Dagur - 24.11.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 24.11.1981, Blaðsíða 8
RÁFGEYMAR Í BÍIINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI gaMBf«BaeaaMMBBnB8aBi—oa—aaa——bm———bmm— ÞÖRA KOSIN FOR- MAÐUR Vió stjómarkjör i kjördæmissam- band framsóknarmanna i Norður- landi eystra hlutu eftirtaldir kosn- ingu: Hákon Hákonarson, Þóra Hjaltadóttir, Tryggvi Gíslason, Aðalbjörn Gunnlaugsson, Ari Teitsson, Bjöm Guðmundsson og Bjami Aðalgeirsson. Ari og Bjami komu í stað Hauks Halldórssonar og Egils Olgeirssonar, sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs. Stjómin kaus síðan Þóru Hjalta- dóttur sem formann stjórnar kjör- dæmissambandsins, en hún var áður varaformaður. Varamenn í stjórn voru kosnir Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ár- mann Þórðarson, Valdimar Braga- son og Ingimar Eydal. Bolli sýnir í Klettagerði Séra Bolli Gústavsson, í Lauf- ási, opnar sýningu í Klettagerði 6, sýningarsal Arnar Inga, fimmtudaginn 26. nóvember. Sýningin, sem hefst klukkan 20.30, verður opin til sunnu- dagsins 29. Á föstudag, laugar- dag og sunnudag verður opið frá kl. 15 til 22 e.h. Bolli kallar sýningu sina „Stökur frá ýmsum tímum,“ en á sýning- unni verða myndir sem hann hefur gert nokkur undanfarin ár. Alls verða 30 til 40 myndir á sýningunni og eru myndirnar til sölu. Á sýn- ingunni verða m.a. pennateikning- ar, svartkrítar- og rauðkrítarmynd- ir, dúkrista og fleira. Óli sýnir akrýlverk „Þessar myndir sem ég sýni núna eru í svipuðum dúr og ég hef áður sýnt, nema þær eru miklu nákvæmar unnar. Það má segja að þetta sé meira málverk en áður“ sagði Óli G. Jóhanns- son sem opnar úm helgina mál- verkasýningu í listsýningasal Myndlistarskólans, þar sem Gallerf Háhóll var áður til húsa. Óli rak einmitt Gallerí Háhól, og hann sagði að elsta myndin sem hann sýnir núna hafi verið máluð sömu helgina og hann hætti með galleríið. Svo skemmtilega vill til að þegar sýningin opiiar kl. 15 á laugardag þá er nákvæmlega eitt ár liðið frá því Óli hætti með galleríið. Á sýningunni sýnir Óli 36 myndir, allt akrýlmyndir sem tengjast sjó og sjávarlífi. Sýningin stendur yfir til 6. desember og er opin kl. 15-22 um helgar og kl. 20-22 virka daga. DAGUR Annað blað kemur út síðar í vikunni. A annað hundrað hlut- hafar í Dagsprenti h.f. Fyrsti hluthafafundur í Dags- prenti h.f. var haldinn að Hótel KEA fimmtudaginn 12. nóvem- ber. Á fjórða tug hluthafa voru á fundinum. Hlutafélagið Dagsprent var stofnað 8. október s.l. og var þá kosin bráðabirgðastjórn fram að hluthafafundi. Valur Amþórsson, formaður • bráðabirgðastjómar, rakti aðdraganda stofnunar Dags- prents, en það er fyrst og fremst stofnað til að auðvelda eflingu og útgáfuaukningu Dags. Valur minntist á traust og farsæl viðskipti við Prentverk Odds Björnssonar um áratugaskeið, en það að POB taldi sig ekki geta annast prentun blaðsins í samræmi við fyrirhugaða útgáfuaukningu hafi ráðið mestu um að ráðist var í stofnun eigin prentsmiðju. Stefnt er að því að gefa út þrjú blöð á viku þegar eftir áramót, auk þess sem blaðsíðu- fjöldi verður smátt og smátt auk- inn. Valur sagði að tekist hefði að efla Dag verulega á undanförnum árum og spuming væri hvort blaðið hefði nokkru sinni haft sterkari stöðu en i dag. Hann greindi siðan frá fram- kvæmdum við Dagshúsið að Strandgötu 31, þar sem Dagur og Dagsprent verða til húsa. Stefnt er að því að flytja alla starfsemina þangað um áramót. Tæki til prent- smiðjunnar hafa verið keypt og starfsmenn verið ráðnir. Hlutafjár- loforðum hefur verið safnað frá 124 aðilum, um 1235 þúsund krón- um, þannig að enn vantar nokkuð á að safnast hafi upp í þær 1500 þús- und krónur, sem hlutafé er ætlað að nema. Þess má geta að allir starfs- menn Dags og Dagsprents eru meðal hlutahafa í prentsmiðjunni. Fleiri tóku til máls á fundinum og meðal þeirra var Stefán Val- geirsson, sem sagði að með tilkomu þessarar prentsmiðju væri að rætast langþráður draumur þeirra sem stæðu að Degi. Þakkaði hann starfsmönnum Dags frumkvæði og dugnað við að koma þessum mál- um áleiðis og kvaðst vona að þess yrði ekki langt að bíða, að Dagur kæmi út 5 sinnum í viku. Á fundinum var kosin stjóm fyrir fyrsta starfsár félagsins og hana skipa: Valur Amþórsson, formað- ur, Stefán Valgeirsson, vara- formaður, Sigurður Óli Brynjólfs- son, ritari, og Hákon Hákonarson, Hilmar Daníelsson, Hermann Sveinbjömsson og Ríkharður B. Jónasson, meðstjórnendur. í vara- stjórn voru kosnir Kristinn Sig- mundsson, Jóhann Sigurðsson, Ás- kell Þórisson og Bjöm Eiríksson. Endurskoðendur voru kjömir Guðmundur Skaftason og Ámi Magnússon. Valur Amþórsson stjómarformaður Dagsprents ávarpar hluthafa. Nýjjung á Norðurlandi: VERNDAÐUR VINNUSTAÐUR Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi afhenti á dögunum vistheimilinu Sólborg á Akur- eyri til reksturs, fyrsta verndaða vinnustaðinn á Norðurlandi fyr- ir þroskahefta. Gestum var þá boðið að skoða húsnæðið sem er að Hrísalundi la, og þar afhenti Svanfríður Larsen formaður Styrktarfélagsins, Magnúsi Stefánssyni stjómarformanni Sólborgar húsnæðið formlega. I samtali við Magnús Jónsson, forstöðumann hins nýja vinnustað- ar, kom fram að þar eru um 30 starfsmenn og af þeim eru 5 verk- stjórar. Framleiðslan er aðallega tengd saumaskap og kertagerð, en auk þess er unnið við pökkun ýmiss konar og frágang. Magnús sagði að starfsemin hefði hafist um miðjan september, og hefði árangur þegar orðið mjög góður. Hann taldi það ekkert vafamál að sumt af því fólki sem þama fengi starfsþjálfun ætti síðar eftir að skila sér sem nýtir þjóðfélagsþegnar út á hinn al- menna vinnumarkað. Það húsnæði sem nú hefur verið tekið í notkun að Hrísalundi la er helmingur þeirrar byggingar sem áætlað er að reisa undir starf- semina, en reiknað er með að framkvæmdir við síðari hlutann hefjist næsta sumar. Svanfrfóur Larsen formaður Styrktarfélagsins 'flytur ávarp vió afhendingu vinnu- staðarins. £ Gengiðað kjörborði Óðum styttist í það að Akur- eyringar gangi að kjörborðlnu og kjósi sér sóknarprest. Reyndar verða kjörnir tvelr nýir prestar, annar fyrir Akureyrar- prestakall og hlnn fyrlr Glerár- prestakall. Kynning hlnna fjögurra umsækjenda er þegar hafin, og sem betur fer hefur allt farið vel fram til þessa. Prestkosnlngar, og þá sér- staklega barátta stuðning- manna vlðkomandi umsækj- enda, hefur oft verið hörð og óvægln, en á slíku hefur ekkl borlð á Akureyri að þessu sinni og vonandi verður svo ekki. Frambjóðendurnlr alllr hafa lagt á það ríka áherslu að „kosningabaráttan" farl fram með þeim virðulelk sem hæfir kirkjunni. £ Dómari settur til hliðar Akureyringar eiga annan af tveimur alþjóðadómurum í körfuknattlelk sem fyrlrfinnast hér á landl. Þessi dómari hefur lengst allra starfandi dómara staðlð í eldlínunni og kostað mlklu til að ná í sfn réttlndi og að vlðhalda þeim. Nú hefur það hinsvegar gerst að forráða- menn dómaramála í körfu- knattleik hafa sett þennan öt- ula dómara út I kuldann, og fær hann ekkert verkefnl í Úrvals- delld eða 1. delld eftlr áramót. Skýrlngar eru engar gefnar á þessu furðulega athæfl og er engin leið að sjá hvað vakir fyrir þelm er þessum málum stjórna í höfuðstöðvum Körfu- knattleikssambandsins. Um þetta mál verður fjallað f næsta tölublaði Dags sem kemur út fyrir helgi, og er vonandl að mállð verðl leyst, þannig að ekki koml tii frekari leiðinda en þegar er orðið vegna þess. £ Hundarnir búnir í jólabaðinu Þá er hundahrelnsun lokið í höfuðstað Norðurlands, og hundarnir hafa fengið sitt ár- lega jólabað. Sennllega telja flestlr hundaelgendur það ekki eftir sér að láta baða hundana sína, en elnn hundaelgandl hafðl samband vlð okkur og býsnaðist mlklð yflr þeim 500 krónum, sem hundaelgendum er gert að grelða fyrlr það að fá að hafa hunda á helmilum sín- um. Sagðl þessl vlðmælandi okkar að þessir peningar rynnu beint í bæjarútgjöldin, ekki færi eyrlr af þelm tll þess að gera eltthvað fyrlr hunda- eigendurna sjálfa. Benti hann á að það kostaðl bæjarbúa, sem ætti kind, ekkl nema ör- fáar krónur, en samt þyrfti bærlnn að glrða bæjarlandlð tll þess að verjast fénu og kosta til þess háum fjárhæðum, á sama tíma og hundahaldið kostar bæjarfélaglð ekki neltt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.