Dagur - 25.08.1981, Blaðsíða 1
64. árgangur
■HHBHHHHHHHHHHBHHHHBHHi
Akureyri, þriðjudagur 25. ágúst 1981
mmmmmmmmm
64. tölublað
wmmmmmmmmm^mmm
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
KodaV
Ástand gamla barnaskólans vió Hafnarstræti cr mörgum þyrnir í augum.
Rúður hafa verið brotnar í húsinu og skemmdarverk unnin innan dyra.
Þessi mynd var tekin í húsinu, en þessi saumavél er nánast það eina sem
getur talist heillegt I þvi. Við sáum ekki ástæðu til að birta mynd af
„stilsnilld" þeirra sem hafa verið að brjóta allt og bramla í húsinu. Sjá
nánar á baksíðu. Mynd: á.þ.
Kaupin á ,Flakkaranumu:
Byggðasjóður
vill lána 5%
En Pétur Valdimarsson þarf 10% til
þess að af kaupunum geti orðið
Samningar á milli Slippstöðvar-
innar og Péturs Valdimarssonar
um kaup hans á „FIakkaranum“
svokallaða hafa nú verið undir-
ritaðir.
Samningurinn var undirritaður
með þeim fyrirvara að Byggða-
sjóður lánaði fé til skipakaupanna.
Munnlegt svar hefur borist frá
sjóðnum um að hann sé tilbúinn að
greiða 5% af kaupverðinu, þótt
sjóðsstjórninni hafi verið kunnugt
um að lána þyrfti 10% til þess að
kaupin gengu í gegn.
Pétur Valdimarsson tjáði DEGI í
gær að hann væri þó ekki búinn að
gefa upp alla von, og hann myndi
reyna áfram að fá þá lánafyrir-
greiðslu sem þarf til þess að af
kaupunum geti orðið.
Pétur sagði að hann áformaði að
gera breytingar á skipinu þannig að
það gæti farið á togveiðar. Þá sagði
Pétur að það væri heppilegast að
hægt væri að láta skipið fara á
loðnu og kolmunnaveiðar til að
byrja með, eti þetta væri allt í
athugun. Það er Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna sem úthlutar
loðnuveiðileyfum og ákveður það
magn sem hverju skipi er heimilt að
veiða. Mun það í athugun hvort
Pétur gæti fengið slíkt loðnuveiði-
leyfi fyrir „Flakkarann“.
Þjófnaðurinn hjá Bílaleigu Akureyrar:
ÞJÓFARNIR
ENN ÓFUNDNIR
Ýmsar ábendingar hafa borist
Rannsóknarlögreglan á Akur-
eyri vinnur enn að því að upplýsa
þjófnaðinn í Bílaleigu Akureyr-
ar í síðustu viku. Þar var stolið
peningum, ávísunum og ýmsum
verðmætum að upphæð 140 þús-
und krónur.
Ófeigur Baldursson, rannsókn-
arlögreglumaður sagði að lögregl-
unni hefði borist ýmsar ábendingur
sem nú væri unnið úr. Enn heftir
enginn verið handtekinn vegna
málsins. Ef einhver getur gefið
upplýsingar, sem gætu leitt til þess
að málið leystist, er hann beðinn
um að snúa sér til lögreglunnar. Sá
hinn sami verður verðlaunaður af
eigendum bílaleigunnar.
Miklar framkvæmdir á Akureyrarflugvelli:
Aðflug úr suðri skapar öryggi,
eykur flugtíðni og sparar tíma
„Það var lokið við að lcngja
flugbrautina 1979 en í sumar
hefur verið unnið við dælingu
úpp í öryggissvæði meðfram
brautarlengingunni. Brautin var
lengd um 500 metra, og í fyrra
var dælt upp í öryggissvæði
austan megin hennar og í sumar
er verið að dæla upp í öryggis-
svæðið að vestanverðu og í upp-
keyrslusvæði sern kemur við
enda brautarinnar þar sem vélar
geta beðið eftir flugtaksheim-
ild.“
Þetta sagði Rúnar Sigmundsson
flugvallarstjóri á Akureyrarflug-
velli í stuttu spjalli , við DAG.
Öryggissvæðin sem hann talar um
eru svæði sem koma sitt hvorum
rnegin brautarinnar og við endann,
þannig að ef flugvél hlekkist á og
fer út af brautinni þá fer hún inn á
þetta svæði en ekki beint í sjóinn.
Rúnar Sigmundsson.
Fyrir lengingu flugbrautarinnar
var hún um 1500 metrar, en verður
2000 metrar. Enn hefur öryggis-
svæði við gömlu brautina ekki ver-
ið fullgert en það er á áætlun að
gera það á næsta ári.
Aðflug úr suðrí
„í sumar er verið að byrja vinnu
við aðflug úr suðri (blindflugs-
kerfi)" sagði Rúnar. „Það er verið
að setja upp radiovita, miðunar-
stöðvarog fjarlægðarmælivita inn í
Eyjafirði, við bæina Þórustaði,
Jódisarstaði og að Gilsá. Þegar
þetta verður komið í gagnið er gert
ráð fyrir að flugvélar komi inn til
lendingar innan úr firði, taki stefn-
una á völlinn beint frá Melgerðis-
melum. Þetta verður geysileg
breyting frá því sem nú er, því í dag
þurfa vélarnar að fljúga út yfir
Hjalteyri, slðan inn fyrir flugvöll og
korna svo inn til lendingar úr suðri
ef vindátt er að norðan."
„Það er álitið að þetta muni auka
ntikið flugtíðnina á völlinn. það
verði færri dagarsem falla úr vegna
þess að ekki er hægt að lenda og
eins að þetta muni' spara flug-
rekstraraðilum talsverðan rekstrar-
kostnað því flugtími verður styttri.“
— Rúnar sagði að áætlan væri
að uppsetning þessara tækja yrði
lokið á næsta ári. Þá er einnig
áformað að ntalbika lenginguna frá
1979 og taka hana í notkun og
áfram verður unnið við öryggis-
svæðin meðfram flugbrautinni.
Sr. Pétur
Sigur-
geirsson
kjörinn
biskup
Séra Pétur Sigurgeirsson, sókn-
arprestur á Akureyri og vígslu-
biskup, hefur verið kjörinn
biskup fslands. Séra Pétur hlaut
72 atkvœði, en séra Ólafur
Skúlason hlaut 71 atkvæði. Séra
Arngríntur Jónsson fékk eitt
atkvæði, 3 seðlar voru ógildir.
Alls voru 148 á kjörskrá og
atkvæði greiddu 147.
Kjörstjórn við biskupskjör
kom saman til fundar í Arnar-
hvoli í morgun og lauk talningu
laust fyrir hádegi. Á kjörseðlin-
um voru nöln þriggja mannu:
séra Péturs Sigurgeirssonar,
séra Ólafs Skúlasonar og séra
Arngrims Jónssonar. Hinn sið-
astnefndi hafði óskuð þess að
kjósendur veldu ekki nafn hans
á seðlinum heldur kysu annaö
hvort séra Pétur cða séra ólaf,
sem hlutu Hest atkvæði við fyrri
umferð biskupskjörs.
Dagur ræddi stuttlega við
séra Pétur á heimili hans fyrir
hádegi i dag og spurði hann að
því hvað honum væri efst i huga,
en séra Pétur var þá nýbúinn að
fá fregnir af úrslitunum og sim-
inn linnti ekki látunum:
„Ég er vissulega ánægöur
með þessi úrslit, en þau snerta
mann nijög djúpt og hræra huga
manns til þakklætis til þeirra
sem veittu rnér stuðning, bæði
presta og leikmanna. Mér þykir
sérstaklega vænt urn að leik-
menn tóku þátt í þessu biskups-
kjöri. því þaðer þýðingarmikið
fyrir kirkjuna að þeir fái aukna
ábyrgð og taki meiri þátt i slörf-
unt kirkjunnar.
Þetta boðar að sjálfsögðu
miklar breytingar á högum okk-
ur hjóna. Það er enn óákveöiö
hvenær við flytjum suður, en
innsetningin fer-fram 27. sept-
ernber og ég- tek við embætti
I. október.
Mig langar að konia á fram-
fœri þakklæti til sóknarbarna
minna hér á Akureyri fyrir þann
hlýhug og velvilja, sem við hjón-
in höfum átt að mæta i þessari
kosningu", sagöi séra Pétur Sig-
urgeirsson, verðandi biskup ís-
lands, í samtalinu við Dag.
Þess má geta, að þegar faðir
séra Péturs var kjörinn biskup
árið 1938 var þaö- einnig með
eins atkvæðis mun. SigUrgeir
Sigurðsson hlaut þá einu at-
kvæði meira en séra Bjarni
.lónsson.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180