Dagur - 30.07.1981, Síða 2
Auglýsing
Hvað ffær ffólkið fyrir
ffélagsgjöldin? skrifstofustjóra
Þegar talað er um launþegafélög kemur mönnum gjarnan fyrst í hug
samningar og verkföli, því það er við slíkar aðstæður sem málefni
launþega eru helst í fjölmiðlum. Stéttarfélög launþega eru þó
starfandi árið um kring og starfsemi þeirra er fjármögnuð af
félagsgjöldum aðila. Mjög er mismunandi hvað menn sýna stéttar-
félaginu sínu mikinn áhuga og margir vita þessvegna ekkert hvernig
því fé er varið sem þeir greiða í félagsgjöld. Ása Helgadóttir skrif-
stofustjóri hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri var
því spurð þeirrar spurningar sem er fyrirsögn á þessu spjalli: Hvað
fær fólkið fyrir félagsgjöldin sín?
„f fyrsta lagi er náttúrulega rekin
skrifstofa til að fólk geti á hverjum
tíma fengið upplýsingar um allt
varðandi launakjör og samninga"
segir Ása. „Svo er það lífeyrissjóð-
urinn, en hann tryggir yngra fólki
lán og eldra fólki lífeyri. Öll af-
greiðsla L.V. fyrir bæjarbúa varð-
andi sjóðinn fer gegnum skrifstof-
una á Akureyri og það fer býsna
mikill tími í þá hlið starfseminnar.
Ánægja með orlofs-
húsin
Orlofsmálin eru líka verulegur
þáttur í starfi skrifstofunnar, eink-
um á sumrin. Félagið er með þrjú
orlofshús á sínum vegum í sumar
og tvo tjaldvagna sem notið hafa
mikilla vinsælda. Því miðurkomast
aldrei allir sem vilja. Hinsvegar
Ása Helgadóttir.
bendir ánægjan með þessi orlofs-
hús og aðsóknin í þau eindregið til
þess, að félagsmenn telji þeim fjár-
munum vel varið sem fara í að gera
þeim sumarleyfið ánægjulegra.
Þessvegna hefur verið brotið upp á
því, að gefa félagsfólki kost á ferð
til Krítar á næstunni sem félagið
greiðir niður. Loks má nefna að
fyrirhugað er að koma á fjöl-
skylduferðum innanlands ef fé-
lagsmenn sýna því áhuga. Við telj-
um að slíkar ferðir séu vel til þess
fallnar að auka kynni meðal fé-
lagsmanna og efla samkennd.
Dagpeningar
til foreldra
veikra barna
Þá er það sjúkrasjóðurinn, en
hann var stofnaður með lögum frá
1. maí 1979. Eftir að hann var
stofnaður hafa þeir félagar sem
ekki njóta réttinda samkvæmt
veikindagrein samninganna notið
verulegra bóta. Þessi sjóður hefur
sannarlega bætt úr brýnni þörf.
Félagið greiðir til dæmis foreldri
sem verður að vera yfir veiku barni
sínu og missir niður laun, dagpen-
inga. Reynslan hefur sannað nauð-
syn þessarar tilhögunar og þetta
hefur komið sér vel fyrir marga.
Loks má nefna þá nýbreytni
varðandi sjúkrasjóðinn, að þurfi
félagsmenn að vera í nuddi eða
annarri slíkri heilsurækt fá þeir
greiddan helming kostnaðarins
með því að framvísa vottorði frá
lækni um þörf fyrir slíka meðferð."
Ungt fólk áhugasamt
Ása Helgadóttir hefur starfað á
skrifstofu verslunar- og skrifstofu-
fólks síðan árið 1974, fyrst í hluta-
starfi en nú um 2ja ára skeið í fullu
starfi. Er þetta lifandi starf í þeim
skilningi að félagsmenn séu í
tengslum við skrifstofuna sína?
Koma til dæmis margir þangað í
eigin persónu?
„Já, mjög margir. Algengast er
að fólk grennslist eftir upplýsing-
um um laun, samninga og lífeyris-
sjóðsmál. Það sem mér þykir
kannski skemmtilegast er hvað það
kemur mikið af ungu fólki hingað
til mín. Það er mjög áhugasamt og
vakandi um sín mál og mér finnst
það lofa góðu upp á framtíð
félagsins“ segir Ása Helgadóttir.
Stéttarbarátta fyrr og nú
- Rætt við Ólaf Aðalsteinsson
sem hefur verið í stéttarfélagi í 58 ár
Ólafur Aðalsteinsson gekk í
verkalýðsfélag þegar hann var
sextán ára gamall og hefur
jafnan látið sig miklu skipta
málefni síns stéttarfélags síðan
þá. Hann fæddist 1907 og er því
sjötiu og fjögurra ára gamall.
Samt er hann enn virkur í fé-
lagsmálum og á fimmtíu ára af-
mæli Félags verslunar- og skrif-
stofufólks var hann gerður að
heiðursfélaga. Hann er spurður
um starf í stéttarfélagi fyrr og
nú.
„Það sem réði afstöðu manns á
árum áður var atvinnuleysið" segir
hann. „Þá fengu menn tæpast
vinnu nema gegnum vinskap,
frændsemi eða pólitík. Ég var
býsna róttækur í þá daga, sem var
eðlilegt, því þeir sem hugsuðu eitt-
hvað sáu í hendi sinni hver hörm-
ung það var þegar hraustir menn
sem vildu vinna, fengu það ekki.
Á þessum árum var baráttan oft
ákaflega hörð og kom jafnvel til
átaka. Þetta var kannski fleiri vikna
barátta fyrir fimm til tíu aurum á
tímann. Svo voru menn látnir
gjalda þess að vera starfandi í
verkalýðsfélagi og fengu síður
vinnu en aðrir. Þetta ástand ríkti
þar til 1940, en þá kom herinn og
með honum breyttist allt.
Urðu að undirskrifa
lög Alþýðuflokksins
Þegar eftirspurn verður eftir
vinnu fara félögin að fá meira fram
og frá þessum tíma er eiginlega
ekki hægt að segja annað en að al-
þýða manna hafi haft það sæmi-
legt, þótt það sé svo sem ekkert til
að dást að. En fátæktin var svo
gífurleg hér áður, að fólk komst
kannski ekki til kirkju vegna
klæðaleysis, — það átti ekkert
mannsæmandi utan á sig. Við slík-
ar aðstæður var ekki nema eðlilegt
að myndaðist kjarni af kommún-
istum í verkalýðsbaráttunni, þótt
Ólafur Aðalsfeinsson.
þeir væru náttúrlega ekkert annað
en róttækir jafnaðarmenn. Verka-
lýðsfélagið Eining hét áður Verka-
mannafélag Akureyrar og var
stofnað af róttækum. Síðar stofn-
uðu jafnaðarmenn annað verka-
mannafélag og atvinnurekendur
gleyptu við því til að þurfa ekki að
ráða kommúnista. Fyrra félagið var
aldrei í Alþýðusambandi Islands
því þá fengu félög ekki að vera í því
nema undirskrifa lög Alþýðu-
flokksins, eða því sem næst. Þetta
ástand ríkti í mörg ár, þó áhugi væri
mikill hjá ýmsum að sameina fé-
lögin, sem tókst á endanum. Fyrsti
formaður hins sameinaða félags
var Marteinn Sigurðsson. Við þetta
skapaðist meiri styrkur gagnvart
atvinnurekendum og upp úr þessu
fór kjarabaráttan að hafa meiri
áhrif og gera meira gagn.“
Úr öskustónni
Árið 1964 fer Ólafur að starfa
sem lagermaður en hafði áður ver-
ið ófaglærður verkamaður. f fram-
haldi af því gengur hann í Félag
verslunar- og skrifstofufólks og
hefur lengst af verið í stjórn þess
félags eða varastjórn síðan.
„Þegar ég gekk í félagið var
starfsemin lömuð því það hafði
ekki úr neinu að spila. Formanni
þess var lagt til lasts hvað lítið starf
væri unnið þótt ekki væri til fé til
neins. Ég lagði þá til að félagsgjald
yrði 1 % af launum og það var sam-
þykkt, — þótt merkilegt megi virð-
ast. Úr þessu rís félagið algerlega úr
öskustónni og jafnframt vex sam-
hugur félagsmanna þegar þeir sjá
að unnið er af fullum krafti. Upp úr
því hefur starfsemin verið góð. Fé-
lagið eignast húsnæði og ræður
starfsmann, Ásu Helgadóttur, sem
hefur verið einstök í þessu starfi. Ég
efast um að hægt hefði verið að fá
duglegri manneskju.
Aldrei pólitísk átök
í þessu félagi hefur aldrei komið
til pólitískara átaka og er hægt að
hrósa því fram yfir flest önnur félög
sem ég þekki til hvað þetta snertir.
Sú umræða sem farið hefur fram í
þessa átt í blöðunum í Reykjavík
undanfarið þar sem reynt er að
gera Björn Þórhallsson og Magnús
L. Sveinsson tortryggilega með því
að blanda stjórnmálaskoðunum
þeirra inn í umræðu um kjaramál
er að mínu mati alveg út í hött. Ég
er búinn að vinna með þessum
mönnum um árabil og veit að þeir
vinna af heilindum.
Hvað félagið okkar héma á
^Akureyri snertir, vil ég taka fram til
gamans af því kvennabaráttan hef-
ur verið í umræðunni upp á sið-
kastið, að í stjórninni hjá okkur eru
fjórar konur og fjórir karlar. Auk
þess er formaðurinn kona svo aug-
ljóst má vera að þetta félag er í takt
við tímann" sagði Ólafur Aðal-
steinsson.
„Ekkert félag er betra
en þeir sem eru í því‘ ‘
„Það er alltof algengt að fólk
sýni þeim félögum sem það er í
lítinn áhuga. Oft er sagt „Af-
hverju ætti ég að vera að mæta
á þessa fundi?" En það er
auðvitað deginum Ijósara, að
ef enginn mætir, er ekkert gert.
Ekkert félag er betra en þeir
sem eru í því og ég held að mér
þyki svona vænt um féiagið
okkar hér á Akureyri af því það
er svo gott fólk sem þar starf-
ar.“
Það er Halldóra Vilhjálms-
dóttir sem gefur stéttarfélaginu
sínu þennan vitnisburð þegar hún
er beðin að lýsa því hvaða viðhorf
hún hafi til þess. Halldóra starfar
hjá fyrirtækinu Höldur h.f. og er í
Félagi verslunar- og skrifstofu-
fólks á Akureyri. Hún var spurð
hvort hún yrði mikið vör við þá
starfsemi sem fer fram á vegum
félagsins.
„Maður verður lítið var við
starfið fyrr en maður fer að kynna
sér það, en þá kemur manni líka á
óvart hvað þar er mikið gert, og
hvað það er vel gert. Mér finnst
ekkert stofnanalegt við þetta fé-
lag. Mannlegi þátturinn er I önd-
vegi. Það hafa verið haldin
margvísleg námskeið, svo sem um
félagsmál, tryggingamál og holl-
ustuhætti á vinnustöðum. Einnig
var Dale Carnegie námskeið hér í
fyrra.
Mér finnst þetta félag hafa
komið miklu til leiðar fyrir
félagsmenn sína og það mættu
gjarnan vera fleiri virkir í starfinu
innan þess. Að vísu tekur félags-
starfsemi mikinn tíma ef vel á að
vera, en hún er líka bæði
skemmtileg og þroskandi" segir
Halldóra Vilhjálmsdóttir.
Halldóra Vilhjálmsdóttir.
Kolbeinn Sigurbjörnsson.
Sjálfstæðis-
barátta
hin nýja
— Er launabaráttan öðruvísi
á landsbyggðinni en á Stór-
Reykjavíkursvœðinu?
Þessari spurningu er beint
til Kolbeins Sigurbjörnsson-
ar stjórnarmanns í Félagi
verslunar- og skrifstofufólks
á Akureyri og fyrrverandi
formanns.
„Hún er einna helst frá-
brugðin að því leyti, að á minni
stöðum verða hlutirnir per-
sónulegri" segir hann. „Menn
veigra sér fremur við að beita
mikilli hörku og rétturinn þess-
vegna oft ekki sem vera skyldi.
Þess má þó geta að á upp-
gangsstöðum er gjarnan nokk-
uð um yfirborganir. Oftast er þó
unnið í samræmi við heildar-
samninga landsamtakanna."
— Hvernig mynclirðu skil-
greina hlutverk félagsins í dag og
stöðu þess?
„Hlutverkið er eitt og eilíft,
— að standa vörð um hagsmuni
félagsmanna og kappkosta að
efla sífellt og bæta hag félagsins
Eitt er víst, að naumast mun
verða þurrð á verkefnum á
næstunni.
Staða félagsins í dag er sterk
og félagsandi er góður. Hitt er
annað mál, að innan heildar-
samtaka, bæði verslunarmanna
og ASÍ, ætti jafn öflugt félag og
FVSA að láta miklu meira til sín
taka. Sú hugsun er áleitin hjá
stjórnarmönnum, að eitt af því
sem fælir fólk frá þátttöku í fé-
lagsstörfum verkalýðsfélaga, sé
hræðsla um að samningamál og
þessháttar séu einungis orðin á
færi sérfræðinga. Þetta er mikill
misskilningur. Þótt þessi mál
séu að vísu orðin nokkuð þvæl-
in er engum manni vorkunn að
setja sig inn í þau svo að gagni
megi verða.“
— Framtiðarmarkmið?
„Það sem heitast brennur á
verslunarmönnum nú er sú
staðreynd, að þjóðfélag okkar
virðist komið út í slíkan víta-
hring alltof flókinna laga og
reglugerða og að sá burðarstólpi
sem verslun er sé að bresta. Það
skiptir ekki máli hvort átt er við
atvinnurekendur eða launþega
innan stéttarinnar. Hagsmunir
allra eru í húfi að verslunin
haldist í landinu en flytjist ekki
á erlendar hendur. Þessa bar-
áttu má kalla sjálfstæðiábaráttu
hina nýju“ segir Kolbeinn
Sigurbjörnsson.
2 - Viðskiptf & verzlun