Dagur - 25.03.1982, Qupperneq 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Deiltum
stórfyrírtæki
Stórfyrirtæki sem nú er fyrirhugað að reisa um
landið hafa valdið töluverðum deilum og
landshlutakritum. Þannig hefur verið slegist
um næstu stórvirkjun, þ.e. hvort Blöndu-
virkjun eða Fljótsdalsvirkjun skuli koma fyrst,
og reyndar hafa Sunnlendingar einnig bland-
ast inn í þá deilu og viljað áframhaldandi
virkjunarframkvæmdir sunnan fjalla.
Staðsetning steinullarverksmiðju er nú efst
á baugi og deilt hart um hvar hún skuli rísa. Nú
er ljóst að útflutningur borgar sig ekki, eins og
Sunnlendingar héldu fram, heldur hafa rök
Sauðkrækinga sýnt sig í að vera rétt að þessu
leyti. Byggðarstefnan blandast einnig inn í
það mál. Norðlendingar segja að atvinnu-
ástandið hafi verið verst á Norðurlandi undan-
farin ár, en Sunnlendingar benda á að fólks-
fækkun hefur átt sér stað á Suðurlandi. Fróð-
legt væri að vita við hvaða tímabil þessar
fólksfækkunartölur eru miðaðar og hvort það
geti verið, að inni í þeim séu tölur um brott-
flutta vegna eldsumbrota í Vestmannaeyjum
og afleiðinga þeirra.
Það er ekki undarlegt, þó deilt sé um þessa
hluti. Uppbygging atvinnulífs hefur verið lítil á
undanförnum árum. Framhjá því verður ekki
litið. Stafar þetta að sumu leyti af utanaðkom-
andi ástæðum, en að nokkru vegna þeirrar að-
haldsstefnu sem baráttan við verðbólguna
krefst. Það er því engin furða þó að allir vilji
grípa gæsina þegar hún gefst, sérstaklega
þegar um er að ræða gullgæs. Fyrirtæki sem
ríkið tekur þátt í lenda tæpast í sömu örðug-
leikum og önnur, því sjaldnast fara ríkisfyrir-
tæki á hausinn. Þeir vilja allir hengja sig í gull-
gæsina og reyna að ná úr henni fjöður, eins og í
ævintýrinu.
En hverjum stendur næst að fá fyrirtæki af
þessu tagi? Að því gefnu að ekki sé verulegur
hagkvæmnismunur eiga slík fyrirtæki tví-
mælalaust að fara í þá landshluta, þar sem
atvinnuástand er lakast. Rannsóknir Fjórð-
ungssambands Norðlendinga sýna svo ekki
verður um villst, að átvinnuástand hefur verið
langtum verst á Norðurlandi. Stórvirkjun í
Húnaþingi og verksmiðja við Sauðárkrók gætu
lagfært ástandið að hluta, en eftir stendur, að
það svæði sem hvað verst hafa verið sett, þ.e.
Eyjafjörður og Norður-Þingeyjarsýsla, hafa
ekki fengið neina úrlausn.
í samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar var
efst á dagskrá að hamla gegn atvinnuleysi.
íbúar á Norðurlandi eystra eiga kröfu á að við
þessi orð verði staðið. Þó ekki sé verið að am-
ast út í atvinnuuppbyggingu á Reyðarfirði, þar
sem reisa á kísilmálmverksmiðju, er athygl-
isvert að frekar hefur vantað fólk til starfa þar
eystra, en að skort hafi atvinnuna. Hvers
vegna gæti ekki kísilmálmverksmiðja verið
hagkvæm í rekstri á Norðurlandi eystra, auk
þess að byggða- og atvinnusjónarmiðum yrði
fullnægt? Eða er búið að ákveða Eyfirðingum
annars konar verksmiðju, t.d. álver?
Leikdómur um:
„Skýin“
Höfundur: Aristofanes.
Þýðandi: Karl Guömundsson.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson.
Leikfélag M.A. sýnir þessa dag-
ana Skýin eftir Aristofanes. Það
er óvenjulegt að boðið sé upp á
grískt leikhúsverk hér á landi og
því vcl til fundið að taka til sýn-
ingar eitt af frægustu verkum hins
forna Aristofanesar. Svo undar-
legt er að þetta leikrit hefur aldrei
áður verið sýnt hér á landi og þýð-
ing þess er alveg nýgerð.
Á fimmtu öld f. Kr. var Aristof-
anes með merkustu leikskáldum
Grikkja, en auk Skýjanna mætti
nefna eftir hann Lýsiströtu, sem
reyndar var sýnd í Þjóðleikhúsinu
fyrir nokkru, Fuglana, Froskana
og Vespurnar. Hann deilir í verk-
um sínum með háði og skopi á
margt sem honum þykir miður
fara í samtíð sinni. Svo er og í
Skýjunum. En viðfangsefnið er
hafið yfir tíma og stað og getur átt
við nú jafnvel og þá. Lýst er löng-
un eða hvöt manns í vanda til að
sigrast á honum með lærdómslist
(minnir óneitanlega á okkar
þjóðsagnastef að veðsetja sig
skrattanum). Auk þess er veist að
málrófi og fimbulfambi mennta-
manna sem setja sig skör hærra
fákunnandi almúganum. Þar er
dreginn fram ekki ómerkari
maður er Sókrates, ef til vill til
þess að sannfæra mann um að hlu-
tverk heimspekingsins sé að gera
sáraeinfalda hluti gersamlega
óskiljanlega. Allterþettasvosýnt
á skoplegan hátt og með ýktu lát-
bragði.
í stíl grískra fornleikja er þýð-
ing Karls Guðmundssonar á ljóð-
máli, stuðlaður texti með kerfis-
bundinni hrynjandi. Fyrir vikið
verður hann óþjálli í munni en
ella og torskildari áheyrendum,
a.m.k. í fyrstu tilraun. Þýðandi á
auk þess heyranlega í rímþröng
og hrynjandiþröng og við það
verður þýðingin enn loðnari. Má
vel velta því fyrir sér hvort ekki
hafi verið heppilegra að snara
þessu forna verki á óbundið, nú-
tímalegt - en vandað mál.
Að sýningu L.M.A. standa tug-
ir nemenda og mikill fjöldi þeirra
kemur á svið, ýmist í einleikshlut-
verkum eða kórum. í heild er sýn-
ingin falleg, einföld og stílhrein
sviðsmynd og búningar - en Ijósa-
notkun virtist talsvert ábótavant.
Um frammistöðu leikenda má
segja að hún var misjöfn. Versti
gallinn var á framsögn. Sumir
leikendur fóru ýmist of hratt með
texta sinn eða óskýrt á annan hátt,
e.t.v. vegna þess að þeir lögðu of
hart að sér, að gera sér upp rödd
eða spenna hana of hátt. Meðal
annars af þessum sökum varð
framvinda sögunnar nokkuð
óljós. Kórinn hafði skýra fram-
sögn en var hins vegar lítið virkur
á sviðinu. Rétt eins og röddum
margra virtist ofgert var látbragð
sumra um of ýkt og missti jafnvel
marks.
Hér hefur verið bent á ýmislegt
sem betur hefði mátt fara - en
minnast sk.al þess að hér er á sviði
verk tuga ungra og óreyndra leik-
enda. Þegar á heildina er litið er
ljóst að fleira er vel gert en miður.
Skýin eru umfram allt falleg sýn-
ing og hlýtur að teljast bæði þrek-
virki og þakkarvert átak að
L.M.A. og Andrés Sigurvinsson
skuli færa okkur þennan forna
spéleik. Hið gríska andrúmsloft
er minnisstætt og það ætti að vera
sjálfsagt hverjum þeim sem vill
vita af leikhúsi og sjá ungt fólk
glíma við stórvirki að nota tæki-
færið og sjá Skýin í Samkomuhús-
Á skíðum í BöggvisstaðafjalIi
By It i ng!
„Bylting!“ Það er eina orðið
sem við Dalvíkingar getum
haft um þá gjörbreyttu skíða-
aðstöðu sem orðið hefur hér ■
Böggvisstaðafjalli eftir að
snjótroðarinn kom fyrr á
þessu ári.
í góða veðrinu á laugardaginn
var margt um manninn í fjallinu,
enda sól og blíða og skíðafærið
eins og best verður á kosið.
Eins og þessar myndir bera
með sér er fólk með bros á vör,
enda ekki annað hægt í slíku
veðri.
Mikill áhugi er fyrir útivist hér
á Dalvík og á það við um unga
jafnt sem gamla. Þeir sem ekki
eru á svigskíðum eru þá bara á
gönguskíðum, en áhugi fyrir
skíðagöngu hefur farið vaxandi.
Þá á hestamennska miklu fylgi
að fagna og svo eru alltaf þeir til
sem láta sér nægja sína tvo jafn-
fljótu.
Það má því segja að Dalvík-
ingar sem aðrir Norðlendingar
ættu að geta mætt hressir og
endurnærðir til starfs og leiks
eftir þessa helgi.
A.G.
Tímatökuskáli milli lyftanna, þar er gjarnan slappað af á milli ferða.
Veðurblíðunnar notið og nestað sig.
Já, þetta er erfitt svona í byrjun, sérstaklega þegar svona margir fylgjast með!
Unglingameistaramót Islands á skíðum:
Glæsilegt mot
Um síðustu helgi var haldið á
ísafirði unglingameistaramót ís-
lands á skíðum. Keppendur
voru samtals 153 frá 8 bæjum og
héraðssamböndum. Keppt var
bæði í norrænum og alpagrein-
um karla og kvenna. Ákureyr-
ingar, sem kepptu bara í alpa-
greinum að einum pilti undan-
skildum sem keppti í göngu 13-
14 ára. í alpagreinunum voru
Akureyringar tvímælalaust
bestir en þeir sigruðu í þeim
flestum. Guðmundur Sigurjóns-
son sigraði bæði í svigi og stór-
svigi 13-14 ára. í svigi 13-15 ára
sigraði Tinna Traustadóttir og
stúlkur frá Akureyri voru í fjór-
um af fimm efstu sætunum.
Guðrún Jóna Magnúsdóttir sigr-
aði í stórsvigi stúlkna 13-15 ára
og Guðrún H. Kristjánsdóttir
var í öðru sæti. Þá sigraði sveit
Akureyrar í flokkasvigi 13-14
ára, 15—16 ára og 13-15 ára
stúlkna. Sveit Húsavíkur var í
öðru sæti í flokkasvigi drengja
15-16 ára. í alpatvíkeppni sigr-
aði Guðmundur Sigurjónsson í
flokki 13-14 ára, Stefán G. Jóns-
son Húsavík í flokki 15-16 ára
og Guðrún Jóna Magnúsdóttir í
flokki stúlkna 13-15 ára. í nor-
rænu greinunum voru að vanda
Ólafsfirðingar og Siglfirðingar
efstir.
Ólafur Valsson Siglufirði sigr-
Akureyríngarnir við heimkomuna.
aði í göngu 5 km pilta 13-15 ára
og BjarniTraustason Ólafsfirði í
sama aldursflokki en í 7.5 km
langri braut. Sveit Ólafsfjarðar
sigraði í boðgöngu pilta 15-16
ára og sveit Siglufjarðar í boð-
göngu drengja 13-14 ára. í
stökkki drengja 13-15 ára sigr-
aði Randver Sigurðsson Ólafs-
firði, og Helgi Hannesson Siglu-
firði í flokki 15-16 ára. í tví-
keppni drengja, stökki og göngu
13—14 ára sigraði Kristinn Sal-
mannsson Siglufirði og tví-
keppni 15-16 ára Helgi Hannes-
son Siglufirði. Það var Skíðaráð
fsafjarðar sem sá um fram-
kvæmd mótsins sem var í alla
staði til fyrirmyndar.
Árni varð
meistari
unglinga
Árni Ingólfsson.
Fyrri hluti íslandsmeistaramóts-
ins í j údó fór fram í Reykj avík 7.
mars sl. og var þar keppt í öllum
þyngdarflokkum karla. Einn
júdómaður frá Akureyri tók
þátt í mótinu, Jón Hjaltason,
hann keppi í -71 kg. þyngdar-
flokki en í þeim flokki voru
nokkuð margir keppendur og
því skipt í tvo riðla. Jón komst
upp úr sínum riðli og í úrslit. Þar
lenti hann á móti hinum geysi-
sterka júdómanni Halldóri Guð-
björnssyni. Eftir snarpa viður-
eign náði Halldór hálslási á Jóni
og varð Jón þá að gefat upp því
hann vildi halda hálsi og haus á
réttum stað. Jón lenti því í 3.
sæti en Halldór hélt áfram og
sigraði í flokknum.
Seinni hluti íslandsmeistara-
mótsins var haldinn 14. mars sl.
og var þá keppt í opnum flokki
karla og kvenna og þyngdar-
flokkum unglinga.
Sem fyrr fór einungis einn
keppandi frá Akureyri. Það var
hinn ungi og efnilegi júdómaður
Árni Ingólfsson, hann keppti í
þyngsta flokki unglinga. Mikil
barátta var í flokknum og reynd-
ust sumir andstæðingar Árna
honum erfiður ljár í þúfu en með
fádæma hörku og góðu keppnis-
skapi lagði Árni alla sína keppi-
nauta og höndlaði þar með ís-
landsmeistaratitil unglinga í
þyngsta flokki 1982.
Sigurvegararnir í Firmakeppninni.
Sporthúsið
sigraði
A þriðjudagskvöldiö voru
leiknir úrslitaleikir í firma-
keppni Þórs. Keppt var um
fyrsta til þriðja sæti og fjórða
til sjötta. Um fyrstu þrjú sætin
kepptu Sporthúsið og Björg-
vin Leonardsson rafverktaki,
Vegagerðin og SÍS.
Leikar fóru þannig að Vega-
gerðin vann SÍS með 6 mörkum
gegn 3, Sporthúsið og Björgvin
unnu einnig SÍS með 5 mörkum
gegn 2. Þá léku saman hreinan
úrslitaleik Sporthúsið, Björgvin
og Vegagerðin.
Sá leikur var mjög spennandi
og lauk með naumum sigri
Sporthússins og Co. með 2
mörkum gegn 1. Vegagerðarm-
enn voru óheppnir að gera ekki
strax út um leikinn en skutu tví-
vegis í stöng úr góðum færum.
Þegar u.þ.b. hálf mínúta var
til leiksloka var staðan eitt mark
gegn einu. Þá handlék einn
varnarmanna Vegagerðarinnar
knöttinn á marklínu og Magnús
Jónatansson dómari dæmdi
réttilega víti. Ekki voru allir á
sama máli og Magnús, og töldu
að ekki hefði verið um brot að
ræða, en sá er þetta skrifar sá
greinilega að leikmaður Vega-
gerðarinnar handlék knöttinn á
marklínu, og fannst því dómur-
inn því réttlátur. Jóhann
Jakobsson skoraði með föstu
skoti í vinstra hornið uppi, en
Benidikt Guðmundsson reyndi
án árangurs að verjast, en Vega-
gerðin hefði sigrað ef jafntefli
hefði orðið, á hagstæðara
markahlutfalli.
Þóroddur Hjaltalín afhenti
síðan Sporthúsinu og Co. veg-
legan farandbikar sem þeir vinna
nú annað árið í röð og leikmenn
efstu liða fengu verðlaunapen-
inga.
4 - DAGUR - 25. mars 1982
25. mars 1982 - DAGUR - 5