Dagur - 02.07.1981, Síða 5

Dagur - 02.07.1981, Síða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERH/IANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr- JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Verðbólguáhrif í landbúnaði Svo mjög hefur verið talað um verðbólgu, gengisskráningu og vexti hér í þessu landi og þau áhrif sem þetta hefur á atvinnuvegina, að hvert einasta mannsbarn ætti að kannast við. Við sérhverja fisk- verðsákvörðun er rætt um verð- bólguáhrif og gengisskráningu og forráðamenn iðnaðarins hafa ver- ið manna ötulastir við að koma sínum sjónarmiðum um ranga gengisskráningu á framfæri. Ekki skal þetta lastað og mikilvægt að menn haldi vöku sinni í þessum efnum, því verðbólgu- og vaxta- mál gera atvinnuvegunum vissu- lega mjög erffitt fyrir. Meginmálið hlýtur að vera að koma þessu hvoru tveggja, verðbólgunni og vöxtunum, niður á viðráðanlegt stig. Það er hins vegar sjaldnar fjall- að um þau áhrif sem verðbólga og mikill fjármagnskostnaður hefur á landbúnaðinn. Það er rétt eins og sjávarútvegur, fiskvinnsla og iðn- aður hafi eignað sér þessa erfið- leika. Staðreyndin er hins vegar sú, að verðbólgan bitnar með hvað mestum þunga á landbún- aðinum og þeim greinum, sem honum tengjast. Nú er t.d. Ijóst, að á því verð- lagsári sem senn fer að Ijúka vantar 5,2-5,3 milljarða gkr. í út- flutningsbætur, eða 52-53 milljónir. Heildarþörfin er 172 milljónir, en framleiðsluráðslögin gera ráð fyrir röskiega 120 millj- ónum í útflutningsbætur á þessu verðlagsári. Mismunurinn er það sem á vantar, en 22 milljónir voru færðar frá síðasta verðlagsári yfir á það sem nú stendur yfir, með frestun á sölu osta, þar sem gert var ráð fyrir að staðan yrði rýmri með minnkandi mjólkurfram- leiðslu. Þó að mjólkurframleiðsian hafi minnkað verulega dugar það skammt, því vaxta- og geymslu- kostnaðurinn er svo gífurlegur og bitnar meira á iandbúnaði en nokkurri annari atvinnugrein. Sem dæmi má nefna, að á verð hvers kílós kjöts sem flutt er út eftir 1. júní leggjast 952 gkr. vegna vaxt- anna einna. Þá má nefna það, að sökum dráttar á greiðslum úr ríkissjóði eykst sú upphæð sem vantar á útflutningsbætur á þessu verðlagsári um 11-12 milljónir, eða rösklega einn milljarð gkr. Þessi mikli fjármögnunarkostn- aður veldur því svo, að það verð- hlutfall sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir verður sífellt óhagstæðara og nú fæst aðeins um 30% af innlendu heildsölu- verði fyrir dilkakjöt í Noregi. Það er ekki landbúnaðurinn sem er vandamál á íslandi, heldur þær aðstæður sem verðbólgan og afleiðingar hennar skapa._____ AMBOÐASMIÐJAN IÐJA Á AKUREYRI ÞAR SMÍDA ÞEIR HRÍFUR OG ORF Hanncs Arason og Eyþór Gestsson. Ljósni.: g.k. — Það kom fram hjá Hannesi að í Amboðaverksmiðjunni Iðju eru framleiddar hrífur og orf í þúsundatali ár hvert. „Ég reikna með að við framleiðum 2500— 3500 hrífur í ár og eitthvað tals- vert á annað hundrað orf,“ sagði hann. „Þá er alltaf talsvert um við- gerðir og framleiðslu á ýmsum hlutum í þessi amboð. Þær hrífur sem við framleiðum eru þrenns konar, það eru hrífur með tréhaus sem kosta 50,50 krónur, hrífur með álhaus sem kosta 62,40 krónur og einnig skrúðgarðahríf- ur sem eru með mun fleiri tindum en þær kosta 7l,l0 krónur.“ — Það er fróðlegt að veita því athygli, að sennilega er Amboða- verksmiðjan Iðja eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir hrífur með álhaus, slíkt þekkist ekki er- lendis, og hérlendis er aðeins eitt fyrirtæki sem framleiðir hrífur utan Iðju, og þar er einungis um tréhrífur að ræða. „Við fáum álið allt frá Eng- landi, og verðum helst að panta tveggja ára birgðir í einu þannig að það þarf að liggja með tals- verðan lager sem er dýr. Tinda- efnið kemur einnig frá Englandi, við fáum það í rúllum en Nagla- verksmiðjan í Borgarnesi klippir efnið niður fyrir okkur.“ — En heyrir það ekki brátt al- veg fortíðinni til að notað^r séu hrífur við heyskap og einnig orf? „Þetta hefur sennilega dregist aðeins saman undanfarin ár“ sagði Hannes. „En þótt notkunin fari að sjálfsögðu minnkandi í sveitum þá eru alltaf einhverjir sem halda í þetta, og notkun hrífa í skrúðgörðum fólks hefur að sjálfsögðu ekkert minnkað. Ég er reyndar hissa hvað samdrátturinn hefur verið lítill," sagði Hannes. — Hannes sagði að unnið væri af fullum krafti allan ársins hring við amboðaframleiðsluna, að mörgu væri að hyggja og vetrar- tíminn væri notaður til þess að byggja upp lager. Aðalsölutíminn væri hinsvegar í júní og júlí og stæði því einmitt yfir þessa dag- ana. „Það má segja að við störfum eingöngu að amboðasmíði sem föstu verkefni,“ sögðu þeir Hannes Arason og Eyþór Gestsson, eigendur Amboða- verksmiðjunnar Iðju við Kald- baksgötu er Dagur leit við hjá þeim nú í vikunni. Við rákumst á þetta orð, „Amboðaverksmiðjan" í síma- skránni og þótti tilvalið að kanna nánar þetta fyrirtæki sem ber .nafn sem flestir hafa sennilega haldið að heyrði fortíðinni til. En starfsemin hjá þeim Hannesi og Eyþóri er í fullum gangi, og þegar okkur bar að garði voru auk þeirra tveir unglingar þar við störf. „Þetta fyrirtæki var stofnað ár- ið I930 af Sveinbirni Jónssyni“ sagði Hannes, „og hefur það ver- ið rekið alla tíð síðan. Ég kom að fyrirtækinu fyrir 21 ári og Eyþór hefur verið meðeigandi í 11 ár.“ Opið bréf til . . . Svarfdæla Að gefnu tilefni hef ég ákveðið að taka til hendi við svokallaðan Gróðrarreit, sem Ungmennafélag Svarfdæla er talið eiga, að minnsta kosti að einhverju leyti á svoköll- uðum Ytra-Holts móum. Þar sem umgengni og viðhald girðingar er í aumasta ástandi og ekki hefur verið litið að viðhaldi um mörg ár. Það er mér til stór vandræða viðvíkjandi girðingunni, því það orsakar opið svæði inn á tún, eyðileggur not ný- gerðrar girðingar, beggja megin við. Þrátt fyrir marg-ítrekaðar til- raunir, bæði með skilaboðum og bréfaskriftum til áðurnefndra að- ila, hefur mér ekki verið svarað og um engar úrbætur að ræða í fram- kvæmdum. Upphafleg stærð þessa reits er ein vallardagslátta, sem gjafabréf mun vera til fyrir frá því árið 1907. Síðan hefur hann verið mikið stækkaður fram að þjóðveginum, umferð á vetrum til mjög mikilla örðugleika. Vegna þess mun ég eftir getu og bestu umhyggju vegna gróðurs, leitast við að gera úrbót sérstaklega með vörsluna. Ekki verður hjá því komist að færa eitt- hvað til af hríslum, sem flestar eru líflitlar. Ég mun gera þetta algjör- lega á minn kostnað og ábyrgð. Að sjálfsögðu verður hin nýja girðing eign jarðarinnar Ytra-Holts, nema öðruvísi verði ákveðið. Á meðan á viðgerð stendur er öll umferð um áðurnefndan reit bönnuð. sem ég tel mig sem landeiganda hafa full- an rétt til, enda svara ég einn til saka ef þörf krefur. Með þökk fyrir birtinguna. Ytra-Holti 22/6 I98l. Valtýr Jóhannesson. Veiðispjall Fluguhnýtingar og fleira Þar sem aðeins var minnst áflugu- öngla í síðasta spjalli væri rétt að eyða nokkrum orðum í flugu- hnýtingar og nauðsynleg verkfæri til þeirra hluta. (Sjá mynd). Rétt og góð áhöld eru skilyrði þess að ná árangri og umfram allt til að hafa ánægju af hnýtingum sem tómstundastarfi á löngum vetrarkvöldum. Efnið skiptir nú orðið minna máli eins og reynsla undanfarinna ára hefursýnt með því að velta gömlu „klassísku'* fjaðraflugunum Blue Charm, BI.Docktor og fl. úr efstu veiði- sætunum og setja þar í staðinn flugur eins og Francis, Kröflu eða eitthvað annað tískufyrirbærið i það og það skiptið. Ég læt fylgja hér teikningar og uppskriftir að einföldum flugum sem allir ættu að geta bundið hvenær, hvar og nánast úr hverju sem er. Túpa - rauð og svört: I pípuna notum við tóma biropennafyllingu, plast úr eyrnapinna eða eitthvað annað hliðstætt, lengd 2,5 til 3 cm. í skeggið er best að nota rauðar mjúkarfanir, rautt hár eða jafnvel mjúkt trosnað ullarband. Undirvængur: 4-6 rauð hár t.d. kálfur eða hliðstætt. Yfirvængur: Hæfilegt knippi af gljáandi svörtu hári, helst mjúku t.d. íkorni. Augu: Stór Jungle Cock eða spneplar sem klippa má úr hvítu og svörtu plasti t.d. innkaupa- poka. Haus: Rauður bindiþráður lakkaður með glæru. Pípan er síðan þrædd upp á tauminn og tvíkrækja nr. 6 hnýtt aftan við og stungið upp í plastið þannig að öngulbugurinn snúi niður eins og teikningin sýnir, það eykur jafnvægið í vatninu. Hefur reynst undirrituðum vel fyrirgöngufisk bæði laxogsilung. Black Labrador: Öngull: Tvíkrækja, stærð fI-10. Hali: Knippi af svörtu kálfa- hári álíka langt og öngulleggur- inn. Búkur: Svart ullarband, sívafið gróft og vindillaga með ójafnri og fyrirferðarmikilli áferð. Vængur og skegg: Svört hana- hálsfjöður hringvafinn eins og trefill. Haus: Svartur bindiþráður, lakkaður með glæru. Fær meðmæli síðla sumars fyrir leginn fisk. Hér er aðeins drepið lauslega á tvö möguleika til að fá meira út úr því æfintýri sem stangarveiði er. 2. Bl. Labrador. 3. Nauðsynlegustu tæki til flugu- gerðar. En varast ættu menn að gleyma aðkallandi skildustörfum við veiðar eða vegna uppljómaðrar hugmyndar að nýrri veiðiflugu því ekki er víst að allir getf bætt jafn vel úr og presturinn sem var á leið til skírnarathafnar, er hann kom að kunningja ; sínúm að veiðum og stóð sá í óðum fiski. Hann var Guðslifandi feginn að fá aðstoð stutta stund, sem að sjálfsögðu tognaði fram á kvöld- ið, því foreldrar, barnunginn og veislugestirnir gleymdust með öllu við bláan straum og blikandi fisk. Eftir á kvað prestur þetta vera með því versta sem hent hefði á ; sínum starfsferli en þó hefði sér tekist að gera gott úr öllu saman með því að gefa fólki reglulega vel í soðið. 4.DAGUR ÞORSARAR ÁFRAM Markmanni Vestmanneyinga tekst með naumindum að pota boltanum af tám Gunnars Gíslasonar. Mynd: KGA. Þórsarar geta verið ánægðir að fara með bæði stigin héðan“ sagði Garðar Guðmundsson formaður Leifturs, þegar blaðamaður ræddi við hann að loknum leik Þórs og Leifturs í bikarkeppninni í gærkveldi. Þór sigraði í leiknum gerði eitt mark, en Leiftur ekkert. Garðar sagði að strax á fyrstu KA ÚR LEIK Hinir 880 áhorfendur sem komu að sjá KA og IBV leika í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSf, fengu sitthvað fyrir að- gangseyrinn, því leikurinn var spennandi og jafn allan tíman. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn tvö mörk gegn tveimur, og leikurinn því framlengdur um tvisvar sinn- uin fimmtán mín. Þá náðu Vestmanneyingar að skora eitt mark og sigruðu því með þremur mörkum gegn tveimur. Á fyrstu minútum leiksins áttu KA menn að geta gert út um leikinn. Þeir sóttu nær stanslaust og í flestum sóknunum skapaðist hætta við IBV markið. Páll Pálmason markmaður Vestmanneyinga hafði svo sann- arlega nóg að gera, og bjargaði margsinnis í horn. Á 8 mín. átti Eyjólfur skot í stöng af mjög stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Elmari. Þegar líða fór á hálfleik- inn fóru Eyjamenn að sækja meira og þá fór að skapast hætta við KA markið. Svo virtist á timabili sem vörn KA væri lítt samstillt, og bræðurnir Kári og Sigurlás Þorleifssynir urðu varn- armönnum KA skeinuhættir. Fyrsta markið kom á 26 mín. Þá fékk Hinrik stungubolta frá Elmari og Páll reyndi að bjarga með úthlaupi en Hinriks skoraði örugglega. Á 40. mín. jafnaði síð- an Kári Þorleifsson með skoti af stuttu færi. í síðari hálfleik komu góð færi á báða bóga en næsta mark gerði Gunnar Blöndal út öruggu færi og var það gert á 40. mín. Fóru rnenn nú að búast við KA sigri í leiknum, en á síðustu mín. urðu KA vörninni á mistök, og Sigur- lás stóð frír í dauðafæri og þakk- aði fyrir sig með því að skora, óverjandi fyrir Steina markmann KA. Sigurmarkið kom síðan á 10 mín. framlengingarinnar, en þá skaut Jóhann Georgsson af löngu færi í bláhornið. Þrátt fyrir góð marktækifæri beggja aðila urðu mörkin ekki fleiri, og Vestmann- Fyrir leik KA gegn Fram í 1. deildinni 28. júnf voru tveir leikmenn KA hciðr- aðir fyrir að hafa leikið J50 leiki í meistaraflokki KA. Það voru þeir Haraldur Haraldsson og Steinþór Þórarinsson. Mynd: KGA. eyingar komust því í 8 liða úrslit. Dómari var Rafn Hjaltalín og línuverðir Kjartan Tómasson og Þóroddur Hjaltalín og dæmdu þeir mjög vel. mín. leiksins hefði góð sóknarlota Leifturs endaði með skoti í þver- slá, en mark Þórs var gert skömmu síðar. Hann sagði það hafa komið úr þvögu við markið. Það sem eftir var fyrri hálfleiks sagði Garðar að Leiftur hefði sótt heldur meira, en ekki náð að koma knettinum framhjá Eiriki i Þórsmarkinu. í síðari hálfleiks sagði hann að Þór hefði verið heldur betri aðill- inn. en í þeim hálfleik hefði fátt markvert skeð. Þjálfari Leifturs er Gunnar Gunnarsson sem eitt sumar lék með KA, og áður með KR. Þórsarar eru nú koninir í átta liða úrslit. Bikarkeppninnar og ef þeir verða heppnir í úrdrætti geta þeir svo sannarlega komist lengra. og fá að öllum líkindum heimaleik næst. Árroðinn slóð í FH-ingum Lið Árroðans vann sér rétt til að leika í 16 liða úrslitum Bik- arkeppni KSÍ, og eftir að hafa slegið út lið Völsungs og Sigl- firðinga, fengu þeir fyrstu deildar lið FH heim í sveitina. Það var mikil stemming á Laugarlandsvelli á þriðjudags- kvöldið þegar leikurinn fór fram. Austan við völlinn var fjöldi áhorfenda úr sveitinni og einnig margir frá Akureyri. Vestan við völlinn var hins vegar stór kúa- floti einhvers stórbýlisins þarna í nágrenninu, en lítinn áhuga virt- ust beljurnar hafa á fótboltanum. Það er erfitt hlutskipti fyrir fyrstu deildar lið að dragast á móti eldhressu þriðjudeildar liði, því fyrir þá er allt að vinna en engu að tapa. Það var heldur aldrei efamál hvaða lið á vellinum var betra, en til að sigra í knatt- spyrnuleik þarf að skora mörk, en það gekk erfiðlega í þessum leik. FH sótti mun meira í fyrri hálfleik, en Árroðinn byggði sínar sóknir á skyndiupphlaupum með eldsnöggum framherjum, en fyrir þá var völlurinn jafn ósléttur og fyrir leikmenn FH þannig að erfiðlega gekk að hemja boltann. Fátt markvert skeði í fyrri hálf- leik, en bæði liðin fengu nokkrar hornspyrnur. Starx á 2. mín. síðari hálfleiks átti Örn Tryggvason skot að FH markinu en það var varið. Nokkrum mín. síðar átti Örn annað skot en það fór framhjá. Þriðja skotið frá Erni kom síðan á 12. min. en það var fast og út við stöng en markmaður FH varði í horn. Þegar illa gekk fyrir örn að skora með skoti reyndi hann að skalla að markinu og á 17. mín. skall hurð nærri hælum þegar skalli hans var varinn í hom. A 22. mín. skorar FH sitt fyrra mark. Mikill darradans var þá inni í vítateig Árroðans og margir voru þá búnir að kiksa annað hvort í dauðafæri eða þá varnar- menn Árroðans þegar þeir ætl- uðu að hreinsa. Fyrir rest fór þó boltinn í netið og markið var dæmt gilt. Ævar markvörður Ár- roðans vildi meina að brotið hefði verið á sér áður en markið var skorað og sendi þar að leiðandi dómara og linuverði nokkur vel valin orð. Eftir þetta mark fóru FH-ingar að sækja meira og nokkrum sinnum varði Ævar Árroðamark- ið mjög vel. Á 42. min. kom svo síðara markið. en þá einlék Ólaf- ur Danivalsson í gegn um Ár- roðavörnina, lék siðan á mark- manninn og vippaði boltanum í netið. Þrátt fyrir tap hjá Árroðanum geta þeir verið ánægðir með þennan leik. því barátta i liðinu var mjög góð og samleikur stundum góður. Þessi leikur er góð lyftistöng fyrir félagið. en nú verða þeir að snúa sér að úrslitum þriðju deildar, en þeir eru þangað komnirmeð annan fótinn. Tvær lotur KA og Þórs Innbyrðisleikir Akureyrarlið- anna KA og Þórs í 1. deild verða báðir nú um helgina, sá fyrri annað kvöld og sá síðari á mánudagsköldið. Þessir leikir hafa geysilega þýðingu fyrir bæði liðin. því tak- ist öðru liðinu að vinna sigur í þeim báðum má telja sennilegt að það hafi bjargað sér frá falli, en hitt situr þá eftir á botni deildar- innarog á í hinu mesta basli. Undanfarin ár hefur verið geysileg aðsókn að leikjum lið- anna og er ekki að efa að svo verður einnig nú þegar svo mikið er í húfi. Það er full ástæða til þess að hvetja stuðningsmenn liðanna til þess að mæta á leikina sem fara báðir fram á grasvellinum og hefjast þeir báðir kl. 20.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.