Dagur - 06.10.1981, Page 8

Dagur - 06.10.1981, Page 8
Akureyri, þriðjudagur 6. október 1981 mmm ■HWI ÚTTEKT Á LÖG- REGLUSTÖDVUM f þessum mánuði verður gerð út- tekt á öllum lögreglustöðvum landsins. Verkið er unnið á veg- um Landssambands lögreglu- manna og dómsmálaráðuneytis- ins. Það eru þeir Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður á Akureyri og Þor- grímur Guðmundsson. lögreglu- maður í Reykjavík, sem munu aka hringinn í kringum landið og gera úttektina. Þorsteinn Pétursson sagði að víða um land væri ástand lögreglu- stöðva bágborið og nefndi sem dæmi að á einum stað væri lög- reglustöð í bíiskúr og á Seyðisfirði var byggingin ekki traustbyggðari en svo að hún fauk s.l. vetur eins og mönnum er í fersku minni. „Við munum kanna jafnt aðstöðu lög- reglumanna og ástand fangaklefa,“ sagði Þorsteinn. Refalæður að Böggvisstöðum Nú er unnið að byggingu nýs skála við minkabúið að Böggvisstöðum á Dalvík. í hon- um verða vistaðar refalæður, sem eru þær fyrstu sem búið fær. Gert er ráð fyrir að í skálanum, sem er 2.300 m2 að stærð, verði pláss fyrir um 300 refalæður. Fyrstu 150 læðurnar koma frá Grenivík um miðjan desember. Þess má geta að nú eru um 3000 minkaeldislæður í búinu að Böggvisstöðum. AG. Aflaskipið Sigurður á leið í slipp. Myndin var tekin seint um kvöld. Mynd:áþ. SKÁK- FELAG AKUR- EYRAR INÝTT HÚSNÆÐI „Við höfum verið í miklum hús- næðisvandræðum og það hefur staðið allri starfssemi félagsins mjög fyrir þrifum“ sagði Karl Steingrímsson formaður Skák- félags Akureyrar í samtali við DAG, en Skákfélagið flytur n.k. laugardag í nýtt húsnæði að Strandgötu 19b. „Við óskuðum eftir því að fá þetta húsnæði keypt af bænum, en fengum ekki“ sagði Karl. „Við fengum það hinsvegar leigt til nokkurra ára og það mun valda byltingu í allri starfssemi okkar að flytja þar inn.“ — Félagar í Skákfélagi Akur- eyrar eru um 100 talsins, og er óhætt að segja að helmingur þeirra sé vel virkur og taki þátt í starfinu. Mikil gróska hefur verið í öllu starfi félagsins þrátt fyrir húsnæðisvand- ann, og er ekki að efa að starfs- semin á eftir að aukast mjög er flutt verður í hið nýja húsnæði. Bannað að slátra full- orðnu fé á Kópaskeri Starfsmenn Sauðfjárveikivarna ríkisins ákváðu fyrir skömmu að tæplega 600 ám úr Keldu- hverfi skyldi slátra á Húsavík í stað Kópaskers eins og venja er. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, kaupfélagsstjóra á Kópa- skeri,er þetta gert til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu riðu. Riða er vel þekkt vestan Jökulsár, en hefur enn ekki náð fótfestu austan ár. „Enn er leyft að slátra lömbum af riðusvæðinu í sláturhúsinu á Kópaskeri, en talið er að smit ber- ist ekki milli lamba,“ sagði Ólafur. Hann kvað skiptar skoðanir vera um gagnsemi þessa banns, og tók það fram að í rauninni vissu menn ekki hvað riða væri né heldur hvem ig hún bærist á milli kindanna. Riða leggst eingöngu á fullorðið fé. í skeyti sem barst frá Sauðfjár- veikivörnum segir: „Vegna riðuvarna hefur verið ákveðið að öllu fullorðnu fé úr Keldunes- hreppi verði lógað á Húsavík. Til nánari útskýringar skal þess getið að heimila má að þessu sinni lógun á veturgömlum hrútum á Kópa- skeri fyrir tímamörk sem sett verða varðandi kjöt á hrútum nema unnt sé að fá þeim lógað á Húsavík fyrir sett tímamörk. Varasemi skal þó gæta við slátrun þeirra á Kópa- skeri. Þetta gildir þó í engu tilfelli um kindur sem hafa riðuveikiein- kenni. Þær má alls ekki flytja til Kópaskers. Þessi ákvörðun er tekin í þeim tilgangi að efla varnir Norðaustur- lands og er þess vænst að þeir sem verða fyrir óþægindum af völdum hennar taki henni með skilningi.“ Þess eru dæmi að bændur í Kelduhverfi hafi misst fjölmargar ær úr þessari veiki, sem er einnig þekkt víðar á landinu. Veiki þessi er svo skæð að fé hefur verið alveg skorið niður á einstaka bæ hér á landi. TRESMKMR FOR- DÆMAINNFLUTNING Fundur í Trésmiðafélagi Akureyrar, sem haldinn var á dögunum, lýsti yfir miklum áhyggjum yfir þeim mikla samdrætti, sem orðið hefur í byggingu íbúðahúsnæðis á Akureyri. Jafnframt fordæmdi fundurinn „hömlulausan innflutning fullunninar trévöru — hús- gagna, innréttinga og tilbúinna húsa.“ í frétt frá Trésmiðafélagi Ak- ureyrar, kemur fram að fyrir nokkrum árum var á Akureyri blómleg húsgagnaframleiðsla, sem að mestu er aflögð í dag. Fundurinn skoraði því á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir því að grundvöllur inn- lendrar húsa- og húsgagnafram- leiðslu verði efldur, t.d. með nið- urfellingu tolla af hráefni og vél- um. „Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Akureyrar og þingmenn kjördæmisins að greiða fyrir og stuðla að uppbyggingu atvinnu- tækifæra á Akureyri og Norður- landi öllu, þannig að ávallt verði þar næg atvinna.“ Einnig hvatti fundurinn alla Norðlendinga til samstöðu um Blönduvirkjun og beindi þeirri áskorun til bæjarstjórnar Akur- eyrar að hún beitti áhrifum sínum til að knýja á um Blönduvirkjun. „Það er skoðun trésmiða á Akur- eyri að slík virkjun stuðli mjög að fjölgun atvinnutækifæra í bygg- ingaiðnaði og iðnaði á Norður- landi, einnig í hinum ýmsu þjónustugreinum.“ „Fundurinn bendir á að orku- frekur iðnaður er nauðsyn til fjölgunar atvinnutækifæra og uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar sem víðast." — • Einkennileg afstaða Á Landspítalanum liggur ung- ur maður, sem tllheyrír söfnuði Votta Jehova, þungt haldinn af bráðahvítblæði, en fær ekki blóðgjöf af trúar- ástæðum. í reykvísku blaði segir Einar Sigurbjörnsson, prófessor, að sú túlkun Votta Jehova, að neita blóðgjöf bygglst á ákaflega frumstæð- um mannskilningi. „Ég held að Vottar Jehóva byggi þennan misskilnlng sinn á þeirri skoðun Gamla Testamentisins að sálin sé í blóðinu og þess vegna álíti Vottar Jehóva að þeir séu að gefa af sinni eigin sál þegar þeir gefa blóð og þyggja af sál annarra þegar þeir þiggja blóð.“ .... „Við lútherskir menn teljum að þessi túlkun Gamla Testa- mentisins á blógjöfum sé eitt af því sem Kristur hafi afnum- ið,“ sagði Einar. Þess eru dæmi erlendis frá að fólk úr þessum söfnuði hafi látist vegna þess skilnfngs sem lagður er í blóðgjöf ina. • Ætlaheild- salar....... Sá orðrómur er á kreiki í bæn- um að nokkrir heiidsalar á Ak- ureyri hafi í hyggju að stofna og starfrækja stórmarkað. Ástæðan mun vera sú að stöð- ugt fækkar viðskiptavinunum og er skemmst að minnast þess að Kaupfélag verka- manna hætti starfsemi og Bjarni í Bjarnabúð leigðí KEA húsnæði sitt. Sem sagt: við- skiptavinirnir hverfa og þá er ekki um annað að ræða en að drífa sig af stað og fara að selja í smásölu. • Enginupp- gjafartónn „Það kemur fram í Degi að e.t.v. hætti þetta fyrirtæki starfsemi. Það er ekki rétt og ekkert bendir í þá átt. Fyrir- tækið hefur og mun selja allar tryggingar áfram og hefur staðið við og mun standa við allar sínar skuldbindingar," sagði Halldór Jónsson, fram- kv.stj. Norðlenskrar trygging- ar vegna klausu í Smáu og stóru fyrir helgi, en sú klausa var tekin upp úr Visi og var dregin ályktun af ummælum Halldórs og Erlendar Lárus- sonar, forstöðumanns Trygg- ingaeftirlits ríkisins. Halldór sagði að e.t.v. væru væntanlegar einhverjar minni- háttar breytingar á félaginu. Hins vegar verður fundur hluthafa innan tíðar og þá verða málefni fyrirtækisins rædd gaumgæfilega og m.a. sú staðreynd að ekkl hefðl tek- ist að auka hlutafé í fyrirtækinu þrátt fyrir útboð. „Það er verið að vinna í þessum málum eins og er og stutt í að liggi fyrir nið- urstaða," sagði Halldór.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.