Dagur - 15.10.1981, Page 8

Dagur - 15.10.1981, Page 8
f síðustu viku héldu nokkrir eig- endur báta á Húsavík, sem stundað hafa síldveiðar í lagnet og eru undir 10 rúmlestum að stærð, fund þar sem mótmælt var harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins, að stöðva síldveiðar umræddra báta. Sem kunnugt er höfðu allir bátar síldveiðileyfi til 20. októ- ber, en leyfið var síðan tekið af þeim bátum sem minni voru en 10 tonn. í bréfi sem sjö eigendur báta undir 10 lestum að stærð hafa sent sjávarútvegsráðherra er mótmælt „þvi gerræði og þeirri fyrirlitlegu mismunun" að stöðva veiðar þeirra. í bréfinu taka sjömenning- arnir fram, að þeir hafi eins og aðrir útgerðarmenn lagt í umtalsverðan kostnað vegna veiðanna. Þeir segja að hagsmunaaðiljum sé mismunað með þessari ákvörðun, sem hljóti að „teljast hæpin með hliðsjón af þeim ákvæðum stjórnarskrár lýð- veldisins, að allir séu jafnir fyrir lögunum." Þá taka þeir fram, að þeir stundi ekki trilluútgerð sem tómstunda- gaman, heldur séu fiskveiðar þeirra lifibrauð. Þeir gera þá kröfu að slík mismunun komi aldrei fyrir aftur og að þeir geri þá kröfu, að sá skaði sem ákvörðunin hafi haft í för með sér fyrir þá verði bættur. Undir bréfið skrifa Sigurður Gunnarsson, Sigurjón Kristjáns- son, Helgi Kristjánsson, Jón B. Gunnarsson, Bragi Sigurðsson, Pálmi Héðinsson og Guðmundur Baldursson. ' MINNI AFLIÁ LAND Þegar skýrsla yfir aflamagn á Norðurlandi fyrstu 9 mánuði ársins er athuguð, kemur í Ijós að heildaraflamagn á þessum tíma er aðeins 72% miðað við sama tíma á síðasta ári. Skýr- ingin er einföld, hún liggur í því að á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur aðeins verið iandað 65.343 tonnum af loðnu á móti 136.131 tonnum á sama tíma í fyrra. Ef litið er á þorskveiðarnar kemur hinsvegar í ljós að afla- aukning bátanna er 11,6% frá fyrra ári, aflinn fyrstu 9 mánuðina 28.653 tonn, og togarar hafa landað 7.3% meiri þorski en á sama tíma í fyrra eða 47.389 tonnum. Talsverð aukning er einnig í botnfisksafla, en samdráttur hefur orðið í veiðum á rækju og hörpudisk. Hinsvegar var 1776 tonnum landað af síld fyrstu 9 mánuði ársins á móti 456 tonnum á síðasta ári og nemur sú aukning 289%. Tölur um heildaraflamagn fyrstu 9 mánuði ársins eru 169549 tonn á móti 234512 fyrstu 9 mánuði árs- insl980. Þrír prestar á Akureyri í gær var tekin ákvörðun um það hjá yfirvöldum að auglýsa skyldi tvö prests- embætti laus til umsókn- ar á Akureyri, og er þá orðið Ijóst að prestum í bænum verður fjölgað úr tveimur í þrjá. Sem kunnugt er hefur ný- skipaður biskup, herra Pétur Sigurgeirsson, fráfarandi prestur á Akureyri beitt sér mjög fyrir því að fjölgað yrði í prestastétt í bænum, og hann fékk í gær staðfestingu frá ráðherra um að það yrði gert. í dag verður auglýst laust til umsóknar embætti sóknar- prests við Akureyrarpresta- kall, og einnig embætti sókn- arprests í Lögmannshlíðar- sókn, en íbúar utan Glerár heyra undir það embætti. Prestur í Lögmannshlíðarsókn mun einnig þjóna Miðgarða- sókn í Grímsey. if 5 m í-jTvS*3#- f.7-ilcSSOJja*as íe ?■; Náðu í bækling um nýju UNIFLO+ á næstu UNIFLO JNIFLO* BRÆNDSTOF W<ÐKi MOTORSUD PREMIUM Ef bílar gætu talað bæðu SUM ^NIFLO smurolíuna Þessi nýja UNIFLO+ smurolía gerir betur en að fullnægja ströngustu gæðakröfum sem framleiðendur bensínbíla gera til slíkrar olíu. Hún hefur að geyma ný þaulprófuð bæti- efni sem draga stórlega úr núnings- mótstöðu vélarinnar. Ef þú ferð síðan reglulega með bílinn í smurningu ertu vel settur því nýja UNIFLO+ tryggir: • Léttari gangsetningu í kuldum • Minni eldsneytiseyðslu • Minni smurolíueyðslu • Minna mótorslit Bjóddu bílnum þínum upp á nýju UNIFLO+ á næstu bensín- eða smur- stöð ESSO. - Það gerir honum gott. tsso

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.