Dagur - 25.08.1981, Blaðsíða 4
DAcGUE
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamenn: Áskell Þórlsson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Aflahrotur -
magn og gæði
Svo sem kunnugt er af fréttum
hafa aflabrögð verið með ein-
dæmum góð í sumar. Hver skut-
togarinn af öðrum kemur með
fullfermi af góðum fiski eftir stutta
útiveru og töluverður fiskur virðist
vera á grunnslóð víðs vegarum-
hverfis landið, þannig að smærri
bátar gera það einnig gott. Þetta er
út af fyrir sig mikið fagnaðarefni
og bendir til þess, að friðunarað-
gerðir hafi borið árangur. Vafa-
laust á 200 mílna fiskveiðilögsaga
okkar ekki hvað minnstan þátt í
því hvernig til hefur tekist og má
jafnvel ætla, að áhrif útfærslunnar
í 200 mílur hafi verið vanmetin.
En það getur verið vandrataður
meðalvegurinn eins og oft endra-
nær. Það er vissulega ekki allt
fengið með því einu að moka afl-
anum á land, því hann getur orðið
verðlaus ef meðhöndlunin er
ekki rétt. Miklar aflahrotur, eins og
sú sem verið hefur undanfarið,
hafa því miður allt of oft í för með
sér slæleg vinnubrögð við fisk-
verkunina. Um það höfum við
mörg og Ijót dæmi frá liðnum ár-
um.
Meiri afli berst á land heldur en
hægt er að sinna með góðu móti
og verðmæti aflans getur orðið að
engu. Þá er sífellt hætta á því,
þegar verið er að vinna gamalt
hráefni, að það sem flutt er út
standist ekki gæðakröfur, og það
er einmitt mergurinn málsins. Við
eigum í hörkusamkeppni við aðrar
þjóðir á erlendum fiskmörkuðum
og höfum til skamms tíma getað
fengið hærra verð en aðrir, vegna
hins góða hráefnis og þess orð-
spors, sem af gæðum íslenska
fisksins hefur farið. Aflahrotur
geta því beinlínis verið hættuleg-
ar, vegna þeirra áhrifa sem þær
geta haft á útflutningsafurðirnar.
Til þess eru vítin að varast þau.
Við höfum því miður mörg dæmi
um lélegar fiskafurðir og kvartanir
erlendra kaupenda í kjölfar afla-
hrota. Það láir enginn sjómönn-
unum að veiða eins og mest þeir
geta. Ekki er heldur að efa, að þeir
vanda að jafnaði meðferð aflans
um borð, því það hefur veruleg
áhrif á afkomu þeirra að fá gott
mat á fiskinn við löndun. Það láir
heldur enginn fiskverkunarstöðv-
unum að vilja fá sem mestan fisk
að vinna úr. Það verður hins vegar
ávallt að hafa hugfast, að málið
snýst ekki fyrst og fremst um
magn, heldur gæði. Ef slegið er af
gæðakröfum geta afleiðingarnar
orðið mjög slæmar og varanlegar.
Árið 1946 kom dönsk stúlka,
Guðrún að nafni, upp til ís-
lands frá heimalandi sínu. Til-
gangur íslandsferðarinnar var
tviþættur: að sjá sig um og að
aðstoða tvo vini sína við að
koma á fót saumastofu á Ak-
ureyri. Það gekk illa að koma
saumastofunni á fót og vinirnir
fluttu aftur utan árið eftir.
Stúlkan varð hinsvegar eftir og
allar götur síðan hefur starfs-
vettvangur hennar verið á Ak-
ureyri og hún hefur svo sann-
arlega ekki setið aðgerðarlaus.
Þeir eru orðnir margír sem hafa
notið gestrisni hennar, bæði ís-
lenskir og erlendir ferðamenn og
skólafólk, sem hefur leigt her-
bergi hjá henni á vetrum. Far-
fuglaheimili hennar hefur reynst
gott afdrep þreyttum ferðalöng-
um, og Guðrún hefur aldrei legið
á liði sínu að gera þeim og öðrum
sem hjá henni hafa gist dvölina
sem þægilegasta.
Störf sín hefur hún hinsvegar
unnið í kyrrþey. Munu þeir
reyndar vera margir Akureyring-
arnir enn þann dag í dag sem ekki
þekkja hana af öðru en að vera
kona Karls Friðrikssonar sem nú
er látinn.
Árið eftir komuna hingað gift-
ist Guðrún Karli, og það var
snemma ljóst að þar fór athafna-
samt fólk. Þau hófu það sama ár
byggingu stórhýsis að Stórholti 1,
og enn þann dag í dag rekur
Guðrún þar gistiheimili sitt. Eitt-
hvað hafa árin tekið af mesta
starfskrafti dönsku stúlkunnar,
„ÞETTA TÓKST MEÐ
ÞRÆLDÓMIOG VINNU“
sínum tíma, hvert hefði þá orðið
lífsstarf þitt?, spyr ég Guðrúnu.
„Þá hefði ég farið til Græn-
lands. Mig hafði alltaf langað
þangað, og hefði haft hug á því að
kenna þar handavinnu" segir
Guðrún og sýnir þeim er þetta
skrifar skjal þar sem það er stað-
fest að hún hafi lokið prófi
handavinnukennara sama árið og
hún kom hingað til lands.
— Hefur aldrei hvarflað að
þér að flytja aftur heim til Dan-
merkur?
„Nei, það kemur ekki til
greina. Hér hef ég lifað og starfað,
greitt mín gjöld og sinnt mínum
skyldum og þess ætla ég að njóta
þegar árin færast yfir eins og aðrir
fslendingar.“
— Þegar við kveðjum Guð-
rúnu gengur hún með okkur um
garðinn sinn og sýnir okkur hann.
Hún talar mikið um trén sín og
ítrekar vanmátt sinn við að halda
honum við og húsinu reyndar
einnig. En hvað sem því líður þá
er hún í betra lagi fær um það að
taka á móti gestum, veita þreytt-
um ferðalöngum kærkomið skjól
og námsfólkið sem gistir hjá
henni á veturna þarf heldur ekki
að kvarta undan aðhlynningunni.
í Stórholti 1 býr kona sem hefur
veitt tugþúsundum manna hús-
næði í lengri eða skemmri tíma
fyrir vægt gjald. Hún hefur svo
sannarlega skilað sínu og vel það í
þessu bæjarfélagi.
Guðrún bað um það í lokin að
blaðið kæmi á framfæri þökkum
til Flugleiða og Eddu-hótelsins í
heimavist M.A. á Akureyri fyrir
mjög gott samstarf.
það kemur berlega í Ijós þegar við
ræðum við hana. Greinilegt er
t.d. að hún saknar þess að geta
ekki lengur unnið ýmis störf, eins
og að hlúa að þeim stórfallega
trjágarði sem þau hjón komu upp
við hús sitt.
„Byggðum
smátt og smátt“
„Við byrjuðum að byggja þetta
hús sama ár og við giftum okkur.
Þetta þótti vera mikil höll, enda
voru hér í kring ekkert nema lítil
og láreist hús og fólkið hafði lífs-
viðurværi sitt aðallega við vinnu
hjá Gefjun og í Krossanesi. Við
byggðum þetta hús upp smátt og
staðan var sú að Kaupfélagið
leigði hjá okkur, fyrst fyrir 900
krónur á mánuði og fylgdi leigan
gengisbreytingum sem urðu.“
„Þorparar
eiga ekki bíla“
„Kaupfélagið var með verslun í
húsinu í 11 ár, en þar kom að það
byggði sitt eigið húsnæði upp í
Höfðahlíð þar sem verslunin er
ennþá. Reyndar sagði ég við þá
að þeir ættu að byggja á horninu
þar sem nú mætast Glerárgata og
Höfðahlíð, þaryrði nægilegt pláss
fyrir bílastæði, en þeirsögðu bara
að það væri aukaatriði því
„Þorparar eiga ekki bíla“. En ég
hefði einhverja tölu á því hversu
margir hefðu gist hjá henni síðan
gistiheimilið opnaði 1963.
„Nei, það hef ég alls ekki. En
ég reikna með að í sumar gisti hér
um 2000 ferðamenn." — Gisti-
heimilið hefur hún rekið af mikl-
um myndarskap, fyrst í félagi við
mann sinn, en síðan hann lést,
upp á sitt einsdæmi.
Þar er ekki í kot vísað. Guðrún
er sjálf tilbúin allan sólarhringinn
að taka á móti gestum eða veita
þeim aðra þjónustu og upplýs-
ingar. Það er talandi dæmi um
atorku hennar að eini tími sólar-
hringsins sem hún gerir kröfu til
að hafa fyrir sig sjálfa er milli 13
— í farfuglaheimilinu að
Stórholti I eru nú um 20 gesta-
herbergi og alls getur Guðrún
hýst í þeim uni 50 manns. Á
sumrin er ávallt fullt af ferða-
mönnum, og ef einhverjir hafa
ekki komist í rúm, hefur Guðrún
leyft þeim að sofa á dýnu á gólf-
inu í íbúð sinni!
Skilning vantar
„Mér finnst að starfssemi far-
fuglaheimila njóti ekki skilnings á
íslandi. í Reykjavík er farfugla-
heimilið í slæmum húsakynnum,
og sjálf hef ég aldrei fengið
nokkurn styrk frá bænum. Ég bað
eitt sinn um lækkun á mjög mikl-
um rafmagnskostnaði, það fer jú
mikið rafmagn þegar 50 manns
elda sér mat, en ég fékk neitun.
Síðan hef ég ekki beðið um eitt né
neitt.“
— Það ergreinilegt að Guðrún
er bitur þegar hún rifjar þetta
upp. Hún bendir á mikilvægi þess
að fá ferðamenn til bæjarins, þeir
þurfi að kaupa sér mat og þjón-
ustu sem ætti að vera bæjarbúum
hagur. En Guðrún tekur gleði
sína að nýju þegar talið berst að
hinum stórkostlega trjágarði sem
þau hjónin komu upp við hús sitt.
„Mínar bestu
stundir“
„Þessi garður er alfarið okkar
verk, við plöntuðum þessu öllu
sjálf. Þeir eru margir sem hafa
fengið tré hjá okkur og ávallt
endurgjaldslaust. Ég hef átt mín-
ar bestu stundir í þessum garði,
að byggja hann upp og rækta i
honum ýmislegt grænmeti. En nú
Gistjheimllið aö Stórholti 1.
Guðrún Friðriksson á tröppum gistiheimilisins.
smátt, og það tókst ekki nema
með miklum þrældómi og mikilli
vinnu“ segir Guðrún.
En að standa í miklum bygg-
ingaframkvæmdum nægði þeim
ekki. Reyndar var fljótlega Ijóst
að jafn stór bygging og hér var
byggð var ekki byggð í þeim til-
gangi einum að vera heimili
einnar fjölskyldu. Það kom lika á
daginn.
Matvöruverslun
— Meðal þesssem þau fengust
við var rekstur niðursuðuverk-
smiðju, og Guðrún hóf rekstur
matvöruverslunar.
„Ég ætlaði fyrst að versla með
mjólk eingöngu, því allir þeir sem
bjuggu fyrir utan Glerá urðu að
fara inn í Brekkugötu eftir mjólk,
og allir sem fóru fótgangandi
urðu m.a. að fara yfir erfiða
göngubrú á ánni. En það var ekki
hægt að fá mjólkursöluna án þess
að selja líka brauð, og smátt og
smátt þróaðist það þannig að ég
var farin að selja alla matvöru,
kjöt og mjólk og allt þar á milli.
En það kom að því að ég gat ekki
staðið í þessu lengur, ég var ófrísk
og þá hætti ég.“
— Og þá tók Kaupfélagið við?
„Já. Ég fór og talaði við Jakob
Frímannsson. Ég var með allt
niðurskrifað sem ég ætlaði að
segja við hann, en málin þróuðust
þó þannig að ég sagði ekkert af
því. Jakob var einstaklega vina-
legur maður og einhver sá
skemmtilegasti sém ég hef talað
við. Við ræddum málin og niður-
vissi alveg hvað ég var að segja
eins og kom í ljós.“
2000 ferðamenn
í sumar
—• En það er rekstur gisti-
heimilisins sem Guðrún er
þekktust fyrir, og raunar er það
meginástæðan fyrir þessu spjalli.
Við spurðum Guðrúnu hvort hún
og 16 á daginn, þá sefur hún
svefni hinna réttlátu.
„Ég hef aldrei vísað neinum
frá. I farfuglaheimilum erlendis
eru það ákveðnir tímar á sólar-
hring sem fólk getur skráð sig inn,
en ekki hjá mér. Mér finnst það
ekki hægt að láta fólkið bíða á
götunni eftir því að komast í
húsaskjól.“
er það liðin tíð, ég er ekki lengur
nokkur manneskja til þess að sjá
um garðinn eða viðhald hússins.
Ég ætla þó að reka þetta eins lengi
og ég framast get.“
„Hefði farið til
Grænlands“
— Ef málin hefðu ekki þróast
þannig að þú færir til íslands á
Björgvin var bestur
Akureyringar áttu tvo bestu
menn í Minningarmótinu um
Ingimund Árnason sem fram
fór um helgina, en það mót var
jafnframt vígslumót 18 holu
golfvallar á Jaðarsvelli. Tæp-
lega 100 kylfingar mættu þar
til keppni, og eftir að Frímann
Gunnlaugsson formaður Golf-
klúbbs Akureyrar og Konráð
Bjarnason formaður Golfsam-
bands íslands höfðu flutt stutt
ávörp við upphaf mótsins sló
Hafliði Guðmundsson, einn af
elstu kylfingum landsins og
félagi í GA fyrsta höggið.
Akureyringar komu mjög við
sögu í baráttunni um efstu sætin.
Björgvin Þorsteinsson varð sigur-
vegari, Gunnar Þórðarson varð
annar, þá kom Sigurjón Gíslason
GK og síðan tveir Akureyringar,
þeir Magnús Birgirsson og Jón
Þór Gunnarsson. Árangur efstu
manna varð þessi:
Björgvin Þorsteinsson GA
................... 78 + 73-151
Gunnar Þórðarson GA 76 + 78 - 154
Sigurjón Gíslason GK 80 + 77 - 157
Vcrðlaunahafar að keppni lokinni. Takið eftir að Gunnar Þórðarson (3. frá hfegri) vildi heldur halda á leikfangi
sínu en verðlaununum þcgar myndin var tekin.
Magnús Birgirsson GA 81 + 77 - 158
Jón Þór Gunnarsson GA
..................... 82 + 76-156
Með forgjöf:
Þórður Svanbergsson GA ...... 143
Halldór Svanbergsson GA .... 146
Gunnar Þórðarson GA ......... 146
f keppninni síðari daginn lék(
Þórhallur Pálsson best allra, hann
kom þá inn á 72 höggum, einu
yfir pari vallarins sem er vallar-
met.
Margir keppenda áttu i
einhverjum erfiðleikum og sáu
stórar tölur. Þannig kom Smári
„Jöggvan" Garðarsson inn á 184
höggum síðari keppnisdaginn,
þreyttur og lúinn, enda greinilega
ekki hans dagur.
Við föllum ekki“
99
„Ég er mjög ánægður með
þessi úrslit. Þetta var leikurinn
sem við urðum að vinna og það
tókst.“ Þetta sagði Árni
Stefánsson fyrirliði Þórs eftir
hinn mikilvæga leik gegn KR
sl. fimmtudag. Og Árni hélt
áfrám, „við höfum nú náð KR að
stigum og-eigum eftir að ieika
gegn FH fyrir sunnan og Val
hér heima, en KR á eftir leiki
gegn Víkingum og Akurnes-
ingum. Við eigum því léttari
leiki eftir og ég er bjartsýnn á
að við höldum sæti okkar í
I.-deild.“
Leikmenn Þórs léku með
sorgarbönd í leiknum vegna frá-
falls Sigmundar Björnssonar
fyrrverandi formanns Þórs og var
hans minnst áður en leikurinn
hófst. Þegar dómarinn Guð-
mundur Sigurbjörnsson flautaði
til leiks, höfðu 750 áhorfendur
komið sér fyrir undir regnhlífum í
miklu vatnsveðri sem buldi á
HSÞ-B KOM Á ÓVART
Mývetningarnir í liði HSÞ-b
komu á óvart í úrslitum 3.
deildar á laugardaginn er þeir
sigruðu lið HV frá Akranesi
með einu marki gegn engu, og
hefði sá sigur hæglega getað
orðið stærri. Það var greinilegt
að Mývetningar ætluðu að
selja sig dýrt í þessum leik.
Strax frá fyrstu mínútu voru
þeir mun ákveðnari en mótherj-
arnir og sköpuðu sér strax í upp-
hafi hættuleg tækifæri sem þeim
tókst þó ekki að nýta. Fyrri hálf-
leikur endaði þó án þess að mark
væri skorað. En strax í síðari
hálfleik var greinilegt að hverju
stefndi. HSÞ sótti stíft að marki
HV sem varðist lengi vel kröftu-
lega. En á 10. mín. seinni hálf-
leiks fá Mývetningar innkast stutt
frá vítateigshorni og sent var vel
inn i teig, varnarmönnum HV
tókst að skalla frá út fyrir víta-
teiginn, þar kom hihs vegar Gylfi
Ingvason á fullri ferð og skaut
viðstöðulaust skot og knötturinn
söng í netinu.
leikvanginum meðan á leiknum
stóð. Þórsarar náðu strax undir-
tökunum í leiknum og sóttu stíft.
Strax á 5. min. fékk Guðmundur
Skarphéðinsson góða sendingu
frá Jóni Lárussyni inn fyrir vörn
KR og skoraði af öryggi. Á 12.
mín. er Jón enn á ferð, hleypur
KR-vörnina af sér og á aðeins
markvörðinn eftir, sem kemur út
á nióti Jóni og felldi hann.
Áhorfendur vildu fá vítaspyrnu,
en dómarinn taldi brotið hafa
verið utan vítateigs og dæmdi því
aukaspyrnu á vítateigslínu. Guð-
jón Guðmundsson tók spyrnuna
sem hafnaði í varnarvegg KR.
boltinn barst aftur út á Guðjón
sem nú skoraði með lausu skoti í
gegn um varnarvegginn sem
hafði riðlast við fyrra skot Guð-
jóns. Þannig var staðan í leikhléi,
2-0 Þór í vil.
Siðari hálfleikurinn var þóf-
kenndur. Þórsarar lögðu aílt kapp
á að halda fengnum hlut. KR-
ingarsóttu þvi meira og á 16. mín.
bjargaði Árni Stefánsson mjög
vel á marklinu. Á 34. min. skor-
uðu KR-ingar mark eftir nokkra
pressu að marki Þórs, en það sem
eftir var leiks vörðust heimamenn
öllum áhlaupum gestanna og
sætur sigur var í höfn.
„Stjörnuliðið“ sigraði
Á föstudagskvöldið fór fram á
Akureyri hinn árlegi minning-
arleikur um Jakob Jakobsson.
Að þessu sinni léku lið IBA frá
’70 og Stjörnulið Hermanns
Gunnarssonar skipað fyrrver-
andi landsliðsmönnum.
Stjörnuliðið sigraði í leiknum
4-0. Hermann skoraði sjálfur
tvö mörk og Hreinn Elliðason
önnur tvö.
Með IBA léku nokkrir leik-
menn sem voru með á árunum
eftir 1960 þegar liðið var sem
best. Hraðinn er að mestu horf-
inn, en menn þekktu gömlu góðu
taktana og stutta fallega spilið
sem helst þurfti að ná alla leið i
mark mótherjanna og enn sem
fyrr gekk illa að skora mörk.
Gaman var að fylgjast með frá-
bærri knatttækni Skúla, Guðna
og Þormóðs, rólegri yfirvegun
Jóns Stef. og sprettunum hans
Kára. Þetta var eins og að taka
fram gamla bók sem ekki hafði
verið lesin lengi og blaða i henni.
Skemmtilegar minningar fylgja
þessu liði, hver man ekki eftir
leiknum fræga gegn KR þegar
KR þurfti að sigra til að verða
íslandsmeistari, sem þýddi fall
IBA i Il-deild. Steingrímur náði
forystu fyrir IBA, en KR jafnaði
og skoraði síðan sigurmarkið úr
rangstöðu.
Minnisstætt er einnig þegar
Árni Njálsson landsliðsbakvörð-
ur úr Val var að reyna að hemja
Valstein Jónsson á vinstri kannt-
inum með misjöfnum árangri.
Fyrir marga þeirra eldri úr hópi
640 áhorfenda að leiknum, hafa
áreiðanlega rifjast upp mörg
önnur atvik frá liðnum árum.
KA tapaði
í Eyjum
Á föstudagskvöldið tapaði KA
leik sínum gegn IBV í Vest-
mannaeyjum með einu marki
gegn engu. Yið höfðum samband
við Eyjólf Ágústsson sem sagði að
Eyjamenn hefðu skorað mark sitt
snemma í fyrri hálfleik og þar við
sat. „Við nýttum ekki tækifæri
okkar í leiknum, t.d. komst Ás-
björn einn í gegn um vörn IBV rétt
áður en þeir skoruðu mark sitt, en
honum tókst ekki að skora. Jafn-
tefli hefðu verið sanngjörn úrslit í
þessum leik,“ sagði Evjólfur að
lokum.
ÍA meistari
Um s.l. helgi fór frani á Akur-
eyri úrslitakeppni í 3. aldurs-
flokki í knattspyrnu. Átta lið
mættu til leiks og var þeim
skipt í tvo riðla.
Þórsarar léku i úrslitunum sem
sigurvegarar í Norðurlandsriðli.
Þeir sigruðu IK 5-1 og Tý einnig
5-1, en töpuðu siðan fyrir Val 1-3
i sínum riðli og léku þvi um 3.-4.
sætið i keppninni gegn Þrótti.
Þórsarar sigruðu örugglega i
leiknum, 4-1 og tryggðu sér þriðja
sætið i keppninni.
Til úrslita léku siðan lið Akur-
nesinga og Valsara og sigruðu
Skagamenn í miklum baráttuleik
með einu marki gegn engu og
héldu þvi heim sem Islands-
meistarar.
ARNAR
ÞJALFAR
ÞÓR
Um helgina var gengið frá
ráðningu þjálfara fyrir III,-
deildarlið Þórs í handknatt-
leik. Arnar Guðlaugsson mun
sjá um þjálfun liðsins á kom-
andi vetri.
Arnar er ekki alveg nýr i þeirra
herbúðum, hann þjálfaði liðið og
lék með þvi f tvö erfið ár, en
honum tókst þó að halda liðinu í
Il-deild eftir aukaleiki um fall-
sætin bæði árin. En á siðasta
leiktímabili var Arnar fjarri góðu
gamni og liðið féll niður i III.-
deild. Hann fær því það erfiða
verkefni í vetur að ná liðinu upp í
ll.-deild að nýju. Við óskum
honum velfarnaðar í þvi starfi.
4 - DAGUR - 25. ágúst 1981
25. ágúst 1981 - DAGUR - 5