Dagur - 22.09.1981, Side 4

Dagur - 22.09.1981, Side 4
I Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni: OM3ILM Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgréiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURDSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Dreifing þjónustu- greina í einni af ályktunum aðalfundar Stéttarsambands bænda, sem haldinn var að Laugum fyrir nokkru, var rætt um landbúnaðinn og byggðamálefni í tengslum við hann. Ályktunin er svohljóðandi: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1981 beinir því til allra þeirra aðila er vinna að mótun landbúnaðarstefnunnar í næstu framtíð, að aðgerðir séu ekki ein- ungis við það miðaðar að ná stjórn á heildarframleiðslu búvara, held- ur taki og mið af varðveislu nú- verandi byggðar og skipulagi framtíðarbúsetu í landinu. Fund- urinn bendir á þá bráðu hættu sem nú steðjar að ýmsum byggðarlög- um, verði um frekari grisjun byggðar að ræða. Eðlilegast og hagkvæmast hlýt- ur að vera að í þessum byggðar- lögum sé haldið uppi þeim bú- rekstri er þarf, til að fullnægja þörfum nærliggjandi þéttbýlis- staða, auk þess sem ýmis konar aukabúgreinar geta orðið hefð- bundnum búskap til styrktar. Fundurinn telur að það sé sam- félagsleg skylda þjóðfélagsins alls að veita fjárhagslegan stuðn- ing til reksturs lítilla en nauðsyn- legra vinnslustöðva, svo sem mjólkursamlaga, á þessum svæð- um. Skorar fundurinn á stjórnvöld að hefjast þegar handa um áætl- unargerð í jaðarbyggðum er orðið geti traust undirstaða alhliða að- gerða til að festa byggð í sessi, með nauðsynlegum umbótum á sviði samgangna á sjó og landi, rafvæðingar, heilbrigðisþjónustu og annarrar opinberrar þjónustu, er sjálfsögð þykir í dag.“ Það er athyglisvert.að bæði Stéttarsamband bænda og Fjórð- ungssamband Norðlendinga komast að sömu grundvaliarnið- urstöðunni um það, hvað beri að efla svo ekki verði um frekari byggðaröskun að ræða, en það er þjónustustarfsemi. Atvinnuupp- bygging til sjávar og sveita á síð- asta áratug stöðvaði fóiks- streymið af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Enn þarf að styrkja þessa atvinnuuppbygg- ingu, en meginviðfangsefnið hlýt- ur hins vegar að verða stórtæk uppbygging þjónustugreina, því langt er í land að íbúar lands- byggðarinnar njóti eðlilegs jafn- ræðis í þeim efnum. Einkum er það opinber þjónustustarfsemi sem dregur til sín mannafla og hún er sívaxandi þáttur í atvinnu- lífi höfuðborgarsvæðisins. Opin- berri þjónustu þarf að dreifa meira um landið en gert hefur verið. Vio ætlum okkur að gæta hagsmuna neytandans „Við gerum verðkannanir og við höfum gefið út NAN-fréttir,“ sagði Stefanía Arnórsdóttir, varaformaður NAN, um NAN — Neytendasamtökin á Akur- eyri og nágrenni sem er deild úr Neytendasamtökunum í Reykjavík. Deild þessi var stofnuð snemma árs 1979 og flutti fyrir skömmu í nýtt hús- næði, að Eiðsvallagötu 6, þar sem áður var eitt af útibúum K.E.A. Félagar í NAN eru nú um 300. Það var auðsótt mál þegar Dagur fór þess á leit við þau Stefaníu og Stefán Vilhjálmsson, ritstjóra NAN-frétta að fá að ræða við þau á nýju skrifstofunni. Eflaust kannast fleiri við staðinn þegar því er Ijóstrað upp að þarna var „Bóla“ áður til húsa, en svo nefndist um- rætt útibú. En hvers vegna Neytendasam- tök? Stefanía sagði að markmið samtakanna væri að gæta hags- muna neytenda á verslunarsvæði Akureyrar og veita félagsmönnum sínum leiðbeiningar og fyrir- greiðslu ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vöru eða þjónustu. Stefán bætti því við að skrifstofan hefði aðstoðað marga við að ná rétti sínum, en hann tók það skýrt fram að NAN „byggi ekki til“ ne- inn rétt fyrir fólk. „Eins og segir í lögunum ætlum við okkur að gæta hagsmuna neyt- endans, en hins vegar gerum við það ekki nema á þann hátt að þeir fái þann rétt sem þeir eiga,“ sagði Stefán. „Við verðum að forðast það að búa til rétt fyrir fólk, sem það hefur ekki. Við megum ekki ganga að þessum málum með því hugar- fari að ná einhverju fram fyrir neytandann því hann getur að sjálfsögðu verið með óréttmæta kvörtun." Áður en lengra er haldið er rétt að það komi fram að NAN sinnir aðeins málefnum félagsmanna. Hins vegar getur hver sem er lagt leið sína á skrifstofu NAN og rætt við þann sem er á vakt hverju sinni. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 16 til 18 og síminn er 22506. Gjarnan má koma fram að flestir, ef ekki allir, ófélagsbundnir sem leitað hafa ráða NAN hafa gerst félagar með það sama. Það kom fram hjá Stefáni og Stefaníu að NAN hefur ekkert vald til að framfylgja málum. Ef neyt- andi kemur og kvartar undan gall- aðri vöru, svo eitthvað sér nefnt, er haft samband við seljanda og reynt að ná sættum — en ekki er farið af stað í slíkt fyrr en kaupandinn er sjálfur búinn að kvarta án árang- urs. Flest mál sem upp hafa komið eru tengd fatahreinsunum, þvotta- húsurn og verslunum. í sjálfu sér er fátt hægt að gera ef seljandi neitar að taka rök NAN til greina, en auðvitað getur kaupandinn höfðað mál. Hins vegar er oftast um lágar upphæðir að ræða og sögðu þau Stefanía og Stefán að enn hefði ekki farið mál úr höndum NAN til dómsstóla. Þau hvöttu eindregið til þess að settur yrði á stofn neyt- endadómstóll, en eins og kunnugt er hafa verið töluverðar umræður um nauðsyn slíks dómsstóls til að flýta fyrir afgreiðslu mála. „Ég vildi hvetja fólk til að leita meira til okkar því við erum stöð- ugt að heyra um hvernig farið hefur verið með það. Enn þann dag í dag virðist fólk láta bjóða sér ýmislegt svo sem skemmda vöru sem það á í erfiðleikum með að fá að skila,“ sagði Stefanía. Rætt var um nauðsyn neytenda- fræðslu og það kom frá hjá Stefáni að fólki er heimilt að koma á skrif- stofu NAN og lesa þar um ýmislegt sem varðar neytendamál. NAN er áskrifandi að ýmsum þekktum neytendablöðum og sömuleiðis Amtsbókasafnið, ef fólk vill fremur leggja leið sína þangað. „Ég tel að það sé ekki síður mikilvægt að verslanir kaupi neytendablöð eða sendi starfsfólk sitt hingað, en í þessum neytendablöðum eru oft fróðlegar upplýsingar um þá vöru sem til sölu er. Því miður er van- þekking verslunarfólks á vörum of algeng," sagði Stefanía að lokum. Stefán Vilhjálmsson og Stefanía Arnórsdóttir. Fyrir framan þau er ritvél sem mun vera eina fasteign NAN. Eiðsvallagata 6. Skrifstofa NAN er á neðri hæð i nyrðri dyrum, en i syðri part hússins hefur Rauði krossinn aðsetur. Myndiriáþ. VERÐKÖNNUN N.F.A. KEA KEA KEA KSÞ Vörur Maqn Hrisalundur Kaupangur Garóshorn Hagkaup Glerárhv. Hafnarbúóin SvalbarSevri MolajSykur Mokka 500 gr. 5.35 6.25 - 5.95 6.05 6.80 6.75 Sykur 2 kg. 12. 15 12.90 - 5.95 1 kg. 12.90 14.35 16.50 Flórsykur 500 gr. 4.20 4.95 6.55 4.75 4.95 5.30 5.95 Hveiti 10 lbs. 26.50 R.H. 28.75 15.85 5 lbs. 25.70 Pilsb. 28.75 12.80 5 lbs. 32.55 Hrísgrjón River 434 gr. 4.85 - 5.90 4.95 5.70 5.05 6.95 Corn Flakes Kell. 340 gr. 12.35 - 18.85 12.40 21.35 375 gr. C.O. - 14.50 Royal lyftiduft 450 gr. 11.OS 13.00 5.50 200 gr. 11.85 13.00 11.95 13.15 Sýróp 500 gr. 22.55 25.30 23.95 25.65 26.50 24.95 45.85 lkg. Vilkosúpur ávaxta 7.60 - - 8.00 8.95 9.10 - Frón Matarkex - - - 8.00 - 9.00 9.25 Ritz saltkex 200 gr. 10.40 12.20 - 9.65 12.20 12.20 - ORA gr. baunir 1/2 dós 6.90 8. 10 11.65 1/1 dós 7.05 8.10 8.35 8.35 ORA rauökál 840gr. 1/1 dós 16.05 - 12.30 1/2 dós 16.50 12.05 1/2 dós 19.20 - Tóraatsósa Valur litil 10.25 stór - 9.40 7. 10 - . 8.50 8.50 Tómatsósa Libbys 340 gr. - - 6.80 6.70 - 7.95 7.95 Nautahakk 1 kg. 64.25 81.35 - 64.20 64.25 81.30 81.30 Gunnars Mayonnes 250 ml. 10.15 400 gr. 7.45 8.00 7.20 7.95 8.00 7.50 Egg 1 kg 40.50 40.50 - 38.90’ 40.50 - 37.00 Sardínur K.Jónss.i oliu 6.20 7.30 7.30 6.60 7.30 7.30 7.30 WC pappir Serla 2 i pk. 5.60 6.60 4.30 lst.Regin 6.70 4.05 lst.Regin 6.80 6.95 Eldhúsrúllur 2 í pk., 10.55 Leni 10.75 Leni 13.85 Serla 9.65 Serla 11.15 Leni 13.80 10.50 Þvottaefni VEX 3 kg. 42.80 43.35 C-ll - 32.70 2.3kg Iva 42.80 37.40 2.3kg.Iva 48.65 Tannkrem Colgate 140 gr. 7.10 90 gr. 10.80 7.60 90 gr. 9.95 10.80 11.80 50ml C1 —up Ú.25 Handsápa LUX 90 gr. 3.05 3.60 3.40 3.55 3.60 3.60 3.20 Jaróarber KRAKUS 1/1 dós 20.35 24.55 24.55 19.95 23.95 22.00 - Bl. ávextir 1/1 dós 20.30 Hearts D 23.90 T.P. 16. 30 425gr.D.M. 19.95 T.P. 23.90 T.P. 21.85 Isi 21.85 Isi Verðkönnun þessi var gerð á vegum Neytendasamtakanna 15. og 16. við fyrri kannanir. { ráði er að breyta um vörur í næstu könnun. Ait.h. á september. Um sömu vörur er að ræða og í nokkrum undanfarandi nautahakki kemur fram bæði 1. og 2. flokks verð. könnunum. Fólki er bent á að verið getur áhugavert að bera hana saman 4 - DAGUR - 22. september 1981 Lítil saga af tveimur ruslapokum Snemma í sumar mun hafa verið nagað það mesta af kantræsknum þeim sem eftir eru, framan við Brekkugötu 11,13 og 15. Var þetta gert í allsherjarhreinsun bæjarins, væntanlega vegna forsetaheim- sóknarinnar. Njólinn og heyruslið var að sjálfsögðu sett í 2 svarta plastpoka, sem biðu þess að verða fjarlægðir. — En svo leið allur júlímánuður. Pokarnir stóðu óhreyfðir, annar kominn að vísu talsvert fram á gangstétt og farinn að rifna af ágangi vegfarenda. En konur með barnavagna þurftu fram á götu til að sneiða hjá pokaræflinum. — Um miðjan ágúst hafnaði hann að lokum undir framhjóli bifreiðar, er var lagt þarna. Inni- haldið dreifðist langt fram á götu í allri sinni dýrð. í fleiri daga var pokadruslan á götunni, en nú óð- um tekin að léttast og hvarf að lokum en innihaldið dreifðist víða. En hvað varð um hinn? Jú, í gær 15. september var hinn pokinn kominn fram á götu og var milli framhjóla á bifreið þar. Hver verða afdrif hans? — Ég vil taka það fram að ég geng þennan vegarspotta á hverj- um morgni á leið í vinnu mína. Og nú er að bíða og sjá hvað setur. „fbúi á Norðurbrekkunni.“ ÓÞRIFNAÐUR VIÐ KAUPANG Kona í Akurgerði hafði samband við blaðið og bað það að koma á framfæri óánægju sinni með það, hversu slælega væri staðið að því að þrífa i kring um verslanirnar í Kaupangi. Hún sagði að þetta hefði snar versnað eftir að Kaup- félagið tók við rekstri kjörbúðar- innar og væri svo, sem ekkert væri hugsað um að halda planinu fyrir framan verslunina þrifalegu. „Mér er svo sannarlega ekki illa við Kaupfélagið, en mikill munur var á þrifnaðinum meðan Bjarni rak sína verslun í Kaupangi,“ sagði frúin, og kvaðst vera að hugsa um að senda Val strásóp, í þeirri von að það vekti athygli meðal ráðamanna á óþrifnaðinum á planinu. Minning Hallgrímur Vilhjálmsson F. 11. des. 1915 ■ Lygn streymir Don og lyngt rann ævifljót Hallgríms Vilhjálmssonar tryggingafulltrúa Akureyri að ósinum eilífa, en enginn sem til þekkti efaðist um að það fljót væri bæði þungt og vatnsmikið. Við héldum hjónin, síðast þegar leiðir okkar lágu saman að enn ætti þar eftir að renna mikið vatn til sjávar, og urðum ekki síður en aðrir undrandi á hverfulleik lífsins. Því þessar línur, — með kveðju frá okkur hjónum og Birni litla. Fundum okkar bar fyrst saman í október 1975 er Hallgrímur, líkt og svo oft síðar með einurð, drenglund og hollráðum greiddi götu okkar á Akureyri. Hallgrímur hafði sérstakt lag á að birtast þegar ráða var þörf og þegar hann fór var líkt og aldrei hefði verið þar vandamál. Urðu nú tíðir fundir okkar hjóna með Haligrími og hans ágætu konu, Ásgerði Guðmundsdóttur og löngum setið fram eftir við rabb og spil. Var aldrei að finna að aldurs- munur væri þar á, þótt yfirburðir þeirra gætti strax í umræðu og vallarsýn. Vorum við tekin allt í senn, sem félagar, vinir og börn þessara ágætu hjóna sem svo vel sameinuðu bestu eiginleika þing- eysks stórhöfðingja og húnvetnskr- ar sómakonu. Er við I978 héldum frá Akureyri á ný fylgdu okkur góðar kveðjur og óskir um góða endurfundi. Þótt heimsóknir strjáluðust héldust tengslin með bréfaskriftum og ekki hvað síst er við héldum til Svíþjóðar — og hallaði þá heldur á okkur ef eitthvað var. Alltaf var unun af bréfum Hall- gríms, sem voru allt í senn, fræð- D. 14. sept. 1981 andi, uppörvandi og drjúg af holl- um ráðum. Oft furðuðum við okkur á hve tími hans varð drjúgur — því áhugamál átti hann fjölmörg þó útivera, félags- og stjórnmál ættu hug hans mestan. Hallgrímur tók virka afstöðu til flestra mála og ætíð drengilega og aldrei heyrðum við hann halla máli. Hann vann og langan vinnudag sem trygginga- fulltrúi og forstöðumaður Trygg- ingastofnunar ríkisins á Akureyri og taldi þar mikilvægust mál kjör aldraðra og einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, því jafnaðarmaður var hann ekki aðeins í orði heldur á borði. Óhætt er að fullyrða að fáir hafi verið svo gjörkunnugir trygginga- málum og löggjöfum almanna- trygginga sem Hallgrímur. Við áttum aðeins skamma stund með Hallgrími og því margir aðrir sem betur kunna að segja sögu hans — en af þeim þunga sem á okk- ur lagðist við þá váfrétt að Hallgrímur væri allur, skiljum við að mikill er harmur þeirra sem áttu hann allan og betur þekktu. Við sjálf rifjum upp stutt kynni og seinustu fundi í ágúst síðast- liðnum er við Elinborg kynntum Björn litla Hallgrími og konu hans Ásgerði að Víðivöllum Akureyri og var það honum vel að skapi. Við þökkum af alhug góð en því miður stutt kynni. Við sendum Ásgerði, börnum, tengda- og barnabörnum samúð- arkveðjur og óskum Hallgrími vini okkar góðrar heimkomu og guðs- blessunar. A rnar, Elinborg og Björn. Umsjón: Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Árni Njálsson flautar til leiks: Akureyrarmótið Enn hefur ekki tekist að Ijúka Akureyrarmóti M.fl. í knatt- spyrnu hvorki 1980 né 1981. í blaðagrein í einu af Reykja- víkurblöðunum var undirritað- ur talinn höfuðóvinur þess að því ágæta móti væri enn ekki lokið, og því heitið að þessi skarfur skyldi ekki komast upp með það einu sinni enn. f til- efni af fyrrnefndri grein langar mig að leggja nokkur orð í belg um knattspyrnu á Akureyri og Akureyrarmót. Ég lýsi því yfir skýrt og ákveðið að ég kom alls ekki með slæmt hugarfar til Akureyrar, ekki sem niðurrifsmaður í knattspyrnu- málum, heldur var tilgangurinn sá að reyna að láta eitthvað já- kvætt af sér leiða. Um árangur eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir. Skipulag á knattspyrnumótum bæði M.fl. og annarra flokka er að mínu viti i ólestri, það eina sem er í góðu lagi er skipulag og framkvæmd dómara og línuvarða varðandi þessi mót. Það bezta sem ég þekki til á landinu. Sú framkvæmd að vera með Akur- eyrarmót í M. fl. í miðri deildar- keppni félaganna er vonlaus a.m.k. meðan félögin eru í I. eða 2. deild. Með tilliti til þess að Akureyr- armót skipar enn verðugan sess meðal bæjarbúa, og líkar mér það vel, að sú keppni er hátt skrifuð, tel ég að þeim mun meiri ástæða sé að vel sé framkvæmt og finna verði fast form og því fylgt með festu og reisn. Vil ég benda á nokkra punkta. 1. Leiknir verði tveir leikir á ári. 2. Fyrri leikur verði ávallt fyrsti grasleikur ársins. 3. Síðari leikur ávallt síðasti grasleikur ársins. 4. Hagstæðari markatala ráði úr- slitum ef stig verði jöfn. 5. Vítaspyrnukeppni ef marka- tala dugir ekki. Árni Njálsson. Ýmsa aðra möguleika má benda á t.d. Sjómannadaginn eða 17. júní sitthvað fleira gæti komið til greina, en með tilliti til hnatt- stöðu er erfitt að dagsetja leiki snemrna sumars. Tel ég því að fyrrgreindu punktarnir séu heppilegri. Það væri gaman að ræða ýmsa fleiri þætti knattspyrnunnar á Akureyri, en slíkt verður að mestu að bíða betri tiðar. Eitt langar mig þó að minnast á, en það eru leikir varaliða eða 1. flokks. í sumar fór enginn leikur fram I 1. fl„ tveir í fyrra. Hér er vandamál á ferðinni. Þegar hætt var að senda Í.B.A. lið í íslands- mót. held ég að hugmyndin hafi m.a. verið sú að gefa fleirum tækifæri til að keppa í knatt- spyrnu, en áður var. Hér var örugglega skynsamleg ákvörðun. En hafa mikið fleiri menn fengið tækifæri? Sú þróun sem nú ríkir um allt land, að fá leikmenn úr öðrum félögum, er varhugaverð orkar a.m.k. tví- mælis, skal þó ekki farið nánar út í það. Hitt er staðreynd eins og málum er nú háttað, fær aðeins A.-lið, 11-14 leikmenn, að spreyta sig í hvoru félagi allt sumarið. Hvað er til ráða? Ég vil benda á tvo möguleika. 1. Þar sem félögin Þór og K.A. leika yfirleitt sama dag í deildun- um. væri ágætt að láta varaliðin leika daginn eftir a.m.k. 8-10 leiki á sumri, því það er staðreynd að leikmenn fá fri daginn eftir alvöruleik. 2. Væri ráðlegt að koma frani ■ með tillögu á K.S.Í.-þingi að félögum væri heimilt að senda lið í fleiri en eina deild? (Slíkt gera Færeyingar t.d.) Ég hefi hér að framan bent á nokkur atriði. en aðalmálið er að taka málin föstum tökum. og vinna með festu og krafti en ekki eins og karlinn sem hitti aldrei boltann. en tók eftir í leikslok að hann var í öfugum skónurn. Senn haustar. Undirritaður hefur tekið sarnan föggur sínar og kvatt Akureyri. Mér leið vel á Akureyri. Oft ánægður. stundum stressaður. Ég átti ánægjulegt samstarf við alla sem starfa að knattspyrnumálum. bæði sam- herjum og mótherjum og sendi þeim öllum baráttukveðjur. 12. september 1981. Arni Njá'.sson. Rúss- arnir eru komnir norður Verðlaunahafarnir I Firmakeppninni með verðlaun sín. Sovéska handknattleiksliðið Kunsevo er komið hingað til lands, og leikur í kvöld og annaðkvöld á Akureyri. f kvöld verða Þórsarar mótherjar sovétmannanna en KA menn annað kvöld. Um þetta sovéska lið er það að segja að þar er valinn maður í hverju sæti, og liðið hefur und- anfarin ár verið í hópi bestu félagsliða í heimalandi sínu. Um leið er liðið íhópi bestu félagsliða 1 Evrópu. Á meðal leikmanna liðsins er Vladimir Belov, ungur leikmaður sem er fyrirliði sovéska landsliðs- ins. Hann er einn af fimm lands- liðsmönnum Kunsevo. Leikir liðsins hér verða fyrstu opinberu handknattleiksleikir keppnistímabilsins, og er áhuga- fólk hvatt til að mæta. Leikirn- irverða í Skemmunni, kl. 20 bæði kvöldin. Sigurinn féll Iðnaðardeild SISí Félagar t Golfklúbbi Akureyr- ar láta ekkert koma í veg fyrir að þeir geti spilað golf, hafi þeir það í huga. Það kom glöggt í Ijós um helgina er úr- slitin í Firmakeppni klúbbsins fóru fram. Veður var mjög slæmt, rok og rigning, og ekki beint óskaveður fyrir golfleik- ara, en tæplega 40 kylfingar mættu til leiks engu að síður, og þeir luku keppninni nteð glæsibrag. fang Sigurvegari varð Gunnar Rafnsson. en hann lék fyrir Iðn- aðardeild Sambandsson. Var Gunnar á 67 höggum nettó. í öðru sæti varð Sigbjörn Gunn- arsson. en sá snjalli kylfingur keppti fyrir Þórshamar. Sigbjörn lék á 72 höggum nettó. þrernur höggum betur en Jóhann Sigurðsson sem var í þriðja sæti en hann lék fyrir Teiknistofu Hauks Haraldssonar. 22. september 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.