Dagur - 15.12.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur BSBBBmBBBBBSBMMBBmBB Akureyri, þriðjudagur 15. desember 1981 96. töiubiað íhHhHhííwBhI Mjöq skiptar skoðanir meðal heimamanna - Um hvað snýst Blöndudeilan? Línurnar fara nú senn að skýr- ast varðandi afstöðu manna í hreppunum sem land eiga að Blöndu til Blönduvirkjunar. Tveir hreppar eru búnir að sam- þykkja virkjunarleið eitt, þ.e. Blönduósshreppur og Torfu- lækjarhreppur. Atkvæði hafa verið greidd i Svínavatnshreppi og voru 47 á móti en 40 með. Meirihluti var hins vegar orðinn fyrir virkjun í hreppsnefnd. At- kvæðagreiðsla hefur farið fram í Bólstaðahlíðarhreppi og varð niðurstaðan sú, að meirihluti er andvígur tilhögun eitt. Hrepps- nefnd er andvíg en reiðubúin til Verður ,Sjallanum‘ lokað? Starfsfólki Sjálfstæðishússins á Akureyri var tilkynnt munnlega s.1. laugardagskvöld, að í þessari viku mætti það eiga von á upp- sagnarbréfum. Að sögn Gunnars Sólness, sem sæti á í stjóm hússins, hefur verið tap á rekstrinum undanfarið. Stjórnin kemur saman á fund í dag og verður þar rætt um framtíðar- starfsemi Sjálfstæðishússins. Gunnar sagði að hún væri óviss. Hann tók fram, að ekki væri ætl- unin að loka húsinu á næstunni, enda eiga flestir af starfsmönnum þess rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. „Uppsagnartím- inn verður væntanlega notaður til að endurskoða reksturinn, en hvað þá tekur við er allsendis óvíst,“ sagði Gunnar Sólnes. viðræðna um tilhögun 1A. Þar munu atkvæði hafa farið þannig að 17 voru á móti, einn með en 18 sátu hjá. Meirihluti Seylu- hreppsbúa er á móti tilhögun eitt, en mjög fáir bæir eiga þar upprekstrarrétt. Afstöðu átti að taka í Lýtingsstaðahreppi i gær- kvöldi. En um hvað snýst málið? Hvemig eru samningsdrögin sem menn eru ýmist að hafna eða játa? Meðal þess sem þar kemur fram, er að virkjunaraðili kosti og viðhaldi girðingum, sem nauðsynlegar eru til að forðast röskun á búfjárgöngu vegna virkjunarinnar. Virkjunar- aðili kostar og viðheldur þeim veg- um og slóðum, sem nauðsynlegt er talið að leggja til að bæta röskun á hagagöngu búfjár, þar með taldar nauðsynlegar brýr yfir vatnsvegi. Virkjunaraðili kostar uppgræðslu lands í stað þess gróðurlendis sem tapast og/eða spillist vegna virkjunarframkvæmda, en ef ekki næst tilætlaður árangur í upp- græðslu skal leitað annarra leiða, t.d. að taka upp áburðargjöf á heimalöndum. Þá kemur fram í samningsdrög- unum að ef rýmun beitar af völd- um framkvæmda er framan af meiri en beitarávinningur af upp- græðslunni, skal mismunurinn metinn til fjár og greiddur sveitar- félögunum. Þá skulu greiddar bæt- ur fyrir veiðiréttindi og vatnsrétt- indi. Þá eru ákvæði um matsnefnd og hennar verkefni, greiðsluhætti og uppgjör.. Svo að lesendur Dags hafi ein- hverja hugmynd um það hvað hér er á ferðinni, eru samningsdrögin, eins og þau liggja fyrir og voru kynnt íbúum hreppanna, birt í heild í opnu blaðsins í dag. KVEIKT I TEPPABUTUM Á föstudaginn í siðustu viku játaði rösklega tvítugur maður að bera ábyrgð á bruna í Hafn- arstræti 95, Vöruhúsi K.E.A. Hann hafði á fimmtudaginn kveikt í teppabútum á stigapalli á fjórðu hæð í vestanverðu hús- inu. Töluverðar skemmdir urðu vegna reyks, en eldurinn náði ekki að magnast neitt að ráði. Þess má geta að vörulager er skammt frá íkveikjustaðnum, svo ljóst er að illa hefði getað farið ef eldurinn hefði náð að breiðast út. Ungi maðurinn sótti um vinnu hjá Kaupfélaginu, en fékk ekki. Þegar hann gekk út frá þeim starfsmanni Kaupfélagsins, sem hafnaði honum, bar hann eld að teppabútunum. Að sögn rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri hefur ungi maðurinn ekki verið staðinn að jafn alvarlegu broti áður, en hann hefur þó komist í kast við lögin. Hann var ekki undir áhrifum áfengis. Málið verður nú sent saksóknara ríkisins til nánari umfjöllunar. Maðurinn var látinn laus eftir |átninguna. Jólasveinamir komu til Akureyrar s.l. sunnudag. Að venju komu þeir fram á svölum Vömhúss K.E.A. og sungu fyrir bömin — og bömin sungu meó þeim. Það var lif og fjör i Hafnarstræti meðan jólasveinarnir stöldraðu þar við, og ekki var annað hægt að heyra en heimsókn þeirra hefði mælst vel fyrir. Á myndinni mó sjá þá kumpána klöngrast niður af svöl- unum. Mynd: á.þ. AUKIÐ VATN TIL ÞEIRRA SEM BÚA VIÐ LAGT HITASTIG Hiti á vatni, sem Akureyringar fá frá Hitaveitu Akureyrar, er misjafn eftir hverfum. Á sumum stöðum hefur hitinn á vatninu verði og litill, eða um 60° C á mesta álagstímum, þegar vatns- hitinn nær hámarki. Vilhelm G. Steindórsson, hita- veitustjóri, sagði að starfsmenn hitaveitunnar væru nú þegar búnir að „yfirstilla“ í mörgum húsum á Akureyri, en hann gerði ekki ráð fyrir að verkinu yrði lokið fyrr en í vor. „Við ætlum ekki að tryggja hverjum og einum 70°C heitt vatn, en við ætlum að ganga svo frá að notendur fái þann hitaeininga- fjölda, sem svarar til 70°C, úr þeim vatnsskammti sem við teljum að sé eðlilegur fyrir viðkomandi hús.“ Hitaveitustjóri nefndi dæmi um hús þar sem teknir eru 3 sek/ltr af 60°C heitu vatni á mesta álagstlma. Líklegt væri að kaupandinn þyrfti 3,5 sek/ltr. svo hann geti fengið viðunandi magn hitaeininga. Kaupandinn þarf ekki að greiða fyrir aukningu á vatnsskammti. Það kom fram hjá hitaveitustjóra að aldrei verður hægt að tryggja öllum notendum á Akureyri ná- kvæmlega sama hitastig. T.d. munu þeir sem búa í næsta nágrenni við hitaveitugeymana njóta þess og fá heitara vatn. Hins vegar sagði Vil- helm að starfsmenn hitaveitunnar myndu reyna að tryggja það, að þegar vatnið færi út í bæjarkerfið yrði það 80°C. Því má bæta við að samkvæmt byggingarreglugerð er bannað að vatnið sé heitara en 80°C þegar það kemur úr neyslu- vatnskrönum og yfirborð ofna má ekki vera heitara en 80°C. „Þessar aðgerðir eru til að koma á móts við þá Akureyringa, sem hafa búið við of lágt hitastig, og tryggja það að þeir sem búa „lengst út í kerfinu" fari ekki niður úr öllu valdi,“ sagði Vilhelm AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.