- fúslega minnist þá Minjasafns- ins á Akureyri og gerið safn- verði viðvart í síma 24162 eða 24272. Kvenfélagið Hlíf þakkar af al- hug öllum bæjarbúum og vel- unnurum félagsins fyrir frá- bæran stuðning og góðar við- tökur á fjáröflunardegi félags- ins og óskar þeim góðs og gleðilegs sumars. Bingó verður í Glerárskóla fimmtudaginn 7. maí kl. 20,00. Góðir vinningar. Kvenfélagið Baldursbrá. Frá Ferðafélagi Akureyrar. 9. maí Kaldbakur Sjálfsagt er að hafa skíði og þeirsem treysta sér ekki alla leið á fjallið geta gengið út á Grenjadal. Farið verður úr Skipagötunni kl. 12.30. Fararstjóri verður Jón Dalmann Ármannsson. 16. maí. Staðarbyggðarfjall. Gönguferð og farið verður úr Skipagötunni kl. 10.00. Það væri æskilegt að þátttakendur kæmu sér samun um að vera á eigin bílum. 23.-24. maí Náttfaravíkur. Ekið að Björgum og gengið í víkurn- ar og þar verður gist. Kvöldvaka. Kl. 20.30 verður kvöldvaka í Hrafnagilsskóla og þar verða kynntar ferðir á sum- aráætlun. Kaffi verður á boð- stólum. Bílferð verður úr Skipagötunni kl. 20.00. Akureyrarkirkja messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Kirkjukórar Siglufjarðarkirkju og sóknar- prestur koma í heimsókn. Séra Vigfús Þór Árnason messar. Organisti Guðjón Pálsson. P.S. Möðruvallaklaustursprestakall. Messað verður í Bægisárkirkju n.k. sunnudag 10. maí kl. 2 e. h. Ferming: Fermd verður Helga Margrét Sigurðardóttir Staðar- bakka Hörgárdal. Sóknarprest- ur. Hjálpræðisherinn: Á föstu- dögum kl. 17 er opið hús fyrir börn í Strandgötu 21. Sunnu- dagaskóli er n.k. sunnudag kl. 13.30 og kl. 20.00 er almenn samkoma. (ath. breyttan tíma) Allir velkomnir. Mánudaginn II. maí kl. 20.30 er hjálpar- flokkur fyrir konur. Verið vel- komin. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudaginn 17. Biblíulestur kl. 20.30. Allir velkomnir. Laugardaginn 9. Safnaðarsam- koma kl. 20.30. Sunnudaginn 10. sunnudagaskólinn fer í ferðalag kl. 10 f.h. Almenn samkoma kl. 17. Allir velkomn- ir. Kristniboðshúsið Zíon sunnu- daginn 10. maí samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Bjarni Guðleifsson. Allir velkomnir. I.O.G.T. Bingó í Alþýðuhúsinu föstudaginn 8. maí kl. 20.30. Góðir vinningar. Stjórnandi Sveinn Kristjánsson. Barna- stúkan Von. AUGLÝSIÐIDEGI I.O.O.F. Rb. 2 130568‘/2 Lionsklúbburinn Hængur fund- ur fimmtudaginn 7. maí kl. 19.15 áHótelK.E.A. Frá Guðspekifélaginu. Næsti fundur verður föstudaginn 8. maí kl. 21.00 og er hinn síðasti á starfsárinu. Kvenfélagið Hlff heldur vor- fund sinn miðvikudaginn 6. maí 1981 kl. 20.30 í Amaróhúsinu. Skýrslur nefndar o. m. fl. til umræðu. Mætið vel og takið með ykkur nýja féiaga. Stjórnin. Kvcnfélagið Framtfðin heldur fund í Skjaldarvík miðvikudag- inn 6. maí. Farið verður frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.30 stundvíslega. Stjórnin. Gjafir of áheit til Stærra-Ár- skógskirkju 1980. Konráð Sigurðsson kr. 20.000. Sveinbjörn Jóhannsson kr. 10.000. Frá ónefndum gef- endum kr. 51.000. Útgerð Arnþórs og Sæþórs kr. 100.000. Sigríður og Jónas kr. 10.000. Birgir Svein- björnsson og fjölskylda kr. 40.000. Minningargjöf um Gunnar Níelsson gefin af eiginkonu hans Helgu Jóns- dóttur kr. 100.000. Gefinn kirkjunni sumarhökull ásamt stólu o.fl. tilheyrandi. Þessir munir eru gerðir á Vefstofu Guðrúnar Vigfús- dóttur fsafirði, gefnir af henni og systkinum hennar að Litla-Árskógi, til minning- ar um foreldra þeirra, Elísa- betu Jóhannsdóttur og Vig- fús Kristjánsson, og tvo bræður er dóu ungir. Sókn- arnefnd færir gefendum kærar þakkir. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á húsgrunni aó Flötusíðu 6, Ak- ureyri, þinglesin eign Eysteins Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Björns Jósefs Arnviðarssonar hdl., Jóns E. Ragnarssonar hrl., bæjargjaldkerans á Akureyri og Jóns Kr. Sólnes hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 11. maí 1981 kl. 11.00. Bæjarfógetinn Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 83., 86. og 91. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1981 á Tjarnarlundi 17e, Akureyri, talin eign Guðmundar Halldórssonar fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og Tryggingastofn- unar ríkisins, á eigninni sjálfri mánudaginn 11. maí 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á fasteigninni Eyrarbakki á Hjalteyri, þingl. eign Stefáns Jörundssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar hdl. og Inga R. Helgasonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 11. maí 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 17., 23. og 26. tbl. lögbritinga- blaðs 1981 á Löngumýri 36, Akureyri, þinglesin eign Jóns M. Jónssonar fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóös, á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. maí 1981 kl. 11.00. Bæjarfógetinn Akureyri. Passíukórinn flytur Messu í D-dúr eftir Dvorak fimmtudaginn 7. maí kl. 20.30 í Akureyrarkirkju. Orgelleikari: Gígja Kjartansdóttir. Einsöngvari: Þuríður Baldursdóttir. Stjórnandi: Róar Kvam. Rauð hryssa í óskilum Aó Garðshorni í Kræklingahlíð er í óskilum rauð hryssa 4-5 vetra ótamin. Mark: Fjöður fr. hægra og gagnbitað vinstra. Réttur eigandi gefi sig fram við Ólaf Ólafsson í Garðshorni, sími 21925. Móöir okkar, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þúfnavöllum er látin. Steingrímur Bernharðsson, Berghlidur Bernharðsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNES KRISTJÁNSSON forstjóri, Krlnglumýri 22, Akureyri verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 13.30. Ingunn Kristjánsdóttir og börn. Mínar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Fyrir hönd ættingja, Klara Guðmundsdóttir. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.