Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 3
“viðskipti r&verzlun Umsjón og ábýrgð: Jónína Michalsdóttir SNÚUM BÖKUM SAMAN Verzlunarmannahelgin er að koma yfir þjóðina enn einu sinni með öllu því umstangi og tilstandi er henni fylgir. Þessi helgi er ein stærsta helgi ársins í hugum f jöldans. Hátíð, sem tekur jafnvel jólahátíðinni fram að sumra dómi. Hvernig væri nú að gera þessa verzlunarmannahátíð að raunverulegri hátíð gera hana að baráttuhátíð fyrir tilveru frjálsrar verzlunar í landinu. Lengja hátíðina í 365 daga á ári og hafa þetta dálítið myndarlegt. Gera alla daga ársins að verzlunarhátíð, verzlun- arfrelsi. Hugleiðum þetta orð verzlunarfrelsi ofur- lítið nánar. Þetta virðist dálítið fjarlægt hugtak, eitthvað sem talað er um norðan undir vegg, frelsi sem fólk með óskerta dómgreind þráir að verði að veruleika á voru landi. Þetta er í rauninni ekkert annað en sjálfstæðis- barátta, barátta til bættra lífskjara. Það fer ekkert á milli mála, að hagsmunir launþega og atvinnurekenda fara saman í þessari sjálf- stæðisbaráttu til aukins frelsis í verzlunarmálum þjóðarinnar. Hver hugsandi maður hlýtur að sjá og viður- kenna, að verzlun er einn af hornsteinum þjóð- féiagsins og þar af leið- andi verður hún að fá það svigrúm er hún þarf til að þrífast þjóðinni til hags- bóta og sjálfstæðis. Þeir sem ekki sjá þetta og skllja, eru einfaldlega með bundið fyrir bæði augu, eða þá að þeir sjá ekkert nema roðann í austri. Losum verzlunina undan þessari svoköll- uðu ríkisforsjá. Snúum bökum saman og látum ekki ákveðin öfl í þjóð- félaginu villa okkur sýn. Hrindum einnig úr vör verzlunarskóla á Akur- eyri. Látum þann draum verða að veruleika, en þar verðum við að fara gætilega af stað. Byggj- um ekki neina skólahöll til að byrja með, er yrði mörg ár í smíðum. Byrj- um smátt með það sem fyrir eiyþá verður okkur ekki fótaskortur. Flétt- um þetta inn í okkar sjálfstæðisbaráttu. Ger- um hana að því, sem við viljum sjálf vera. Gerum hlutina þannig, að þeir verði mannlegri, án rígs og án tortryggni. Eyðum því hugarfari að atvinnu- rekendur séu að merg- sjúga launþega. Lifum ekki í fortíðinni. Lítum til framtíðarinnar. Gerum veg verzlunar og við- skipta sem mestan. Lát- um ekki pólitíska ævin- týramenn villa okkur sín. Þá mun þjóðinni vel farnast. Gæfuríka verzl- unarmannahelgi. Birkir Skarphéðinsson. Auglýsing „Gaman að reka verslun“ - segir Nonni í Cesar „Þegar eldra fólk er að tala um að erfiðara sé að' vera með verslunarrekstur nú en áður hér á landi, er það eflaust að fara með rétt mál. Þetta fólk er hinsvegar að tala út frá eigin reynslu og það er reynsla sem við erum ekki hluti af. Við þekkjum aðeins það ástand sem ríkir í dag, okkur þykir gaman að reka verslun og erum mjög ánægðir með okkar hag“, segir Jón Bjarnason, eða Nonni í Cesar, sem er annar af tveimur eigendum verslunarinnar Cesar á Akureyri, þegar hann er spurður hvort ekki sé erfitt fyrir ungt fólk að hefja verslunar- rekstur í dag. Byrjaði í verslun 15 ára Verslunin Cesar, sem selur tískufatnað, hljómplötur og hljóm- tæki, var upphaflega nokkurskonar útibú frá Karnabæ í Reykjavík og fyrsta tískuverslun ungs fólks á Akureyri. Hún var opnuð árið 1971, en Jón byrjaði að starfa þar árið 1974, aðeins fimmtán ára gamall. Þegar samkeppnin jókst með tilkomu fleiri tískuverslana ákváðu eigendurnir í Reykjavík að selja og Jón keypti verslunina ásamt Bjarka Tryggvasyni sem hafði þá starfað við hana í tvö ár. En hversvegna ráðast ungir menn í að kaupa verslun sem eigandinn selur af því farið er að halla undan fæti? „Við trúðum því að við gætum rifið hana upp og sú hefur líka orðið raunin" segir Jón. En hvernig tilfinning er að vera eigandi í verslun eftir að hafa verið starfs- maður þar árum saman? „Einhvemveginn er það þannig að þó maður telji sig vinna eins vel og maður getur fyrir vinnuveitanda sinn, kemur það eins og ósjálfrátt að maður leggur sig meira fram og er betur vakandi í sinni eigin versl- un. Annars erum við Bjarki nú bara eins og hverjir aðrir afgreiðslu- menn hérna og þannig á það líka að vera. Ég tel að velgengni verslun- arinnar, og reyndar annarra versl- ana líka byggist á því að eigend- urnir vinni við hana og þá helst í afgreiðslunni sjálfir. Það er eigin- lega frumskilyrði að mínu mati. Maður verður að vera í svo nánum tengslum við fólkið sem er að kaupa til að vita hvað hægt er að selja og hvað ekki“. Mikið af föstum við- skiptavinum Um reksturinn að öðru leyti sagði Jón að mestu erfiðleikarnir væru vaxtagreiðslur sem rýrðu álagninguna mjög mikið. Þá væru mikil afföll á vörum. Sumar vörur þyrftu að vera til fram í byrjun september, en þá væri skyndilega breytt yfir í vetrarvörur og sumar- vörur settar á útsölu. Þegar verslað er með tískufatnað er nauðsynlegt að vera vel vakandi fyrir því hvað er vinsælast hverju sinni. Cesar fær nýjar vörur í hverri viku og föstudagar eru talsvert meiri söludagar en aðrir dagar. Einnig er meira urn viðskipti á sumrin en veturna. Jón kvaðst reyna að vera með fatnað sem hentaði fólki á öllum aldri en ekki bara táningum og verslunin ætti mikið af föstum viðskiptavinum. Loks er kaupmaðurinn í Cesar spurður hvort hann hugsi sér kaupmennsku sem framtíðarstarf. „Vissulega“ segir hann. „Mér Jón Bjarnason eða „Nonni f Cesar". þykir gaman að því sem ég er að fást við, það er nóg að gera og hvað verslunarrekstur snertir þá hef ég nú hugsað mér að færa út kvíarnar í framtíðinni. Ég er eiginlega rétt að byrja" segir Nonni í Cesar. „Maður er skattlagður fyrir Lmahmi lææ. i í segir Fríða Sæmundsdóttir HO greioa Hðern laiin kaupmaðuríMarkaðinum „Hvort mér þyki gaman að vera kaupmaður?, — mér þótti það vissulega. Nú má hinsvegar segja að það eina jákvæða við það sé að enginn getur skipað manni að hætta að vinna vegna aldurs.“ Það er kaupmaðurinn í Markaðinum á Akureyri, Fríða Sæmundsdóttir, sem gefur þró- un kaupmennsku á íslandi á síðustu árum og áratugum þessa einkunn. Hún hefur staðið fyrir innan búðarborðið í Markaðin- um i aldarfjórðung, fyrst sem verslunarstjóri en síðustu tutt- ugu árin sem eigandi. En hvað er það sem veldur því að henni þykir kaupmennska hafa misst aðdráttarafl eftir því sem nær hefur dregið nútímanum? „Hér áður fyrr voru kaupmenn taldir til höfðingja“ segir Fríða. „Á þessu hefur orðið mikil breyting. Nú eiga kaupmenn að vinna end- urgjaldslaust fyrir ríkið, þó tíðar- andinn sé annars sá að ekki tíðkast að gera neitt nema fá greitt fyrir það. Þá má nefna að sífellt er verið að setja lög og reglur sem minnka svigrúm og draga úr frelsi kaupmannsins. Mér finnst líka launþeginn farinn að gera meiri kröfur til okkar en við atvinnurek- endur megum gera til hans. Til dæmis þykir ekki ástæða til að krefjast menntunar af fólki sem stundar afgreiðslustörf og það fær laun greidd í samræmi við samn- inga en ekki eftir hvernig það stendur sig. Þetta var áður fyrr. Ég hygg að við kaupmenn höfum ekki haft nægilega sterk samtök til að spyrna við fótum þegar okkur er uppálagt að fara eftir öllum þessum reglugerðum. Samtök verslunar- manna eru til dæmis talsvert sterk- ari en okkar. Það hafa ýmsar leiðir verið fundnar upp til að skattleggja atvinnurekendur, en ég vil nefna sérstaklega launaskattinn. Eftir þvi sem maður greiðir hærri laun, eftir því greiðir maður hærri launaskatt. Maður er sem sagt skattlagður fyrir að greiða hærri laun!“ Gildi menntunar Fríða Sæmundsdóttir, sem hefur átt heima um fimmtíu ára skeið á Akureyri er vestfirzk að uppruna. Móðir hennar varð ekkja með 6 börn og ákvað að koma börnum sínum til mennta og það tókst með sameiginlegu átaki og áhuga, því ekki voru efnin mikil. Fríða fór í Verslunarskólann. Þá var óvenju- legt að konur menntuðu sig og þegar hún útskrifaðist var aðeins ein kona í hópnum auk hennar. Telur hún að þessi menntun hafi nýst henni vel? „Já mjög vel. Ég fann það glöggt þegar ég fór að vinna úti eftir að hafa verið heimavinnandi að mestu leyti í sautján ár. Ég held að það hafi verið Vilhjálmur Þ. Gíslason sem sagði, að þegar lærdómurinn væri farinn að dvina sæti menntunin eftir og ég tek undir það. Upphaflega kom ég til Akureyr- ar til að vinna hjá bróður mínum sem var að opna hér verslunina Esju. Dvölin varð lengri en ég ætl- aði, því ég er hér enn eins og þú sérð. Ég fór síðan að vinna í Mark- aðinum mörgum árum seinna þeg- ar Ragnar opnaði hér útibú frá versluninni í Reykjavík. Þegar hann hætti, fimm árum síðar, stofnaði ég mína verslun og hann gaf mér nafnið. Myndi ekki hvetja fólk til að fara í verslunarrekstur í dag — Hvernig viðskiptavinir eru Akureyringar? „Alveg prýðilegir. Það sem gerir verslunarrekstur skemmtilegan er hvað maður eignast marga vini. Þetta er mjög líflegt starf ef maður á góða viðskiptavini eins og ég hef sannarlega átt. — Hvaða ráð myndirðu gefa þeim sem ætlaði út í verslunar- rekstur í dag? „Ég er hrædd um að það yrðu nú frekar viðvaraniren hvatningar. Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hvað starf kaupmanns- ins er erfitt og ég myndi sjálf tæpast leggja í að hefja verslunarrekstur í dag. Mér finnst frelsi kaupmanns- ins hafa verið svo þröngur stakkur sniðinn og svigrúm lítið miðað við það sem áður var. í mínum huga fer því mjög fjarri að hægt sé að kalla ríkjandi ástand frjálsa verslun og þá miða ég bara við það sem ég þekki frá fyrri tíð“ segir Fríða Sæ- mundsdóttir. Friöa Sæmundsdóttir. Viðskipti & verzlun - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.