Dagur - 25.02.1982, Blaðsíða 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSOK
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Systrasel og
framkvæmdasjóður
aldraðra
Nú um nokkurt skeið hefur á Akureyri og í ná-
grannabyggðarlögum staðið yfir söfnun fjár til
að koma upp hjúkrunaraðstöðu fyrir aldraða í
svokölluðu Systraseli. í Akureyrarlæknishér-
aði eins og á höfuðborgarsvæðinu, ríkir hálf-
gert neyðarástand í málefnum aldraðra. Lang-
ir biðlistar eru á dvalarheimilinu og hjúkrunar-
aðstaða ekki fyrir hendi eins og best væri á
kosin.
Stjórnvöld hafa brugðist við þessu vanda-
máli og lagt á skattgreiðendur gjald, sem
renni í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þetta gjald
nam 100 kónum á hvern gjaldanda í fyrra og
var síðan hækkað, þannig að í ár leggur hver
skattgreiðandi 200 krónur til þessa verkefnis
sérstaklega. Engum skattgreiðanda ætti að
vaxa í augum að leggja fram þessa upphæð til
að gera öldruðum ævikvöldið sem léttbærast.
Þetta er sjálfsagt mál. Spurningin er hins veg-
ar sú, hvort þessu fé sé skipt réttlátlega niður
milli landshluta? Gamalt fólk er jú um allt land
og víðast hvar eru aðstæður til að hjúkra því og
annast svipaðar og langt frá því að vera góðar.
í Akureyrarlæknishéraði, sem nær til Akur-
eyrar og nærliggjandi hreppa, búa um 7000
skattgreiðendur. Á síðasta ári greiddu þessir
gjaldendur um 700 þúsund krónur í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra. Á þessu ári verður
framlag gjaldenda í Akureyrarlæknishéraði
1,4 milljónir króna. í lok þessa árs verða íbúar
læknishéraðsins því búnir að leggja 2,1 milljón
króna í Framkvæmdasjóð aldraðra. En skyldi
þetta fé skila sér aftur til íbúanna, sem eru að
reyna að koma upp hjúkrunaraðstöðu fyrir
aldraða fyrir frjáls framlög? Það er hreint ekki
öruggt mál og eftir því sem best er vitað, fer
megnið af Framkvæmdasjóðnum til uppbygg-
ingar á B-álmu Borgarspítalans í Reykjavík,
sem á að hýsa langlegusjúklinga.
Því hefur áður verið haldið fram á þessum
vettvangi, að höfuðborgarsvæðið sogi til sín
fjármagn og fólk með næsta sjálfvirkum hætti.
Enn fremur komi það til, að smærri sveitarfé-
lög úti um land hafi hreinlega ekki bolmagn til
að leggja fram sinn hluta, þegar verið sé að
byggja upp þjónutustarfsemi, sem ríkið eigi
þó að greiða að meirihluta. Nú er þessu síðar-
nefnda ekki til að dreifa með Systrasel, hjúkr-
unarheimili aldraðra á Akureyri. Samt eru
horfur á því, að íbúar Akureyrarlæknishéraðs
njóti ekki sem skyldi framlags síns til Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra.
Þessum málum verður hreinlega að kippa í
liðinn hið bráðasta. Akureyringar og nágrann-
ar þeirra verða í lok ársins búnir að leggja 2,1
milljón til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Þá
vantar 1,5 milljón til að ljúka við hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða á Akureyri. Þá upphæð
ættu þeir að fá að minnsta kosti.
Sigurður Óli Ðrynjólfsson um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs:
Áhersla var lögð
á að áætlunin
væri raunhæf
- Stærsta verkefnið sem
bæjarsjóður hefur á sinni
könnu nú, er nýja svæðis-
íþróttahúsið við Þórunnar-
stræti. Það tekur mörg ár að
Ijúka við verkefni sem þetta, en
í ár á að vera hægt að fram-
kvæma þar fyrir sjö milljónir
króna og vonir standa til þess
að upphæðin verði til þess að
hluti hússins verði nothæfur
strax næsta vetur, sagði Sigurð-
ur Óli Brynjólfsson bæjar-
stjórnarmaður, er Dagur bað
hann um að gera grein fyrir
helstu liðum fjárhagsáætlunar
bæjarsjóðs Akureyrar. - Einn-
ig má nefna verkmenntaskól-
ann. Þar er nú verið að byggja
hús fyrir verknámskennslu
járniðnaðarins.
Samkvæmt hlutaskiptum
ríkis og bæjar, ætti Akureyrar-
bær að leggja fram 1,6 milljónir
til nýbyggingar FSA, en þar
sem Akureyrarbær hefur lagt
áherslu á að hraða þessari ný-
byggingu, mun hann leggja
fram 2,5 milljónir. Yonir
standa til þess að hægt verði að
taka verulegan hluta hennar í
notkun á þessu ári.“
Akureyrarbær þarf í mörg horn
að líta og í sambandi við nýfram-
kvæmdir má geta þess að í ár verð-
ur hafin bygging dagvistar við
Þórunnarstræti og sundlaugar við
Glerárskóla. Vélakostur bæjarins
verður og bættur á þessu ári.
Sigurður sagði að keyptar yrðu
bifreiðar, veghefill, valtari og
uppmokstursvél, sem ætti að geta
komið í góðar þarfir í snjónum
næsta vetur. Miklu fé verður varið
til verkamannabústaða og einnig
til leiguíbúða sem eru í byggingu í
Glerárhverfi. Auk þess verður
lögð áhersla á að ljúka við ýmsar
byggingar sem bærinn er með á
sínum snærum. Fyrirhugað er að
kaupa nýjan strætisvagn og verð-
ur þá hægt að bæta enn þjónustu
SVA. Sigurður tók það fram að
rekstur SVA hefði gengið mjög
vel á sl. ári.
Malbikað fyrir 6,7
milljónir
- Verklegar framkvæmdir á
vegum bæjarins verða margar og
ef við tökum göturnar sem dæmi,
þá verður að sjálfsögðu unnið við
almennt viðhald og lögð áhersla á
að leggja nýjar götur og malbika
gamlar. Það er áætlað að í ný verk
í gatnagerð fari 18,5 milljónir
króna. Af einstökum verkefnum
má nefna þjóðveginn frá Kaup-
vangsstræti og að Glerárgötu, ætl-
unin er að byggja nýja brú á Glerá
og skipta um jarðveg og lagnir í
Hafnarstræti milli Kaupvangs-
strætis og Ráðhústorgs. Einnig
verður þessi hluti Hafnarstrætis
malbikaður í sumar, en gatan
verður ekki hellulögð á þessu ári.
Það er ekki búið að ákveða hvaða
götur verða malbikaðar í sumar,
en til þess verður varið 6,7 millj-
ónum króna.
Næsta haust má heita að lokið
verði malbikun allra þeirra gatna
sem voru til fyrir fjórum árum
síðan. Hins vegar hefur ekki tek-
ist enn að malbika jafnóðum nýj-
ar götur, en hlutur ómalbikaðra
gatna minnkar stöðugt og þetta
sækir í rétt horf.
Næstu byggingaverkefni eru
mótuð með hönnunarframlögum.
Þau helstu eru framlag til hönnun-
ar íþróttahúss við Oddeyrarskóla.
Þegar það hús rís verður Skemm-
an tekin undir starfsemi tækn-
ideildar bæjarins, en eins og
kunnugt er, vantar tilfinnanlega
hús undir vélar og tæki bæjarins.
Einnig eru hönnunarframlög til
Síðu- og Lundarskóla og dagvist-
ar, sem á að rísa í Glerárhverfi.
Sigurður Óli Brynjólfsson.
Allir sammála um
áætlunina
- Hvernig gekk samstarf flokk-
anna er þessi áætlun var gerð?
- Þaðhljótaaðþykjatíðindiað
allir flokkar í bæjarráði stóðu að
áætlanagerðinni og það er útlit
fyrir að heildaráætlunin verði
samþykkt af fulltrúum allra
flokka f bæjarstjórn. Ég hlýt að
skilja þetta á þann veg að minni-
hlutinn sé tiltölulega ánægður
með þau vinnubrögð sem notuð
voru í þetta skiptið og raunar
áður. Þetta er líka í fyrsta sinn
sem allir virðast vera sammála um
að nota hæstu leyfilegu útvars-
álagningu, en fram til þessa hefur
minnihlutinn talið slíkt óþarfa.
Hins vegar hefur reynslan sýnt að
á herðar sveitarfélaga eru sífeilt
lögð fleiri verkefni,án þess þó að
til komi samsvarandi tekjustofn-
ar. Því verður að nýta heimildina
til fulls.
- Var gerð þessarar fjárhags-
áætluriar á einhvern hátt erfiðari
en gerð þeirra áætlana sem þú
hefur tekið þátt í á undanfömum
árum?
- Nei, það held ég ekki. Hins
vegar lágu fyrir óskir um lausn á
fjöldamörgum verkefnum og það
er erfitt að geta ekki sinnt fleirum
en gert var. En það er vitað að það
er ekki hægt að verða við öllum
þeim beiðnum sem berast. Ég
vona að þær framkvæmdir sem
menn höfðu vænst að hafist yrði
handa með á þessu kjörtímabili,
en ekki tókst að sinna, verði hægt
að hrinda í framkvæmd fljótlega.
- Ber þessi áætlun merki þess
að það em kosningar í vor?
- Nei, hún gerir það ekki.
Menn reyndu að vinna hana af
heilindum og bæjarstjóri og
starfsmenn hans, sem unnu að
áætluninni, lögu áherslu á að hún
væri sem raunhæfust. Hitt er svo
aftur annað mál að þetta er áætlun
og aðtæður geta breyst á skömm-
um tíma. Það getur reynst nauð-
synlegt að sinna aðkallandi mál-
efnum, og það getur líka farið
þannig að einstökum fram-
kvæmdum verði frestað ef t.d.
undirbúningur er ekki nógu langt
á veg kominn. Þetta getur átt sér
stað hvort sem er kosningaár eða
ekki.
Það er rétt að það komi fram
hér að fjárhagsstaða bæjarsjóðs
var mjög góð um áramót. Sú
staðreynd minnkar þann vanda
sem bæjarsjóður hefði annars
staðar frammi fyrir, og sýnir að
fyrri áætlanir og gerðir núverandi
bæjarstjórnar hafi verið nálægt
raunveruleikanum. Hafi áætlanir
einstakra verka ekki staðist hefir
það verið leiðrétt með stýringu á
öðrum verkum.
Stóraukið framlag í
Framkvæmdasjóð
- Forsendan fyrir því að hægt
sé að ljúka við þau verkefni sem
nú er unnið að - og fara í ný - er
auðvitað sú að atvinnulíf á Akur-
eyri blómgist og eflist. En Akur-
eyrarbær, eða bæjarsjóður, getur
ekki með beinum aðgerðum verið
mjög stór þátttakandi í því. Hins
vegar sýnir Akureyrarbær vilja
sinn í verki með stórauknu fram-
lagi í Framkvæmdasjóð, m.a.
með það í huga að taka þátt í
stofnun Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar, sem vonir standa til að
einbeiti sér að rannsóknum að
verkefnum sem eru umfangsmeiri
en svo að einstaklingar ráði við
þau. Að auki mun bæjarstjórn
beita sér fyrir pólitískum þrýstingi
á ríkisvaldið að það aðstoði á einn
eða annan hátt við uppbyggingu
atvinnulífs við Eyjafjörð.
Ég legg mikla áherslu á að
bæjarstjórn Akureyrar eigi gott
samstarf við alla íbúa Eyjafjarð-
arsvæðisins og að þeir standi
saman sem ein heild. Það er stað-
reynd að góð afkoma eins aðilans,
styrkir og bætir afkomu hinna.
- Að lokum?
- Þó ég hafi aðallega rætt um
bæjarsjóð, þá eru önnur bæjarfyr-
irtæki á Akureyri, sem skiptir
miklu máli að gangi vel. Þar má
t.d. nefna Vatnsveituna, Rafveit-
una, Hafnarsjóð og Hitaveituna.
Hjá þessum og öðrum bæjarfyr-
irtækjum gengur reksturinn yfir-
leitt vel, en að vísu eru ýmsar
óþægilegar blikur á lofti í sam-
bandi við Hitaveituna, vegna
erfiðleika í vatnsöflun. En við
erum þó bjartsýnir á að vandamál
þessa fyrirtækis verði leyst á far-
sælan hátt.
Stærsta verkefnið sem bæjarsjóður hefur á sinni könnu nú er bygging nýja svæðisíþróttahússins við Þórunnarstræti.
Ólafur Árnason, Hermann Karlsson, Haraldur Guðmundsson og Ármann Guðmundsson.
Piltamir úr Óðni
sigruðu tvöfalt
Unglingameistaramót íslands
í sundi fór fram í Reykjavík
dagana 13. og 14.feb. Sjö
keppendur fóru frá Sundfél-
aginu Óðni á mótið. Ungling-
ameistaramótið er ekki stiga-
mót á milli félaga. Aðeins er
keppt í einum aldursflokki
pilta og stúlkna, og í hverja
grein geta mest komist 20
keppendur.
Piltasveit sundfélagsis varð ís-
landsmeistari unglinga bæði í
4x50 m.skriðsundi og 4x50
m.fjórsundi. Piltarnir syntu
skriðsundið á tímanum 1:55,13
ogfjórsundið átímanum2:13,80
mín. Sveitina skipuðu þeir Har-
aldur Guðmundsson, Ólafur
Árnason, Hermann Karlsson og
Ármann H. Guðmundsson.
Helsti árangur akureyrsku
keppendanna í einstaklings-
greinum var sem hér segir: Ólaf-
ur Árnason varð í fjórða sæti í
100 m.skriðsundi á tímanum
1:03,40 mín., Hermann Karls-
son varð í fimmta sæti í 400 m.
skriðsundi á 5:23,29 mín., Har-
aldur Guðmundsson varð í
fimmta sæti í 200 m.bringusundi
á 2:57,85 mín. og hann varð
einnig í fimmta sæti í 200
m.baksundi á 2:56,15 mín.
Margir efnilegir ung-
lingar í eldlínunni
Bikarkeppni unglinga í alpa-
greinum skíðaíþrótta var
haldið í Hlíðarfjalli á Akur-
eyri um síðustu helgi. Mjög
skemmtileg keppni var í flest-
um flokkum, en drengir frá
Húsavík og stúlkur frá Akur-
eyri voru sigursæl á mótinu.
Þarna komu fram margir efni-
legir unglingar, sem án efa
eiga eftir að ná langt í íþrótt-
inni með dugnaði við ástund-
un. Sigurvegarar I hinum
ýmsu flokkum urðu sem hér
segir.
Stórsvig
Drengir 13-14 ára:
1. Smári Kristinsson A 102,24
2. Kristján Valdimarsson R
103,54
3. Birkir Sveinsson Nesk. 104,71
Drengir 15-16 ára:
1. Stefán G. Jónsson H 111,50
2. Árni G. Árnason H 111,99
3. Erling Ingvason R 113,22
Stúlkur 13-15 ára:
1. Guðrún J. Magnúsd. A 117,13
2. Guðrún H. Kristjánsd. A
118,59
3. Tinna Traustadóttir A 120,12
Svig
Drengir 15-16 ára:
1. Árni G. Árnason H 105,19
2. Atli Einarsson í 106,91
3. Þorvaldur Örligsson A 109,82
Stúlkur 13-15 ára:
1. Tinna Traustadóttir A 89,76
2. Guðrún H. Kristjánsd. A 92,00
3. Guðrún J. Magnúsd. A 92,80
Drengir 13-14 ára:
1. Þór Ómar Jónsson R 95,42
Knattspyrnuráð Akureyrar
vill leiðrétta þann misskiln-
ing, að ráðið verði ekki með
Firmakeppni í innanhúsknatt-
spyrnu í ár.
KRA stefnir að því að halda
keppnina í apríl, með sama
2. Gunnar Smárason R 97,33
3. Smári Kristjánsson A 97,82
Um næstu helgi:
Á laugardaginn verður Bikar-
mót í alpagreinum fullorðinna
haldið á ísafirði. Unglingar frá
Akureyri 11 ára og yngri, heim-
sækja Húsavík og göngumót
fyrir alla verður haldið í Hlíðar-
fjalli.
fyrirkomulagi og áður að leyfa
ekki sarneiginleg lið tveggja
fyrirtækja.
Að lokum hvetur ráðið sem
flest fyrirtæki til þátttöku í
Firmakeppnum þeim sem á
döfínni eru.
Knattspyrnuráö Akureyrar:
Firmakeppni
veröur í apríl
4 - DAGUR - 25. febrúar 1982
25. febrúar 1982 - DAGUR - 5