Dagur - 24.11.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 24.11.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifíitofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími,auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Atvinnumál íbrennidepli Atvinnumálin voru efst á baugi á Kjördæmisþingi framsóknar- manna á Norðurlandi eystra, sem haldið var á Akureyri 13. og 14. nóvember s.l. og segja má að heildarniðurstaða þess máls hafi verið sú, að fyrst og fremst yrði tryggt atvinnuástandið í kjör- dæminu og þær atvinnugreinar sem fyrir hendi eru, en samhliða yrðu kannaðar nýjar leiðir, s.s. hagkvæmni meðalstórra orku- frekra iðjuvera. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra eru ekki tilbúnir til að taka við hverju því sem að þeim kann að verða rétt í stóriðjumálum og leggja mikla áherslu á verndun lífríkis lands og sjávar og hafa alla fyrir- vara á varðandi eignaraðild slíkra fyrirtækja. Framsóknarflokkurinn er stærsta stjórnmálaaflið í kjör- dæminu og því hljóta sjónarmiðin sem fram komu á kjördæmisþing- inu að vega þungt. Þingið minnti á þau ákvæði í stjórnarsáttmálanum sem kveða á um að fylgst verði náið með at- vinnuástandi í landinu, svo hægt sé í tæka tíð að koma í veg fyrir atvinnuleysi eða ofþenslu á af- mörkuðum svæðum. Að gefnu til- efni lagði þingið ríka áherslu á að faríð verði eftir þessu ákvæði og að þau byggðarlög sem iakast standa í atvinnulegu tilliti sitji fyrir atvinnuuppbyggingu án allra und- anbragða. Þingið lagði sérstaka áherslu á að stjórnvöld leiti nú þegar leiða til að leysa til frambúðar þann vanda, sem atvinnuvegir landsmanna eiga við að stríða. Var í því sam- bandi bent á erfiðlelka f iðnrekstri samvinnumanna á Akureyri og í atvinnumálum N-Þingeyinga, sem krefjast skjótra úrlausna. Þingið gerði þá kröfu, að ullar- og skinnaiðnaðurinn fái a.m.k. sam- bærileg rekstrarskilyrði og að- stöðu og orkufrekur iðnaður. Vegna fyrirsjáanlegrar aukn- ingar á vinnuafli í kjördæminu er nauðsyn á að efla að mun at- vinnulíf í fjórðungnum og taldi kjördæmisþingið að samhliða því að leita lausnar á núverandi vanda væri tímabært að kanna hag- kvæmni nýiðnaðar, m.a. orkufreks iðnaðar, s.s. kísilmálmverksmiðju og eldsneytisverksmiðju í tengsl- um við hana. Þingið lagði áherslu á að slík fyrirtæki væru að meiri- hluta í eigu fslendinga og lyti í hvívetna íslenskum lögum. Vand- lega verði könnuð áhrif slíkra fyrirtækja á náttúru og félagslegt umhverfi. Ennfremur var á þinginu bent á nýjar leiðir og aukin tæki- færi í tengslum við hefðbundnar atvinnugreinar okkar og lögð áhersla á að samstaða næðist um virkjun Blöndu. PRESTKOSNINGAR A AKUREYRI Eins og kunnugt er af fréttum standa nú fyrir dyrum prestkosningar á Akureyri, og verða kjörnir í almennum kosningum í bænum þann 6. desember tveir nýir sóknarprestar fyrir bæjarbúa. Stjómvöid hafa nú ákveðið að prestum á Akureyri verði fjölgað um einn, úr tveimur í þrjá. Verða tveir prestar i Akureyrarprestakalii, en einn f hinu nýja Glerárprestakalli. Það var eitt af fyrstu verkefnum herra Péturs Sigurgeirssonar eftir að hann varð biskup yfir ísiandi að fylgja því máli í höfn að prestum í höfuðstað Norðurlands yrði fjölgað í samræmi við almennar reglur og lög þar um, en íbúafjöldi bæjarins er orðinn það mikill að samkvæmt lögum eiga að vera hér þrir prestar. Þótti tilvalið að nota það tækifæri er Pétur Sigurgeirsson lét af störfum prests á Akureyri að þessi fjölgun ætti sér stað. Umsækjendur um prestsembættin tvö sem laus eru á Akureyri em fjórir talsins, tveir um hvort þeirra. Um Akureyrarprestakall sækja séra Jón A. Baldvinsson sóknarprestur að Staðarfelli og séra Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur að Möðruvöllum. Um Glerárprestakalh sækja þeir séra Pálmi Matthiasson sóknarprestur við Melstaðaprófasts- dæmi og séra Gylfi Jónsson sóknarprestur i Bjamanesprestakalli i Homafirði. Það kom skýrt fram í samtölum Dags við umsækjendurna að þeir biðja þess að engin átök verði hjá stuðningsmönnum sinum fyrir þessar kosningar. Þeir fara þess á leit við stuðningsmenn sína að kynning fyrir kosningar verði á þann hátt að allt fari sómasamlega fram þannig að allir geti vel við unað. Það hefur á stundum viljað brenna við að kosningabarátta fyrir prestkosningar hér á landi hafi verið óeðlilega hörð og óvægin, og jafnvel hafa verið sagðir hlutir og gerðir sem mönnum hefur sviðið undan. Frambjóðendur fyrir prestkosningarnar á Akureyri 6. desember vilja allir forðast slfk átök. Hér að neðan er stutt spjall við umsækjendurna fjóra, og er því ætlað að vera stutt kynning. Fólki er síðan ráðlagt að fylgjast með auglýsingum um það hvenær umsækjendurnir kynna sig með guöþjónustum. Jón A. Baldvinsson Þórhallur Höskuldsson Jón A. Baldvinsson, annar um- sækjanda um Akureyrarprestakall er fæddur 1946 að Ófeigsstöðum í Ljósavatnshreppi, sonur hjónanna Baldvins Baldurssonar og Sigrúnar Jónsdóttur. Hann er elstur 5 syst- kina. Jón óist upp að Ófeigsstöðum en lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1968. Þaðan lá leiðin i Guðfræðideild Háskóla íslands og 1974 útskrifaðist hann þaðan og varð sóknarprestur að Staðarfelli það sama ár. Þar hefur hann þjónað síðan, ef undan er skilið eitt ár sem Jón stundaði nám í sálgæslu við Edinborgarháskóla. „Ég hef að sjálfsögðu verið með í unglingastarfi í mínu prestakalli þótt ég geti ekki hrósað mér að því að hafa lagt sérstaka áherslu á það í mínu starfi. Ég hef litið þannig á að það ætti síður að skipta fólki eftir aldri og t.d. í sambandi við guðþjónustur hef ég ekki lagt mikið upp úr því að hafa sérstakar barnaguðþjónustur, heldur hef ég vilj- að að fjölskyldan kæmi saman til kirkju. Annars má segja að það sé ólíkt í dreifbýlinu miðað við bæina að þar kemur fólkið til kirkju ef það mögu- lega getur. Annars hef ég sjálfur mikinn áhuga á því að virkja leikmenn innan kirkjunnar til starfa, ég held að ég leggi þyngsta áherslu á það því presturinn einn má sín lítils. Það er hægt að ná upp geysiöflugu starfi með því að virkja leikmenn innan safnaðanna, því kynntist ég þegar ég dvaldi í Skotlandi. Jón A. Baldvinsson. — Fari svo að þú náir kosningu sem sóknarprestur á Akureyri, átt þú þá von á því að þín biði erfitt og erilsamt starf? „Já, ég á von á því að þetta sé mikið starf, og vissulega frábrugðið því sem ég sinni núna. Það er ekki hvað síst þess vegna sem ég sækist eftir þessu starfi að ég vil fá að takast á við eitt- hvað meira en ég hef haft hér í starf- inu.“ — Hvernig verður þinni kynningu háttað hér á Akureyri fyrir þessar kosningar? „Það er ekki ljóst enn, því ég hef litið svo á að það ætti ekki að hefja það starf fyrr en umsóknarfresturinn væri út- runninn. Mér finnst það kurteisi gagnvart meðframbjóðendum, en ég reikna með því að ég muni auglýsa eftir þeim sem vilja styðja mig og mynda starfshóp til þess að hafa í frammi kynningu." — Nú er oft talað um það að prest- kosningar séu harðar og þar sér barist á banaspjótum ef svo má segja, hvað vilt þú segja um það? „Ég treysti því alveg að svo verði ekki. Ég þekki mótframbjóðanda minn og veit að það verða ekki af okkar hálfu nein illindi eða meiðingar. Ég á von á því að þetta geti farið allt mjög sómasamlega fram, og legg á það áherslu að ekkert sé haft í frammi á annan veg en þann að báðir geti vel við unað. Hinsvegar má það alveg fylgja með að ég hef stórar spurningar og hef verið í hjarta mínu andvígur þessu kosningafyrirkomulagi. Ég hefði kosið að safnaðarstjórn réði prest á sama hátt og skólanefndir ráða kennara. Það mætti einnig hugsa sér að fleiri en þeir sem sitja í safnaðarstjórnum kæmu þar við sögu, t.d. einhverjar kjömefndir innan safnaðanna. Það hefur viljað brenna við að prestkosningar væru harðar, en ég er sannfærður um að það eru ekki prest- arnir sjálfir sem stuðla að því heldur stuðningsmenn þeirra, sem ganga hart fram og þá geta skapast leiðindi. Það getur jú verið erfitt að setjast í embætti ef maður hefur unnið nauman sigur í kosningu og hefur þá hugsanlega ein- hverja andstöðu í embættinu, a.m.k. til að byrja með.“ — Hvað gerir séra Jón A. Baldvins- son í tómstundum sínum, hver eru hans áhugamál? „Þau eru mörg. Ég er mikið fyrir útilíf, hef mikið stundað stangveiði á sumrin, íþróttir eftir þörfum og getu á vetrum mér til ánægju, en ég er enginn keppnismaður. Ég hef verið geypi- mikið í félagsstörfum og má segja að þau hafi tekið mestan tíma hjá mér. Ég er formaður Ungmennafélagsins Gaman og alvara og það má segja að áhugamálin séu fjölbreytileg þótt félagsmálin beri þar hæst.“ Jón A. Baldvinsson er giftur Margréti Sigtryggsdóttur frá Akureyri, og eiga þau tvær dætur. Þórhallur Höskuldsson, annar um- sækjanda um Akureyrarprestakall er fæddur að Skriðu í Hörgárdal 1942, sonur hjónanna Höskuldar Magnússonar bónda þar og konu hans Bjargar Steindórsdóttur. Þar ólst hann upp til 6 ára aldurs en flutti þá með móður sinni sem var ekkja, en föður sinn missti Þór- hallur er hann var liðlega eins árs. Þórhallur ólst síðan upp á Akureyri á heimili móður sinnar og seinni manns hennar Kristjáns Sævalds- sonar. Þórhallur á eina hálfsystur. Á Akureyri stundaði Þórhallur skólagöngu og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1962. Þaðan lá leiðin í guðfræöi- deild Háskóía íslands og lauk Þór- hallur guðfræðiprófi 1968. Auk þess nam hann uppeldis- og sálar- fræði við heimspekideild 1966 og 1967. Eftir nám vígðist Þórhallur að Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem hann hefur þjónað siðan. „Þetta hefur verið alhliða preststarf eins og hjá öðrum, en ég hef stundað auk míns prestskapar bæði kennslu- störf töluvert og búskap hef ég verið með öll þessi ár. Ég hef haft ýmis verkefni önnur í sambandi við félags- mál, hef verið með bama- og æsku- lýðsstarf eins og aðrir eftir þvi sem að- stæður hafa leyft.“ — Fari svo að þú hljótir kosningu á Akureyri, átt þú þá von á miklum breytingum á þínum högum og á eril- sömu embœtti? Þórhallur Höskuldsson. „Það má gera ráð fyrir að þetta sé talsvert ólíkt starfi prests í sveit. Hér hef ég t.d. starfað þannig að ég hef messað á fimm stöðum, í fjórum kirkjum og elliheimilinu í Skjaldarvík. Hér eru starfseiningarnar margar en smáar. Akureyrarsöfnuður er mun fjölmennari og að sjálfsögðu býður það upp á meira starf og öðruvísi verkahring. Ég hugsa gott til samstarfs við ágætt fólk, bæði sóknarprest og söfnuð sem ég hefi þegar góð kynni af. Að öðru leyti hef ég mikinn áhuga á aukinni þátttöku safnaðarins í kirkju- starfinu og er talsmaður þess að leik- menn séu fengnir til beinnar þátttöku t.d. við bama- og æskulýðsstarf og einnig meðal sjúkra og aldraðra. Þetta er mér ofarlega í huga, en verkefnin eru mörg og áhugavekjandi.“ — Hvernig verður þinni kynningu háttað hér á Akureyri fyrir þessar kosningar? „Ég legg áherslu á að ég er ekki að leggja út í kosningabaráttu, heldur fyrst og fremst að gefa kost á mér til starfa í þessum söfnuði. Ekki hefur verið skipulagt hvernig að kynningu verður staðið. Ég reikna með að taka þátt í messugjörðum eins og aðrir og vera til taks þar sem eftir því verður leitað. Ég sé mér ekki fært að ganga í hús, en mun treysta á stuðning kunningja minna og velunnara." — Prestkosningar eru oft harðar og ýmislegt gerist í þeirri baráttu sem þeim fylgir. Hvað vilt þú segja um þetta? „Það er öllum kunnugt að prest- kosningar eru viðkvæmar kosningar, þær eru persónulegar kosningar en það er einlæg von mín að þær fari fram með fullri virðingu og rósemi. Ég vil undirstrika það að við erum ekki keppinautar eða fulltrúar andstæðra sjónarmiða. Við erum fulltrúar sama málstaðar og starfsmenn sömu stofn- unar sem lúta einum og sama hús- bóndanum." „I sjálfu sér er ég ekki sáttur við það fyrirkomulag sem viðhaft er í prest- kosningum, mér finnst þær hafa svo augljósa annmarka að ég hef átt þátt í því að gera tillögur um aðrar leiðir og er eindregið þeirrar skoðunar að það samrýmist betur eðli þessa starfs. Þar sem við búum við þjóðkirkjuskipulag teldi ég eðlilegra að taka upp beina veitingu að fengnum umsögnum við- urkenndra umsagnaraðila." — Hvað gerir sr. Þórhallur Hösk- uldsson í frístundum sinum? „Sannast sagna hef ég verið svo störfum hlaðinn að frístundir hafa verið færri en skyldi. En ég hef mikinn áhuga á lestri og les mikið þegar tæki- færi gefast. Þá hef ég starfað mikið að félagsmálum, bæði innan prestakalls- ins sem utan.“ — Þórhallur er giftur Þóru Stein- unni Gísladóttur frá Siglufirði og eiga þau þrjú börn. Gylfi Jónsson Gylfi Jónsson, annar umsækj- andanna um Glerárprestakall er fæddur á Akureyri 1945, sonur hjónanna Jóns Helgasonar og Petrónellu Pétursdóttur, og er hann einbimi. Hann ólst upp á Ak- ureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965. Eftir það innritaðist hann í guð- fræðideild Háskóla Islands og Kennaraskóla fslands. Hann lauk kennaraprófi árið eftir en guð- fræðiprófi lauk hann 1973. Það sama ár var Gylfi vígður og var það sumar prestur í Staðarfellspresta- kalli. Haustið 1973 hélt Gylfi til Svíþjóðar og stundaði þar fram- haldsnám sem fjallaði um trúar- tjáningu í nútimanum, en auk þess starfaði hann sem prestur sænsku kirkjunnar og sem prestur á stóru geðsjúkrahúsi. 1974 var Gylfi kjör- inn prestur í Bjarnanesprestakalli í Hornafirði og í Bjarnanesi hefur hann búið siðan. „Á Höfn búa núna um 1600 manns og mikið af því er ungt fólk og böm svo að það gaf auga leið að það starf sem þar blasti fyrst og fremst við var barna- og æskulýðsstarf og það hef ég lagt megináherslu á þama fyrir austan þau sjö ár sem ég hef verið þar prestur. Auðvitað fylgir prestsstarfinu mikið af öðru eins og fastar heimsóknir á elli- og hjúkrunarheimili sem þarna er. — Munt þú þá einbeita þér að barna- og æskulýðsstarfi fari svo að þú náir kosningu í Glerárprestakalli? „Mér finnst það liggja nokkuð í augum uppi að það er tvennt sem blasir við í Glerárhverfi, annarsvegar að vinna að æskulýðsstarfi og barna- starfi og hinsvegar að því að gera guð- þjónustuna þannig úr garði að þetta unga fólk í söfnuðinum hafi ánægju af því að koma til messu. Þetta segi ég vegna þess að ég hef verið organisti af og til hjá sjálfum mér austur á Horna- firði og verið að gera tilraunir með messuna, tekið inn létta sálma og létt- Gylfi Jónsson. ari söng, verið að létta messuna og þetta hefur haft þau áhrif að fólki finnst messan léttari. Ég held að það væri mjög spennandi að halda áfram þeim tilraunum sem ég hef verið með fyrir austan.“ — Hvernig verður þinni kynningu háttað? „Minni kynningu verður þannig háttað að stuðningsmenn mínir munu gefa út lítinn kynningarbækling þar sem sagt verður frá því sem ég hef verið að gera og helstu atriðum varð- andi mig. Það er óráðið ennþá hvort ég eða mínir stuðningsmenn munu verða með kosningaskrifstofu. Ég reikna með að ég muni eitthvað gera af því að ganga í hús vegna þess að það er að sumu leyti nauðsynlegt svo að fólkið hafi einhver tök á því að velja á milli manna sem það hefur þá heyrt og séð.“ „Almennt talað er ég á móti prest- kosningum. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að mér finnst að það eigi að skipa presta eins og aðra embættis- menn. Ef að við værum kosnir til ákveðins tíma svo ég taki dæmi um annað fyrirkomulag þá mætti ímynda sér að kjósa okkur. Þetta fyrirkomulag sem er viðhaft er einnig slæmt fyrir kirkjuna sem stofnun að hafa þessa baráttu. Sumstaðar er hún reyndar hógvær og góð sem ég vona að hún verði þama ytra, ég vil mjög gjaman að það komi fram en því miður hefur það komið fyrir að hún hefur orðið all hatrömm á köflum og það er mjög leitt fyrir kirkjuna sem stofnun og máls- staðinn." Einhverjar tómstundir hljóta prestar að hafa eins og annað fólk, hvernig ver sr. Gylfi Jónsson sínum tómstundum? „Mín áhugamál hafa að mestu leyti snúist um tónlist. f haust hef ég verið að þjálfa og æfa kirkjukórinn á Höfn í Hornafirði fyrir stóra tónleika sem voru á Egilsstöðum með öllum kirkju- kórum á Austurlandi. Ég hef sungið í karlakór þarna fyrir austan. Nú, auk þess hef ég starfað mikið innan Lions- hreyfingarinnar og var á sínum tíma umdæmisstjóri Lions. Ég held að þetta séu nú aðal áhugamálin." „Annars er það þannig í preststarf- inu að það gefur elcki svo miklar tóm- stundir, þetta er meira en 40 stunda vinnuvika og á öllum tímum. En það má segja að það sé aðallega tónlistin sem á huga minn í tómstundum. Ég stuðlaði að því að við stofnuðum Tón- listarskóla Austur-Skaftafellssýslu og hef kennt dálítið við þann skóla.“ Gylfi er giftur Þorgerði Sigurðar- dóttur og eiga þau einn son. Þorgerður er dóttir sr. Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups á Grenjaðarstað og Aðalbjargar Halldórsdóttur. Matthíasson Pálmi Pálmi Matthiasson, annar um- sækjanda um Glerárprestakall er fæddur 1951 á Akureyri, sonur Jóhönnu Mariu Pálmadóttur og Matthfasar Einarssonar, og er hann elstur þriggja bræðra. Hann ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og þá lá leiðin í Guðfræðideild Háskóla fslands, en þaðan lauk Pálmi prófi 1977. Það sumar, sem og þau sumur á meðan Pálmi stundaði nám, starfaði hann sem lögregluþjónn, en um haustið varð hann sóknarprestur við Mel- staðaprestakall í Húnavatns- prófastsdæmi þar sem hann hefur þjónað síðan með aðsetri á Hvammstanga. „Ég hef verið í stjóm Ungmenna- sambandsins og Ungmennafélagsins á Hvammstanga, en hef ekki farið út í það að stofna sérstakt æskulýðsfélag, heldur reynt að starfa með þeim félögum sem fyrir eru á staðnum og styrkja þau. Þá hef ég verið með bamastarf fyrir þau yngstu en það vantar alltaf hendur til að leggja lið svona starfsemi. Ég hef verið formaður Vorvökunefndar, en Vorvakan er haldin um bænadagana og hefur þetta þótt góður menningarauki í V.-Húna- vatnssýslu." Fari svo að þú náir kosningu á Ak- ureyri, munt þú þá beita þér fyrst og fremst að œskulýðsstarfi? „Mér finnst það vera sá akur er fyrst verður að hugsa um jafnhliða því að byggja yfir söfnuðinn. Það verður að koma upp starfi fyrir böm og unglinga og ég myndi gjaman vilja gera það í samstarfi við þau félög sem fyrir eru. öllum þarf að vera ljóst að æskulýðs- starf verður aldrei unnið nema á breiðum grundvelli og þar þurfa heimili, skóli og félagasamtök að standa saman sem einn maður eigi að beina börnum og unglingum á þær brautir sem við teljum að verði þeim til gæfu og blessunar. Ég er sannfærður um það að hefði ég ekki notið kristilegs æskulýðsstarfs, sem ég átti kost á hér á Akureyri sem unglingur, þá væri ég ekki í því starfi sem ég gegni í dag. Ég veit af reynslu að slíkt starf verður ungu fólki til góðs.“ Pálmi Matthiasson — Hvernig verður þinni kynningu háttað hér áAkureyri og íprestakallinu fyrir þessar kosningar? „Stuðningsmenn mínir hafa gefið út bækling þar sem ég er kynntur og mín fjölskylda. Persónulega er ég á móti þvi að reka harða baráttu í svona kosningum og ég mun forðast það í lengstu lög að fara út í slíkt. Ég held að kosningaskrifstofur séu oft á tíðum þeir staðir þar sem mönnum hleypur kapp í kinn, og geta því hugsanlega sagt ýmislegt sem þeir geta ekki staðið við. Þess vegna held ég að maður eigi að reyna að forðast það eins og hægt er. Hinsvegar mun ég reyna að hitta sem flesta í prestakallinu að máli fyrir kosningarnar þótt ljóst sé að tíminn leyfir ekki að ég geti hitt alla.“ — Hvert er álit þitt á því að prestar séu kjörnir í almennum kosningum? „Á meðan ekki er bent á neitt ann- að sem leysir þennan vanda held ég að við verðum að hafa þetta fyrirkomu- lag. Það eru skiptar skoðanir innan prestastéttarinnar um þetta, og meðan ekki hefur fundist önnur og betri lausn verður að búa við þetta fyrirkomulag. En hinsvegar ber að geta þess að viss mannréttindasvifting er við þessar kosningar, þvf þeir einir fá að kjósa sem eru heima á kjördegi. Mér er sér- staklega hugsað til sjómanna, því þeir eru oftast að heiman og því undir hælinn lagt hvort þeir geta tekið þátt í kosningunni. Einnig má nefna náms- menn og sjúklinga.“ „Prestkosningar hafa oft dregið dilk á eftir sér, en þó held ég að við séum þannig alin upp, að í lýðræðislegu þjóðfélagi kyngja menn úrslitum kosninga, þótt tíminn verði stundum að fá að græða þau sár sem þar kunna að myndast. Annars bið ég þess í lengstu lög að það verði engin átök varðandi þessa kosningu. Ég þekki mótframbjóðanda minn að góðu einu og veit að við munum báðir leggja okkur fram um að láta þetta ganga friðsamlega fyrir sig.“ — Hver eru áhugamál séra Pálma Matthiassonar, hvernig ver hann tóm- stundum sinum? „Ég hef verið mjög upptekinn í ýmis- konar félagsstarfi, hef verið í mörg- um félögum og á áhugamál í sambandi við æskulýðs- og íþróttamál. Ég hef tekið þátt í handknattleik, blaki og frjálsum íþróttum og er mikill íþrótta- áhugamaður. Félagsleg uppbygging og æskulýðsstarf f anda kristinnar trú- ar finnst mér vera það sem máli skiptir. Þá er ég með veiðidellu, kominn af sjómönnum í ættir fram og hef mjög gaman af því að skreppa á sjó eða renna fyrir lax og silung. Það má ljóst vera að maður sem hefur mikinn áhuga á félagsstörfum, útilífi og íþróttum, hefur nóg að gera í sín- um tómstundum. Annars er prests- starfið þannig að það leyfir ekki markvissar fristundir. Maður þarf að vera tilbúinn hvenær sem kallað er, og það er ekki spurt að því hvort þú sért að fara í frí eða eitthvað annað.“ „Að lokum þetta: Það er ljóst að aðeins einn kemst að og því bið ég þess að söfnuðurinn taki við honum af heilum hug, hvor sem það verður.“ — Pálmi er giftur Unni Ólafsdóttur frá Reykjavík, og eiga þau eina dóttur. 4 - DAGUR - 25. nóv«mb«r 1981 25. nóvember 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.