Dagur - 24.11.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 64. árgangur KodaK Akureyri, miðvikudagur 25. nóvember 1981 89. tölublað SKIPTAR SKOÐANIR UM SAMNINGANA Prestkosningar: Prestkosningar fara fram á Ak- ureyri 6. desember og verða kosnir tveir nýir sóknarprestar, annar fyrir Akureyrarprestakall og hinn fyrir Glerárprestakall. Eins og fólki mun kunnugt eru fjórir í kjöri, þeir Gylfi Jónsson og Pálmi Matthíasson í Glerárpresta- kalli og þeir Jón A. Baldvinsson og Þórhallur Höskuldsson í Akureyr- arprestakalli. Tveir umsækjendanna messuðu á Akureyri um helgina, en um næstu helgi messa hinir tveir í Ak- ureyrarkirkju. Það eru þeir Þór- 'hallur Höskuldsson sem messar kl. 14 og Gylfi Jónsson sem messar kl. 17.1 opnu blaðsins í dag eru fram- bjóðendumir fjórir kynntir. ÁTTUNDA KRÖFLU- GOSI lokið Á mánudagsmorguninn hætti nær alveg að gjósa í síðasta virka gýgn- um á Kröflusvæðinu. Ailt bendir nú til þess að áttunda gosinu i Kröflu sé nú iokið. Þetta gos stóð skemur en undanfarin fjögur gos, fimm sól- arhringa og sex klukkustundir. Næstu gos á undan stóðu yfirleitt f sex til átta sólarhringa. Gosið núna byrjaði aftur á móti af meiri krafti en hin gosin. Hraunið úr þvi þekur líka stærra svæði en fyrri hraun eða um 18 ferkflómetra. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þýðusambandi íslands hafa öll stóru verkalýðsfélögin sam- þykkt nýgerða kjarasamninga og allur þorri hinna smærri hef- ur gert slfkt hið sama. Á mánu- dagskvöld tókust samningar í kjaradeilu Félags bókagerðar- manna og Félags prentiðnaðar- ins. Félagsfundir samþykktu samningana á þriðjudag. Fyrstu blöð komu því út á miðvikudag. Samkomulag aðila vinnumark- aðarins gerir ráð fyrir að síðast- gildandi samningar framlegist til 15. maí ’82. Frá 1. nóvember hækka öll laun um 3,25%, og frá 1. nóvember skulu lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu vera kr. 5.214 á mánuði að meðtalinni fyrrgreindri hækkun. Hinn 1. desember greiðast verðbætur á laun í samræmi við hækkun framfærsluvísitölu frá 1. ágúst til 1. nóvember ’81, en 1. mars ’82 greiðast verðbætur á laun sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 13, ’79. Mynd: KGA. Samningaviðræðum á að halda áf- ram eigi síðar en 15. mars og samningurinn fellur úr gildi án uppsagnar hinn 15. maí. Jón Helgason, formaður Eining- ar, sagði í samtali við Dag að ekki væri hægt að tala um samningá: „Þetta er frestum á samningum.“ Með tekjutryggingunni sagði Jón að væri stigið merkt skref. „Það var engin gleði yfir hópnum sem sam- þykkti samningana.“ Þóra Hjalta- dóttir, forseti Alþýðusambands Norðurlands, sagði að innan sam- Á 24. kjördæmisþingi framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra var samþykkt að efna skuli til skoðanakönnunar eða prófkjörs um uppstillingu á framboðslista framsóknar- manna í kjördæminu fyrir næstu alþingiskosningar, samkvæmt reglum sem kjördæmisþingið hefur samþykkt. Reglurnar eru i stórum dráttum þær, að skoðanakönnun fer fram á kjördæmisþingi, áður en skila þarf framboðslistum til næstu alþingis- kosninga. Um 70 fulltrúar eiga sæti á kjördæmisþingi og taka þeir þátt í þessu forvali með því að merkja við 8 nöfn. Kjömefnd kanni síðan hvort þeir 12 sem flest atkvæði hlutu séu reiðubúnir að taka þátt í prófkjöri um sex efstu sætin á list- anum. Séu einhverjir ekki reiðu- búnir til þátttöku færast þeir sem bandsins ríkti óánægja með samningana, en menn töldu úti- lokað að ná meiru fram að sinni. Þorsteinn Jónatansson, hjá Ein- ingu, sagði að eins og málum hefði verið háttað, hefðu sú lausn sem fékkst, verið ein sú besta sem hægt var að hugsa sér. Um samninga- horfur í vor, sagði Þorsteinn, að niðurstaða í BSRB samningunum skipti miklu máli, svo og hvort smáhópar nái fram miklu af sínum kröfum, „sprengi laun sín upp,“ eins og Þorsteinn orðaði það. næstir komu að atkvæðamagni upp. Prófkjör fer síðan fram á auka- kjördæmisþingi, eigi síðar en þremur vikum eftir reglulegt kjör- dæmisþing. Þar eiga rétt til setu fulltrúar á reglulegu kjördæmis- þingi auk tveggja varamanna hvers fulltrúa, samtals yfir 200 manns. Varamenn koma þó ekki inn fyrir stjóm sambandsins, þingmenn og varaþingmenn. Prófkjörið fer þannig fram að merkt er við sex nöfn af tólf. Að talningu lokinni fer fram önnur kosning og þá skal númera við nöfn þeirra sex efstu. í efsta sæti fer sá sem flest atkvæði hlaut í það sæti, í annað sæti sá sem flest atkvæði hlaut samanlagt í fyrsta og annað o.s.frv. Tillagan um prófkjör og regl- umar þar að lútandi voru sam- þykktar samhljóða. Lokað prófkjör við næstu al þingiskosningar Kjjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra: Ekki verði hvikað frá mark- vissri byggðastef nu Könnuð verði hagkvæmni nýlðnaðar m.a. orkufreks iðnaðar s.s. kísilmálmverksmiðju og eldsneytisframlelðslu Kjördæmisþing framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi eystra var haldið á Akureyri dagana 13. og 14. nóvember s.l. Aðalmál þingsins að þessu sinni voru atvinnumálin i fjórðungnum og var samþykkt sérstök kjördæmismálaálykt- un um þau, auk almennrar álvktunar um kjördæmismálin. Þingið lagði höfuðáherslu á að atvinnuöryggi í fjórðungnum verði tryggt og minnti í því sam- bandi á stjómarsáttmála ríkis- stjómarinnar. Rík áhersla var lögð á það, að þau byggðarlög sem lakast standa í atvinnulegu tilliti sitji fyrir í atvinnuuppbygg- ingu án allra undanbragða. Sér- staklega var bent á þá atvinnu- erfiðleika sem við er að glíma í N.-Þingeyjarsýslu og hjá iðn- rekstri samvinnumanna á Akur- eyri og var þess krafist að ullar- og skinnaiðnaðurinn njóti sömu rekstrarskilyrða og aðstöðu og orkufrekur iðnaður. Þá var samþykkt að vegna fyr- irsjáanlegrar aukningar á vinnu- afli og nauðsyn þess að efla at- vinnulíf 1 kjördæminu ætti að kanna hagkvæmni nýiðnaðar, m.a. orkufreks iðnaðar, svo sem kísilmálmverksmiðju og elds- neytisframleiðslu i tengslum við hana, einnig trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík, auk þess að leita samhliða lausnar á núver- andi vanda. Þingið lagði áherslu á það, að slík fyrirtæki séu að meirihluta 1 eigu Islendinga og lúti í hvívetna íslenskum lögum. Kanna verði vandlega áhrif slíkra fyrirtækja á náttúru- og félagslegt umhverfi. Þá voru nefndar nýjar leiðir í úrvinnsluiðnaði og efling matvælaiðnaðar í tengslum við landbúnað og sjávarútveg, aukn- ing loðdýraræktar og betri nýting veiðihlunninda. Forsenda atvinnuuppbygging- ar er stóraukin nýting innlendra orkulinda og lagði þingið áherslu á að samstaða náist meðal heimamanna um virkjun Blöndu, sem sé talinn hagkvæmasti virkjunarkostur landsmanna í dag. I almennri kjördæmismála- ályktun var minnt á að sam- vinnuhreyfingin hafi verið kjöl- festan og burðarásinn í atvinnu- uppbyggingu í kjördæminu. Hún hafi sýnt hversu samtakamáttur- inn sé megnugur. Framsóknar- flokkurinn sé í eðli sínu sam- vinnuflokkur og eina stjómmála- aflið í þjóðfélaginu, sem standi óskiptan vörð um hagsmuni og orðstír samvinnuhreyfingarinnar. Þingið lagði áherslu á, að ekki yrði hvikað frá markvissri lands- byggðastefnu. f stjómmálaályktun kemur fram, að kjördæmisþingið líti svo á að framsóknarflokknum beri að styðja af alhug núverandi stjóm- arsamstarf, enda ekki fyrir hendi aðrir kostir í því sambandi. Rík- isstjómin var hvött til áframhald- andi aðgerða til að ná efnahags- markmiðum sínum. Kjördæmisþingið telur þá stefnu rétta í lánamálum að verðtryggja lán að fullu, en vextir af verðtryggðum lánum verði hins vegar lækkaðir og lánstími lengdur og gerður sveigjanlegri og sérstaklega verði komið til móts við þá sem eru að eignast eigið húsnæði í fyrsta sinn. Nánar verður greint frá álykt- unum kjördæmisþingsins í næsta blaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.