Dagur - 15.12.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 15.12.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudagur 15. desember 1981 ONY-FLEX 4 VATNSKASSAHOSUR s a s £ <3 Prestskosningar á Akureyri: ÞÖRHALLUR HÖSKULDSSON OG PÁLMI MATTHÍASSON KJÖRNIR Séra Pálmi Matthíasson og séra Þórhallur Höskuldsson hlutu báðir lögmæta kosningu, þegar kosið var i Glerárprestakalli og Akureyrarprestakalli í síðustu viku. Séra Pálmi Matthíasson, sókn- prestur í Melstaðarprestakalli, hlaut 910 atkvæði eða 52% greiddra atkvæða og séra Gylfi Jónsson, sóknarprestur í Bjamarnespresta- kalli, hlaut 823 atkvæði eða 47%. Alls voru á kjörskrá 2.392, 1.746 greiddu atkvæði eða 73%. Þrjár sóknir tilheyra Glerárprestakalli, Glerársókn, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey. Séra Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal hlaut 2.206 atkvæði eða 55,26% gildra atkvæða og séra Jón A. Baldvinsson, prestur á Staðar- felli í Ljósavatnshreppi, Suður- Þingeyjarsýslu, hlaut 1.786 atkvæði eða 44,7%. Auðir seðlar voru 27 og 1 ógildur. Það hefur komið fram í viðtölum við þá séra Pálma og séra Þórhall að kosningin fór vel fram og að INNHEIMTA BÆJAR- GJALDA GENGUR VEL LUSAR ORÐIÐ VARTÁ AKUREYRI Nokkuð hefur boríð á því að lúsar hafi orðið vart í hári nem- enda i einum skólanna hér á Akureyri. Lúsar varð vart í tveimur skólum bæjarins í október, og er talið sennilegt, þótt það hafi enn ekki verið fullkannað, að um smit á milli nemenda skólanna sé að ræða. Hilmir Jóhannesson héraðs- læknir vildi sem minnst um þetta mál ræða er Dagur hafði samband við hann. Hann sagði þetta vera viðkvæmt mál sem væri í athugun, en búið væri að senda aðvörun til foreldra barna í viðkomandi skóla. „Já, það er rétt að innheimta fasteignagjalda hefur gengið betur á þessu ári en undanfarin ár. E.t.v. höfum við gengið fast- ar eftir þeim en verið hefur og kann það að vera hluti af skýr- ingunni. Um síðustu mánaða- mót var búið að innheimta 95,5% af fasteignagjöldum árs- ins,“ sagði Valgarður Baldvins- son, bæjarritari í samtali við Dag. „Það er ekki stór sveifla í inn- heimtu útsvara og aðstöðugjalda, sé miðað við fyrri ár, en hún er þó ívið betri en t.d. í fyrra og svipuð árinu þar á undan. Um síðustu mánaðamót var búið að innheimta 75,3% af álagningu þessa árs.“ Á sínum tíma var gerð um það áætlun hve háa fjárhæð bærinn þyrfti að innheimta í formi drátt- arvaxta. Gert var ráð fyrir að upp- hæðin næmi rúmum 6 milljónum króna, en Valgarður sagði að ljóst væri að hún hefði verið ofáætluð sem næmi úm 2 milljónum króna, en hann tók það fram að enn væri eftir að reikna út dráttarvexti á gjalddaga í nóvember og í desem- ber. „Af heildargjöldum, sem til innheimtu eru, var búið að inn- heimta 79,5% þann 30. nóvember. Alls komu rúmar 99 milljónir til innheimtu og þar á ég við eldri skuldir, útsvör, fasteignaskatt og fleira. Þann 30. nóvember var búið að innheimta 78 milljónir 804 þús- und,“ sagði Valgarður, sem vildi að lokum hvetja bæjarbúa til að vera skilvísa þegar bæjarsjóður ætti í hlut. Næsta frumsýning Leikfélags Akureyrar: Dýrin í Hálsaskógi Jólaglaðningur Leikfélags Akur- eyrar til ungs fólks á öllum aldri er hið vinsæla og smellna leikrit um þá kumpánana Lilla klifur- mús, Rebba og öll hin dýrín i Hálsaskógi — um lff þeirra og leik. Æfingar á „Dýrunum“ hófust 26. okt. undir leikstjóm Þórunnar Sigurðardóttur, sem er Akureyr- ingum af góðu kunn frá fyrri upp- færslum. 3. des. var leikritið „salt- að“ þ.e.a.s. geymt til þess að hægt væri að frumsýna það milli jóla og nýárs og jafnframt til þess að rýma fyrir næsta verkefni, sem komið er í æfingu. Leikmynd og búningar eru gerðir af myndlistakonunni Guð- rúnu Auðunsdóttur og er þetta fyrsta verkefni hennar hjá L.A. en vonandi ekki það síðasta. Guðrún hefur unnið allan æf- ingatímann hér i leikhúsinu og þannig hefur hún sjálf getað haft hönd í bagga, í stóru jafnt sem smáu. David Walters hannaði lýs- inguna. I Jómfrú Ragnheiði sáum við smekkvísi hans, hæfileikann til að láta ljósin tala. Einnig nú fer David á kostum — og er það mál manna að betra „ljósasjó" en í „Dýrunum“ gefist ekki á Norður- hvelinu þessar vikur sem sýning- unni er ætlað að ganga. Sönginn æfði Hákon Leifsson og Ingimar Eydal annast undirleik. í „Dýrun- um“ koma fram allir fastráðnir leikarar L.A. ásamt nokkrum laus- ráðnum leikurum. Gestur E. Jónasson leikur sitt gamla hlutverk Rebba í sýning- unni, en hann, Marinó Þorsteins- son og Jónsteinn Aðalsteinsson léku einnig í sýningunni 1971. Fjandvin Rebba, Lilla litla klifur- mús leikur Guðbjörg Thoroddsen. Vel minnug þess, að ekki má ræna börnin, stór og smá æfintýrinu, hafa Þórunn, Guðrún og David skapað fallega, stílhreina og litríka umgjörð um æfintýrið, sem á að lifna á fjölunum 28. des. Sýningar á „Dýrunum í Hálsa- skógi“ verða 28., 29. og 30. des. Leikfélagið selur kort til jólagjafa, sem eru jafngildi eins leikhússmiða á „Dýrin“ á 2. hæð Amaro fyrir framan Herradeild/Jólamarkað milli kl. 3-6 frá og með 18. des. Sunna Borg, Gestur E. Jónasson, Guðbjörg Thoroddsen og Andrés Sigurvinsson i hlutverkum sinum i „Dýrin i Hálsaskógi“. baráttan um hylli kjósenda var drengileg. Þórhallur Höskuldsson er fædd- ur að Skriðu í Hörgárdal 1942. Hann stundaði nám við M.A., en þaðan lá leiðin í guðfræðideild Háskóla íslands og lauk Þórhallur guðfræðiprófi 1968. Eftir nám vígðist Þórhallur að Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem hann hefur þjónað síðan. Pálmi Matthíasson ólst upp á Akureyri og lauk námi við M.A. 1971 og útskrifaðist úr Guðfræði- Þórhallur Höskuldsson. deild Háskóla fslands vorið 1977. Pálmi vígðist sem sóknarprestur við Melstaðaprestakall í Húna- vatnsprófastsdæmi þar sem hann hefur þjónað síðan með aðsetri á Hvammstanga. Séra Þórhallur tekur nú þegar við þjónustu á Akureyri, ásamt embætti sinu á Möðruvöllum. Hann messar í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 17. Séra Pálmi mun hins vegar ekki koma til starfa í Glerárprestakalli fyrr en á nýju ári. Pálmi Matthfasson. % Tvöblöð fyrir jól Dagur kemur út á fimmtudag og jólablaðið, sem jafnframt er sfðasta blaðið fyrir jól, kemur út á föstudaginn. Að venju verður ekkert blað gefið út milll jóla og nýárs. Fyrsta blaðlð á nýju ári kemur út 5. janúar. Þá verður ritstjórn og afgrelðsla komln í nýja Dagshúslð vlð Strandgötu 31. Þelr auglýs- endur, sem ekkl hafa haft samband við auglýslngadeild Dags, en vilja auglýsa fyrlr Jól, eru beðnlr um að láta vlta af sér sem allra fyrsta. Afgrelðsla auglýsinga í blöðln fyrir jól er tll klukkan 19 annað kvöld, mlðvlkudagskvöld. % Málefnifanga Að undanförnu hafa málefnl fanga verlð mjög tll umræðu. Um síðustu helgl var vlðtal við Jón Bjarman, fangaprest um málefni geðsjúkra fanga og fleira, f Þjóðvlljanum. Þar segir Jón m.a.: „Þegar þetta fólk (geðsjúkt) hefur verið úrskurð- að ósakhæft og sýknað af þelm verknaðl sem það hefur framlð, en jafnframt úrskurðað tll vistunar á vlðeigandi hæll, þá er slfkt hæli ekki tll og fólksins bfður aðeins fangelslsvlst. Geðsjúkrahúsin taka ekki við því, og sérstofnun fyrir það er ekkl fyrir hendl.“ Sfðan segir Jón að tillögur um slíka stofn- un llggi fyrir með rúmi fyrir 10 menn. „Þar er gert ráð fyrir vistun geðsjúkra afbrota- manna, svo og þeirra, sem bíða eftir vlstun á geðsjúkra- húsum. Enn sem komið er eru þetta aðelns tillögur og mér vitanlega er engin hreyfing á mállnu." £ Kjarni málsins Jón ræðlr vítt og breitt um málefni fanga og seglr frá því að fangarnir á Litla-Hraunl hafi gert athyglisverðan hlut. Jón seglr að þelr hafl myndað með sér AA félagsskap „og AA- félagar úr Reykjavík og fleirl stöðum hafa heimsótt þá og haldlð með þeim fundi. Árang- urinn hefur orðlð umtalsverð- ur....Nú bregður svo vlð að lyfjanotkun hefur mlnnkað eftir að AA-félagsskapurinn tók til starfa." § Athyglisverð- ur árangur ......Það er í sjálfu sér engln lausn að svlpta menn frelsf. Lausn málanna er fólgin í því að þjóðfélög séu með þelm hætti að sfbrotamenn verði ekkl til.“ f lok viðtalsins segir Jón dæml um þegar dómur ( máll fellur eftir langan tima. Maður nokkur varð að bíða eftlr þvf í langan tíma að dómur félli. „Þegar hann féll, átti maðurlnn orðið vfsl að fyrir- tæki, góða fjölskyldu og allt gekk í haglnn. Hann var látinn taka út slnn dóm og lenti fyrir bragðið aftur út á afbrota- brautlna. Hann bjargaðist að vísu sfðar en hvaða tilgangi þjónar svona málsmeðferð?"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.