Dagur - 25.02.1982, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR.
HRINGAR
AFGREIODIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 25. febrúar 1982
22. tölublað
Fær Systrasel ekkert úr
framkvæmdasjóði aldraðra?
— Vantar 1.5 milljónir til að Ijúka við hjúkrunarheimilið
—íbúar Akureyrariæknishéraðs verða búniraðgreiða 2.1 milljón í sjóðinn í lok þessa árs
„Ég vil ekki trúa því að við
fáum ekkert úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra tii uppbyggingar
hjúkrunarheimilisins í Systra-
Se**' Umsókn okkar barst að
vísu nokkuð seint, en það var
einfaldlega vegna þess að menn
töldu víst að við fengjum fram-
lög úr sjóðnum, enda áttu
menn að vita að við erum að
byggja upp hjúkrunaraðstöðu
fyrir aldraða hér á Akureyri,“
sagði Halldór Halldórsson
læknir, í viðtali við Dag, en
hann átti sæti í nefnd sem ann-
ast málefni Systrasels.
Systraselssöfnunin hefur ekki
gengið eins fljótt og vel fyrir sig og
menn gerðu sér vonir um og
ennþá vantar um 1,5 milljónir til
að fullgera hjúkrunarheimilið
sem reiknað er með að kosti 3
milljónir. Upphaflega var áætlað
að skila húsinu fullbúnu um miðj-
an apríl, en nú eru horfur á að svo
geti ekki orðið fyrr en í haust eða
jafnvel í vetur, sökum fjárskorts.
Sem kunnugt er var Fram-
kvæmdasjóður aldraðra stofn-
aður á síðasta ári og skyldi hver
skattgreiðandi leggja til hans 100
krónur. Það framlag hefur nú
verið hækkað upp í 200 krónur á
hvern gjaldenda. í Akureyrar-
læknishéraði eru um 7 þúsund
gjaldendur, samkvæmt upplýs-
ingum skattstofunnar. í lok þessa
árs verða skattgreiðendur á svæð-
inu búnir að greiða samtals 2,1
milljón króna í Framkvæmdasjóð
aldraðra. Eins líklegt er að allt
það fjármagn og raunar stór hluti
sjóðsins fari í uppbyggingu B-
álmu Borgarspítalans í Reykja-
vík, sem á að vera fyrir langlegu-
sjúklinga. Á sama tíma vantar 1,5
milljón til að ljúka við hjúkrunar-
aðstöðu fyrir aldraða í Akureyr-
arlæknishéraði.
„Okkar mál komu til athugunar
á fundi sjóðsins 12. febrúar. Ég er
ekki úrkula vonar um að við fáum
úr þessum sameiginlega sjóði, en
hins vegar er maður að verða tor-
trygginn á fjárveitingavaldið í
Reykjavík, ekki hvað síst þegar
höfð er í huga byggingarsaga ný-
byggingar Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri," sagði Halldór
Halldórsson læknir, í viðtali við
Dag.
Ákveðið að
endur-
byggja
„Sjallann“
„Það er ákveðið að Sjálfstæðis-
húsið verður byggt upp aftur,“
sagði Gunnar Ragnars, sem
sæti á í stjórn Sjálfstæðishúss-
ins í samtali við Dag.
Eins og komið hefur áður fram í
Degi mun Teiknistofan Arko í
Reykjavík annast teikningar af
innréttingum hússins. Gunnar
sagði að sú vinna væri að hefjast,
er ljóst að húsið yrði gjörbreytt að
innan þegar það opnaði á nýjan
leik. „Við ætlum að opna sem
fyrst, en það þýðir væntanlega að
við ætlum að ná ferðafólki í
sumar,“ sagði Gunnar að lokum.
Slæmt at-
vinnuástand
Slæmt atvinnuástand hfur verið
á Þórshöfn undanfarið, en
bátar sem þaðan eru gerðir út
eru svo litlir, að þeir eru mjög
háðir tíðarfarinu og það hefur
verið slæmt undanfarið. Þetta
hefur haft þær afleiðingar að
lítill sem enginn fískur hefur
borist í frystihúsið og þar hefur
fólk ekki haft handtak að gera
heilu vikurnar.
Að sögn Jóns Jóhannssonar á
Þórshöfn var það t.d. svo í síðustu
viku, að aðeins var unnið í hálfan
dag í frystihúsinu. Tveir bátar eru
byrjaðir á netum og hafa aflað
þokkalega, en aflinn hefur verið
saltaður því ekki hefur tekið því
að vinna hann í frystingu, auk
þess em oft hefur verið um
tveggja og þriggja nátta fisk að
ræða.
Afli ætti að verða nægur í mars
og apríl ef vel viðrar og vel fiskast.
Vonir standa til að þetta tíma-
bundna atvinnuleysi á Þórshöfn
verði úr sögunni þegar nýi togar-
innar kemur, en hann á að af-
hendast í lok apríl og gæti orðið
tilbúinn á veiðar um miðjan maí.
Mikið var um dýrðir í miðbænum á Akureyri í gær, á öskudaginn. Fríðar fylk-
ingar bama gengu milli fyrirtækja og sungu af hjartans lyst - misjafnlega vel
æfð lögð, að visu - en engu að síður sjálfum sér og öðram til skemmtunar. Síð-
an var ”kötturínn“ sleginn úr tunnunni á Ráðhústorginu viðmikinn fögnuð.
Mynd: KGA
Ákveðið að halda fund um riðu í Svarfaðardal:
Verður sett reglugerð um
riðuvarnir í Eyjafirði?
Innan skamms mun Sigurður
Sigurðarson, dýralæknir á
Keldum halda almennan fund
um riðu með bændum í Svarf-
aðardal, og þeim sem stunda
sauðfjárbúskap á Dalvík og
næsta nágrenni. Einnig hefur
komið til tals að bændur á Ár-
skógsströnd komi á fundinn.
Sigurður sagði í samtaii við Dag
að hann myndi ræða við bænd-
urna um reynslu þeirra af riðu i
fé, en einnig mun hann kynna
þeim varnir gegn riðu og ræða
hvort sé orðið tímabært að
setja sérstaka reglugerð um
varnir gegn riðu fyrir Eyjafj-
arðarsvæðið, en búið er að gera
það fyrir Austurland og á
dagskrá að setja svipaða reglu-
gerð fyrir Skagafjörð og Húna
vatnssýslur.
Sigurður sagði að enn væri ekki
búið að tímasetja fundinn, sem
væntanlega verður haldinn á
Dalvík. „Svarfdælingar hafa lengi
búið við riðuna og hafa því öðlast
mikla reynslu. Sumir hverjir
a.m.k. hafa á því ákveðnar skoð-
anir hvernig þeir geti haldið tjóni
niðri og munum við ræða þau mál
nánar á fundinum.”
hefur verið farið af stað með bæt-
ur fyrir það fé sem veikist, en þá
eru teknar úr kindur um leið og
grunur vaknar að þær séu með
riðu. Nákvæm skýrslugerð um féð
er forsenda þess að menn fái
bætur, sem þó ná ekki að greiða
féð til fuils. Einnig verður að vera
starfandi „riðunefnd" sem hefur
það verkefni að sjá um að reglur
séu í heiðri hafðar. Ég mun ein-
dregið leggja til á fundinum að
slík nefnd starfi í Svarfaðardal,“
sagði Sigurður að lokum.
Það kom fram hjá Sigurði að
enn væri ekki búið að finna neitt
öruggt ráð gegn riðu, og að menn
tækju e.t.v. minna mark á ráð-
leggingum sérfræðinga þegar þeir
gætu ekki stutt mál sitt nógu hald-
bærum rökum. „Við vitum þó að
riðan berst með fé og því þykir
okkur slæmt að reglum um fjár-
flutning sé ekki framfvlgt út í ystu
æsar. En þegar menn búa við
veikina höfum við m.a. lagt
áherslu á að þeir skrásetji féð, að
þeir viti nákvæmlega um ættir
fjárins, ástundi mikið hreinlæti og
fari vel með það. í tilraunaskini