Dagur - 01.04.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 01.04.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL FERMINGAR GJAFA GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 1. aprfl 1982 37. tölublað Stuðningur við stein- ullarverk- smiðju á Sauðárkróki Á sameiginlegum fundi stjóma allra stéttarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Skagaströnd 24. mars sl. var samþykkt ályktun, þar sem fagnað var frumvarpi um stein- ullarverksmiðju á Sauðárkróki og var skorað á ríkisstjórn og Alþingi að veita því stuðning. I ályktuninni er bent á, að staðsetning verksmiðjunnar á Sauðárkróki henti mjög vel, mið- að við framleiðslu og innanlands- markað, ef tekið sé mið af mann- aflaþörf verksmiðjunnar. Þá er bent á að undirstöðuhráefnið, basalt, sé eina nýtilega hráefnið í Skagafirði sem vitað sé um, en Suðurland hafi ótal möguleika hvað nýtanleg jarðefni snertir. Loks segir í ályktun stjórna verkaiýðsfélaganna: „í þriðja lagi lýsir fundurinn yfir miklum áhyggjum vegna óheillaþróunnar að margar nýjar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á Norður- landi, sem kostað hafa mikið fé og fyrirhöfn, skuli að frumhönnun lokinni teknar upp og jafnvel nýttar af öðrum.“ IÐUNN: Næg verkefni Allverulegar skipulagsbreyt- ingar hafa verið gerðar hjá Skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri. Á sínum tíma var gerð áætlun um endurskipu- lagningu verksmiðjunnar á síð- asta ári þegar Ijóst lá fyrir að hún myndi starfa áfram. í sam- ræmi við þessa áætlun hefur vélakostur verið endurnýjaður, og reynt hefur verið að bæta framleiðslu-og stjórnunarað- ferðir. Þessar aðgerðir eru nú að komast í framkvæmd, og nýr vélakostur er sem óðast að ber- ast til verksmiðjunnar. í framtíðinni er stefnt að því að um 75% af framleiðslu verksmiðj- unnar verði kuldaskór, og eru ýmsar nýjungar þar í undirbún- ingi, svo sem kuldaskór úr vatns- þéttu leðri. Aðaláherslan verður lögð á að framleiða sterka og endingargóða skó sem henta ís- lenskum aðstæðum. Auk þess er stefnt að því að koma fram með nýja línu í kven- og karlmanna- skóm á hverju vori, og nú er sú fyrsta reyndar þegar komin fram. Eins og stendur eru verkefni skóverksmiðjunnar þVí næg. Rekstrargrundvöllur hennar fer mjög batnandi, og má reyndar teljast vera orðinn nokkuð góður. Mjög lítill afli berst til norðlenskra verstöðva: Bátarnir sigla suður í von um meiri afla — segir Angantýr Jóhannsson „Mars hefur gjörsamlega brugðist,“ sagði Angantýr Jó- hannsson erindreki Fiskifélags íslands á Norðurlandi. „Eg held að þessi mánuður hafi ekki verið jafn lélegur áður. Þetta hefur orðið til þess að margir bátar hafa leitað suður í von um meiri afla.“ Angantýr sagði að sjór væri uú óvenju kaldur og lítið um átu í honum. Fiskur stoppaði lítið á miðunum og það væri einna helst að menn fyndu rækju í honum. Aðspurður sagði Ángantýr að það væri sama hvaða útgerðar- stöð væri nefnd á Norðurlandi, það væri allsstaðar jafn lítill afli. „Þeir hafa komist ofan í það að fá einn fisk í net og það þykir heldur lítið eins og vonlegt er,“ sagði Angantýr, og bætti því við að allir stærri bátar á Norðurlandi væru komnir suður. „Ég held að það séu þrír stærri bátar eftir á Dalvík, allir stærri bátarnir á Grenivík eru komnir suður, frá Hrísey líka, og einn bátur frá Hauganesi, svo dæmi séu nefnd. Mér sýnist vera vá fyrir dyrum ef ástandið versnar frá því sem nú er. Hitt er svo aftur annað mál, að hvað varðar vinnu í landi, þá hafa togararnir bjargað miklu. Þeir hafa aflað svipað að undanförnu og á sama tíma í fyrra.“ I lok samtalsins við Angantý kom fram, að aflinn á þessari ver- tíð er um það bil helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Þess skal þó getið að Angantý höfðu ekki borist aflatölur fyrir marsmánuð. „Á Dalvík hafa þeir ekki nema einn þriðja af því sem þeir höfðu í fyrra," sagði Ángantýr. „Kannski skánar þetta þegar kemur fram á. Það eru margir sem halda í þá von, það er óhætt að segja það.“ Vélsleða- keppni í Mývatnssveit Á laugardaginn verður haldin vélsleðakeppni við Mývatn á vegum Björgunarsveitarinnar Stefáns, og íþróttafélagsins Ei- lífs. Keppt verður í alhliða- keppnisbraut með hæfnis- þrautum og hraðakstursþraut. Búist er við keppendum víða að. Kísiliðjan: Nýjar teg- undir hafa bætt sölu- möguleikana „Já, undanfarna mánuði hefur salan gengið nokkuð vel og lag- erinn er lítill,“ sagði Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, í samtali við Dag. „Á síðasta ári komum við fram með þrjár nýjar tegundir af kísilgúr, og þær hafa gert sitt til þess að við höfum getað selt framleiðsluna.“ Fyrir nokkrum árum varð mikill samdráttur í sölu á kísilgúr og þá var farið að huga að nýjum tegundum. Árið 1980 seldi Kísil- iðjan 18.700 tonn, en salan jókst árið eftir upp í 20.200 tonn. Sam- kvæmt áætlun fyrir 1982 er gert ráð fyrir að selja 22 til 23 þúsund tonn. „Sé magnið liaft í huga þá getum við vel við unað,“ sagði Hákon, „en miðað við þróun á framleiðslukostnaði þá er verðiö ekki nógu hagstætt. Gengisfell- ingin í janúar bætti stöðuna og tapið varð minna, en síðan hafa verðhækkanir haldið áfram innanlands og verðbólgan lætur ekki staðar numið.“ Dæling úr Mývatni hefst vænt- anlega í byrjun mái. Hluti þeirra sem komu norður til að athuga hugsanlegt stæði fyrir álverksmiðju. Næst okkur á myndinni er Finnbogi Jónsson deildarstjóri í Iðnaðarráðuneytinu, en lengst til vinstri er einn Norðmannanna. Mynd: áþ. Álversathuganir við Eyjafjörð Um hádegi í gær kom til Akur- eyrar 10 manna hópur manna á vegum iðnaðarráðuneytisins til að kanna aðstæður fyrir hugs- anlegt álver við Eyjafjörð. Að sögn Finnboga Jónssonar hjá iðnaðarráðuneytinu er þessi ferð liður í hagkvæmnisathug- un sem fram fer á þeim stöðum, þar sem talið er að helst sé hægt að reisa stórt iðjuver. í hópnum voru meðal annars þrír norskir sérfræðingar frá Árdal og Sundal, sem er ríkisfyr- irtæki í Noregi og rekur m.a. þrjú álver. Þessir aðilar ásamt Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen vinna að þessari hagkvæmnisat- hugun í tengslum við sérstaka nefnd sem iðnaðarráðherra skip- aði til að kanna hagkvæmni áliðn- aðar á íslandi. Auk Norðmann- anna voru nefndarmenn í áður- greindri nefnd með í för og einnig menn frá Staðarvalsnefnd, sem skipuð var af iðnaðarráðherra. Finnbogi sagði að skoðuð yrðu svæði í Arnarneshreppi, þ.e. svæðið frá Hörgárósum að Hjalt- eyri. Aðspurður um það hvort utanvert Arnarnes kæmi til greina varðandi staðsetningu álvers, þ.e. skammt frá Fagraskógi, sagði hann að það væri Staðarvals- nefndar að svara til um það. Eftrr skoðunarferðina fór sendi- nefndin á fund með Iðnþróunar- nefnd Eyjafjarðar, þar sem menn gerðu grein fyrir sínum sjónar- miðum,en sú nefnd var einnig skipuð af iðnaðarráðherra og formaður hennar er Helgi Guð- mundsson bæjarfulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.