Dagur - 04.03.1982, Blaðsíða 7
Skíðatrimm — Skíðatrimm — Skíðatrimm — Skíðatrimm
Nú fara
allir á skíði
Næsta sunnudag verður skíða-
trimm í hávegum haft um allt
land. í því tilefni ætlar Skíða-
trimmnefnd Akureyrar að
senda Húsvikingum trimm-
kveðjur, því á laugardag og
sunnudag munu um 20 skátar
og aðrir skíðatrimmarar ganga
alla leið frá Akureyri til Húsa-
víkur, um 100 km. leið.
Lagt verður af stað frá Kjarna-
skógi kl. 10 á laugardagsmorgunn
og gengið að Stóru-Tjörnum, þar
sem gist verður yfir nóttina.
Reiknað er með að göngumenn-
irnir verði komnir til Húsavíkur
milli kl. 16 og 17 á sunnudag.
Raufarhöfn:
Góður afli
þegar viðrar
Raufarhöfn, 3. mars.
Rauðinúpur kom inn í gær með
yfir 140 tonn. Þetta var 3ji túrinn
frá áramótum og heildarafli tog-
arans frá áramótum er nú um 360
tonn. Netabátar afla vel þegar
viðrar og hafa þeir fengið allt upp
í 20 - 30 tonn í róðri. Nú eru gerð-
ir út þrír netabátar frá Raufar-
höfn, en þeir eru , Þorsteinn,
Viðar og Tryggvi Jónsson. Tveir
síðastnefndu bátarnir eru um 30
tonn, en Þorsteinn er rösk 50
tonn.
GH.
Dalvík:
Afli
togara
góður
Dalvík, 3. mars.
í janúar og febrúar var afli ver-
tíöarbáta um 519 tonn miðað
við 646 tonn á sama tíma í fyrra.
Þetta er um 20% minni afli.
Aflahæstur netabáta er Bliki
með um 102 tonn og aflahæsti
línubáturinn er Brimnes með 97
tonn. Nú í byrjun mars virðist afli
heldur vera að glæðast, því eftir
helgina kom mestur afli á land í
einu á þessari vertíð. Stærsti róð-
urinn kom þó í febrúar og var það
Bliki sem kom með 21 tonn úr
tveimur löngnum.
Afli útgerðarfélagstogaranna í
janúar og febrúar er um 800 tonn
miðað við 572 tonn á sama tíma í
fyrra. Þetta er um 40% aukning.
Þess ber þó að geta að bilanir
settu strik í reikninginn í fyrra.
Dalborg, togari Söltunarfélags
Dalvíkur, hefur komið með að
landi um 250 tonn í þremur lönd-
unum miðað við 89 tonn á sama
tíma í fyrra, en þá landaði skipið
aðeins einu sinni því það var í
slipp um þetta leyti. Það má því
segja að afli togaranna sé verulega
mikið meiri í ár, en hjá vertíðar-
bátunum fer þetta vonandi að lag-
ast. AG
Það er skíðatrimmnefnd Í.S.Í.,
sem aðsetur hefur á Akureyri,
sem skipuleggur skíðatrimm um
allt land. Formaður nefndarinnar
er Hermann Sigtryggsson,
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á Ak-
ureyri.
Skíðaráð Akureyrar hvetur alla
Akureyringa til að tak þátt í
Trimmdegi Skíðasambandsins
sunnudaginn 7. mars. Hægt verð-
ur að vera á gönguskíðum í
Kjarnaskógi og Hlíðarfjalli, og
einnig er mjög gott skíðafæri í
Hlíðarfjalli fyrir „alpafólk".
Leikfimiæfingar
fyrir aldraða
Á vegum félagsmálastofnunar verður öldruðu fólki
gefinn kostur á léttri leikfimi.
Upplýsingar í síma 25880.
Félagsmálastofnun Akureyrar.
SkJNIMBK
Bændur, bifreiðaeigendur,
verktakar og útgerðarmenn
Eigum ávallt fyrirliggjandi allar
stærðir SONNAK rafgeyma.
HLEÐSLA - VfÐGERÐIR - ÍSETNING
Búvélaverkstæðið
Óseyri 2 - Sími 2-30-84
Vélsleðakeppni
á vegum Flugbjörgunarsveitar Akureyrar verður
haldin við býlið Glerá, nk. laugardag kl. 2 eftir há-
degi.
Komið og sjáið skemmtilega keppni.
Mótsstjórn.
a
HREINLÆTISTÆKI afgerðunum
sphinx
stálvaskar
Sérverslun
Draupnisgötu 2 - Sími (96)22360
Akureyri
Námskeið
Iðnaðardeild Sambandsins
Ullariðnaður heldur nám-
skeið í peysuprjóni og með-
ferð lopa.
Námskeiðið hefst mánudaginn 15.
mars nk. og stendur í rúmar 2 vikur.
Leiðbeinandi er Guðný Pálsdóttir.
Nánari upplýsingar og þátttöku-
skráning er hjá Guðnýju í síma
22627, mánudag, þriðjudag og mið-
vikudag milli kl. 17og 19.
Iðnaðardeild Sambandsins.
u
FRAMSÓKNARFEIAG
AKUREYRAR
Opiðnús
er að Hafnarstræti 90
öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.30
Spil — Tafl — Umræður
Lesið nýjustu blöðin
Kaffiveitingar
Allir velkomnir
4. mars i 982 - DAGUR - 7