Dagur - 13.08.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 13.08.1981, Blaðsíða 7
ömmu að gerast vistmaður á elli- heimili. Þegar hún varð öryrki gaf faðir okkar henni það loforð, að hvað sem á dyndi skyldi hún hafa hjá sér öruggt skjól. Hún treysti tengdasyni sínum og fyrir henni voru traust og trú æðstu boðorð. Hvorutvéggjn vildi hún svo gjarnan hafa á okkur bræðrum og mátti helst engu misjöfnu upp á okkur trúa. En auðvitað vorum við eins og gengur næsta ódæl og óþolandi ungmenni. Við ollum því gömlu konunni oft á tíðum sárum vonbrigðum og vorum síður en svo tillitssamir við tilfinningar hennar og skoðanir. Umhyggju hennar tókum við oft sem afskiptasemi og létum það óspart í ljós. Við rædd- um við hana um trú og pólitík af miskunnarleysi og grunnhyggni æskunnar. Þær orðræður enduðu oft á þann veg, að hún varaði okkur við Rússum og bað Guð að blessa okkur. Við hvern áfanga sem við eða aðrir niðjar hennar náðum, eða gleðistund sem okkur auðnaðist, samgladdist hún okkur innilega, enda hafði hún ómældan metnað fyrir okkar allra hönd. Flestir óska þess sennilega að þeir hefðu verið skárri við hana ömmu sína meðan enn var tími til. Nú er það of seint, en við stöndum í þakkarskuld við minningu hennar og hið stóra hjarta sem allt fyrirgaf. Sú skuld er okkur dýrmæt í dag. Dauðastríð Kristínar ömmu stóð í tæp þrjú ár, og að lokum var það hið sterka hjarta sem gaf sig. Alveg fram að því að heilablóðfall rændi hana fullri meðvitund var hún sí- starfandi fyrir niðja sína. Ein sæl- asta minning, sem sá er þetta ritar á um Kristínu ömmu, er þegar hún um miðjan síðasta áratug eftir að ég hafði sjálfur stofnað til fjölskyldu, kom í tvígang suður til Reykjavíkur að halda heimili fyrir okkur í mikl- um önnum. Hún var sáttari við lífið en oft áður, og það var yfir henni sannur virðuleikablær og heiðríkja. Eins og móðir hennar var hún gædd miklu trúaröryggi, var sann- færð um mátt bænarinnar og líf að loknu þessu. Trú hennar var ein- föld barnatrú, sem hataðist við hræsni og kirkjulega mærð, en bil- aði aldrei í sannfæringu þrátt fyrir margvíslega mæðu. Fyrir okkur vantrúuð var það reynsla að kynnast svo trúheitri manneskju. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Friðrik Haraldsson, Einar Karl Haraldsson (höfundur greinar), Haraldur Ingi Haraldsson og Jakob örn Haraldsson. Góður afli á Raufarhöfn Handfærabátar fyrir austan hafa aflað vel að undanförnu. Aðallega er það þorskur sem kemur inn fyrir borðstokkinn og ufsi er ekki óalgeng sjón. Hnd- anfarnar vikur hafa færabát- arnir orðið varir við síld. „Við höfum orðið var við síld síðan í júlí. Það hefur komist upp í það að fá 3 í einu á 6 króka slóða, “ sagði Björn Hólmsteinsson, Rauf- arhöfn. „Þessi síld sem við höfum verið að fá er yfirleitt mögur og er væntanlega sú sem veidd er fyrir austur- og suðausturlandi á haust- in.“ Björn sagði að það mætti segja að afii báta sem róa frá Raufarhöfn og Þórshöfn hefði verið góður í allt sumar og hið sama mætti raunar segja um aflabrögð á vertíðinni s.l. vetur. Erfitt hjá Þór Þórsarar fá það erfiða verkefni á sunnudag að leika gegn f.A. á Akranesi. Ekki er að efa að Þórs- arar muni berjast grimmilega í þessum leik því hvert stig er nú dýrmætt í hinni hörðu fallbaráttu. Til sölu Til sölu er Scout jeppi árgerð 1974. 6 cynlidra, 4 gíra beinskiptur. Uppl. í Véladeild KEA sími 21400 og 22997. Sölumaður fasteigna er til viðtals og upplýsinga frá kl. 16.30-19.00 alla virka daga. Til sölu eru allar stærðir og gerðir húseigna. Fleiri óskast á söluskrá. Ásmundur S. Jóhannsson hdl., Brekkugötu 1, Akureyri, sími 21721. Leyningshóladagur Hinn árlegi Leyningshóladagur verður haldinn sunnudaginn 16. ágúst n.k. kl. 14,00. Ýmislegt verður til skemmtunar. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi í Sólgarði um kvöldið frá kl. 21 til 01. UMF. VORBOÐINN. ÁFRAM KA! Sunnudag 16. ágúst kl. 19 leika toppiiðin KA og Víkingur Dagskrá hefst kl. 18,30 með því að flugvél flýgur yfir áhorfendasvæðið og dreifir sælgæti. AKURVÍK HF. kynnir kappaksturshjól sem heita ,,5a“ Einnig dreifir Akurvík ókeypis happdrættis- miðum og verður dregið í hálfleik um kappakst- urshjól og það afhent á staðnum. Kynnt verður SUZUKI bifreið, sem er vinningur í bílahappdrætti KA og seldir miðar. Nú mæta allir á völlinn og hvetja KA til sigurs. KA! Gjafir í Systra- selssöfnunina Áður birl kr. 61.850. N.N. kr. 1.000. Dúkaverksmiðjan h.f. kr. 500. Þórs- hamarhf. kr. I.000. Helga Stefánsdóttir kr. 200. Valtýr Aðalsteinsson kr. 500. Hrafnagilshreppur kr. I0.000. úr söfn- unarbauk kr. 300. Andri. F.llert. Borgar Þór kr. 170. Jóhanna Sigurðardóttir kr. I.000. Lionsklúbburinn Huginn kr. 20.000. gömul mynt kr. 85. vistkona Skjaldarvik kr. 300. Hjörtur Fjeldsted kr. I.000. Laufey Tryggvadóttir kr. 500. minningargjöf kr. 340. minningargjafir HH. GM. KJ kr. I.255. börn Hólm- fríðar Pálsdóltur kr. 3.000, S. og J. kr. 200. Magnús Júliusson kr. 500. Þóra og Páll Einarsson kr. 2.000. L. R. kr. 200. A. R. kr. 200. Álfheiður Vigfúsd. og Jó- hann Kristjánsson kr. 200. Rannveig Gísladóttir kr. 500. Jón Þórarinsson kr. I00. Þ. Á. kr. 1.000. Þóra. Hanna og Rósa. ágóði af hlutaveltu kr. 345.70. Fryggvi Kristjánsson kr. 500. Anton Kr. Jónsson kr. 100. Grýtubakkahreppur kr. I0.000. Stina kr. 200. — Samtals komið 119.045.70. „Systrasel9söffnunin(< Framlög ber- ast f rá sveitar- félögum Þótt almenn söfnun vegna Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Systraseli sé ekki enn hafin hefur þegar borist talsvert af framlögum. Leitað hefur verið til margra fyrirtækja og sveitarfélögum verið sent erindi þar að lútandi. Nýverið hafa fyrstu sveitarfélögin sinnt kallinu og hafa Hrafnagilshreppur og Grýtu- bakkahreppur þegar lagt af mörkum tíu þúsund krónur hvor, og hafa framlög alls nú náð tæpum 120 þúsund krónum, eða um 6% af settu marki. Undirbúningur er nú hafinn að al- mennri fjársöfnun, og er nú mikil þörf á að fá til starfa trúnaðarmenn innan fyrirtækja: Eru þeir sem leggja vilja máli þessu lið beðnir að hafa samband við skrifstofu Akureyrardeildar Rauða krossins að Skólastíg 5, í sima 24803. Framlögum er þar cinnig veitt móttaka. svo og á sjúkrahúsinu og í sjúkrasam- lögunum. ÁFRAM Ritarastarf Kvenmaður óskast til ritarastarfa hálfan daginn. Vinnutími að vild. ÁSMUNDUR S. JÓHANNSSON HDL., BREKKUGÖTU 1, AKUREYRI, SÍMI 21721. Óskum eftir starfsfólki í heils og hálfs dags vinnu, einnig fólki sem getur unnið tvo daga í viku. Umsóknum skal skila á af- greiðslu Dags fyrir 20. ágúst merkt 5919. Trésmíðafélag Akureyrar Auglýsir eftir starfsmanni til innheimtu- og skrifstofustarfa í fullt starf. Vélritunar- og bókhaldskunnátta nauðsynleg. Uppl. veittar á skrifstofu T.F.A. Ráðhústorgi 3 kl. 14-16 virka daga. Ekki í síma. Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu félagsins fyrir 25. ágúst. Vistheimilið Sólborg Vaktavinnufólk Nokkrar heilstarfs og hálfstarfs stöður vaktavinnufólks eru lausartil umsóknar. Stööurnar veitast frá enduðum ágúst og byrjun september n.k. Umsóknum sé komið á skrifstofu heirriilisins fyrir 20. ágúst n.k. þar sem veittar eru nánari upplýsingar. Forstöðumaður. Samkoma í Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. ágúst kl. 17,00 Fjölbreytt dagskrá. Mikill söngur, hugleiðingar og fleira. Gestir: 50 manna unglingakór frá Noregi. ÆSKULÝÐSSTARF KIRKJUNNAR. Stór-útsala hefst föstudaginn 14. ágúst kl. 10 f.h. 50 til 70% afsláttur Það er eins gott að missa ekki af þessu. Ath. opið laugardag kl. 10-12. tískuverslunin venus Strandgötu 11, gegnt B. S. O., sími 24396 13. ágúst 1981 - DAGUR - 7 I i • . . I i il.ll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.