Dagur - 27.08.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 27.08.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI SBB 64. árgangur Akureyri, fímmtudagur 27. ágúst 1981 65. tölublað KodaVt nýja götu 1 nokkra daga hafa starfsmenn Dags fvlgst með bœjarstarfsmönnum þar sem þeir hafa veriö að undirbúa nyrsta hluta Drottn inyarhra utar undir malbik. Valtarar og heflar hafa ekið fram oy aftur og sléttað og pússaðyfirborð götutmar svo það var slétt eins og hefluð fjöl. En jvo var það s.l. föstudag að þeir frá rafveit- unni komu á vettvang og sáu að ekki mátti við svo búið standa —það vrði að beita þessa nýju götu klassisktim aðferðum og krukka svolitið i hana. Og hefst nú sagan: Skurðurinn verður að fara þverl vfir.... Skurður í Og sfðan mokar maður ofan í skurð- inn... . Það vcrður að reyna að slétta. ... Malbik komið á. Ætli þeir komi með loftpressu í vikunni? Mvndir: á.þ. Þegar eftir að vitnaðist um hvernig atkvæði hefðu fallið í biskupskjöri fóru heillaóskirnar og blómvcndirnir að streyma til séra Péturs Sigurgeirssonar og Sólveigar Ásgeirsdóttur, eiginkonu hans. Myndina tók á.þ. á heimili þeirra á þriðjudag. Skóflustunga tekin af nýja verkmennta- skólanum á Akureyri Næstkomandi laugardag mun Ingvar Císlason, menntamála- ráðherra, taka fyrstu skóflu- stunguna að 1. áfanga verk- menntaskólans á Akureyri. Athöfnin fer fram á lóð skólans, KOSNINGIN KÆRÐ ? Eins og kunnugt er komu þrjú at- kvæði í biskupskjöri ekki til taln- ingar vegna formgalla, en nauðsyn- leg fylgiskjöl vantaði með þeim. Kjörnefnd úrskurðaði að þau skyldu ekki koma til talningar, en nú hefurséra Árni Pálsson, sóknar- prestur í Kópavogi, ákveðið að kæra kosninguna vegna þessa. Kærufrestur er ein vika eftir að kjöri lýkur. Vafalítið má telja að kjörstjórnin hafi kunnað sitt fagog kosningin verði staðfest af ráðu- neytinu. sem er á gamla golfvellinum við Þórunnarstræti, og hefst klukkan 14. Eftir athöfnina verður gestum boðið upp á kaffi í sal Iðnskólans, þar sem teikningar af fyrsta áfanga verða til sýnis. Útboð vegna byggingar fyrsta áfanga er auglýst í blaðinu í dag og þar kemur m.a. fram, að um er að ræða 876 fermetra byggingu á einni hæð með leiðslugangi. Útboðsgögn verða afhent á morgun og tilboð verða opnuð 8. september n.k. Gert er ráð fyrir að steypa þurfi upp húsið fyrir veturinn, en því þarf að skila tilbúnu undir innréttingar, lagnif og málningu innan húss næsta sumar. NÚ ER BEITT KÍN- VERSKRI AÐFERÐ - við leit að heitu vatni á Sval- barðsströnd Túnsbergi 24. ágúsl. Eins og mönnum er í fersku minni var jarðborinn Narfi hér á Svalbarðsströnd sl. vetur og boraði án árangurs eina 1700 metra djúpa holu. Heimamenn voru orðnir fremur vonlitlir að fá heitt vatn, en nú liafa starfs- menn Orkustofnunar gefið þeim nýjar vonir. í síðustu viku voru menn frá Orkustofnun hér við mælingar og beittu þá nýrri aðferð. sem lítið hefur verið notuð hér á landi. Þessi aðferð var þó beitt á Glerárdal og gaf hún þá góða raun. Þeir lögðu hér leiðslur þvers og kruss og hleyptu svo á rafstraumi. Með þessu móti fá þeir m.a. vitneskju um bergganga, en þær upplýsingar sem fást eru settar í tölvu sem vinnur úr þeim. Þei.r sögðu mér að þessi aðferð væri kínversk. en hvort hún er beint úr rauða kverinu er svo aftur annað mál. Þeir eru sem sagt ekki alveg af baki dottnir með að leita að heitu vatni hér á Svalbarðsströnd. Álitið er að vatnið sé fyrir hendi. en málið er bara að hitta á það og að svo komnu er óráðlegt að spá neinu um framtíðina. S.L. Grettir grefur Dýpkunarskipið Grettir er nú að grafa í höfninni á Þórshöfn. Haft hefur verið eftir verkstjóra að sjuldan eða aldrei hafi dýpkun gengiðjafn hratt. lnnsiglingin verð- ur dýpkuð og bróðurpartur hafnar- innar. Þegar verkinu lýkur verður mun betra fyrir stór skip að athafna sig í höfninni. Fjórðungsþing Norðlend- haldið á Húsavík inga Næsta Fjórðungsþing Norð- lendinga verður haldið á Húsa- vík 3.-5. september n.k. Þingið sækja fulltrúar sveitarfélaga og sýslufélaga á Norðurlandi, auk alþingismanna úr Norðurlandi og annarra gesta. Þingið er opið öllum sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi til áheyrnar. Þingstaður er Gagnfræðaskól- inn á Húsavík. Þingsetning verður fimmtudag- inn 3. september kl. 4 e.h. Formaður Fjórðungssambandsins Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík setur þingið. Fyrir þingið verða lagðar fram tillögur milli- þinganefnda og fjórðungsráðs, svo og fjárhagsáætlun, ársreikningar og skýrsla framkvæmdastjóra. Á fundi á fimmtudagskvöld verða kynnt málefni, sem unnið er að á vegum Fjórðungssambands Norðlend- inga. Örn Ingi Gíslason mun kynna könnun um menningarsamskipti. Ólafur Steinar Valdimarsson mun kynna úttekt á stöðu samgöngu- kerfis á Norðurlandi og Áskell Einarsson mun kynna athugun á skiptingu ríkisútgjalda eftir lands- hlutum. Á föstudag fyrir hádegi verður umræðufundur um aðalmál þings- ins, sem eru orku og iðnþróunar- mál. Framsögumenn verða Pálmi Jónsson, formaður Rafmagns- veitna ríkisins, Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunar- deildar Iðntæknistofnunar fslands, Finnbogi Jónsson, deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu og Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri. Umræður verða með pallborðssniði. Eftir há- degi á föstudag verða almennar umræður málum vísað til þing- nefnda og eftir hádegi á laugardag fer fram afgreiðsla mála og kosn- ingar. í þinglok býður bæjarstjórn Húsavíkur þingfulltrúum og gest- um til kvöldfagnaðar. Wmm AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.