Dagur - 09.07.1981, Blaðsíða 5
imguir
Utgefandi: UTGAFUPÉLAG DAGS '
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Náttúruvernd
og ferðalög
Mjög miklar umræður hafa að
undanförnu orðið um umgengni
ferðamanna um fandið og brot á
lögum um náttúruvernd. Upphaf
þessarar umræðu var eggjastuid-
ur í Mývatnssveit og taka á fáséð-
um steinum á Austurlandi. Hafa
stóryrðin gengið á báða bóga, svo
sem títt er þegar mönnum hitnar í
hamsi. Ferðum manna um landið
hefur m.a. verið iíkt við mestu
hörmungar sem yfir þjóðina hafi
dunið frá upphafi.
Það vita allir sem til þekkja, og
aðrir geta gert sér í hugarlund, að
náttúra fslands er mjög viðkvæm,
einkum og sér í lagi þar sem
gróður á erfitt uppdráttar á há-
lendinu. En það er einmitt þar,
sem hann hefur hvað mesta þýð-
ingu, þar sem hann sker sig út úr
auðninni allt í kring. Það er ekki
minnsti vafi á því, að allir íslend-
ingar vilja vernda gróður landsins
og náttúru. Það þjónar sáralitlum
tilgangi að atyrða suma fyrir slæ-
lega frammistöðu í náttúruvernd,
nema þá þeim að stóru orðin vekja
einatt meiri athygli, heidur en
þegar talað er af hógværð. Stóru
orðin leysa þó engan vanda, held-
ur er vænlegra að vinna af kost-
gæfni og skipulega - sameina og
samræma vinnu þeirra aðila í
landinu sem hafa og eiga að hafa
með þessi mái að gera.
Eðli málsins samkvæmt eru það
fyrst og fremst Náttúruverndarráð
og Ferðamálaráð sem vinna að
málum sem tengjast ferða-
mennsku og náttúruvernd og
samvinna þeirra þarf að vera
hnökralaus. Náttúruverndarsjón-
armið og ferðamálasjónarmið
geta vissulega rekist á, en standa
þó ótrúlega nálægt hvoru öðru. Til
hvers væri að skipuleggja ferða-
lög um landið ef ekkert væri að sjá
sem gieður augað? Það er jú ein-
mitt náttúruauðgi og náttúrufeg-
urð þessa lands okkar sem ferða-
mennskan snýst um. Til hvers
væri svo á hinn bóginn að vernda
náttúru landsins, ef enginn mætti
ferðast um og njóta fegurðar
hennar? Við erum jú að vernda
náttúruna okkar sjálfra vegna,
fyrst og fremst.
Þeir sem hafa einna helst
brugðist í þessum málum eru lög-
gæslan, löggjafinn og fjárveit-
ingavaidið. Gæta verður þess að
skemmdir verði ekki unnar á nátt-
úrunni, sem er eign okkar allra,
rétt eins og opinberar byggingar,
sem lögreglan telur sér skylt að
vernda. Löggjafinn verður að
stórauka og herða refsiákvæði
vegna skemmda á náttúruminjum
og brota á náttúruverndarlögum
og sameiinlega verða löggjafar-
og fjárveitingavaldið að leggja
meira fé til þeirra mála sem hér
eru til umræðu.
t
Minning
Sigurður Geirmundsson
F. 12. 9. 1893 - D. 27. 4. 1981
Við fráfall Sigurðar Geirfinnssonar
koma mér í hug brot úr vísu eftir
Sighvat skáld Þórðarson sem hann
orti eftir fráfall Olafs konungs
helga. Honum þóttu hlíðar Noregs
vera orðnar miklu kuldalegri en
þegar konungur lifði, þá þóttu
honum há og brött klif hlæja um
allan Noreg. Á sama hátt finnst
mér að fell og fjallahlíðar fæðing-
arsveitar minnar hljóti að vera með
minna gleðibragði, þegar Sigurður
Geirfinnsson á Landamóti er allur.
Allt frá því ég man fyrst eftir mér
og fram til síðustu samfunda fylgdi
honum heiðríkja og gleði. Þó að
skin og skúrir hafi skipst á í lífi hans
gat hann alltaf miðlað öðrum af
lífsgleði sinni og bjartsýni,,komið
með sólskin og vakið gleðiþyt eins
og sunnanvindur á vordegi.
Sigurður Helgi Geirfinnsson var
kominn af merku bændafólki í
Þingeyjarsýslu. Faðir hans, Geir-
finnur Trausti Friðfinnsson, vakti
athygli manna hvar sem hann fór.
Hann var hinn gervilegasti maður
mikill að vallarsýn og hið mesta
hreystimenni, hjálpsamur og
greiðvikinn og höfðingi heim að
sækja. Hann hafði mannmargt og
skemmtilegt heimili, segirTheódór
Friðriksson rithöfundur sem var
um skeið nágranni hans. Sigurður
Geirfinnsson líktist mjög föður
sínum. Hann erfði alla þessa eðlis-
kosti hans, hann var höfuðkempa,
gæddur mikilli atorku og dugnaði,
greiðvikinn með afbrigðum og
hjálpfús, en lítill eiginhagsmuna-
maður. Á yngri árum var hann íþr-
ótta- og glímumaður, og ferða-
maður með afbrigðum, svo að fáir
gátu þar fylgt honum. Allt fram á
elliár naut hann þess að taka þátt I
öllu sem nokkur mannraun fylgdi.
Hann var við góða heilsu fram til
hins síðasta, gekk teinréttur og
léttur í spori þar til yfir lauk.
Móðir Sigurðar Geirfinnssonar
hét Kristjana Hallgrímsdóttir. í ætt
hennar hefir borið mikið á listræn-
um hæfileikum, og er þar jöfnum
höndum um tónlistargáfur og leik-
listarhæfileika að ræða. T.a.m.
voru þeir Sigurður Geirfinnsson og
Steingrímur Hall tónskáld og org-
anleikari í Winnipeg systkinasynir.
Annar frændi hans var Jónas
Tómasson organisti og tónskáld á
ísafirði.
Sigurður Geirfinnsson sótti
margt til móðurfólks síns. Hann var
ágætur söngmaður eins og margir
frændur hans. Á yngri árum fékkst
hann við leikstarfsemi, eins og hún
var í sveitum á fyrri hluta þessarar
aldar og mér er enn I barns minni,
hvað mér fannst hann skemmti-
legur í skoplegum hlutverkum, en
þar með er ekki sagt að hann hefði
ekki getað gert öðrum manngerð-
um jafn góð skil, ef hann hefði átt
þess kost að ganga í þjónustu leik-
listarinnar. Hann var prýðilega
máli farinn og gat haldið snjallar og
bráðskemmtilegar tækifærisræður
og aldrei betri, en þegar hann
kvaddi sér hljós óundirbúinn.
Þessari íþrótt hélt hann við til
hárrar elli. Hann hafði og litríkt
tungutak og mikla hugmyndaauðgi
ekki síst þegar gamanmál flugu af
vörum. Mér er það minnisstætt að
við okkar síðustu samfundi mælti
hann af munni fram kvæði sem
hann hafði lært sem barn og ég
minnist þess varla að hafa heyrt
þau betur flutt af öðrum. Svo mikil
var framsagnarlist hans allt til
æviloka.
En Sigurður Geirfinnsson átti
einnig sínar innhverfu hliðar og ég
kynntist þeim fyrst á seinustu árum
hans og þekktumst við þó um
hálfrar aldar skeið. í einhveru ell-
innar sat hann og skrifaði niður
ýmislegt sem í hugann kom og
stundum fékk ég að lesa brot og
brot af því, en hann flíkaði þessu
ekki og gerði þetta frekar sér til
hugarhægðar en til að láta það
öðrum í té. En jafnhliða þessu
skrifaði hann ýmislegt úr sögu
sveitarinnar, svo sem um leikstarf-
semi og söngfélög, æviþætti og
annan fróðleik, sem að öðrum kosti
hefði farið veg allrar veraldar.
Hann var listaskrifari og bráð-
skemmtilegur bréfritari..
Æviferill Sigurðar Geirfinns-
sonar var í stuttu máli þessi. Hann
fæddist á Hálsi í Fnjóskadal 12.
september 1893 og var 5. og yngsta
barn þeirra Kristjönu og Geirfinns.
Móðir hans kom hart niður við
fæðinguna og því varð það að ráði
að Sigurður var tekinn í fóstur af
Sigríði Hallgrímsdóttur móður-
systur sinni og og Sigurði Sigurðs-
syni hreppsstjóra á Halldórsstöðum
í Kinn, þegar hann var á l. ári.
Halldórsstaðaheimilið var fyrir
margra hluta sakir merkilegt. Þar
sagðist Jónas Jónsson frá Hriflu
hafa komið í leikhús I fyrsta skipti.
Þar voru sálmar sungnir fjórradd-
að, þegar húslestur var lesinn. Á
Sigurður Geirfinnsson.
þessu heimiii ólst Sigurður Geir-
finnsson upp og I sveitinni átti hann
heima þegar frá er talin skólavist í
bændaskólanum á Hólum í Hjalta-
dal, en þar voru foreldrar hans síð-
ari hluta ævinnar, þar sem Geir-
finnur var bústjóri við
bændaskólann.
En leið Sigurðar Geirfinnssonar
lá aftur heim í sveitina þar sem
hann ól síðan aldur sinn allan,
nema síðustu vikurnar, á sjúkra-
húsinu á Húsavík þar sem hann
andaðist. Hann kvæntist Klöru
Guðlaugsdóttur frá Fremstafelli
árið 1915. Hún var merk kona og
mikilhæf. Fyrstu árin bjuggu þau á
Halldórsstöðum, en fluttust síðan í
Landamót og þar bjuggu þau allan
búskap sinn uns Klara andaðist.
Þau eignuðust einn son, Sigurð að
nafni og ólu upp eina fósturdóttur
— önnu Maríu systurdóttir Klöru
— og 2 pilta að verulegu leyti.
Landamótsheimilið var eitt þessara
gömlu og góðu íslensku sveita-
heimila, þar sem gestrisnin var í
öndvegi og á ekkert heimili þótti
mér skemmtilegara að koma á
bernskuárum mínum og þar var
hlutur húsfreyjunnar mestur. Það
var því mikið áfall fyrir Sigurð
Geirfinnsson þegar hann missti
konu sína árið I953. Hann bar
harm sinn í hljóði, en hann var
mikill einstæðingur síðari ár
ævinnar, því að svo sterk voru
bönd við þá mold sem hann
hafði hlúð að og ræktað að hann
gat hvergi hugsað sér að vera
annars staðar en á Landamóti og
þar bjó hann lengj einn, þó að hann
fyndi að ellin sótti fastar á og sjón
og eyrn tóku að bila. Þessi einvera
varð honum þungbærari af því að
hann var félagslyndur að eðlisfari
og naut þess að vera innan um fólk,
Þær Guðrún Gísladóttir og Aðalbjörg Steinarsdóttir — rétt gáfu sér tíma til að
stilla sér upp til myndatöku. Ljósm. gk.
Þær vakna
fyrstar
því að hann var hrókur alls fagn-
aðar hvar sem hann fór meðal
manna.
Sigurður Geirfinnsson var mikill
félagshyggjumaður í bestu merk-
ingu þess orðs, enda starfaði hann
mikið að félagsmálum fyrir sveit
sína og hérað. Hann gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum í sveit sinni,
hreppsstjóri í Ljósavatnshreppi var
hann í áratugi, og meðhjálpari í
Ljósavatnskirkju áratugum saman,
forðagæslumaður, gjaldkeri
sjúkrasamlagsins og margt fleira,
sem ég kann ekki upp að telja. Það
var öðru nær en þessar mannvirð-
ingar stigu honum til höfuðs t.a.m.
skilgreindi hann starf hreppsstjór-
ans með þeim orðum að hrepp-
stjórinn væri eins og hundur sem
sýslumaðurinn sigaði, en svona var
tungutakið á stundum. Um hann
mátti segja eins og Matthias
Jochumsson kvað um föður sinn:
Þú varst eitt af trjánum á vindkaldri
jörðu
með viðkvæmu laufin og stofnana
hörðu.
Hið innra var máttugt og auðugt og
hlýtt,
hið ytra var hrufótt og stórt og
grýtt.
Sigurður Geirfinnsson var af
aldamótakynslóðinni, en sú kyn-
slóð hefir skilað meira dagsverki en
nokkur önnur I þá veru að gera
landið betra og byggilegra, rækta
hvern hug og gróðurblett. Að baki
þessa mikla og óeigingjarna starfs
var æskuhugsjón ungmennafélag-
anna. Á síðustu jólum færði ung-
mennafélagið Gaman og alvara
Sigurði Geirfinnssyni jólagjöf, sem
hann þakkaði fyrir með jóla- og
nýárskveðju. Ég ætla að það hafi
verið síðasta kveðjan sem Sigurður
Geirfinnsson sendi sveitungum
sínum og hún var í senn þakkarorð
og hvatning sem endaði á orðunum
(slandi allt. Og í þessum fáu orðum
kristallaðist lífsskoðun hans og
boðskapur til æskunnar og hins
gróandi lífs.
Sveitungar hans og vinir fylgdu
honum fjölmennir til grafar að
Ljósavatni, í mildu vorveðri, fyrstu
vorfuglarnir voru komnir og ófætt
vor bjó í brúnum kvistum og bleiku
grasi.
Aðalgeir Kristjánsson.
Þegar þú, lesandi góður, kem-
ur í miðbæ Akureyrar að
morgni til, tekur þú varla eftir
því að göturnar eru hreinar og
fínar, þú telur það sjálfsagðan
hlut.
Það eru þær líka, en það er þó
ekki að þakka stórkostlegri um-
gengni vegfaranda frá deginum
og kvöldinu áður, heldur því að
nokkrar ungar stúlkur rífa sig upp
fyrir allar aldir á hverjum morgni,
og þær sjá til þess að allt sé eins og
það á að vera þegar aðrir bæjar-
búar koma á kreik.
Við hittum tvær af þessum
ungu stúlkum einn morgun fyrir
skömmu. Reyndar var blaða-
maðurinn varla vaknaður um
hálf sjöleitið þegar þetta átti sér
stað, en stúlkurnar, þær Guðrún
Gísladóttir 15 ára og Aðalbjörg
Steinarsdóttir 14 ára voru vel
vakandi enda búnar að vinna I
langan tíma.
„Við byrjum að vinna klukkan
hálf sex á morgnana og þurfum
því að vakna klukkan fimm“
sögðu þær. „Við vinnum fram
undir hádegi á hverjum degi,
nema um helgar þá erum við
hættar svona klukkan hálf tíu.“
— Er ekki erfitt fyrir ungar
stúlkur eins og ykkur að vakna
svona snemma, verðið þið ekki að
neita ykkur um bíóferðir og fleira
í þeim dúr á kvöldin?
„Nei alls ekki, við sofum bara
eftir hádegið þegar við erum
búnar að vinna.“
— Fleira fékkst ekki upp úr
þeim, þær munduðu kústana á
Ráðhústorginu og syfjaður und-
irritaður tölti á braut.
VEIÐISPJALL
VEIÐISAGA
Þær eru mismunandi á margan
hátt veiðisögurnar en allar eru
þær persónulegar. Það er
aumleg veiðisaga sé hún ekki
bundin ákveðnum veiðimanni
eða tilteknu atviki.
Eftirfarandi frásögn er gott
dæmi um það. Feðgar tveir héðan
úr bænum sem við skulum kalla
Alla og Palla, til að nefna ekki
nein nöfn, höfðu haldið til veiða í
Skjálfandafljóti eftirmiðdag einn
fyrir tveimur árum eða svo.
Ekki höfðu þeir heppnina með
sér því geysilegur vöxtur hafði
hlaupið í Fljótið þá um daginn
með tilheyrandi leirburði og það
því algerlega óveiðandi. Hinn
raunverulegi áhugamaður og far-
arstjóri hann Alli gamli taldi
samt rétt. að reyna. úr því komið
væri á staðinn og því var „sett
saman" og paufast uppundir foss.
Þar hagar þannig til að veiði-
menn standa á hallandi klöppum
nálægt vatnsborðinu en vik og
tangar ganga sitt á hvað út og inn
í klappir þessar. Þóttust þeir
feðgar vita frá fyrri ferðum að
undir og við klapparnefin væri
fiskurinn vanur að liggja. Reyna
þeir nú þarna góða stund en
verða lítt eða ekki varir.
í eitt skiptið er Palli, sá yngri,
hafði nýtekið langt og fallegt
maðkakast uppfyrir sig og út á
ána, veit hann ekki fyrr til en stór
og spengilfagur lax kemur svíf-
andi I fallegum boga upp undir
klapparbrúninni, fettir sig listi-
lega I loftinu og skellur síðar.
niður á klöppina við fætur veiði-
mannsins. Hann hafði nokkrum
augnablikum áður verið viss um
veiðileysi sitt þennan dag. Eftir
augnabliks umhugsun er minn
maður kominn á „alla fjóra“ og
búinn að ná öruggu taki á flug-
fiski þessum sem braust þá um
sterklega. f því bili sér hinn
heppni veiðimaður hvar straum-
þungi Fljótsins er að rífa til sín
stöngina sem lá nú mannlaus á
klöppunum og færið úti.
Bregður honum að vonum,
sleppir annarri hendi af fiskinum
er hafði þá róast nokkuð og seilist
til stangarinnar á síðasta andar-
taki. Það notfærði laxinn sér og
kvaddi snarlega en Palli hélt
stangargarminum og laxa-
hreistrinu á báðum höndum til
minja um viðureignina.
Það hefur Palli sagt mér sjálfur
að þetta sé með undarlegri at-
burðum úr sinni veiðimannstil-
veru.
Þar sem undirritaður hefur nú
öðrum hnöppum að hneppa
næstu daga eða vikur og að
margra dómi nú gerð nóg „veiði-
spjöll“ segi ég góða skemmtun
við sálufélaga mína á árbökkun-
um nú í sumar sem önnur sumur.
Með veiðikveðju.
Pétur.
Ólafur Ásgeirsson
Krlstján Arngrímsson
Jóhannes Hjálmarsson.
ÆFÐU SUND
íDANMÖRKU
Þrír piltar úr Sundfélaginu
Óðni eru nú nýkomnir frá
Danmörku þar sem þeir dvöldu
í hálfan mánuð við æfingar.
Það voru þeir Ingimar
Guðmundsson (17 ára), Sig-
urður Kristinsson (17 ára) og
Haraldur Guðmundsson (15
ára). Æfðu þeir í vinabæ Ak-
ureyrar, Randers, hjá Guð-
mundi Harðarsyni fv. lands-
liðsþjálfara en hann þjálfar hjá
sundfélaginu Neptun. Synt var
af miklum krafti þennan tíma,
allt upp í 9 kílómetra á dag.
Helgina 6. og 7. júní fóru þeir
með danska liðinu til Hannover í
Þýskalandi og kepptu fyrir hönd
þeirra (með þeim) á sundmóti
þar. Mætt voru lið frá þremur
löndum, Þýskalandi, Danmörku
og Hollandi, samtals 500
keppendur, 21 félag.
Piltarnir náðu mjög góðum ár-
angri á mótinu, Ingimar varð t.d.
þriðji í 100 m. flugsundi í aldurs-
flokki 17-19 ára, Sigurður varð 6.
I 200 m. skriðsundi I sama ald-
ursflokki og Haraldur varð 9. í
100 m. bringusundi I aldursflokki
15-16 ára, en margir keppendur
voru í þessum greinum.
Til að útskýra enn frekar hvers
KA
mætir
ÍBV
Ef Akureyringar verða ekki búnir
að fá nóg af íþróttum á sunnu-
dagskvöldið geta þeirséð einn leik I
fyrstu deild í knattspymu. Þá
keppa KA og ÍBV, en þeim leik var
frestað fyrr í sumar þar eð Vest-
manneyingar komust ekki norður.
Leikurinn hefst kl. 20.00 og nú
verður að hvetja KA til sigurs.
konar mót þetta var þá var það
haldið í tilefni 10 ára afmælis
sundfélagsins í Langenhagen en
Langenhagen er hluti af Hanno-
ver
Setur
Jóhannes
heimsmet ?
Á lyftingamóti á UMFÍ-mót-
inu á laugardaginn mun Jó-
hannes Hjálmarsson o.fl. keppa
sem gestir, og verður þar
aukakeppni í kraftlyftingum.
Jóhannes hyggst þar reyna við
heimsmet öldungafiokks, og ef
honum tekst vel upp munu
metin fjúka auðveldlega.
Jóhannes, sem stendur á
fimmtugu, hefur æft kraftlyfting-
ar í tæp tvö ár og náð undraverð-
um árangri. Enda mun maðurinn
hafa verið vel hraustur fyrir. Al-
þjóðlegir dómarar verða á mótinu
og ef Jóhannesi tekst vel upp
verður ekkert til fyrirstöðu að
metin verði samþykkt.
Áhorfendur ættu að fjölmenna
í nýju íþróttahöllina og hvetja
Jóhannes á laugardaginn, og þá
verða þeir sennilega vitni að
heimsmeti, og þá því fyrsta í
íþróttum sem sett hefur verið hér
á Akureyri. í haust ætlar Jó-
hannes til Chicago I Bandaríkj-
unum og keppa þar á heimsleik-
um öldunga.
Námskeið
hjjá K.A.
Þann 20. þessa mánaðar mun
K.A. standa fyrir svokölluðum
íþrótta- og leikjanámskeiðum.
Innritun fer fram í K.A. mið-
stöðinni, Lundarskóla laugar-
daginn 18. júlí kl. 10 til 12 og
sunnudaginn 19. kl. 2 til 4.
Námskeiðin verða fyrir fimm
til átta ára börn jafnt pilta sern
stúlkur. Fyrir stúlkur verða
kennd undirstöðuatriði hinna
ýmsu íþróttagreina en hjá pilt-
unum verður megináhersla lögð
á knattspyrnu.
Námskeiðin fara frarn á
svæði félagsins við Lundar-
skóla. Hvert námskeið stendur í
tvær vikur og er kennt tvisvar á
dagkl. 10-12 fyrir hádegi og svo
aftur kl. 2-4 eftir hádegi. Þrír
þrautreyndir leiðbeinendur
stjórna námskeiðum þessum.
Piltamir sem þátt tóku í mótinu ásamt Doug Sanders. Jón Þór er i aftari röð fyrir miðri mynd.
Jóni Þór gekk illa þegar
hann kom inn á f latirnar
Jón Þór Gunnarsson úr Golf-
klúbbi Akureyrar tók á dögun-
um þátt í miklu alþjóðlegu
golfmóti unglinga sem fram
fór í Skotlandi. Mót þetta er
kennt viö hinn heimskunna
kylfing Doug Sanders og ber
nafn hans, og var 12 ungling-
um frá jafnmörgum löndum
boðið til mótsins.
Að sögn Frímanns
Gunnlaugssonar formanns Golf-
klúbbs Akureyrar sem var með
Jóni Þór í ferðinni kom I Ijós að
Jón Þór lék ekki síðra golf en
hinir piltarnir á brautunum, en
málið vandaðist heldur betur
þegar kom að flötunum. íslenskir
golfleikarar búa við þannið að-
stæður hvað varðar flatir að þeir
standa oft ráðþrota þegar þeir
koma á flatir erlendis, og oftar en
ekki hefur þetta orðið til þess að
rýra verulega árangur golfleikara
frá (slandi I keppni erlendis.
Svo var einnig hjá Jóni Þór.
Þótt h ann léki betur á brautun-
urn en flestir hinna piltanna varð
hann að sætta sig við 10. sætið í
keppninni, en var ekki langt á
eftir þeim næstu á undan.
Ekki er að efa að ferðin hefur
orðið honum dýrmæt hvað
reynslu varðar, og á það sjálfsagt
eftir að koma sér vel. í lok móts-
ins voru allir keppendurnir leystir
út með veglegum minjagrip. og
afhenti Doug Sanders þá gripi
sjálfur.
4.DAGUR
DAGUR.5