Dagur - 27.08.1981, Blaðsíða 4
mmm
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamenn: Askell Þórisson,
Gylfi Kristjánsson
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
„ÍSLENSK
ATVINNU-
STEFNA“
í grein sem Tryggvi Gfslason, bæjar-
fuiitrúi á Akureyri, skrlfar í Dag og
nefnir „fslensk atvinnustefna", segir
hann meðal annars á þessa leið:
„Undanfarin misseri hafa atvinnu-
mál á Akureyri, sem og annars staðar,
verið mjög tll umræðu. Gætir nokk-
urrar svartsýni meðal manna og ekki
að ástæðulausu, því atvinna hefur
verið ótrygg og jafnvel hefur gætt
nokkurs atvinnuleysis. Ástæðurnartil
hins ótrygga atvinnuástands og at-
vinnuleysis eru að sjálfsögðu margar.
Verðhækkanir eru viða í heiminum og
markaðsmál mjög ótrygg. Stóraukinn
kostnaður við framleiðslu vegna
hækkaðs orkuverðs og hærri vaxta
veldur mlklu, þótt fleira valdi einnig.
Á íslandi hefur á undanförnum
misserum verið tekin upp gerbreytt
stefna í lánamálum, svonefnd verð-
trygging lána. Eðlllegt verður að telja,
að menn greiði aftur að fullu það fé,
sem fengið er að láni. Hins vegar
verður fleira að fylgja hinni nýju
stefnu í lánamálum, svo sem full verð-
trygging launa, lengri lánstfmi og
hækkun á vörubirgðum. Að öðrum
kosti er verið að smeygja hengingar-
ól um háls einstaklinga og fyrirtækja
með hinni nýju stefnu í lánamálum,
og slíkt getur naumast verið tilgang-
urinn með öllu pumpuverklnu. '
Vegna hinna erfiðu iánskjara hefur
byggingariðnaður á Akureyri stór-
lega dregist saman og margs konar
smíðaiðnaður, sem hér hefur verið
undirstaða atvinnulífs, hrokkið sam-
an. Þá hefur breytt stefna i land-
búnaðarmálum valdið því, að iðnað-
ur, sem reisir á framleiðslu land-
búnaðarvöru, hefur mjög dregist
saman.
Mikll þörf er á að finna nýjar leiðir
til að efla íbúðabyggingar. Vænlegt
væri, að ágætir iðnaðarmenn okkar
myndi með sér samtök og bendi sjálf-
ir á nýjar leiðlr, þar sem verkhyggni
og raunsæi er látið ráða. Hið opin-
bera, bæði bær og rfki, verða auk þess
að leggja sitt til. Þá ber til þess brýna
nauðsyn að efla annan smíðaiðnað,
svo að við megum vera sjálfbjarga i
þeim efnum. Ekki sfst ríður á miklu að
styrkja innlendar skipasmiðar og gera
áætlun um eflingu skipaviðgerða inn-
anlands, því að hvort tveggja er liður i
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinn-
ar.“
í greln sinnl varar Tryggvi Gfslason
við þvi að hrapa að stórvirkjunum og
hrinda ( framkvæmd smiði erlendra
stóriðjuvera, sem byggi að öilu leyti á
erlendu hráefni. Sjálfsagt sé að nýta
með skynsamlegum hætti auðlindir
íslands, þannig að landsmönnum
sjálfum komi að sem mestu gagni. Tll
þess að svo megl verða, þurfi menn að
hafa trú á sjálfum sér og trú á landl
sínu og auðlindum þess.
----------t-------
KVEÐJUORÐ
Sigmundur Björnsson
deildarstjóri
F. 13. maf 1916 - D. 19. ágúst 1981
í dag, fimmtudaginn 27. ágúst, er
til moldar borinn Sigmundur
Björnsson, deildarstjóri Vátrygg-
ingadeildar KEA, en hann andaðist
á sjúkrahúsi í Reykjavík þann I9.
ágúst s.l. Hann fæddist á Ytra-Hóli
í Kaupangssveit þann I3. maí 1916
og var því 65 ára, er hann lést. Sig-
mundur var sonur hjónanna Björns
Sigmundssonar, fyrrverandi deild-
arstjóra Byggingavörudeildar
KEA, og konu hans Guðrúnar
Gunnlaugsdóttur og var þannig af
sterkum samvinnustofnum kom-
inn, og varð enda mikill samvinnu-
maður sjálfur allt sitt líf. Eftir nám á
Laugavatnsskóla árin 1932/1934
hóf hann störf hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga árið 1935 og starfaði
þá fyrst í Matvörudeild félagsins í
nokkur ár. Hann varð útibússtjóri í
útibúi Matvörudeildar að Strand-
götu 25, þegar það var opnað árið
1938, en það var fyrsta útibúið frá
Matvörudeildinni. Hann var úti-
bússtjóri í Brekkugötu 47 frá 1942
til 1948. Kjötbúðarstjóri varð hann
1948, en Kjötbúðin var þá umsvifa-
mikið fyrirtæki sem forveri Pylsu-
gerðar og síðar Kjötiðnaðarstöðv-
ar félagsins. Deildarstjóri Vátrygg-
ingadeildar KEA varð hann I965,
en því ábyrgðar- og trúnaðarstarfi
gegndi hann allt til dauðadags.
Hann starfaði því hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga 46 ár, eða allan sinn
starfsaldur. Auk beinna starfa hjá
KEA hafði svo Sigmundur mikil
afskipti af félagsmálum samvinnu-
manna. Hann var langt árabil full-
trúi á aðalfundum KEA og var
einnig langt árabil kjörinn fulltrúi
KEA á aðalfundi Sambandsins, nú
síðast á þessu vori. Hann tók mik-
inn þátt í störfum þessara funda og
var vel þekktur meðal samvinnu-
manna í landinu. Þá tók Sigmundur
einnig mikinn þátt í félagsmálum
starfsmanna Kaupfélags Eyfirð-
inga. Hann var stjórnarmaður í
Starfsmannafélagi KEA og for-
maður þess um langt árabil og þcg-
ar sú nýbreytni var tekin upp á ár-
inu I978, að starfsfólk kaupfélags-
ins fékk rétt til þess að kjósa full-
trúa til setu á stjónarfundum KEA
var Sigmundur kjörinn fyrsti l'ull-
trúi starfsmanna félagsins á Akur-
eyri. Hann sat því í stjórn kaup-
félagsins á árunum 1978 til 1980.
Fyrir samvinnuhreyfinguna er því
sannarlega skarð fyrir skildi þegar
nú Sigmundur Björnsson hefur
horfið yfir móðuna miklu. Störf
hans að samvinnumálum verða
seint fullþökkuð.
Sigmundur Björnsson kvæntist
sínum elskulega og trausta lífs-
förunaut, Sigrúnu Gísladóttur frá
Breiðafirði, þann 22. maí 1941 og
áttu þau sér fagurt heimili að
Löngumýri 20 hér á Akureyri. Syn-
ir þeirra hjóna eru ívar, sem kvænt-
ur er Kristínu Einarsdóttur, og
Björn, sem kvæntur er Guðrúnu
Bjarnadóttur. Búa synirnir ásamt
fjölskyldum sínum báðir hér í bæ.
Foreldrar Sigmundar eru látin, en
bræðurnir tveir, Finnur og Vík-
ingur, ogsystirin Anna, eru öll á lífi.
öllu þessu góða fólki sendi ég mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur, sérstak-
lega frú Sigrúnu, sem á um sárast að
binda eftir missi lífsförunautarins,
sem var einstakur fyrir sakir traust-
leika, sem aldrei brást. Þau hjónin
sýndu mikinn kjark og stillingu í
erfiðu sjúkdómsstríði Sigmundar,
þótt þau vissu efalítið að hverju
stefndi og ég veit, að Sigrún sýnir
áfram sama kjark og sömu stillingu.
Hún er þannig gerð. En sorgin er
þungbær og ég bið henni huggunar
Guðs og ítreka samúðarkveðjur
mínar til hennar, til sonanna, til
systkinanna og til fjölskyldunnar
allrar.
Valur Arnþórsson,
kaupfélagsstjóri.
t
Kveðja frá
samstarfsfólki
Vinnufélagi okkar og yfirmaður í
umboði Samvinnutrygginga á Ak-
ureyri Sigmundur Björnsson, er
látinn.
Fyrir aldur fram er óhætt að
segja, því Sigmundur hafði fulla
starfsorku þar til sjúkdómur hans
náði yfirhöndinni.
Ekki heyrðist hann kvarta, þó
hann hljóti að hafa verið þjáður af
sjúkdómi sínum, og eftir uppskurð
upp úr síðustu áramótum var hann
mættur til vinnu fyrr en nokkurn
óraði fyrir og sýndi af sér fádæma
hörku. Enda var Sigmundur ósér-
hlífinn við vinnu, mætti fyrstur og
fór siðastur af vinnustað. Og ekki
þurftum við að kvarta, sem unnum
undir hans stjórn, um ósanngirni af
hans hálfu né stjórnleysi á vinnu-
stað.
Ekki má gleyma þeirri list hans
að segja frá, en oft skemmti hann
okkur með frásögnum og óhætt er
að segja að með honum hverfi
mikið af ýmsum fróðleik, skemmti-
legum sögum og vísum.
Með eftirsjá og hryggð minn-
umst við látins starfsfélaga og vott-
um Sigrúnu Gísladóttur, eftirlif-
andi eiginkonu hans og ættingjum,
okkar dýpstu samúð.
Starfsfólk umboðs Samvinnu-
trygginga á Akureyri.
Islensk atvinnustefna
Undanfarin misseri hafa atvinnu-
mál á Akureyri, sem og annars stað-
ar, verið mjög til umræðu. Gætir
nokkurrar svartsýni meðal manna
og ekki að ástæðulausu, því að at-
vinna hefur verið ótrygg og jafnvel
hefur gætt nokkurs atvinnuleysis.
Ástæðurnar til hins ótrygga at-
vinnuástands og atvinnuleysis eru
að sjálfsögðu margar. Verðhækk-
anir eru víða í heiminum og mark-
aðsmál mjög ótrygg. Stóraukinn
kostnaður við framleiðslu vegna
hækkaðs orkuverðs og hærri vaxta
veldur miklu, þótt íleira valdi
einnig.
Á íslandi hefur á undanförnum
misserum verið tekin upp gerbreytt
stefna í lánamálum, svo nefnd verð-
trygging lána. Eðlilegt verður að
telja, að menn greiði aftur að fullu
það fé, sem fengið er að láni. Hins
vegar verður fleira að fylgja hinni
nýju stefnu í lánamálum, svo sem
full verðtrygging launa, lengri láns-
tími og hækkun á vörubirgðum. Að
öðrum kosti er verið að smeygja
hengingaról um háls einstaklinga
og fyrirtækja, með hinni nýju stefnu
í lánamálum, og geturslíkt naumast
verið tilgangurinn með öllu pnmpu-
verkinu.
Vegna hinna erfiðu lánskjara hef-
ur byggingariðnaður á Akureyri
stórlega dregist saman, og margs
konar smíðaiðnaður, sem hér hefur
verið undirstaða atvinnulífs, hrokk-
ið saman. Þá hefur breytt stefna í
landbúnaðarmálum valdið því, að
iðnaður, sem reisir á framleiðslu á
landbúnaðarvöru, hefur mjögdreg-
ist saman.
Mikil þörf er á, að finna nýjar
leiðir til að efla íbúðabyggingar.
Vænlegt væri, að ágætir iðnaðar-
menn okkar myndi með sér samtök
og bendi sjálfir á nýjar leiðir, þar
sem verkhyggni og raunsæi er látið
ráða. Hið opinbera, bæði bær og
ríki, verða auk þess að leggja sitt til.
Þá ber til þess brýna nauðsyn að
efla annan smíðaiðnað, svo að við
megum vera sjálfbjarga í þeim efn-
um. Ekki síst ríður á miklu að
styrkja innlendar skipasmíðar og
gera áætlun um eflingu skipavið-
gerða innanlands, því að hvort
tveggja er liður í efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar.
Orkukreppan, sem talin er hefjast
árið 1973, þótt hún eigi sér miklu
dýpri rætur, hefur gert mörgum
erfitt um vik. Síðustu ár hefurstór-
hækkað oiíuverð orðið mörgum
þungbært. Engu að síður er von til
þess, að þeir atburðir eigi eftir að
verða íslendingum til góðs, efskyn-
samlega er á málum haldið. Með
sterkri íslenskri orkustefnu verður
unnt að vintia bug á erfiðleikunum,
einkum ef tekst að halda réttri
stefnu í verndun fiskimiðanna og
fiskirækt.
Vegna hins ótrygga atvinnu-
ástands á landinu hefur fávisum
mönnum helst komið til hugar að
hrapa að stórvirkjunum og hrinda í
framkvæmd smíði erlendra stór-
iðjuvera, sem byggja að öllu leyti á
erlendu hráefni. Hefur helst verið
um það talað að reisa stóriðjuverin
í miðjum bestu landbúnaðarhéruð-
um landsins eða í námunda við
bestu fiskimiðin. í þeim hugmynd-
4 - DAGUR - 27. ágúst 1981
Jón frá Garðsvík:
Vinsamleg ábending
Það mun hafa verið sunnudaginn
9. ágúst nú í sumar, að ég ók
norður til Höfðahverfis i sam-
fylgd fólks er sumt var mér skylt,
en annað venslað. Veður var hlýtt
og bjart og allir í sumarskapi eins
og vera á í slíkum ferðum. Sjálf-
sagt þótti að víkja heim að prest-
setrinu Laufási, að skoða gamla
bæinn og vissulega munu það
fleiri gera, sem þama fara um. I
bæjardyrunum var í fyrirrúmi ein
dætra séra Bolla Gústafssonar og
tók við innganseyri og veitti þeim
leiðbeiningar er þess æsktu. hug-
þekk mær og háttprúð. Þarna
heitir ekki byggðasafn, en þó hafa
í bæinn verið fluttir margir gamlir
munir og er hver á sínum slað,
líkast því sem var fyrr á tíð.
Við vorum þarna allmörg,
bæði fullorðnir og börn og
dreifðist fólkið um ganga og her-
bergi og örugglega hefur margt
furðulegt borið fyrir þess augu.
Af mér er það að segja, að ég gekk
þarna aðeins um, upp í baðstof-
una og út um gamla kontórinn og
hafði nú á því mestan hug að ná
prestsfundi. Vissi ég þó að stutt
mundi stundin hjá séra Bolla að
þessu sinni. Áður var ég gagn-
kunnugur gamla bænum. Prestur
tók mér alúðlega sem hans er
háttur, hvern sem að garði ber og
höfðum við umræðuefni næg á
meðan samferðafólkið tók bæinn
til rannsóknar, svo ogi kirkjuna,
garðinn og reynitrén hin miklu og
öldnu.
Segja má að gamli bærinn hafi
nú verið byggður upp að nýju,
hvað útveggi snertir og þök. Til
þessa var ekkert sparað. Var efni
sótt um langan veg og stýrði
kunnáttumaður verkinu. Vegg-
hleðslumenn gamla tímans gerast
nú fáséðir fuglar. Minnir mig að
uppbyggingin spannaði fjögur
sumur og þótti hún snilldarlega af
hendi leyst.
Það leiðir af veðurfari á íslandi,
að tímans tönn er furðu drjúgvirk
að naga hverskyns mannvirki og
þá ekki síst þau sem gerð eru af
jarðvegi. Á þessu fengu forfeður
okkar að kenna, sem kunnugt er.
Þegar ég kom aftur upp á veginn,
veitti ég því athygli að þekjur
gamla bæjarins, er klæddar voru
samfellu grænna grasa þá upp-
byggingu hans lauk og smiðir
kvöddu að Laufási, voru nú sem
óðast að skrælna í þurrkinum og
mátti víða sjá að sérhver jurt
torfunnar var aldauða. Þarna
þarf skjótra viðbragða við. Haldi
svo fram sem horfir, kann svo að
fara að sunnanveður grípi með
sér þurra og rótlausa skekklana
og þá mundi fleiru verða hætt og
til lítils unnið gott og mikið starf.
Að sjálfsögðu veita því fleiri
athygli en ég, að þökin á gamla
bænum eru að brenna, eins og
það var kallað í gamla daga, en
láta kyrrt liggja. Þarna kemur til
hið fræga tómlæti mörlandans og
eins hitt, að svo þykir sem okkur
sé tamara að byggja upp að nýju,
en að styðja og gæta þess sem
fengið er. „En hvað skal nú til
bragðs taka?“ Svo spurði strák-
urinní þjóðsögunni Búkollu. Fyrr
á árum báru bændur mykju eða
malað tað á þök sín og gafst vel.
Nú mundi slíkt þykja óhreinlegt
starf og má vissulega grípa til
annarra ráða er betur hæfa
nútímanum. Kemur mér það
tvennt í hug, að strá yfir þökin
venjulegum túnáburði frá Gufu-
nesi og enn fremur að leiða vatn
upp á bæinn í slöngu og dreifa
með úðara. Þetta þarf að sjálf-
sögðu aðeins að framkvæma í
þurrkatíð og er ekki mikið verk.
Nú, fyrir nokkrum dögum ók
ég hjá Glaumbæ í Skagafirði. Frá
veginum þóttist ég sjá að þökin á
gamla bænum þar væru algróin.
Þótti mér þarna stinga í stúf við
þökin á Laufásbænum og fór ég
heim að grennslast eftir hvað
þessu mundi valda. Frúin sem
þarna var í forsvari tjáði mér að
ekkert hefði verið fyrir þökin gert
í mörg ár. Við nánari athugun sá
ég að einnig þarna mundi ekki
veita af meiri umhirðu. Þó voru
þökin það sællega gróin, að tolla
mundi torfan þótt gustaði. Oft er
það svo að úrkomur eru að mun
meiri vestan Tröllaskaga, en
austan og svo hefur vissulega
verið á því sumri sem nú er að
líða. Mun þetta valda því að þök
eru ólíkt björgulegri og grænni
fyrir vestan, en hér í hinum
blessuðu eyfirsku sólþurrkum.
Ég bið menn að trúa því, að
með þessum fátæklegu orðum er
ég engan að ásaka. Ekki hef ég
hugmynd um það, hverjum hið
opinbera hefur falið að annast
gamla bæinn í Laufási, hvað við-
hald snertir og útilokað hygg ég
að nokkrum hafi verið ætlað að
vökva þekjur hans. Tæplega
kemur sunnlenskum höfðingjum
til hugar, í allri rigningunni þar í
sóknum syðra, að slíks muni við
þurfa. Þessar línur eru ritaðar
sem ábending og sýnast eðlilegast
að vísa þeim til sóknarnefndar
Laufássóknar. Veiti hún þeim at-
hygli og taki þær að einhverju
leyti til greina, er fyrirhöfn mín
að fullu greidd.
Glaumbær. Laufásbærinn.
um felst bæði vantrú á mátt ís-
lenskra atvinnuvega og íslenskra
auðlinda og afsal á forræði íslend-
inga yfir íslensku landi. Auk þess
hefur þá heldur ekki sú hugsun ver-
ið hugsuð til enda, hvaða félagsleg-
ar og menningarlegar afleiðingar
slíkt hefði í för með sér. Þessi at-
vinnustefna minnir á ævintýrið um
karlsson, sem nefnt gat lausnarorð
til bjargar sér úr ógöngunum. En
óvættin í ævintýrinu var góð, stund-
um jafnvel prinsessa í álögum, sem
karlsson eignaðist sjálfur að lokum.
í raunveruleikanum er óvættin hins
vegar ekkert lamb að leika sér við,
enda er hún í þeim álögum, sem hún
vill ekki og getur ekki losnað úr.
Vegna málrófs úrtölumanna
stóriðjunnar er nú brýn nauðsyn á
öflugri stefnu íslendinga í atvinnu-
málum. Sjálfsagt er að virkja fall-
vötn landsins og nýta hinn gífur-
lega jarðvarma, en ekki til þess að
hrökkva aftur á stig nýlendunnar,
sem neyðist til að setja allt traust sitt
á fjarlægt vald hins erlenda auð-
magns, sem bæði svíkur og prettar,
ef því er að skipta, og skilur menn
síðan eftir á köldum klaka, svo að
langan tíma tekur að jafna sig að
nýju. Ætti mönnum að vera auð-
velt að finna dæmi úr atvinnusögu
íslendinga og annarra þjóða þessu
til staðfestingar. Frumvinnla hrá-
efnis hefur ekki reynt þjóðum arð-
bær, þegar fjölþjóðafyrirtæki
heimsauðvaldsins setja þær reglur,
sem fylgja skal.
Sjálfsagt er að nýta með skyn-
samlegum hætti auðlindir íslands.
Þegar sagt er að nýta skuli þær með
skynsamlegum hætti er við það átt,
að slíkt komi landsmönnum sjálf-
um að sem mestu gagni. Til þess að
svo megi verða, þurfa menn að hafa
trú á sjálfum sér og trú á landi sínu
og auðlindum þess. Nú er kominn
tími til að mennta fólk til þess að
ráða fram úr þeim vanda, sem að
steðjar í atvinnumálum þjóðarinn-
ar. Til að mynda ætti að stofna fjöl-
menna samstarfsnefnd fiskifræð-
inga, matvælafræðinga, hagfræð-
inga, viðskiptafræðinga, lögfræð-
inga, þjóðréttarfræðinga, iðntækni-
fræðinga, markaðssérfræðinga og
auglýsingartækna og fá þeim það
verkefni að efla íslenskar fiskveiðar,
fiskiðnað og sölu með það fyrir aug-
um að vinna markaði og lönd fyrir
fullunnar innlendar fiskafurðir.
Það er ekki auðhlaupið að þessu, en
með þekkingu, menntun og kunn-
áttu er þetta unnt. Þá fylgir og ann-
að í kjölfarið: bætturhagurannarra
atvinnugreina, aukinn smíðaiðnað-
ur og bætt hagsæld. Og til að hugga
þá, sem halda, að þetta séu skýja-
borgir einar, vil ég nefna, að þetta er
það, sem hinn nýi bankastjóri
alþjóðabankans biður um: aukinn
matvælaiðnaður. Og fisk er farið að
vanta í Bretlandi, Þýskalandi og
Frakklandi. - Næst kæmi síðan
röðin að íslenskum landbúnaði.
Tryggvi Gíslason.
Nú þarf að útbúa
börnin I skólann
- DAGUR gerir smá könnun á því hvað
skólafötin og ritföngin kosta
Nú er að renna upp sá tími
ársins að foreidrar, sem eiga
börn á skólaskyidualdri, þurfa
að fara að huga að þeirri „út-
gerð“ sem það er að fata
börnin upp og kaupa annan
þann nauðsynjavarning, sem
þau þurfa að hafa við upphaf
skólagöngu sinnar haust hvert.
Mörgum vex þessi kostnaður
mjög í augum, enda Ijóst okkur
Dagsmönnum, eftir að hafa
kynnt okkur hvað þarf að
kaupa og hvað það kostar, að
slíkt hlýtur að vera erfitt þeim
sem þurfa að útbúa mörg börn
fyrir skólagöngu. En hvað er
ekki dýrt í okkar verðbólgu-
þjóðfélagi?
Við hófum smá „könnunar-
ferð“ í versluninni Bókval, en þar
fæst allt sem lýtur að náminu
sjálfu. Við báðum afgreiðslu-
stúlku í versluninni að tína saman
fyrir okkur í skólatösku það sem
keypt væri fyrir einn skólanem-
anda, og miðuðum þá við krakka
á barnaskólaaldri.
Skólatöskur kosta á bilinu 159
krónur til 308 krónur, en við
völdum tösku sem kostar 251
krónu. f hana fór pennaveski á
107 krónur sem er það dýrasta
sem þar fæst. Tvær gerðir af litum
á l4og22krónur, yddarará l2og
9 krónur, reikningsbækur og
Þetta allt þurfa sum skólabörn að kaupa.
stílabækur á 31 krónu., sjálflím-
andi umbúðir utan um bækur á
13,50 kr., milliblöð á 19 krónur,
reglustrika á 3,60 krónur, blýant-
ar á 4,15 krónur, tvö strokleður á
9,20 krónur, minnisblokk á 3,50
krónur, möppublöð á 7 krónur og
teikniblokk á 19 krónur.
Samtals gerir þetta kr. 553,25,
en það skal tekið fram að sú tala
er í „hærri kantinum". Bæði var
taskan dýrari en margar aðrar vel
brúklegar og eins var pennavesk-
ið af fullkomnustu tegund. Af-
greiðslumaður í Bókval tjáði
okkur að heildarverðið gæti
lækkað niður undir 400 krónur ef
keypt væri ódýrari taska og ódýr-
ara pennaveski.
Og svo fötin
Síðan lá leið okkar í Vöruhús
KEA við Hafnarstræti. Þar var
okkur tjáð að talsvert væri þegar
um það að foreldrar væru farnir
að koma með börnin í þeim til-
gangi að kaupa skólafatnað.
f Vöruhúsi KEA fást úlpur í
mörgum gerðurn og eru þær frá
rúmlega 300 krónum og allt upp í
446 krónur. Var okkur tjáð af af-
greiðslufólki að mikið væri keypt
af þeim dýrari, enda talsvert uni
það að krakkarnir hreinlega neit-
uðu að fara í annað! Að vísu væru
alltaf einhverjir kaupendur sem
veltu fyrir sér verðinu, en megin-
hlutinn keypti einungis það sem
börnin sjálf vildu og þá væri það
oftar en ekki það dýrara.
Buxur í skólann eru á verði frá
140 krónum og upp í 224 og fer
verðið bæði eftir stærð og öðru.
Peysur eru á verði frá 115krónum
og upp í 150.
Ekki ösla krakkarnirsnjóinn og
krapið í vetur í sumarskóm, og
því lá leið okkar í skódeildina.
Þar skoðuðum við úrval af stíg-
vélum, og er verðið á þeim frá 142
krónum og allt upp í 298. Og eins
og í fatadeildinni þá eru það
frekar þau dýrari seni njóta vin-
sælda og eru frekar keypt.
Okkur réiknast til að meðal-
verð á úlpu, buxum, peysu og
stígvélum geti verið um 900
krónur, en sé keypt án þess að
velta verðinu fyrir sér má fá
þessar vörur fyrir rúmlega 1100
krónur. En miðað við að meðal-
verðið sé um 900 krónur og
Stígvél eru nauðsynleg fyrir veturinn.
Hlifðarfatnaður.
Myndir G.K.
meðalverðið á skólavörunum
sjálfum sé um 450 krónur, þá er
verðið á „útgerðinni“ fyrir einn
nemanda sem hefur nám í skóla í
haust um 1350 krónur (135 þús-
und gkr.).
Að sjálfsögðu er misjafnt hvað
fólk þarf að kaupa. Margir eiga
auðvitað skólatösku og einhvern
hluta af öðru sem þarf til náms-
ins. Og auðvitað hlýtur það að
vera misjafnt eftir aldri barnsins
hvað þarf að kaupa. Þá má auð-
vitað segja að það þurfi að kaupa
föt á börnin þótt ekki sé verið að
senda þau i skóla. Víst er það rétt.
og þessi „úttekt" okkar er meira
hugsuð til gamans, enda þótt
sennilega sé það ekkert gaman-
mál fyrir barnmarga foreidra að
koma börnum sínum í skólann á
haustin.
27. ágúst 1981 - DAGUR - 5