Dagur - 21.07.1981, Side 6
I
MöAruvallaklaustursprestakail.
Guðsþjónusta að Möðruvöllum
n.k. sunnudag 26. júlí kl. 2 e.h.
Guðsþjónusta í Skjaldarvík
sama dag kl. 4 e.h. Þar predikar
Ólafur Jóhannsson stud theol.
Sóknarprestur.
Laufáskirkja. Guðsþjónusta
n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Pétur
Þorsteinsson guðfræðinemi
predikar. Heimsókn frá Vest-
mannsvatni. Sóknarprestur.
Akureyrarkirkja. Messað n.k.
sunnudaginn 26. júlí kl. 11 f.h.
Ólafur Jóhannsson guðfræði-
nemi predikar. Sálmar nr. 50,
365, 183, 37, 367. P.S.
Lögmannshliðarkirkja. Messað
n.k. sunnudaginn 26. júlí kl.
2.00 e.h. Ólafur Jóhannsson
guðfræðinemi predikar. Sálmar
nr. 50, 365, 183, 37, 367, P.S.
Fíladelfia Lundargötu 12.
Þriðjudag 21. bænastund kl.
8.30. Fimmtudag 23. biblíulest-
ur kl. 8.30. Sunnudagur 26. al-
menn samkoma kl. 8.30. Allir
velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag-
inn 26. júlí kl. 20.30 almenn
samkoma. Söngur og vitnis-
burður. Allir velkomnir.
Ferðafélag Akureyrar. 31. júll til
3. ágúst, Herðubreiðarlindir og
Askja. 1.-8. ágúst, Brúaröræfi.
St. Georgsgildið. Ath. bjóðum
fötluðum aðstoð við að heim-
sækja landsmót skáta í Kjarna-
skógi laugardaginn 1. ágúst kl.
14-17. Þeir sem vilja þiggja
þetta góða boð eru beðnir að
hafa samband við skrifstofu
Sjálfsbjargar sem gefur allar
nánari upplýsingar mánudag-
inn 27. og þriðjudaginn 28. júlí
kl. 13-17 í síma 21557. Sjálfs-
björg félag fatlaðra á Akureyri
og nágrenni.
Framlög og gjafir til NLFA í
júní mánuði 1981. Steindór
Pálmason kr. 60.000,- Kaup-
félag Eyfirðinga kr. 100.000,-
Iðja félag verksmiðjufólks kr.
10.000,-. Alúðar þakkir fyrir
rausnarlegar gjafir. Náttúru-
lækningafélag Akureyrar.
*
Góðfúsleg tilmæli til al-
mennings, ungra sem
aldinna: Sýnið öllum
dýrum og fuglum fyllstu
nærgætni, þá verða þau
ykkar bestu vinir.
Dýravcrndunarfélag Akureyrar.
Sænsku SHW
barnavagnarnir og kerrurnar
eru komnar aftur.
Póstsendum.
Brynjólfur Sveinsson hf.
Einingarfélagar
Eins dags skemmtiferð fyrir aldraða Einingarfélaga
verður farin frá skrifstofu félagsins Skipagötu 12,
sunnudaginn 9. ágúst n.k.
Farið verður um Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Hóla
í Hjaltadal og ekið Skagafjörð heim.
Nánari upplýsingar um ferðina verða veittar á
skrifstofu félagsins. Símar: 23503 og 21794.
Ferðanefnd Einingar.
Dagana 26. júlí-2. ágúst
verður umferð um útivistarsvæðið f Kjarnaskógi
takmörkuð vegna Landsmóts skáta.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
«t
Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför fööur
okkar og afa
FRIÐJÓNS RÓSANTSSONAR.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd systkina og annara vandamanna.
Hetgl Friðjónscon.
„Ef allir Húsvíkingar væru eins og hann Hákon Aðalsteinsson og verslunarmanni á Húsavik. Myndina tók Viðar af Hákoni
gteti ég vel hugsað mér að setjast að fyrir austan,“ sagði þegar hlé varö á verslunarstörfum, en sá sfðarnefndi seiur
kunningi blaðsins þegar hann sá myndina af Hákoni, grinista hverjum sem hafa vill bensfn og olfur af ýmsu tagi.
ÍSLANDSMÓTMD í
HESTAÍÞRÓTTUM
fslandsmót í hestaíþróttum
verður haldið á Melgerðismel-
um í Eyjafirði dagana 25.-26.
júlí n.k. Hestamannafélögin
Léttir, Þráinn og Funi sjá um
mótið, sem er fjórða íslands-
mótið í hestaíþróttum sem
Ný Ijóðabók
Út er komin ljóðabók eftir Hjört
Bjömsson frá Vökuvöllum sem
nefnist: Tvö ljóðakver — Þúfna-
kollar — gaman og alvara. Hjörtur
er austfirskur að ætt. Hann bjó um
árabil á Akureyri og í nágrenni og
var lengstan hluta starfsævi sinnar
verkamaður. Efni bókarinnar er
fjölþætt og spannar yfir hálfa öld.
Höfundurinn er nú búsettur í Dal-
bæ, heimili aldraðra, Dalvík.
haldið er og jafnframt það fjöl-
mennasta.
84 hafa látið skrá sig til keppni;
52 fullorðnir og 32 unglingar.
Þeirra á meðal eru allir bestu
knapar landsins. Má því búast við
fjölmenni á Melgerðismelum um
þessa helgi. Aðstaða þar til móts-
halds er mjög góð og tjaldstæði
ágæt.
I hestaíþróttum er lögð áhersla á
samspil knapa og hests og það er
knapinn sem er dæmdur á mótum,
en ekki hesturinn, eins og gert er á
hefðbundnum hestamannamótum.
Verða bæði knapar og hestar því að
vera í góðri þjálfun og hestarnir vel
tamdir, ef sýningin á að takast vel.
Dagskrá mótsins er þannig í
stórum dráttum að á laugardags-
morguninn kl. 9 verður mótið sett á
Bakkavelli. Þar verður m.a. keppt í
hlýðnikeppni, tölti og gæðinga-
skeiði. Á Melavelli sama dag er t.d.
keppt í fjórgangi og tölti. Um
kvöldið er dansleikur í Sólgarði. Á
sunnudag á Bakkavelli verða m.a.
úrslit í fjórgangi, tölti og fimm-
gangi. Einnig verður keppt í víða-
vangshlaupi og hindrunarstökki og
þar fer fram gæðingaskeið, seinni
sprettur. Klukkan 17.30 á sunnu-
dag verður verðlaunaafhending og
mótsslit.
Mikið er til
af kartöflum
Hjörtur Bjömsson.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
matsmanns garðávaxta Eðvalds
B. Malmquist, þá er töluvert
eftir af kartöflum frá í fyrra.
Samkvæmt hans tilmælum hefur
verið ákveðið að selja 2. flokk
af kartöflum. í þeim flokki verða
sömu afbrigði og undanfarið í 1.
flokki, en geta verið útlitsljótar
kartöfiur, án þess að vera
skemmdar.
Nú er sá tími kominn að
geymsluþol kartaflna er í lágmarki.
Því er nauðsynlegt, að sem
Veikur hlekkur í heil
brigðisþjónustunni
Kona nokkur austan úr sveitum á
Norðurlandi eystra átti frátekinn
tíma hjá ákveðnum sérfræðingi hér
í bæ, en það mér liggur við að segja
ófyrirgefanlega atvik átti sér stað í
Þjónustumiðstöð lækna á Akur-
eyri, að starfsfólki þess staðar urðu
á slæm mistök.
Láðist þeim algjörlega að til-
kynna framlengdan frítíma ákveð-
ins sérfræðings. Áðurnefnd kona
gerði sér ferð austan að landi er-
indisleysu þrátt fyrir niðurskrifað
nafn, heimilisfang og símanúmer
hennar hjá viðkomandi lækna-
þjónustumiðstöð. Konan mætir á
fyrirfram ákveðnum tíma, tilkynnir
nafn sitt að venju og segist eiga
tíma hjá umræddum sérfræðingi.
Fékk hún þá frekar þunnt svar, að
læknirinn væri ekki við, og var ekki
svarað neinu orði kvörtunum í
sambandi við óþarfa ferð alla leið
austan af landi til að hitta þennan
sérfræðing.
Mætti hafa það til athugunar að
starfsfólk þessa staðar sýndi a.m.k.
ögn meiri kurteisi þegar það tekur á
móti fólki sem er komið svo langt
að, þó það geri sér ekki þá fyrirhöfn
eða yki eigi á útgjöld bæjarins með
upphringingu varðandi sumarfrí
læknis.
7615-5844
skemmstur tími líði frá því að
kartöflurnar eru teknar úr geymslu
framleiðandans og þar til þeirra er
neytt. Það er því ráðlegt fyrir neyt-
endur að kaupa aðeins 2!ó kg í einu
og geyma kartöflumar á köldum
stað. Talið er að uppskeran hafi
verið um 170 þúsund tunnur á síð-
ast liðnu hausti, það er með því
allra mesta sem uppskeran hefur
orðið hér á landi. Rýrnun verður
töluverð en íslenskar kartöflur
munu verða á markaðnum að
minnsta kosti út júlí. Margir stór-
framleiðendur hafa mjög góðar
kartöflugeymslur, þar sem þeir geta
stjórnað hita- og rakastigi. Kart-
öflurnar geta litið vel út í geymslum
á þessum tíma, en þegar þær hafa
verið flokkaðar, settar í poka og
sendar á markað, er geymsluþolið
ákaflega takmarkað og því fljótar
að skemmast.
Margir
árekstrar
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á AJcureyri urðu sex
árekstrar á Akureyri s.l. sunnudag.
Bíll ók út af Ólafsfjarðarvegi hjá
Árskógi. Fjórir voru í bllnum og
slösuðust allir eitthvað. Það kom
fram hjá lögreglunni að skyggni var
gott þegar árekstramir urðu á Ak-
ureyri og erfitt að gera sér grein
fyrir hver kann að vera ástæðan
fyrir þessum umferðaróhöppum.
6.DAGUR