Dagur - 30.07.1981, Side 4
Auglýsing
„Betra að vera ríkisstarfsmaðurc ‘
- segir Gunnar Árnason sem rekur
elstu sportvöruverslun landsins
Árið 1984 verða liðin fjörtíu ár
frá því ungur maður stofnaði
ásamt fjölskyldu sinni sport-
vöruverslun á Akureyri sem sið-
an hefur verið viðkomustaður
sportiðkenda á öllunt aldri í
bænum. Þetta er orðinn langur
tími og býsna stór hluti bæjar-
búa man ekki eftir sér öðruvísi
en að Sportvöruverslun Brynj-
ólfs Sveinssonar hafi verið við
Skipagötuna og Gunnar Árna-
son staðið fyrir innan búðar-
borðið. Hann kann því margt að
segja úr viðskipta- og félagslífi
hér í gegnum árin, en í stuttu
spjalli verður aðeins stiklað á
stóru. Hann er spurður um
kaupmennsku fyrr og nú.
Hallærisárin og póli-
tfsk misnotkun
„Ég stofnaði þessa verslun árið
1944 og mér finnst ég búinn að
ganga gegnum æði mörg tímabil í
verslunarsögunni síðan þá“ segir
hann. Fyrstu viðskipi okkar voru
öll við Bandaríkin og ég var mjög
heppinn með umboð. Ég var með
afburða góð skíði og seldi um allt
land. Stundum seldi maður fleiri
hundruð pör af skíðum á stuttum
tíma. Þá voru skíði ekki síður dýr
þá en nú og jafnvel dýrari ef miðað
er við hlutfall af launum.
Eftir stríð fóru Evrópuþjóðir að
komast í gang með sína framleiðslu
og viðskiptin færðust þangað. Svo
komu hallærisárin þegar ekkert
fékkst og út yfir tók þegar vinstri
stjórnin sat árin 1956-1958. Þá
fékkst ekkert nema með leyfum og
allt var undir því komið hvar þú
varst í pólitík. Samt er það nú svo
skrýtið að það er í raun erfiðara
að reka verslun í dag en þá, þótt
einkennilegt kunni að virðast.
Umsetningin var að vísu minni, en
kostnaðurinn var líka svo miklu
minni. Og þótt lítið fengist, þá
seldist allt strax. Það stóð ekkert við
í versluninni. Þetta leyfafargan var
bara svo óskaplega leiðinlegt og
auk þess mikið um pólitíska mis-
notkun.“
Var fínasti
félagsskapurinn
fyrir norðan
Gunnar, sem er fæddur á Ólafs-
firði, er kominn af kaupmönnum í
báðar ættir. Hann kom til Akur-
eyrar sextán ára og vann í Lands-
bankanum þar til hann stofnaði
verslunina, tvítugur að aldri. Hann
segir að flestar stórverslanir sem
hafi verið á Akureyri á þeim tíma
sé nú búið að leggja niður, en al-
gengt hafi verið að þær væru fjöl-
skyldufyrirtæki sem hefðu verið
rekin mann fram af manni. Einnig
væru fáir eftir sem hefðu byrjað
verslunarrekstur um svipað leyti og
hann. „Hvað mína verslun snertir,
þá held ég að hún sé elsta sport-
vöruverslun á landinu" segir hann.
„Bróðir minn, Brynjólfur Sveins-
son, stofnaði verslun með sport-
vörur á Ólafsfirði árið 1935 og
þegar við stofnuðum þessa verslun
gáfum við henni hans nafn.
— Hvað með félagsstarfsemi
kaupmanna?
Gunnar Árnason.
„Kaupmannafélagið hét þá
Verslunarmannafélag Akureyrar
og var einn fínasti félagsskapurinn
hér fyrir norðan. Árshátíðir félags-
ins voru merkisviðburður. Þetta var
andskoti fornemt. Ég varð að
kaupa mér kjólföt innan við tvítugt
til að vera gjaldgengur á betri
skemmtanir bæjarins. Ég á þau
reyndar ennþá“.
— Myndirðu ráðleggja fólki frá
að hefja verslunarrekstur í dag?
„Já, það er ég hræddur um. Þetta
hefði aidrei gengið svona lengi hjá
mér nema af því ég á þetta hús-
næði. Það er óskaplega gaman að
vinna við kaupmennsku, sérstak-
lega þykir mér skemmtilegt að selja
verulega vandaðar vörur. Hinsveg-
ar sé ég ekki betur en flestar stéttir
hafi það orðið betra í dag ef af-
koman er skoðuð, því þetta er svo
mikil vinna. Ríkisstarfsmenn hafa
það miklu betra sýnist mér. Nú, hér
á Akureyri er öll matvöruverslun
að færast yfir á tvær hendur, kaup-
félagsins og Hagkaups, sem mér
finnst varhugaverð þróun. Hag-
kaup er nú að mínu mati aðskota-
fyrirbrigði sem við höfum ekkert
við að gera. Það má KEA þó eiga
að arðurinn af því helst í héraðinu,
en Hagkaupsgróðinn fer suður,“
segir Gunnar Árnason og að þeim
orðum slepptum hleypur hann
fram í búðina þar sem viðskipta-
vinirnir voru farnir að bíða.
Kaupmenn á Akureyri og KEA byggja saman
VERSLUNARMIÐSTÖD
RÍS í GLERÁRHVERFI
Það verður að teljast til tíð-
inda hér í bæ þegar kaupmenn
taka höndum saman við
kaupfélagið og byggja sameig-
inlega verslunarmiðstöð eins
og nú er að gerast í Glerár-
hverfi. Verktakafyrirtækið
Smári er með þetta hús í
byggingu og hefur ráðið hönn-
un þess í samvinnu við arki-
tektinn Reynir Adamsson.
Framkvæmdastjóri Smára h.f.
Tryggvi Pálsson er beðinn að
greina frá aðdraganda þessar-
ar samvinnu og fyrirhugaðri
verslunarmiðstöð.
„Þegar lóðinni við Sunnuhlíð
12 í Glerárhverfi var úthlutað á
sínum tíma, sóttu tveir aðilar um
að fá að reisa þar verslanir" segir
Tryggvi. „Annarsvegar nokkrir
kaupmenn sem ætluðu að byggja
saman verslunarmiðstöð og hins-
vegar Kaupfélag Eyfirðinga. Það
varð að samkomulagi milli þess-
ara aðila og bæjaryfirvalda að
úthluta báðum aðilum lóðinni
þar sem hún er stór og býður upp
á mikla möguleika. í framhaldi af
lóðaveitingunni sömdu þessir að-
ilar við Smára h.f. um að byggja
verslunarhús á lóðinni þar sem
hverjum um sig yrði tryggð sú
aðstaða sem þeir voru að leita
eftir og töldu sig þurfa. Smári h.f.
réð stærð hússins og gerð í meg-
inatriðum í samvinnu við arkitekt
hússins, Reynir Adamsson. Eftir
að þörfum umsækjenda hafði
verið fullnægt, var I okkar hendi
að ráðstafa því húsrými sem eftir
var.
Hönnun þessa húss er ný-
breytni, að minnsta kosti hér á
Akureyri. Húsið er byggt kring-
um yfirbyggt torg, en þaðan er
innangengt í allar verslanir húss-
ins sem eru á tveimur hæðum.
Hugmyndin er sú í dag að fyrstu
verslanirnar opni fyrir áramót.
Á fyrstu hæð verður bankaúti-
bú Búnaðarbankans, Kjörbúð
KEA og sjö sérverslanir, en á
annarri hæð veitingastofa, sjö
sérverslanir, skrifstofa Kaup-
mannafélags Akureyrar, endur-
skoðunarskrifstofa, félagsaðstaða
fyrir KFUM og K. í þrjár síðast-
töldu einingarnar er ekki gengið
inn í frá torginu heldur gegnum
sér inngang. í kjallara hússins
verður svo starfsmannafélag
KEA með félagsaðstöðu sem
kaupfélagið gaf þeim á fimmtíu
ára afmælinu síðastliðinn vetur."
Reiknað er með að fullbúin
muni verslunarmiðstöðin kosta
ívo milljarða gamalla króna, að
sögn Tryggva. Kaupfélag Eyfirð-
inga á 25% en 22% af eigninni er
óráðstafað. Kvaðst hann vona að
það húsnæði yrði keypt af aðilum
sem væru með þjónustugreinar
sem vantaði í hverfið, þannig að
fólk gæti fengið þarna allt á sama
stað. Mikil eftirvænting ríkti í
Glerárhverfi varðandi þessa
framkvæmd og mikið væri um að
fólk spyrði hvenær verslunar-
miðstöðin kæmist í gagnið.
En hvernig er samvinna kaup-
manna og kaupfélagsins?
„Það eru allir aðilar sáttir við
þessa lausn. Þetta samstarf gerir
það að verkum að þarna rís miklu
myndarlegra hús en hefði orðið ef
aðeins annar aðilinn hefði byggt á
lóðinni. Kannski sýnir þessi
framkvæmd líka að rígurinn
milli kaupmanna og KEA er ekki
eins mikill og fólk gjarnan ætlar
og að þessir aðilar hafa sömu
hagsmuni. Það er að mínu mati
miklu hagkvæmara fyrir sérversl-
anirnar að byggja saman með
þessum hætti. Verslanir sem ekki
þrífast einar sér í hverfunum geta
gengið vel í miðstöð af þessu tagi
og ég er ekki í vafa um að þetta er
sú tilhögun sem mest verður um í
framtíðinni" sagði Tryggvi Páls-
son.
Fulltrúar Féiags verzlunar og skrifstofufólks á Akureyri á Xlll.þingi L.f.V
Áfangar
í sögu FVSA
1930 Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri stofnað 2.
nóvember.
1933 Samstarf hefst við Norræna félagið.
1953 FVSA gengur f Alþýðusamband íslands.
1958-9 Félagið gengur i Landssamband islenskra verslunarmanna.
1960 LÍV synjað um inngöngu í ASÍ.
1961 Fyrsta verkfall félagsmanna, 1. júni.
1962 LÍV dæmt inn í ASf með félagsdómi.
1971 Félagið kaupir húsnæði að Brekkugötu 4.
1972 Ákveðið á fundi 20. mars að taka upp prósentugreiðslu af
launum i félagsgjöld. Tekið upp árið 1973 ásamt innheimtuskyldu
atvinnurekenda. Þar með var fjárhagur félagsins tryggður.
1973 Fyrsta orlofshús félagsins tekið f notkun.
1974 Opnuð skrifstofa félagsins og ráðinn starfsmaður Ása Helga-
dóttir f hálft starf. Breytt f fullt starf 1979.
4 - Vlðsklpti ft verzlun