Dagur - 23.06.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 23.06.1981, Blaðsíða 5
rOAGLM Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skritstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Askell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Byggðastefnan réttmæt Það hefur aldrei farið á milli mála, að sjávarútvegur er okkar aðal- framleiðsluatvinnuvegur, enda koma um þrír fjórðu hlutar gjald- eyristekna okkar af sjávarafia. Öflun þessara tekna á sér fyrst og fremst stað úti á landsbyggðinni, eða að 90 hundraðshlutum, en þáttur höfuðborgarsvæðisins er um 10 af hundraði. Því má ef til vill segja að Reykvíkingar hafi orðið aftur úr í þessum efnum, en þar hefur megináherslan verið lögð á þjónustugreinarnar. Það er ekki ofsagt að segja, að stærsti hluti framleiðslufyrir- tækjanna hér á landi sé rekinn á félagslegum grundvelli í einhverri mynd. Með fáum undantekningum á þetta við, einnig á höfuðborgar- svæðinu, en þar hafa einkaaðilar séð sér mestan hag í því að fjár- festa í þjónustugreinum og stein- steypu undir þær. Þetta er ekki sök landsbyggðarinnar og byggðastefnunnar, heidur er það einkafjármagnið sem hefur brugðist. Það leitar til höfuðborg- arsvæðisins í ríkum mæli, en þeir sem því ráða hafa lagt það í flest annað en framleiðsluatvinnu- greinar. Byggðastefnan og byggðasjóð- ur hafa orðið til þess að unnt hefur verið að byggja upp atvinnulífið úti um land. Landsbyggðinni veitti ekkert af þeirri aðstoð, sem þann- ig var veitt, öllum landsmönnum til góða, því að á viðreisnaráratugn- um fjölgaði íbúum höfuðborgar- svæðisins úr 50 af hundraði í 53 af hundraði landsmanna. Síðan byggðastefnan komst í fram- kvæmd hefur hlutfallið ekki rask- ast frekar, heldur staðið í stað. Landsbyggðin hefur því ekki tekið neitt frá höfuðborgarsvæðinu, heldur aðeins haldið sínum hlut. Af því sem hér hefur verið sagt má Ijóst vera, að það er ekki byggðastefnunni að kenna, að framleiðsluatvinnugreinarnar hafa ekki byggst upp á Reykjavík- ursvæðinu á svipaðan hátt og á landsbyggðinni. Reykvíkingar og nágrannar þeirra hafa ekki sýnt því sama áhuga og fólkið úti á landi, að efla þessar greinar, heldur hafa þjónustugreinarnar verið í fyrirrúmi. Nauðsynlegt er fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að efla þessar gjaideyrisskapandi at- vinnugreinar á sama hátt og nauðsynlegt er fyrir landsbyggð- ina að þjónusta verði aukin þar stórlega. Byggðastefnan getur náð til beggja verkefnanna, en meginmarkmið hennar verður áfram að vera jöfnun aðstöðu. Menntaskólanum á Akureyri var slitið í hundraðasta og fyrsta sinn í Akureyrarkirkju 17. júní við hátfðlega athöfn þar. Nú voru útskrifaðir frá Menntaskólanum 117 stúdentar, en alls stunduðu nám við skólann f vetur 660 nemendur. Þar af voru 540 í dagskóla en 120 voru í kvöld- skóla jBtg í öldungadeild. Nem- endur á fyrsta námsári í dag- skóla voru 197 talsins. / skólaslitarœðu sinni sagði Tryggvi Gíslason skólameistari í upphafi: „Ég vil bjóða ykkur velkomin til þessarar skóla- slitaathafnar Menntaskólans á Akureyri. Þessi stund er mikil hátíðastund. Því veldur margt, en þó er mér einkum tvennt í huga. í fyrsta lagi er hér hópur af ungu fólki sem stendur á krossgötum í lífi sínu, horfir um öxl til liðinna dýrðardaga o Mennta- skólanum slitið 17. júní: æsku sinnar og horfir fram á veginn til framtíðarinnar sem er hulinn móðu. Það er dýrð- legt að standa andspænis ögr- andi og ógnvekjandi framtíð, ungur og djarfhuga, og ég vona að ykkur, verðandi stúdentar, sé gefið afl og þróttur til að takast á við þann vanda sem framtíðin ber með sér.“ „Hitt sem mér finnst ávallt vekja kenndir hátíðleika og virðingar þennan dag er koma afmælisstúdenta, júbílanta, til skólans til að minnast og gleðjast. Koma þeirra felur í sér virðingu í garð skólans, og slíkt er skólanum mikils virði, því skóli er svo miklu fleira en nemendur hans og kennarar hverju sinni. Skólinn er vin- átta, tryggð, minningar og virðing.“ — Síðar sagði Tryggvi: „Ég nefndi að margt ný- mælið hefði verið upp tekið við Menntaskólann á Akur- eyri á liðnu skólaári. Helsta nýmælið var hin nýja náms- skrá sem tók gildi fyrir nem- endur á fyrsta ári og gildir fyrir allt framhaldsnám á Norðurlandi. Er þetta fyrsta námsskráin á landinu sem sett er fyrir heilan landsfjórðung. Það er að vísu mikils virði. En mestu skiptir þó að nemendur missi ekki sjónar á markmiði með námi sínu, og hvernig sem allri skólaskipan og námi og kennsluháttum kann að verða breytt, gildir áfram sá sannieikur sem er öllum sannleika æðri þegar um nám er að ræða, að til þess að ár- angur náist verða nemendur að vinna sjálfir verk sín, eng- inn færir okkur fyrirheitna landið.“... / lok rœðu sinnar sagði Tryggvi: „Skólastarfið í Mennta- skóianum á Akureyri á liðn- Menntaskólinn á Akureyri 117 nýstúdentar um vetri gekk vel, enda þótt allmargir nemendur helltust úr lestinni og margur hefði ekki erindi sem erfiði. Megin- ástæðan til þess að nemendum gengur illa í námi er aðeins ein, enda þótt Ieita megi dýpri . orsaka og jafnvel annarra á- stæðna sínnum. Þessa megin- ástæðu til lélegs árangurs í námi þekkja allir sem nám hafa stundað og hún er léleg ástundun, fólk vinnur verk sín ekki nógu vel. Það er ef til vill rétt að taka það fram að með þessu er ég ekki að segja að menn séu ekki misvelgefnir til náms, því sannarlega eru menn misjafnlega gefnir til bóklegs náms, eins og raunar til allra hluta. Því hafa náms- hæfileikar manna að sjálf- sögðu sín áhrif og ekki ná aðrir ágætum námsárangri en þeir sem hafa ágæta náms- hæfileika. En jafnvel þeir verða einnig að hafa fyrir námi sínu, og þá er ekki að sökum að spyrja um hina sem mega sín minna. Því að enda þótt nýjar námsskrár séu upp teknar, kennsluskipan breytt og nýir skólar stofnaðir og aðrir lagðir niður ellegar kennsla á nýjum námsbraut- um upp tekin, þá verður ekki undan því vikist að vinna að námi sínu. Sumum virðist hafa gleymst það í öllu þessu umróti undanfarinna ára. Það verður því að minna þá á það oftar, halda þeim að námi ell- egar láta þá víkja úr skóla, ef ekki dugir, því að ekki er rétt að slaka á kröfum, slá af í bóklegu námi, enda hefur það ekki verið gert í Menntaskól- anum á Akureyri.“ — / lokin ávarpaði Tryggvi skólameistari nýstúdenta sér- staklega og sagði þá: Kæru nýstúdentar. Nú hafið þið fengið í hend- ur staðfestingu á starfi ykkar í Menntaskólanum á Akureyri undanfarin ár og lokið lang- þráðu stúdentsprófi. Ég óska ykkur til hamingju með það. Þið standið á krossgötum og horfið nú fram á veginn, til framtíðar sem er hulin irióðu u þess sem ókomið er. Það er: dýrlegt að standa unguo og„ djarfhuga andspænis ögrandE . og ógnvekjandi framtíð. Allt sem er óþekkt hlýtur að vera í senn bæði ögrandi og ógn- vekjandi. Ég vona, ungu stúdentar, að ykkur sé gefið afl og þróttur til að takast á við þann vanda sem framtíð ykk- . ar ber í skatui sér. Við ykkur hef ég raunar ekki margt að segja þvíiað ef til vill er allt sagt sem segja þarf og unnt er að segja. Ef orð mín og annarra kennara skól- ans hafa ekki megnað að setja á ykkur mark nú þegar er lítil von að svo verði úr þessu, því að nú eruð þið frjáls undan oki skólans, sem stundum hefursýnst erfitt að bera. Hins- vegar veit ég að margt hefur hafið þið ekki hlotið hið al- gera frelsi, — sem seint fæst.“ „Sá er hygginn, sem þekkir aðra, — hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterk- ur, sem sigrar aðra, — hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér,“ segir Lao-Tse. Þið eruð margs fróðari eftir veru ykkar hér. Með ykkur býr mikið gott, — það hefur dvöl ykkar í Menntaskólanum á Akureyri sýnt, ekki síst góð framkoma ykkar á dimmissio ;sem sýndi að þið eigið djörf- ung til að breyta venju til betri vegar. Fyrir það er ég ykkur þakklátur og fyrir það og margt annað gott mun skólinn minnast ykkar. Þið eruð jafn hópur, vaskur og batnandi. Lærið að þekkja sjálf ykkur og verða vitur. Með þeim orðum vil ég kveðja ykkur í sátt. Skólinn hefur viljað veita ykkur réttsýni, þekkingu og seitlað inn í næman og.frjóari hug ykkar og fræið, sem sáð. mannskilning. hefur verið, á eftir að bera Menntaskólanum á Akur- fagran ávöxt. Þið eruð frjáls eyri er slitið í hundraðasta og undan oki skólans, þótt enn fyrsta sinn. Fluguönglar og fleira Það er útbreiddur misskilningur flugustöngina með framan af margra stangaveiðimanna að sumri. Það sé ekki fyrr en seint í ekki svari kostnaði að hafa júlí eða ágúst að flugutíminn ..Streamer“, tvær silungaflugur og þrjár hefðbundnar laxaflugur. hefjist. Sannleikurinn er sá að oft má ná ágætum árangri í köldu og miklur vorvatninu, jafnvel allra fyrstu dagana, ef flugurnar eru stækkaðar um tvö til fjögur núm- er frá því venjulega eða jafnvel meira. Jafnframt sé þá veitt með hraðsökkvandi línu. Það gerir að vísu öllu meiri kröfur um tækni og betra vald á stöng og línu, enda ættu allir sem áhuga hafa að gerá sér ljóst að enginn verður sæmilegur flugukastari án nokk- urra æfingar. Annars ættu menn að velta fluguönglunum svolítið fyrir sér og ath. t.d. „streamer" önglana. Þeir eru eins og myndin sýnir all- miklu lengri en venjulegir flugu- krókar og hafa niðursveigt auga sem vinnur þess vegna eins og plógur ekki síst í kröftugu straumvatni. Þeir eru því fljótari niður til fisksins sem oft fæst ekki til þess að koma upp eftir lítilli flugu ef vatnið er kalt og skolað. Hefðbundinn laxafluguöngull: „Hollið“ var þarna í tvo dýrð- hefur uppsveigt auga og virðist ■ lega daga og landaði þar að auki mér þeir því leita frekar upp tuttuguogsex löxum þar af átján á undir yfirborðið þegar tekið er í ; flugu og allir á „Teal Blue and þá andstreymis. Svo eru það sjE; - -Silver" nr. átta og tíu. Enginn ungaflugujárninsemgamari-erað 1 'missti flugufisk nema ég, þann ath. örlítið nánar. fyrsta sem tók. Svona er að trúa á Það var upp úr 20. ágústVsíð-i- „teoríuna." asta sumarið áður en Haukádalsá '■ var seld úr landi eins og íslenskáman e8 Kristófer skipstjóra álið, að veiðifélagi minn -þar....sem þarna var með færeyskan sýndi mér hve silúngaflugui' - hásda sinn scm aðstoðarrnann og halda betur laxi en laxaflugur a|'i. riotuóu þeir orminn e.t.v. örlítið sömu stærð. Ég hóf þár veiði alts- > > .ri16'1-3 en v'ð hinir og samt misstu ókunnugur ánni og ekki dattmér..;. þe'r Éska af stóru maðkönglun- í hug að hnýta annað á tauminn...l .um- aldeilis voru það kostu- en laxaflugu númer sex eða átta,'. legar athugasemdir sem duttu Þegar ég hafði misst þann fyrstá .. UPP ur þe'm færeyska eftir að sem tók sagði Tómas'aðalbókárill;,',.!13^3 sett ..teilerinn" á lax hjá mér að í þessari á væru: állar: -.kdlinum - sliíið fiskinn af fær- flugur óþarfar aðrar en :„Teal ne mu’ m'sst svo takið af handfang- Blue and Silver“ nr. átta á inu og hvorugt hefur sést siðan, silungatvíkrækju. Þá mundi ég Hxinn eða áhaldið. Þá var sýnd ekki missa fisk og þar að auki veiði en ekki gefinn, þrátt fyrir veiða eins og hinir. Ég sá að tilburði. sjálfsagt var að hlusta á manninn vegna þess að ráðið virtist gefið af Pétur. heilum hug og „nestið" hans var ekki verra en mitt. „Spútmkarnir“ úr Öngulstaðahreppi Hafa ekki tapað leik í sumar UMF Árroðinn í öngul- staðahreppi hefur undanfarin ár leikið í þriðju deild ís- landsmótsins í knattspyrnu. Þeir hafa nú í vor leikið nokkra leiki í deildinni svo og í Bikarkeppni KSÍ og hafa unnið alla þessa leiki. Gárungar hafa að vísu sagt að í sumum þessum leikjum hafi þeir stundum aðeins átt tvær sóknir í leiknum, en þá skorað úr báðum, og í leikslok eru það mörkin sem telja en ekki spilið á vellinum. Á laugardaginn léku þeir við Magna og fór leikurinn fram á Grenivík. Árroðinn sigraði með tveim- ur mörkum gegn einu. Mörk Árroðans gerðu Bald- vin Harðarson og Hafberg Svansson, en mark Magna gerði Hringur Hreiðarsson. Gunnlaugur Björnsson er þjálfari Árroðans, en Gunnlaugur lék hér áður fyrir LANDSLIÐSKONUR Stórt skarð hefur verið höggvið í frjálsíþróttadeild KA, nú á þessu ári, eftir að deildin hefur verið ein sterkasta frjálsíþ'rótta- deild landsins undanfarin tvö ár. Margir af bestu mönnum félagsins hafa gengið í önnur félög, og þá sérstaklega Reykjavíkurfélögin. Það hafa hins vegar ekki allir afreksmenn yfirgefið deildina. Nú nýlega voru tvær stúlkur úr KA valdar í landslið íslendinga sem keppir á Evrópubikar- keppninni í Barcelona á Spáni um næstu helgi. Það eru Sigríður Kjartans- dóttir og Valdís Hallgrímsdótt- ir. Sigríður hefur oft áður verið valin í landslið, en þetta er frumraun Valdísar á þessu sviði. Sigríður á að keppa í 400 m hlaupi og 4x400 m boðhlaupi og Valdís í 400 m grindahlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Ingunn Einarsdóttir er þjálf- ari frjálsíþróttafólks KA. Hún sagði að mikill áhugi væri á frjálsum íþróttum hjá yngra fólkinu en árangur æfinganna skilaði sér ekki alveg strax. Sér- staklega er það kvennaliðið sem er sterkt, með þær landsliðs- konur og Kristínu Halldórs- dóttur í broddi fylkingar. Vinabæjarmót í lyftingum Á miðvikudagskvöld klukkan 20 verður í fþrótta- skemmunni vinarbæjamót í lyftingum. Það eru lyftinga- menn frá Lahti í Finnlandi sem keppa við Akureyrska lyftingamenn, og eru Finnarnir að endurgjalda Akureyringunum heimsókn frá 1979. Keppnin verður stigakeppni þar sem keppt er eftir alþjóð- legri stigatöflu. Keppendur verða níu talsins, fjórir Finnar og fimm íslendingar. Finnarnir eru Ari Valimaa, Ismo Aalto, Walamies og Markku Juntila- inen. íslendingarnir fimm eru Haraldur Ólafsson, Freyr Aðal- steinsson, Kristján Falsson, Gylfi Gíslason og Garðar Gíslason. Yfirdómari mótsins verður Finninn Aulis Pilonen, en hann dæmdi m.a. á OL 1980. Sigur hjá HSÞ Dagsbrún og HSÞ b, eða Mývetningar léku í þriðju deildinni á laugardaginn og var ieikið á góðum grasvelli Dagsbrúnarmanna. Mývetningar léku í fyrri hálfleik undan golunni, og náðu mörgum góðum sóknum, en þrátt fyrir dauðafæri vildi bolt- inn ekki í netið, enda talið að í norðurmarkið sé nánast ómögulegt að skora. Á 29. mín afsönnuðu Mývetningar þetta þegar Jónas Skúlason skallaði íaglega í norðurmarkið eftir fyrirgjöf utan af kennti. Skömmu siðar jöfnuðu Mývetningar fyrir Dagsbrún. en þá rak einn varnarmanna þeirra endahnútinn á sókn Dagsbrún- ar með því að senda boltann í eigið mark. Þá hafði rétt áður verið varið á línu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks var dæmd víta- spyrna á Dagsbrún. eftir að einn sóknarmanna hafði verið gróf- með ÍBA og KA. Gunnlaugur sagði í stuttu spjalli við blaða- mann íþróttasíðunnar, að vall- arleysið háði starfi félagsins. Gamall íþróttavöllur er að vísu á Laugarlandi en hann er nán- ast ónothæfur. Gunnlaugur sagði að þeir æfðu tvisvar til þrisvar í viku, á hinum og þessum völlum og stundum jafnvel bara á götunni. Árroðinn hefur unnið tvo leiki í undankeppni Bikarkeppninnar, þeir unnu Völsung og Siglfirð- inga. Þeir eru nú í 16 liða úrslit- um ásamt m.a. öllum fyrstu deildar liðunum og hafa nú dregist gegn FH. Ekki sagði Gunnlaugur að ákveðið væri hvar leikurinn færi fram, ef til vill yrði einhver völlur á Akur- eyri fengin að láni. Gaman hefði verið að leika þennan leik á heimavelli í sveitinni, en slík- ur völlur er ekki fyrir hendi. Gunnlaugur Bjömsson, þjálfari Árroðans. Þórtókstig af KR-ingum Á laugardag sóttu Þórsarar KR-inga heim og lauk leik þeirra með markalausu jafn- tefli. Að sögn fararstjóra Þórsara, Karls Lárussonar, náðu Þórsar- ar mjög illa saman í fyrri hálf- leik og segja mætti að KR hefði sótt nær allan hálfleikinn. Ef ekki hefði komið til stórgóð markvarsla Eiríks í Þórsmark- inu, hefðu KR-ingar gert út um Stig ta Völsunga lega felldur innan vítarteigs. Jónas Skúlason tók spyrnuna en skaut framhjá. Strax í byrjun síðari hálfleiks áttu Dagsbrúnarmenn skot í þverslá, en nú var komið að þeim að reyna að skora i norð- urmarkið. Það gekk mjög illa þrátt fyrir að rafmagnslína sem er yfir norðurhluta vallarins, væri næstum búin að stýra boltanum í netið eftir að skotið hafði verið hátt upp í loftið. Á 15. min. fengu Mývetning- ar aukaspyrnu inni í vítateig Dagsbrúnar, eftir að markmað- ur hafði tekið heldur mörg skref með boltan. Mjög vel útfærð aukaspyrna þeirra endaði með skoti frá Jónasi í bláhornið. Rétt fyrir leikslok skoraði Ari þriðja mark HSÞ b og unnu þeir verðskuldaðan • sigur með þremur mörkum gegn einu. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi hann nijög vel. Völsungar léku við ísfirðinga á laugardaginn og fór leikur- inn fram á Húsavík. Heima- menn voru heldur ákveðnari og úr nokkuð hörðum leik náðu þeir að krækja í bæði stigin, sigruðu með tveim mörkum gegn einu, staðan i hálfleik var tvö mörk gegn engu. Völsungar fengu óskabyrjun í leiknum, Hörður Benónýsson komst inn í lausa sendingu til markvarðar ísfirðinga, og skor- aði, þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. 10 mín. seinna bættu Völsungar öðru marki við, þar var Olgeir að verki: hann var felldur innan vítateigs og sá sjálfur um að skora úr vítaspyrnunni. í seinni hálfleik fóru ísfirð-. ingar að sækja í sig veðrið, þeir sóttu nokkuð stíft en gerðu lítið í því að skapa sér færi. Þeim tókst þó að skora, þrumuskot af 3-4 metra færi varði markmað- ur- Völsunga, en hélt ekki bolt- anum og ísfirðingar höfðu fylgt vel eftir og komu boltanum í netið. Síðustu tíu mínútur leiksins voru Völsungar mun betri aðil- inn, og litlu munaði að Olgeir bætti þriðja marki þeirra við. Hann lék upp að endamörkum, skaut þaðan úr þröngu færi, en ísfirðingar náðu að bjarga markinu. Leikið í kvöld í kvöld þriðjudag leika á aðal- leikvanginum hér á Akureyri Þór og FH: Lið FH hefur nú hlotið þrjú stig í tveimursiðustu leikjum eftir slæma byrjun í mótinu. Þórsarar þurfa því að taka á öllu sínu til að vinna þá, og þess vegna eru áhorfendur hvattir til að fjölmenna á völl- inn og hvetja heimamenn til sigurs. Á miðvikudagskvöld leikur KA gegn Breiðabliki og fer leikurinn fram í Reykjavík. Þetta verður einnig mjög erfiður leikur. því Blikarnir eru taldir létt spilandi og góðir. leikinn í fyrri hálfleik. Karl sagði að margsinnis hefði Eiríkur bjargað meistaralega, sérstaklega góðurn skallabolta frá Óskari Ingimundarsyni al- veg út við stöng, niður við jörðu. I síðari hálfleik hefðu Þórsarar verið sprækari, og framherjarn- ir Jón og Guðmundur átt nokkra góða spretti. Þórsarar komu því heim með eitt stig, en nú er hvert stig mikilvægt í harðri keppni deildarinnar. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.