Dagur - 22.09.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 22.09.1981, Blaðsíða 8
BAGUE Akureyri, þriðjudagur 22. september 1981 Bilaperar ■ ciecTAR 6-12 og 24 volta TEGUIHHR SAMLOKUR fyrir og án peru Jón Hlöðver við nýja pípuorgelið. Það lætur ekki mikið yfir sér, en á vafalaust eftir að koma að góðum notum f framtiðinni. Mynd: áþ. Sá fyrsti sem fær pípuorgel Saga Húsa- víkur Nýlega er komin út Saga Húsa- víkur, 1. bindi. Aðalhöfundur verksins, Karl Kristjánsson fyrrum alþingismaður lézt 1978, áður en handrit hans var fullbú- ið til prentunar, en Kristján Karlsson og Ingimundur Jóns- son hafa séð um útgáfu þessa bindis. Fyrsti kaflinn er mikil ritgerð eftir Sæmund Röngvaldsson og heitir Húsavík fyrri tíma, með undirfyrirsögninni: Verslun, brennisteinsnám og kirkja. Er hér fjallað rækilega um efni sem lítið hafa verið rannsökuð fyrr. Húsatal nefnist langur þáttur, þar sem lýst er hverju húsi í kaupstaðnum og víða vikið að sögu eldri húsa. Þá eru þættir um prestsetrið og gamlar hjáleigur þess og um jarðir sem lagðar hafa verið til kaupstaðarins og sagt frá fólki sem þar bjó. Yfir- leitt er mikil persónusaga í bókinni, svo sem þættir af svetarstjórnar- og bæjarstjórnarmönnum. læknum, prestum, sýslumönnum og bæjar- stjórnarmönnum. læknum, prest- um, sýslumönnum og bæjarstjór- um. Alllangir þættir eru um Kaup- félag Þingeyinga og um Funda- félag Húsvíkinga, merkilegt félag, sem átti á sínum tíma drjúgan hlut að framfaramálum kauptúnsins. Ýmsir fleiri kaflar eru í bókinni. Hún er prýdd miklum fjölda mynda af fólki, mannvirkjum og staðháttum. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur eignast pípuorgel og mun vera fyrsti tónlistarskóli lands- ins sem á slíkan grip. Orgelið, sem var keypt af popparanum góðkunna Karli Sighvatssyni, hefur fjórar raddir — þ.e. fjórar gerðir af pípum. Það var smíðað í Austurríki 1977 af þekktum orgelsmið, Gerhard Hradepzky. Sá hinn sami er nú að smíða orgel fyrir Langholtskirkju. „Karl Sighvatsson notaði þetta orgel ákaflega lítið, en það keypti hann þegar hann var við nám í Austurríki og flutti hljóðfærið með sér heim 1979,“ sagði Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri Tónlistar- skólans þegar hann sýndi blaðam. Dags hljóðfærið. „Við þennan skóla hefur verið rekin mjög öflug orgeldeild og nokkrir nemendur Rauði kross Islands hefur þegið boð ferðaskrifstofunnar Útsýn- ar um afslátt á ferðum lífeyris- þega í nokkrum tilteknum ferð- um til Spánar í vetur. Er öllum lífeyrisþegum, jafnt félögum Rauðakrossins sem öðrum, gef- inn kostur á 500 króna afslætti frá auglýstu verði Útsýnar í fjórum sex vikna ferðum til Costa del Sol. Brottfarardagar héðan hafa farið í framhaldsnám í orgelleik. Sumir hverjir eru nú orgelleikarar við kirkjur. Þetta hljóðfæri mun vafalaust koma til góða tónlistarstarfi í landinu þegar fram í sækir.“ Á þessu orgeli er nú aðeins eitt hljómborð, en Jón sagði litlum vandkvæðum háð að bæta við öðru hljómborði og tveimur viðbótar- röðum af pípum. f hljóðfærinu eru eitthvað á 3ja hundrað pípur. Hver pípa er handsmíðuð eins og raunar hljóðfærið allt. Pípuorgelið verður í nýjum tónleikasal, sem nú er verið að innrétta í húsnæði skólans. Skólasetning Tónlistarskól Akur- eyrar verður n.k. föstudag kl. 17 í Akureyrarkirkju, en ekki í dag eins og sagði í síðasta blaði. Skólasetn- ingunni var frestað af óviðráðan- legum ástæðum. eru 22. október, 3. desember, 14. janúar og 25. febrúar. í gildi ersérstakur50% afslátturá innanlandsflugi ellilífeyrisþega, sem gerir eldra tolki utan af landi hagstæðara að nota sér þessi kjör. Upplýsingar um þessar ferðir fást hjá umboðsmanni Útsýnar á Akureyri, Aðalsteini Jósepssyni í Bókval, og um afslátt í innanlands- flugi hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar við Ráðhústorg. Afsláttur fyrir aldraða — innanlands og í sólarlandarferðum Smábátahöfn á Siglufirði september eins og venjulega, en þá er eins og þeir vakni af dvala. Nú á að fara að ganga endan- lega frá togarabryggjunni, en krikarnir voru ófrágengnir. Stórgrýti verður sprengt einhvers staðar utan úr fjalli og grjótgarðar gerðir' sitt hvoru megin við bryggjuna. Þá eru að hefjast fram- kvæmdir við innri höfnina. Þar verður búinn til grjótgarður í norð- ur frá þeim stað, þar sem stálþilið endar í fullri hæð. Þar eiga smærri dekkbátar og trillur að liggja. Ann- ars skilur það raunar enginn maður hvernig stóð á því, að skorið var ofan af stálþilinu, sem búið var að reisa með miklum myndarbrag. Gárungarnir segja raunar að ef veður hefði leyft, hefði verið skorið ofan af öllu þilinu. Það sem eftir stendur kemur nú að góðum notum sem smábátalægi. S.B. Siglufjörður 15. scptembcr Starfsmenn Vita- og hafnar- komnir á staðinn og eru að hefja málaskrifstofunnar eru nú framkvæmdir, — um miðjan I þessum krika í innri höfninni á Siglufirði er nú verið að hefjast handa við gerð smábátahafnar. Grjótgarður kemur út frá stálþilinu, þar sem það er í fullri hæð. Stálþilið náði á sínum tíma alveg út á enda á uppfyllingunni, en síðan var skorið ofan af því og erfiðlega hefur gengið að fá skýringar á þvl, hvers vegna það var gert. Mynd H.Sv. fp T MT n f 1 úTT 11 ílll j Lb S _ Jju_ § Sérhæfðir lögregluskór Eins og framkemur á forsíðu þessa blaðs hefur Dómsmála- ráðuneytið ákveðið að kaupa 500 pör af „Sérhæðum" lög- regluskóm frá Þýskalandi, og eiga verðir laganna á landi voru að íklæðast þessu skótaui sem er af gerðinni MANZ. f viðtalinu við Hjalta Zóphóníasson deildarstjóra í Dómsmálaráðuneytinu kemur fram að ein af ástæðum þess að skórnir eru keyptir frá Þýskalandi sú, að hér sé um að ræða „sérhæft" skótau, og þá vitum við það. £ Leynilög- regluskór? En hvernig skyldu „sérhæfðir lögregluskór" iíta út? Við fengum nokkra menn til þess að velta því máli fyrir sér yfir helgina, og komu niðurstöður þeirra í gærmorgun frá svefn- vana hugsuðunum. Voru uppi margar tilgátur um hvers konar skór hér væru á ferðinni, og skulu nokkrar raktar hér. Einn hugsuðurinn áleit það nokkuð víst, að hér væri um að ræða svokallaða „leynilög- regluskó", skó sem væru út- búnir ýmsum tólum og tækjum s.s. talstöðvum, blikkljósum, handjárnum og taktmæli. Taldi þessi „hugsuður að tllkoma þessa skótaus á fótum ís- lenskra lögreglumanna myndi valda byltingu hérlendis í allri löggæslu. £ „Tilgengnir“ skór? Frá einum kom fram tilgáta um að „sérhæfðu skórnir" væru búnir að gangast undir sér- stakt próf í MANZ-verksmiðj- unum þýsku. Þeir væru orðnir „tilgengnir" (samanber að pípur eru tilreyktar og bifreiðar tilkeyrðar). Var það álit þessa „hugsaðar" að með þessum nýja skóbúnaði mætti nýta lögreglumenn í götulögreglu fram á tíræðisaldur, gangan væri svo mun léttari og átakaminni. En sú tllgáta sem kom okkur mest á óvart, og olll reyndar nokkru uppnámi er hún var sett fram, var að hér væri um að ræða gamlar þýskar birgðir af skóm frá stríðsárunum, svo- kallaða SS skó. Benti þessi sami vlðmælandi okkar á að SS stæði sennilega í þessu til- felli fyrir „special service" og værl það sökum þess að á tá þeirra væri stálhlíf sem gjarn- an væri beitt f návígi. Sagðist þessi „hugsuður“ óttast mest að íslenska lögreglan myndi taka upp nýjar aðferðlr í sam- skiptum sínum við almenning um leið og hún væri komin með þessa skó á fæturna. NÝ GLÆSILEG BIFREIÐ í ,,FLOTANN“ Flugbjörgunarsveitinni á Akur- eyri bættist nýlega glæsileg bif- reið í flota sinn. Er hér um að ræða bifreið af gerðinni FORD ECONOLINE 350. Fyrir voru í flota sveitarinnar tveir snjóbílar og tveir bílar á hjól- um, Dodge Weepon 1942 árgerð og „Rússajeppi“. Er ekki að efa að með tilkomu nýja bílsins er sveitin mun betur í stakk búin en áður að sinna útköllum. Myndin sýnir er Árni Björnsson framkvæmdastjóri Bílasölunnar h/f (lengst til vinstri) afhendir Birni Sigmundssyni varaformanni Flug- björgunarsveitar Akureyrar lykl- ana að nýju bifreiðinni. Til hægri á myndinni er Stefán Baldursson, en hann sér um bifreiðakost Flug- björgunarsveitarinnar. Ljósmynd gk'- Flugbjörgunarsveitin á Akureyri:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.