Dagur - 06.08.1981, Page 4

Dagur - 06.08.1981, Page 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180 Sími auglýsingaog afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Átaks er þörf Nú þegar mest ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er nýlega liðin og margir hafa ekið langar vegalengdir um sveitir landsins, er ýmsum eflaust ofarlega í huga vegakerfi okkar fslendinga. Einnig eru þeir eflaust margir sem á þessu sumri hafa ferðast er- lendis og bera þá gjarnan er heim kemur saman þá vegi sem þeir óku á í öðrum löndum við þá vegi sem við búum við hér heima. Sá samanburður er tæplega okkar vegum í vil. Vissulega er það rétt að við Is- lendingar höfum á undanförnum tveim áratugum dregist verulega aftur úr nágrannalöndum okkar í vegagerð. Sumir segja meira að segja að við íslendingar búum við jafn slæmt vegakerfi ef ekki verra en þekkist víða í frumbýlustu löndum veraldar. En betur má ef duga skal. Með þeirri vegaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í vor, og er til þriggja ára, er stigið fyrsta skrefið í átt til verulegra úrbóta á vegakerfi fslendinga. f þessari vegaáætlun er stórhugur sem sýnir að ráðamenn þessarar þjóð- ar eru nú ioks farnir að sjá að það myndi hafa í för með sér stórfellt tjón fyrir landsmenn ef ekki yrði gert stór átak í vegamálum á ís- landi. Þetta átak er þó fyrst og fremst með því að auka verulega framkvæmdir við lagningu bund- ins slitlags allstaðar á landinu. Að vísu hafði mikill hluti landsmanna fengið verulegan skerf af bundnu slitlagi þar sem búið er fyrir nokkru að leggja bundið slitlag víða á suð-vesturhorni landsins, þar sem yfir helmingur lands- manna býr. Á þessu svæði hefur verið unnið vel að þessum málum, en nú þurfa fleiri svæði á þessu að halda. Því þarf að leggja kapp á að sett verði bundið slitlag á vegi sem víðast um landið svo sem flestir geti fengið að njóta þeirrá hlunninda sem það vissulega er að hafa góða vegi. Það má ekki gleymast að það er ekki einvörð- ungu hlunnindi að geta ekið á sem þægilegastan máta og látið sér líða vel við aksturinn. Heldur er það ef til vill meira atriði að með þessu erum við að spara stór- felldar upphæðir sem liggja í minna sliti á bifreiðunum sem ek- ið er um vegina. En þó svo að þessi vegaáætlun boði betri tíð eru þó þeir til sem af undarlegum hvötum leggjast á óbeinan hátt gegn þessum fram- kvæmdum strax í upphafi. Það eru þeir menn sem sífellt erum með tal um að draga þurfi verulega úr út- gjöldum ríkisins hvað sem það kostar, jafnvel þó það kosti að draga verður úr framkvæmdum sem þessum. Fái þessir menn tækifæri til að ráða ferðinni er hætt við að minna verði úr því stóra átaki en vonast hafði verið til í upphafi. S.F. ( \ I I I I ■ I I I I I I I I g i i i i i i i i I ■ i i i Aðalstræti 6 fremst. Þá Uemur Lækjargata 2a „Frökenarhús“. Hornhúsið er Lækjargata 2. Svipast um í Innbænum Gamli innbærinn á Akurcyri hefur lungum verið eitt helsta stolt bæj- arins. Á þeim slóðum má finna einhver fallegustu hús bæjarins og þarna hafa ýmsir andans- og framkvæmdanna menn búið i gegnum árin. Yfirbragð innbæjar- ins hefur tekið nokkrum stakka- skiptum á umliðnum árum, en ein mesta breytingin var að sjálf- sögðu lagning „Drottningar- brautar“ og lónið sem myndað var á sama tíma. Sé hverfið skoðað sem ein heild er því ekki að neita að yfirbragð þess mætti vera mun betra. Of margir eigendur gamalla húsa hafa látið undir höfuð leggjast — af ýmsum ástæðum — að sinna nauðsynlegu viðhaldi og því eru húsin i hrörlegra lagi. En eflaust standa þessi mál til bóta og í því sambandi binda menn miklar vonir við væntanlegt deili- skipulag af innbænum. Það átti hins vegar ekki að kasta til hönd- unum við gerð skipulagsins og þvi voru þeir Hjörleifur Stefánsson og Peter Ottoson, arkitektar, fengnir til þess að gera nákvæma úttekt á innbænum svo hægt yrði að byggja frekari ákvarðanatöku á traustum grunni. Þar stóðu hestar við stall Það er oft sagt um gömul hús að þau hafi sál. Sé þessi fullyrðing rétt hljóta gömlu húsin í fjörunni að hafa sál því flest ef ekki öll hafa notið eiganda — fyrr og nú — sem markað hafa spor í sögu bæjarfélagsins og þótt víðar væri leitað. í görðum sumra þessara húsa hafa verið haldnar veglegar danskar garðveislur og í öðrum hafa hestar staðið við stall. „Á sínum tíma var tekin ákvörðun um að gert yrði deili- skipulag af fjörunni og innbæn- um þar sem gerðar yrðu tillögur um það að hve miklu leyti ætti að varðveita byggðina, að hve miklu leyti ætti að leyfa breytingar á húsum, hvar ætti að leyfa nýbyggingar og hvernig þær ættu þá að vera. Fyrsti þátturinn í þessari vinnu er gagnasöfnun. Hún tekur til alls þess sem máli skiptir s.s. eignarhalds á lóðum, lagnir í götum, gróðurs, ástands húsa og ýmislegs fleira. Fram að þessu hefur vinnan einkum verið fólgin í gagnasöfnum í sambandi við húsin — þ.e. fyrstu gerð þeirra, hverjir eigendurnir hafa verið og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina." Það er Hjörleifur Stefánsson sem hefur orðið. Við sitjum á skrifstofu hans í Aðal- stræti 16, en það hús var byggt árið 1901. Það fer vel á að tala um gömul hús í gömlu húsi. Það forvitnilegasta á prent Hjörleifur sagði að þeir félagar, ásamt tveimur nemum í arkitekt- úr, þeim Júlíönnu Gottskálks- dóttur og Jónu Sigþórsdóttur, væru búnir að safna upplýsingum um öll hús L Aðalstræti og langt komnir með hús í Hafnarstræti. Eftir eru hús við Lækjargötu og Spítalaveg. „Ætlunin er að þess- ari vinnu ljúki í haust og ég reikna með að þá verði forvitnilegustu upplýsingamar um húsin settar á Sömu hús fyrir aldamót. Frá vinstri má sjá Henrik Schiöth og Odd Thorarensen lyfsala. Konan á hestinum lengst til hægri er Anna Schiöth. prent og gefnar út í bókarformi. Slík bók ætti að geta orðið fróðleg fyrir þá sem búa við umræddar götur, s.s. til ábendingar um þau verðmæti sem í húsunum liggja. Auk þess sem saga húsanna verður rakin verða í bókinni gamlar og nýjar ljósmyndir af húsunum.", sagði Hjörleifur. Og Hjörleifur sýndi tíðinda- manni Dags handrit af sögu nokkurra húsa í innbænum. Þar má sjá ýmis kunnugleg nöfn og Hjörleifur sagði að saga sumra húsanna væri athyglisverð svo ekki væri fastar að orði kveðið. Merkt hús: Gamli barnaskólinn Gamli barnaskólinn, sem er næsta hús sunnan við Samkomu- húsið, er ein þeirra bygginga sem vert er að muna eftir. Því miður hefur húsið drabbast niður síð- asta hálfa árið eða svo, en Hjör- leifur sagði að raunverulegt á- stand hússins væri ekki eins slæmt og útlitið gæfi til kynna. Barnaskólinn á Akureyri er stofnaður árið 1870 og fyrstu árin var skólinn í gömlu lyfjabúðinni, sem nú er horfin, en hún stóð rétt vestan við núverandi Tuliníusar- hús. Um tíma varskólinn haldinn i húsi Jóhanns Halldórssonar kennara. Hann bjó í húsi sem nú er Aðalstræti 2. Árið 1872 keypti Akureyrarbær hús Indriða Þor- steinssonar gullsmiðs (Aðalstræti 66). Auk þess að vera notað sem skólahús, bjuggu þar þurftamenn bæjarins. Þegar Akureyrarbær keypti gamla verslunarhús Haf- steinsverslunarinnar 1877 (það hús stóðu þar sem nú er Hafnar- stræti 5) var því breytt nokkuð og þar var skólinn þar til nýi barna- skólinn við Hafnarstræti hr. 55 var byggður um aldamót. Bygging hússins gekk i ekki hljóðalaust fyrir sig. Deilur voru milli innbæinga og Oddeyringa um það hvar skólinn skyldi vera. Páll Briem amtmaður, seni átti sæti í byggingarnefnd lagði þá til að vegalengd milli syðsta hússins í innbænum og nyrsta hússins á Oddeyri skyldi mæld og skólan- um valinn staður mitt á milli. Að sjálfsögðu féllust menn á þennan Salomonsdóm. Guðmundur Hannesson, síðar prófessor, lagði á ráðin um „heilsufræði hússins". M.a. var ákveðið að 100 kúbikfet lofts skyldu vera fyrir hvert barn í skólanum og fullkomið loft- hreinsikerfi var í honum. Undir gólfinu voru loftstokkar og kola- ofn var í hverri stofu. Þegar stofan var hituð upp kom hreint loft eftir stokkunum, og annað sogaðist út í gegnum ofninn. Gluggar voru stórir og tvöfaldir þar að auki. Húsið var talið eitt vandaðasta skólahús landsins þegar það var tekið í notkun. Barnaskólinn flutti í núverandi húsnæði Barnaskóla Akureyrar árið 1929. Fjallagrasalímonaði Nokkru áður en skólinn flútti var í kjallaranum gosdryjckja- verksmiðja sem framleiddi m.a. Fjallagrasalímonaði og -.■> ger- púlver. Tíminn leið og í húsinu var m.a. bókasafn bæjarins og þar Aðalstræti 4, gamla apótckið. Sama hús fyrir aldamót. Fjölskyldan situr úti í garði. starfaði Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Það er af nógu að taka þegar ; :rætt er um gömul hús.Við gætum sjálfsagt fyllt opnu blaðsins með i sögu Hafnarstrætis 55 og haft langt mál um saumastofu sem Akureyrarbær rak í húsinu, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Við skulum frekar líta á húsa- þyrpingu, sem stendur á horni Lækjargötu og Aðalstrætis. Hvað hefur Hjörleifur um hana að segja? „í þessari þyrpingu er sennilega annað elsta húsið á Akureyri, sem er Lækjargata 2a. Lengi vel var húsið kallað „Frökenarhús" eftir Margréti Thorarenssen, dóttur Stefáns amtsmanns á Möðruvöllum, en eftir lát Stefáns flutti ekkjan með dóttur sína í húsið. Margrét giftist aldrei og því bar húsið þetta nafn. Sennilega komu þær mæðgur í húsið árið 1823. Aðalstræti 6 er að öllum líkindum byggt fyrir 1857 og lengi bjó þar Grímur Laxdal bókbandsmeistari. Undir reyk- háfnum í Aðalstræti 6 má finna peningaskáp Henriks Schiöth, kaupmanns, sem bjó í húsinu. Síðar var byggt við bæði þessi hús. Lækjargata 2a var lengd til suðurs með einnar hæðar bygg- ingu og síðar var byggð önnur hæð ofan á það hús og mæninum snúið í austur-vestur. Aðalstræti 6 var einnig lengt til suðurs svo þessi hús mynda nú eina sam- fellda lengju. Lækjargata 2b var hins vegar upphaflega heyhlaða. Lækjargata 4 var einnig útihús til að byrja með. Síðar þjónaði húsið sem verslun og hæð var byggð ofan á það og hún notuð sem geymsla. Þessi húsþyrping, ásamt Aðalstræti 4, er að mínu mati ákaflega merkileg. Gamla apótekið, eða Aðalstræti 4. var byggt 1895. Húsið þótti lengi fallegasta húsið á Akureyri, enda var það skrautlegt og stærra en önnur hús. Apótekið var þar til 1930 og um 1950 var það forskal- að að utan og svipt öllu skrautinu." Búið að friða 9 hús Hjörleifur og samstarfsfólk hans hafa með höndum húsin í innbænum frá og með Sam- komuhúsinu. Á þessu svæði eru 9 friðuð hús, þ.e. talið frá suðri Nonnahús, Aðalstræti 52, 50. 46 (Friðbjarnarhús), Gamli spítal- inn (Gudmandsminde), Laxdals- hús, Tuliníusarhús, Höphner og Samkomuhúsið. Líklegt má telja að fleiri hús verði friðuð þegar deiliskipulagið verður endanlega ákveðið. En við skulum víkja ögn að umhverfinu í innbænum. og gef- um Hjörleifi orðið. „Það skipu- lag, sem gert verður í framhaldi af vinnu okkar núna á að ná til byggðarinnar og landnotkunar yfirleitt í innbænum þ.m.t. fyllingarinnar austan við Aðal- stræti og umhverfi tjarnarinnar. Tekin verður ákvörðun um hvernig þetta land verði mótað hvernig það verður ræktað upp og hvernig það verður notað. Uppi eru hugmyndir um að Skautafélagið fái aðstöðu í inn- bænum og nefndar hafa verið framkvæmdir til að stuðla að auknu fuglalífi á tjörninni. Einnig hefur verið rætt um að hafa þar aðstöðu fyrir þá sem vilja leika sér á smábátum á tjörninni og garðyrkjustjóri hefur áhuga á að austurbakkinn verði græddur upp. Hús þurfa að þola breytingar Mun Hjörleifur leggjast gegn breytingum á gömlu húsunum? „Mörg húsanna eru byggð af vanefnum og þau eru minni en nútímaíbúðir þurfa að vera. Ég held að við verðum að líta á það sem sjálfsagðan hlut að húsum verði breytt. Hús þurfa að þola breytingar og þau þurfa að geta tekið á móti breyttum lifnaðar- háttum og það er því eðlilegt að þau séu endurbætt. Við höfum hins vegar áhuga á að slíkar breytingar verði gerðar með skilningi á sögulegu gildi og upphaflegri gerð.“ — Að lokum Hjörleifur. Það er Ijóst að sú vinna sem þið hafið innt af hendi er dýr fyrir bæjar- félagið. Er svona undirbúnings- vinna nauðsynleg áður en ákvörðun er tekin um framtíð umrædds bæjarhluta? „Að rnínu mati er þetta nauð- synleg forsenda fyrir því að tekn- ar verði skynsamlegar og réttar ákvarðanir um framtíð þessa bæjarhluta — að það sé hægt að taka ákvarðanir sem grundvall- aðar eru á vitneskju um sögu húsanna, gildi þeirra og ástand. Gamli bæjarhlutinn á Akureyri er einhver merkilegasti sinnar tegundar á landinu. Byggðin er heilsteypt og einstök að því leyti," sagði Hjörleifur að lokum. Að heilsa upp á hús Við gátum ekki fjallað ítarlega um einstök hús sem lesendur hefðu ugglaust haft hug á að kynnast nánar. í bókinni verður fjallað um sögu þeirra og þá er tilvalið fyrir fjölskyldur að aka inn í bæ, draga upp bókina og ganga milli húsa og kynnast þeim. Eftir slíka ferð er næsta víst að ferðalangurinn mun ætíð líta innbæinn öðrum augum — og rétt eins og góðir vinir munu húsin vinka glaðlega til kunningjanna. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I ■ I J I I I I I BVarhugavert að laun ráði því hverjir geti setið í bæjarstjórn □ Margt kemur í hugann, þegar ræða skal um störf bæjarstjómar, og verður hér fátt eitt nefnt, en má ég byrja á svo hversdagslegum, en samt mikilvægum þætti sem vinnuskilyrðum, fundartíma, launakjörum. Hafa allir svipaða möguleika til þess að stunda þessi störf, ef hugur stendur til. Fundir eru að meðtöldum nefndum á veg- um bæjarstjórnar flestir síðdegis, oft geta fundir staðið frameftir kvöldi. Launakjör eru á þann veg, að greinilega er ráð fyrir því gert, að þessi störf séu unnin í hjáverk- um. Það lætur að líkum, að aðstaða manna til þess arna er ærið misjöfn. því að ekki eiga allir jafn hægt með að fara úrsinni aðalvinnu hvenær sem þurfa þykir og mæta á fundi í venjulegum vinnutíma. Konureiga þarna ekki aúðveldan leik fremur en svo víða annarsstaðar í okkar þjóðfélagi. Þeim hentar það ekki vel miðað við þá verkaskiptingu. sem algengust er á heimilum að þurfa kannske að hanga á fundi fram eftir kvöldi og jafnvel lika obbann af deginum. Kynni þá ein- hver aðþrengdur heima fyrir að spyrja sem svo; hvar er maturinn, og á ekkert að sinna börnunum? □ Nú er rétt, að fram komi, að ekki ber að launa svo störf að stjórnmálum, að þau verði eftir- sóknarverð þess vegna. Hins vegar er varhugavert að haga málum á þann veg, að einungis þeir, sem eru vel launaðir fyrir og hafa svigrúm til þess að hafa fleira í takinu, geti yfirleitt stundað þessi störf. Þetta er þeim mun tilfinnanlegra sem störf- in til að mynda innan bæjarstjórnar Akureyrar eru umfangsmikil. og það er timafrekt að sinna þeim svo sem vert er, kynna sér mál af kost- gæfni og fá yfirsýn yfir alla þá þætti, sem lúta að stjórnun bæjar- ins. Þá verður æ ljósari sú nauðsyn. að bæjarfulltrúar einn eða fleiri eigi sæti í þeim nefndum, sem varða mikilvæga þætti í stjórnsýslu bæjarins, og koma þar til augljós tengsl við yfirstjórn bæjarmála. Mér hefur ævinlega virzt, að það sé ein meginskylda bæjarfulltrúa að eiga frunikvæði að málum, seni til heilla horfa fyrir íbúana og standa að sjálfstæðum málatilbúnaði. en líta ekki á sig sem bremsu eða hemil á ýmsum nýmælum og framfaramálum. sem vilji er fyrir að hrinda í framkvæmd meðal íbúanna; gefast síðan upp í fyllingu tímans, þegar nægilega fast og lengi er ýtt á. Bæjarstjórn má ekki ein- skorðast við það að verða af- greiðslustofnun. sem einfaldlega „ruslar'* því af. sem upp á borðið berst hverju sinni utan að frá. Vit- anlega þarf líka að sinna vel þeim málum, sem l.úta að afgreiðslu eða erindum úr ýmsum áttum. en á frumkvæðisskyldu bæjarfulltrúa held ég. að ekki verði lögð of þung áherzla. Þeir eiga að vera á undan. í fararbroddi. □ Oft er á það minnz.t og réttilega. að „kerfið" er þungt í vöfuni og seinlegt. F.kki er ævinlega ratljóst um leiðir þess þeim. sem ekki eru þar hagvanir. Það skiplir mikln hvernig búið er að þeim embættis- mönnurn. sem eiga að framkvæma það. sem kjörnir fulltrúar eru ein- lægt að samþykkja. að gert skuli að ógleymdu hæfilegu aðhaldi. Oft er vandséð hvernig finna niegi sem greiðasta leið gegnum niargnefnt kerfi. □ Hvað stoðar það. þótt kjörnir fulltrúar samþykki eiti og annað meira og minna gagnlegt. ef allt •itendur fast. og hlutirnir fást ekki framkvæmdir? Það eru kjörnir fulltrúar, en ekki embættismenn, sem eru dregnir til ábyrgðar og eiga að standa skil gerða sinna eða öllu fremur þess sem ekki var gert, þeg- ar upp er staðið við lok kjörtímabils og oft endranær. □ Eitt hið fyrsta sem blasir við þeim, sem koma til starfa að sveit- arstjórnarmálum, er sú staðreynd hve mjög þau einkennast af vissri fjármálalegri togstreitu við ríkis- valdið. Skilin á milli ríkis og sveit- arfélaga að því leyti er tekur til kostnaðar og verkaskiptingar eru á sumum sviðum full óljós. en á öðr- um sviðum eru þessi skipting sveit- arfélögum mjög óhagstæð miðað við tekjustofna þeirra og nauðsyn á framgangi mikilvægra úrlausnar- efna. Sveitarfélögum eru ætluð fleiri. verkefni og umfangsmeiri en þau hafa tekjustofna til að risa undir með sæmilegu móti. Ríkis- framlög til ýmissa framkvæmda koma seint og siðar meir. sem veldur því augljósa óhagræði. að sveitarfélög þurfa að fjármagna byrjunarframkvæmdir og oftlega á góðan rekspöl. Það jafngiidir því. að þau láni ríkinu stórar fjárupp- hæðir um lengri eða skenimri tíma hvenær sem ráðizt er í fjárfrekar framkvæmdir. vitanlega vaxtalaust á þessum hávaxtatímum. Þessar aðstæður með öðru valda því. að raunverulegl athafnarými sveitar- félaga skerðist til muna. Fast- bundnir rekstrarliðir vaxta í sífellu að öllu umfangi, og það er minna og minna sem sveitarfélögum er eftir skilið til ákvarðana urn ný- framkvæmdir og þjónustu við ibú- ana. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga bera þessum aðstæðum glöggt vitni. og það eru síminnkandi fjár- niunir. sem raunverulega er tekiz.i á um til ráðstöfunar við gerð fjár- hagsáætlana. Hér vegur þungt. að fjölmörg sveitarfélög eru alltof smáar stjórnunareiningar. og fjár- hagslegt bolmagn þeirra er ekki slíkt. að þau fái risið undir þeim kröfum. seni eðlilega eru til þeirra gerðar i nútima þjóðfélagi. Hug- myndir uni sameiningu sveitar- félaga hafa mætt andspyrnu. og þvi miður virðast þau mál vera i sjálf- heldu. þótt umræður þar um liafi staðið um árabil. □ Störf að sveitarstjórnarmálum eru rétt eins og önnur stjórnmála- störf fyrst og fremst daglegt erfiði. sem enginn sérstakur Ijómi stendur af. og svnist ekki alltaf draga langt áleiðis. □ Margur kynni að spvrja hvað menn vilji með því að takast þessi störf á hendur. Þar held ég. að niestu ráði möguleikinn á þvi að hafa áhrif á umhverfi sitt. erja sinn akur þannig. að sveitin eða bærinn. sem við búum i. verði betri og bvggilegri og franifarir eflist i öll- um skilningi. Þau viðhorf verður hver og einn að hafa að leiðarljósi. sem starfar að stjórnmálum. þótt ekki sé útmældur stærri skiki en sá. sem hevrir undir bæjarstjórn Akureyrar. Soffía Giiðmundsdóttir. 4 - DAGUR - 6. ágúst 1981 6. ágúst 1981 - DAGUR • 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.