Dagur - 09.07.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1981, Blaðsíða 8
Snorri Finnlaugsson. Ráðinn erindreki Snorri Finnlaugsson hefur verið ráðinn erindreki Fram- sóknarflokksins í Norður- landskjördæmi eystra og mun hann taka við því starfi i haust. Snorri mun annast rekstur skrifstofu Framsóknarflokksins og tengsl við framsóknarfélögin í kjördæminu. Snorri hefur nú hafið störf á Degi, og mun starfa við blaðið þar til hann tekur til starfa hjá Framsóknarflokknum í haust. Snorri er fæddur 1960. Flann lauk stúdentsprófi frá Verslun- arskóla íslands 1980 og hefur síðan starfað að skrifstofustörf- um. Hann hefur verið starfandi innan sambands ungra fram- sóknarmanna síðan 1978 og á nú sæti í stjórn sambandsins. ÁHERSLA VERÐILÖGÐ Á HIN ,MJUKU VERÐMÆTI‘ Kom m.a. fram sem rökstuðningur fyrir gildi sérstaks kvennalista. Mótrökin voru m.a. þau að kvennalisti væri skammtímalausn og stórt skref aftur á bak og „kynhreinn“-listi samræmdist ekki jafnréttishugsjónum. Eitthvað á annað hundrað manns sóttu fund áhugafólks til að ræða sérstakt kvennafram- boð til næstu bæjarstjórnar- kosninga á Akureyri, sem hald- inn var í gærkvöldi. Konur voru í miklum meirihluta á fundinum, um eða yfir 70% og segja má að megin niðurstaða fundarins hafi verið sú, að stofna ætti til kvennaframboðs þar sem ein- göngu væru konur á framboðs- lista. Sýnist allt benda til þess, að af þessu framboði verði. Ákveðið var að annar fundur um kvennaframboð yrði 20. júli í kjallara Möðruvalla. Valgerður Magnúsdóttir talaði fyrst og benti m.a. á það, að aðeins ein kona ætti sæti í bæjarstjóm og að í 20 nefndum bæjarins sæti eng- in kona. Hún sagði að nauðsynlegt Liðsmenn Sumargleðinnar. Guðrún í Rauða húsinu Laugardaginn 11. júlí kl. 15. verður opnuð sýning á verkum eftir Guðrúnu Tryggvadóttur í Rauða húsinu. Sýningin saman stendur af ljós- myndum og fótókópíum og er um margt nýstárleg. Guðrún stundar um þessar mundir nám í listum í Þýskalandi, nánar tiltekið í Múnchen, en hefur einnig verið á skólum á Frakklandi og íslandi. Sýningin stendur til sunnudags- ins 19. júlí og er opin daglega frá kl. 15-21. Sumargleðin á Akureyri: Finni Frík og Prins Póló Finni frík, Prins póló og fleiri skrítnir fuglar verða á ferðinni í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri á laugardagskvöldið á skemmtun Sumargleðinnar. Sumargleðin er á ferðinni rétt eitt árið, en þann fríða hóp skipa Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarna- son, Magnús Ólafsson (stórleikari), Þörgeir Ástvaldsson og Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans. Þeir félagar láta gamminn geysa á tveggja tíma skemmtun sem hefst kl. 21 með stanslausri skemmti- dagskrá og á eftir verður dansað fram á nótt. Mörg stórkostleg skemmtiatriði eru á boðstólum, en sennilega er á engan hallað þótt þeir Finni frík og Prins póló séu nefndir sérstaklega. Finni er með þeim skuggalegri i „pönkbransanum" en Prins er sjómaður dáðadrengur sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hringur sýnir á Akureyri Fyrsta sýningin sem haldin verður í Listsýningarsal Mynd- listaskólans á Ákureyri verður opnuð á laugardag, á verkum Hrings Jóhannessonar. Sýning- in verður opnuð kl. 15 á laugar- Hríngur Jóhannesson. dag og lýkur sunnudaginn 19. júlí. Hún verður opin virka daga frá kl. 18-22 og frá kl. 15-22 um helgar. Á þessari sýningu eru 55 myndir gerðar með olíu, olíupastel og krít og einnig teikningar. Verði mynd- anna er mjög stillt í hóf og ef að líkum lætur eru þær mjög aðgengi- legar öllum almenningi og fallegar, eða með svipuðu sniði og þær myndir sem Hringur hefur gert undanfarið. Sem kunnugt er vinnur Hringur á fæðingarslóðum sínum í Aðaldal í S.-Þingeyjarsýslu á sumrin. Ýmislegt af því sem hann málar og teiknar ætti því að koma kunnuglega fyrir sjónir Norðlend- inga. Listsýningarsalur Myndlista- skólans á Akureyri er að Glerár- götu 34, þar sem áður var Gallerí Háhóll. væri að stórauka þátttöku kvenna í stjórn bæjarins og sagðist enga trú hafa á því að það gerðist nema með sérstöku kvennaframboði.1. Hólmfríður Jónsdóttir sagðist eindregið styðja sérstakt kvenna- framboð, en ekki væri nægilegt að auka aðeins fjölda kvenna í bæjar- stjórn, heldur ýrði að hafa ein- hverja ákveðna stefnu. Karólína Stefánsdóttir, formað- ur Jafnréttishreyfingarinnar á Ak- ureyri, taldi að konur ættu að taka mun meiri þátt í opinberum störf- um, en kvaðst hafa efasemdir um réttmæti sérstaks kvennaframboðs. Hún sagði að konur sem ættu ung börn þyrftu fyrst og fremst að hugsa um þarfir barna sinna, en þó ekki með því að láta stjórnmál af- skiptalaus. Guðmundur Sigvaldason talaði síðastur framsögumanna og lagði áherslu á að hin „mjúku verðmæti“ þyrfti að hafa meira í heiðri við stjórn bæjarfélagsins, en verið hefði, eins og hann orðaði það. Hagvöxtur og framleiðni væri ekki eina mælistikan sem miða ætti við. Konur væru líklegri en karlar til að stjórna í ljósi samfélagslegra við- horfa. Viðhorfin sem fram komu úr hópumræðunum voru ekki eins eindregin með sérstöku kvenna- framboði, en mikill meirihluti var þó hlynntur slíku framboði, þar sem aðeins væru konur á lista. Helstu rökin gegn slíku framboði voru þau að ekki væri rétt að konur einangruðust í stjórnmálastarfi. Margir töldu að hlutdeild kvenna í stjórn bæjarins þyrfti að aukast, en sumir að það ætti að gerast innan hefðbundinna stjórnmálaflokka. í umræðum að loknu hópstarfi kom m.a. sú skoðun fram hjá Gfsla Jónssyni, menntaskólakennara, að það samræmdist ekki jafnréttis- hugsjónum hans að bera fram „kynhreinan“ lista. Hann sagði að hvert sem framhaldið yrði myndi þessi hreyfing og urriræða hafa veruleg áhrif á viðhorf manna til þessara mála fram að kosningum. Kristín Sigfúsdóttir kvaðst vilja hreinan kvennalista, en lagði á- herslu á að jafnréttismál mættu ekki bitna á börnunum, eins og gerst íhefði á Norðurlöndum. Þóra Hjaltadóttir sagðist vera sammála Kristínu að mörgu leyti, nema hvað hún væri andvíg sérstökum kvennalista. Lítil þátttaka kvenna í stjórnmálum væri þeirra eigin sök. Konur gætu ekki haslað sér þar völl með því einu að bíða eftir hring- (Framhald á bls. 6). ED/S # Rykiðá tjaldstæðunum Einn af starfsmönnum við nýju íþróttahöllina hafði samband við blaðið. Sagði hann að það væri voðalegt að horfa upp á það, hvernig ryk- inu væri þyrlað yfir tjald- stæðið við sundlaugina, en verið væri að vinna með stór- virkum tækjum í moldar- bingjum á lóð íþróttahallar- innar., Sagði hann að ferða- mennirnir væru gjarnan með föt á snúrum til þerrls og að hann gæti ekki ímyndað sér annað en óþverrinn og rykið væri óbærilegt. Ekki var hann að mælast til þess að fram- kvæmdum við lóð íþrótta- hallarinnar yrði hætt yfir ferðamannatímann, heldur benti hann á það, að á efra tjaldstæðinu væri ekkert tjald og að þar væri snyrtlaðstaða fyrir tjaldbúa, þó svo að hús umsjónarmanna með tjald- stæðunum væri á neðra stæðinu. Benda ætti ferða- fólkinu á að tjalda á efra svæðinu, meðan raskið stendur yfir. # Kvenna- framboð Smá misskilningur virðist hafa skapast vegna klausu í þessum þætti í síðasta blaði, þar sem fjallað var um kvennaframboð og þeirra spurninga m.a. spurt hvort ekki væri um tímaskekkju að ræða á tímum jafnréttishug- sjóna og hvort ekki fælist hugsanlega uppgjöf í hug- myndum um sérframboð kvenna. Sagt var frá hópi áhugafólks sem boðað hafði til fundar og væri vilji hópsins að væntanlegur framboðs- listi yrði skipaður konum eingöngu eða að mestu leyti. Hér var heldur sterkt til orða tekið og þykir því rétt að birta yflrskrift undirskriftarllstans orðrétta, en listi þessi var borinn í hús í bænum. Yfir- skriftin hljóðaði svo: „Við undirritaðir Akureyringar boðum hér með til fundar í Alþýðuhúsinu.... til að ræða þá hugmynd að bjóða fram vlð næstu bæjarstjórnar- kosningar nýjan lista með ný og breytt viðhorf til bæjar- mála. Hugmyndin er elnnig sú að listi þessi yrði ein- göngu eða aðallega sklpaður konum." # Læðast með veggjum Fregnir hafa nú borist af því, að laxveiði sé með eindæm- um dræm. T.d. hafi fengist aðeins 31 lax á 10 stengur í á einni á sama tíma og í fyrra hafi fengist 138 laxar á jafn- margar stengur. Segja gár- ungarnir að nú sjáist lax- veiðimenn ekki lengur á götuhornum með útrétta arma til að leggja áherslu á veiðiafrekin, heldur læðist hinir sömu nú með veggjum og vilji sem minnst um málið ræða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.