Dagur - 13.08.1981, Blaðsíða 6
Samkoma f Akureyrarkirkju
sunnudaginn 16. ágústkl. 17.00.
Fjölbreytt dagskrá, mikill söng-
ur, hugleiðingar og fleira. Gest-
ir 50 manna unglingakór frá
Noregi. Æskulýðsstarf kirkj-
unnar.
Akureyringar-Norðlendingar.
Hólahátíð er á sunnudaginn og
hefst með guðsþjónustu í kirkj-
unni kl. 2. Biskup íslands Herra
Sigurbjörn Einarsson predikar.
Allir velkomnir heim að Hól-
um.
Vegna Hólahátíðar fellur áður
auglýst Guðsþjónusta niður á
Svalbarðskirkju n.k. sunnudag.
Sóknarprestur.
Munið minningarspjöld kven-
félagsins Hlífar. Spjöldin fást í
Bókabúðinni Huld, hjá Lauf-
eyju Sigurðardóttur Hlíðargötu
3 og í símaafgreiðslu sjúkra-
hússins. Allur ágóði rennur til
barnadeildar Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri.
Ferðafélag Akureyrar. 22. ágúst,
dags grasatínsluferð. 22.-23.
ágúst, Glerárdalur gönguferð.
29.-30. ágúst, Flateyjardalur
berjatínsla.
AUGLÝSIÐ í DEGI
Nýja bíó sýnir um þessar mundir
bandarísku kvikmyndina „Fame“,
mynd sem hefur hvarvetna þar sem
hún hefur verið sýnd hlotið mjög
góða aðsókn og vinsældir. Myndin
fjallar um líf skólanema við lista-
háskóla í New York, um baráttu
þeirra við að standast þær kröfur
sem skólinn gerir til þeirra og
framtíðarvonir. Fylgst er með
nemendunum öll námsárin þeirra
fjögur í skólanum og myndinni
lýkur með lokaprófinu, stórkost-
legri uppfærslu sem allir eru þátt-
takendur í. Sýningar eru kl. 21 og
miðavérð er 24 krónur.
Móðir okkar og tengdamóðir
ÞORGERÐUR LILJA JÓHANNSDÓTTIR,
Þingvallastræti 31,
sem lést 8. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju-
daginn 18. ágúst kl. 13,30.
Júlíus Arason Fossdal, Sigríður Árnadóttir,
Jóhannes Arason Fossdal, Regína Vigfúsdóttir,
Sigurður Arason Fossdal.
Útför systur minnar,
KRISTÍNAR KONRÁÐSDÓTTUR,
Glerárgötu 8,
verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 13.30.
Svava Hjaltalín.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
BERGÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Einilundi 8 D, Akureyri.
Georg Karlsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför
ALFREÐS ÁSMUNDSSONAR,
frá Hlíð.
Dagrún Jakobsdóttir,
Bryndís Alfreðsdóttir, Árni Sigurðsson,
Steingerður Alfreðsdóttir, Ingvar Kárason,
Guðrún Alfreðsdóttir, Arnór Friðbjörnsson,
Ásta Alfreðsdóttir, Benedlkt Leósson,
Kristín Alfreðsdóttir, Kristinn Bjarnason,
Kristján Sigurbjörnsson, Ólöf S. Valdemarsdóttir,
Valtýr Sigurbjörnarson, Pálína Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Borgarbíó er nú að Ijúka sýningum
á myndinni Helför 2000 (Holo-
caust). Næsta mynd kl. 9 verður
Rafmagnskúrekinn með Robert
Redford í aðalhlutverki. Kl. II.I5
sýnir bíóið myndina Truck Turner
með Isaac Hayes. Spennandi saka-
málamvnd.
I minningu
Ragnheiðar Kristínar Kristjánsdóttur
Fædd 8.12.1899 - Dáin 31. 7.1981
Amma okkar bræðranna, Ragn-
heiður Kristín Kristjánsdóttir, lést
eftir langa og þunga legu á Sjúkra-
húsinu á Akureyri 31. júlí s.l. og var
jarðsett frá Akureyrarkirkju í síð-
ustu viku. „Ég fylgi öldinni,“ var
hún vön að segja. Hún fæddist 8.
desember 1899 í Eyrarhúsum í
Tálknafirði.
Að henni stóðu góðir ættstofnar.
Faðir hennar var Kristján
Kristjánsson frá Mýri í Bárðardal
og síðar kennari, útvegsbóndi og
félagsmálafrömuður í Tálknafirði.
Hann var sonur Kristjáns Ingjalds-
sonar umboðsmanns að Mýri í
Bárðardal Jónssonar ríka; og
Helgu Stefánsdóttur, föðursystur
Stephans G. Stephanssonar skálds.
Móðir ömmu okkar var Þórunn
dóttir Jóhannesar dannebrogs-
manns Þorgrímssonar, sem var al-
kunnur dugnaðar- og útgerðar-
bóndi á Sveinseyri, og síðustu konu
hans Ragnheiðar Kristínar Gísla-
dóttur frá Neðrabæ Árnasonar
hreppstjóra. Foreldrar Þórunnar
langömmu voru náskyld, af öðrum
og þriðja að frændsemi. Móðir Jó-
hannesar var Sigríður Gísl'adóttir,
prests í Selárdal, Einarssonar og
Ragnheiðar Bogadóttur stórbónda
Benediktssonar á Staðarfelli. En
móðir Ragnheiðar Kristínar var
Þórunn Einarsdóttir, Gíslasonar
prests í Selárdal.
Því eru þessir ættarlaukar tíund-
aðir hér, að Kristín amma okkar
var stundum að fræða okkur
bræður um þetta fólk, og var það
oftar en ekki að talið barst að þeim
Stephani G. og Selárdalsprestum.
Þetta voru hennar menn, og hún
minntist stundum á það bæði í
gamni og alvöru, að af prestum
værum við komnir og klerkur þyrfti
að minnsta kosti einn okkar að
verða. Böndin bárust þá að mér,
sem þetta ritar, því ég þótti
hávaðasamur í æsku og sýnt að það
myndi heyrast til mín í hátimbruð-
ustu kirkju. En ekki varð gömlu
konunni að þeirri ósk sinni fremur
en svo mörgum öðrum.
Einar Bogason frá Hringsdal rit-
aði minningu hjónanna í Eyrar-
húsum, Þórunnar Jóhannesdóttur
og Kristjáns Kristjánssonar, í Tím-
ann 22. júní 1954. Það er ákaflega
skilmerkileg heimild og af henni
má ráða, að Kristín amma tók í arf
og tileinkaði sér mörg helstu skap-
gerðareinkenni foreldra sinna og
skyldmenna. Um Kristján föður
hennar segir Einar, að trygglyndi
hafi verið sterkur þáttur í eðli hans,
og allra manna hafi hann verið
frændræknastur. Um Þórunni seg-
ir, að hún hafi verið göfuglynd
kona, sem gædd var miklu trúar-
öryggi á sigur þess sanna og góða.
Þessa mannkosti hafði amma svo
ríkulega í vegarnesti úr föðurgarði
að ekki verða eftirmæli um hana
betur né sannar orðuð.
Þórunni móður hennar er þess
utan lýst á þann veg, að svo er sem
hún sé stokkin út úr rómantískri
skáldsögu, hin dæmigerða stór-
bóndadóttir og rausnarkonan:
Skapheit, tilfinninganæm, hrein í
lund, svipmikil og skörungleg. Hún
var ákaflega söngelsk og mér er það
í barnsminni að amma sagði sögur
af því er hún og móðir hennar
stjórnuðu um eitt skeið söng í
Laugardalskirkju.
Við urðum þess oft áskynja við
bræður, er við uxum úr grasi, að í
geðfari og upplagi ömmu okkar bar
á öllum þessum þáttum. Hún hafði
stórt skap og hæfileikamikill kven-
kostur hefur hún áreiðanlega verið
talin í æsku. Draumar hennar hafa
einnig verið stórir eins og sæmdi
því rausnar- og myndarfólki sem
hún var komin af.
Mér eru minnisstæð viðbrögð
hennar við bókum Tryggva Emils-
sonar verkamanns og rithöfundar.
Hún átti bágt með að leggja trúnað
á vesældarbaslið og fátæktina í
Skagafirði og Eyjafirði á upp-
vaxtar- og manndómsárum
Tryggva. Á Sveinseyri og í Eyrar-
húsum var á sama tíma alltaf nóg
að bíta og brenna, mannmargt og
gestkvæmt, og höfðingsbragur á
öllu.
Þannig hefur hún amma okkar
sjálfsagt ætlað að haga lífi sínu eins
og skap hennar og bakgrunnur
stóðu til. En margt fer öðruvísi en
ætlað er.
Hún giftist árið 1923 Matthíasi
Einari Guðmundssyni frá Þingdal í
Flóa, sem var af rangeyskum ætt-
um. Hann hafði þá skömmu áður
gerst kennari á Sveinseyri, og var
Samvinnuskólagenginn. Matthías
var mikill myndarmaður, og jafn-
ræði með þeim hjónum að glæsi-
brag. Hann var kennari á Sveins-
eyri og Patreksfirði þar til hann
gekk í Reykjavíkurlögregluna al-
þingishátíðarárið 1930. Sem lög-
reglumaður og varðstjóri starfaði
hann æ síðan til dauðadags, 5. sept.
1962. Fyrir vestan varð þeim hjón-
um þriggja barna auðið. Þau eru:
Sigríður verslunarmaður, Akureyri
(gift Haraldi M. Sigurðssyni
kennara), Gúðmundur deildar-
stjóri hjá flugumferðarstjórn,
Reykjavík (kvæntur Ástu Hannes-
dóttur snyrtifræðingi), og Þórunn
sjúkraliði, Seltjarnarnesi (gift Pétri
Valdimarssyni hafnarverði). Þau
hjón slitu samvistum haustið 1938,
og árið eftir fluttist Kristín amma
til Akureyrar.
Kristján faðir hennar hafði árið
1923 brugðið búi fyrir vestan og
flust norður að Vöglum í Fnjóska-
dal til Stefáns skógarvarðar bróður
síns; og tók við skógarvörslunni að
honum látnum 1928. Þegar hér var
komið sögu var Kristján fluttur
ásamt fjölskyldu sinni til Akureyr-
ar, og höfðu raunar flest börn
þeirra Þórunnar, en þau komust
níu til fullorðinsára, tekið sér ból-
festu í Eyjafirði. Það var því næsta
eðlilegt að Kristín amma leitaði
skjóls á Akureyri.
Þar tók við hörð lífsbarátta. Það
kom sér vel að hún bjó að sínu
uppeldi. Móðir hennar hafði m.a.
numið hannyrðir af móðursystur
sinni Ragnhildi Gísladóttur í
Hringsdal, en hún var annáluð
hannyrðakona. Kristín amma bar
að þessu leyti ættmennum sínum
fagurt vitni líkt og ömmusystur
okkar, sem eru kunnar af hannyrð-
um sínum. Allur saumaskapur
bókstaflega lék í höndum hennar.
Hún réðst til starfa á Saumastofu
Gefjunar og vann þar meðan hún
mátti.
Það var mikið þrekvirki á þess-
um árum að vera einstæð móðir og
koma þremur bömum til manns.
Meðlagið með börnunum var lágt
og tryggingabætur engar. Samt var
elsta dóttirin látin ganga í Gagn-
fræðaskóla og þaðan í Kvenna-
skólann að Laugum í Reykjadal,
sonurinn varð loftskeytamaður og
yngsta dóttirin fór erlendis á
kvennaskóla. Hennar aðferð fyrr
og síð til að sætta við hlutskipti sitt
var að leggja allan metnað í góðan
hag og velferð barna sinna og
barnabarna.
En ekki brosir hamingjan við
henni Kristínu ömmu þótt vel tak-
ist til að koma börnunum á legg.
Hún er ekki orðin fimmtug, þegar
máttleysi tekur að sækja á hendur
hennar og doði í fingur. Þrátt fyrir
uppskurði tekst ekki að bæta henni
mein sitt, og hún verður að hætta
vinnu á saumastofunni. Um þetta
leyti eru foreldrar okkar af því
harðfylgi sem þá tíðkaðist að koma
sér upp myndarlegu heimili að
Byggðavegi 91 á Akureyri. Þar
tökum við bræður fyrst að kynnast
Kristínu ömmu.
Heimilið var mannmargt á
nútiðarvísu, sex karlmenn þegar
flest var og tvær konur. Þetta nálg-
aðist að vera það sem í dag er nefnd
stórfjölskylda, því að föður okkar
fylgdi í búið vinnumaður af
Möðruvöllum í Hörgárdal, sem var
heimilisfastur hjá okkur í 18 ár.
Fyrir okkur bræður voru samvist-
irnar við þetta eldra heimilisfólk
ómetanlegar. Sérstaklega vaxa þær
í minningunni, þegar þroski og
umhugsun gerir okkur kleyft að
vega þær og meta. Kristín amma
var óþreytandi að þjónusta okkur,
aðstoða og hjálpa á allan hátt frá
morgni til kvölds. Enda þótt
hendurnar böguðu hana alla tíð var
hún sí saumandi og sneið og saum-
aði öll föt á okkur bræður fram á
fullorðins ár. Og það voru engin
slor föt. En stundum varð úr mikið
þref er saumaskapur stóð yfir.
Tískan var síbreytileg og við vild-
um snemma tolla í henni. Amma
var ekki alltaf sátt við tískudyntina
og var stundum að laumast til að
hafa fötin aðeins víðari en við og
tískan kröfðumst. En þó að fyfir
kæmi að það hvessti framan við
spegilinn í holinu varð endirinn
ávaít sá, að hún breytti og bætti þar
til strákar voru fullkomlega
ánægðir og eins og sniðnir út úr
tískublaði.
Ekki vorum það aðeins við sem
nutum góðs af því að ömmu féll
aldrei verk úr hendi. Dætur hennar
og tengdadóttir, barnabörn hennar,
vinir og kunningjar, eiga nú minn-
ingar um marga góða flík, sem
hennar stirðu hendur fengu til þess
að falla að líkamanum nákvæm-
lega eins og til stóð. Og um hugar-
farið sem þessum gjöfum fylgdi.
Kristín amma festi hvergi yndi til
langframa nema á heimili móður
okkar og föður, enda þótt fleiri dyr
stæðu henni opnar. Stærstan þátt í
því átti Haraldur tengdasonur
hennar. Hann reyndist henni
drengur góður og hafði lag á að
sætta heimilisfólk færi eitthvað úr-
skeiðis. Einhvern veginn hafði það
aldrei verið í draumum Kristínar
Svalbarðsströnd:
Heyskapur
gengið
sæmilega
Túnsbergi 11. ágúst
Heyskapur hefur gengið sæmi-
lega á Svalbarðsströnd að und-
anförnu, en rigningar hafa tafið
fyrir öðru hvoru. Spretta hefur
verið góð. Kartöfluspretta er
með seinna móti. Gera má ráð
fyrir fyrstu kartöflunum á
markað þegar líða fer að mán-
aðamótum.
Það verða eflaust menn eins og
Ingi á Dálksstöðum, sem senda
fyrstir kartöflur á markað. Hann
ræktar í frægum garði, sem hefur
verið notaður í ein 80 ár. í fyrra
hóf hann kartöfluupptekt um 20.
júlí. En hvort kartöfluuppskeran
verður góð byggist á haustinu og ef
við fáum haust eins og 1978 þegar
frysti ekki fyrr en í septemberlok
geri ég ráð fyrir að uppskeran verði
þokkaleg.
Unnið er að stækkun vélasalar á
Svalbarðseyri, sem í verða fram-
leiddar franskar kartöflur. Ætlunin
er að fjórfalda framleiðsluna. Nið-
urseting véla hefst í næsta mánuði,
en nú er húsið að verða fokhelt.
S. L.
6 - DAGUR - 13. ágúst 1981