Dagur - 01.04.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Áætlun um þróun
atvinnuhfs
Á nýafstöðnum aðalfundi miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins var samþykkt ítarleg ályktun
um atvinnumál. Þar sagði meðal annars:
„íslenska þjóðin stendur nú á tímamótum í
atvinnumálum. Ný viðhorf á sviði tækni og
markaðsmála breyta miklu. Vöxtur þjóðar-
framleiðslunnar á undanförnum árum hefur
fyrst og fremst stafað af stórauknum sjávar-
afla. Það er ekki að vænta sambærilegrar
aukningar á næstu árum. Fundurinn telur höf-
uðnauðsyn að gerð verði áætlun um þróun
atvinnulífs á komandi árum".
Þá er bent á mörg atriði sem tillit þarf að
taka til við gerð áætlunar um uppbyggingu
atvinnulífsins. Þar er efst á blaði efling byggð-
ar um allt land í samræmi við byggðastefnu
Framsóknarflokksins, sem miðist við fulla nýt-
ingu náttúrugæða og jafnvægi í aðstöðu fyrir-
tækja og heimila, en til þess þurfi m.a. jöfnun á
orkukostnaði og félagslegri þjónustu.
Varðandi sjávarútveg er lögð höfuðáhersla
á að auka hagkvæmni, vöruvöndun og betri
nýtingu og að vinna að endurnýjun fiskiskipa-
flotans, án aukins sóknarþunga. Fundurinn
lagði á það ríka áherslu að í stað samdráttar í
landbúnaði komi nýjar atvinnugreinar í sveit-
um og var sérstaklega bent á aukningu loð-
dýraræktar í því sambandi. Til eflingar iðnaði
og iðnþróun sé frumskilyrði að atvinnulífinu
séu búin hagstæð vaxtarskilyrði, svo að virkja
megi sívaxandi þekkingu til aukinnar fjöl-
breytni í framleiðslu og þjónustu. íslensk iðn-
þróun verður að eiga upptök sín hjá fólkinu og
fyrirtækjum þess með virkum stuðningi hins
opinbera, en varast ber ofstjórn af hálfu ríkis-
ins. Miðstjórn Framsóknarflokksins vekur
sérstaka athygli á náttúrulegum auðæfum
þjóðarinnar í jarðefnum og orku, sem öflugt
átak þarf til að nýta.
í ályktun miðstjórnar segir að forsenda
þeirrar orkunýtingar sem Framsóknarflokkur-
inn hefur boðað á næsta áratug sé að byggðar
verði þrjár meiri háttar virkjanir, auk þess sem
þegar verði hafnar skipulegar rannsóknir á
háhitasvæðum landsins. Miðstjórn telur eðli-
legt að röðin verði Blönduvirkjun, Fljótsdals-
virkjun og Sultartangavirkjun. Miðstjórn ítrek-
ar fyrri yfirlýsingar flokksins um meirihluta-
eign og virk yfirráð landsmanna sjálfra í orku-
frekum iðnaði, en að jafnframt verði fundnar
leiðir til þátttöku sem flestra landsmanna í
uppbyggingu hans.
Meðal annarra atriða í atvinnumálaályktun
miðstjórnar Framsóknarflokksins má nefna,
að harðnandi samkeppni við erlend fyrirtæki
verði mætt með afnámi sérgjalda sem
atvinnuvegirnir verða að greiða, að ráðstafan-
ir verði gerðar til að tækniframfarir svo sem
tölvubyltingin verði til þess að auka almenna
farsæld en leiði ekki til ójafnaðar og atvinnu-
leysis og að átaki í samgöngumálum verði
fylgt eftir og í því sambandi er lagt til að tekjur
hins opinbera af bensínsölu renni óskiptar til
uppbyggingar vega og lagningar bundins
slitlags.
Ekki vissi ég að þú
værir svona pólitísk
Ég hef ekki fyrr en nú tekið opin-
berlega þátt í stjórnmálum, svo
e.t.v. er eðlilegt að á þann veg sé
við mig mælt: „Ekki vissi ég að þú
værir svona pólitísk.“ Þarna í ös-
inni fyrir framan búðarborðið,
rétt fyrir klukkan sex, gafst mér
ekki tóm til að ræða þetta svo
nokkru næmi við viðmælanda
minn. Ég náði aldrei að segja að
ég liti svo á að pólitík eigi sér ekki
aðeins stað innan stjórnmála-
flokkanna, heldur hvar sem er í
umhverfi okkar, þar sem fólk hef-
ur skoðanir á málum, atvinnumál-
um, skólamálum, félagsmálum,
skipulagsmálum o.s.frv. Fólk læt-
ur sig þessi mál varða. Okkur er
ekki sama hvernig að okkur er
búið, hvernig umhverfi við lifum
og hrærumst í. Því erum við öll
meira og minna pólitísk.
Ég bý í bæjarhluta sem telur
líklega yfir 4000 íbúa, hverfi sem
er að byggjast. í þessu hverfi býr
margt ungt fólk, fólk með börn,
fólk sem er að byggja, fólk sem
vinnur mikið. íbúar nýrra hverfa
þurfa vissulega á ýmiss konar
þjónustu að halda sambærilegri
við það sem gerist í öðrum
hverfum, þó skortir nokkuð á að
svo sé í Glerárhverfi.
Hér býr fólk sem er að koma
undir sig fótunum, er bundið yfir
börnum, bundið í vinnu og heim-
ilisbíllinn er sjaldnast nema einn.
Þegar vegalengdin í næstu verslun
er farin að skipta kílómetrum get-
ur orðið erfitt um aðdrætti við
þessar aðstæður. Akstur stræt-
isvagnanna bætir þó mikið úr en á
sl. ári var leiðum bætt við í Síðu-
hverfi. En þar sem byggðin teygir
sig æ lengra til norðurs þarf enn að
bæta við leiðum. Því má bæta við
að ef vagninn æki ekki alltaf sama
hringinn nýttist hann betur og
börnin gætu notað hann til að
komast heim úr skólanum.
í umræddum bæjarhluta er að-
eins ein verslun, matvöruverslun
við Höfðahlíð, og hú er í suður-
jaðri hverfisins eins og eini skól-
inn í hverfinu, Glerárskólinn. Ein
verslun í ca. 4000 manna hverfi
getur varla talist ofrausn. Að vísu
mun Kaupfélag Eyfirðinga opna
aðra matvöruverslun í náinni
framtíð við Sunnuhlíð, en þeir
sem til þekkja vita þó að einnig
þangað er langur vegur yfir íbúa í
ysta hluta Síðuhverfis og
Holtahverfis.
Gera verður átak í því að bæta
þjónustu við íbúa utan Glerár og
ber að sjá til þess í framtíðinni að
þjónustustofnanir „gleymist“
ekki þegar ný hverfi eru byggð.
Vissulega er þó ekki hægt að ætl-
ast til þess að bærinn stofnsetji
Sigfríður Angantýsdóttir.
verslanir, en það er illt til þess að
vita að aðilar sem verslun hafa
með höndum skuli ekki sjá sér
fært að setja sig niður í nýjum
hverfum. Bænum ber að sjá fyrir
góðum lóðum, og hygg ég að það
sé gert, en það virðist ekki duga
til.
Bænum ber hins vegar að
undirbúa og hrinda í framkvæmd
gerð skólamannvirkja og skal
röðun framkvæmda miðast við
hvar skólabyggingaþörf er
brýnust.
Ég get ekki lokað augunum
fyrir erfiðleikum skólabarna í
Síðuhverfi, það er langt fyrir þau í
skólann. Að vísu gengur skólabíll
um hverfið en kennslustundir í
leikfimi, teikningu, handavinnu
og sundi falla þó þannig að börnin
geta ekki ávallt notað vagninn.
Þau ganga þá þessa tvo, þrjá kíló-
metra, foreldrarnir keyra þau eða
þau bíða við skólann eftir næstu
ferð. Skólaakstri var reyndar ekki
komið á fyrr en í jan. sl. og fékkst
hann fyrir dugnað og eftirrekstur
foreldra umræddra barna.
Það er erfitt að vera barn á
skólaaldri í Síðuhverfi. Leiðin í
skólann er löng, götur ófrágengn-
ar og óbyggð svæði á milli. Ef
börnin gætu nú farið yfir þessi
óbyggðu svæði, t.d. vestan við
Endurhæfingarstöðina Bjarg,
stytti það mörgum leiðina í
skólann. í vetur hefur hins vegar
verið snjóþungt svo börnin hafa
fremur kosið að ganga eftir götun-
um en þær eru þó a.m.k. ruddar
og upplýstar. Þarna ytra þarf að
koma uppgangstígum til að auð-
velda gangandi vegfarendum að
komast leiðar sinnar.
í Síðuhverfi er gert ráð fyrir
mikilli íbúafjölgun næstu árin og
er því jafnveí haldið fram að fjöldi
barna á aldrinum 6-16 ára geti
farið upp í 800 árið 1988 í Síðu-
hverfi einu. Svona tölur ber þó að
taka með varúð því tilfærsla fólks
milli hverfa er mjög mikil og erfitt
er að sjá þróunina fyrir svo
óyggjandi sé.
Við þurfum að fá skóla í Síðu-
hverfi en meðan við höfum hann
ekki þarf að koma til stórfelldur
akstur á skólabörnum milli
hverfa. Það er mun ódýrara fyrir
bæinn að aka börnunum milli
hverfa en byggja skóla en við get-
um þó ekki sætt okkur við slíkt
fyrirkomulag til lengdar. Það er
réttlætismál að sérhvert barn á
grunnskólaaldri geti sótt skóla í
sínu heimahverfi.
Hér voru nefndar þjónustu-
stofnanir í nýjum hverfum. Þeir
sem að skipulagsmálum vinna og
þeir sem fjármagni úthluta, verða
í framtíðinni að leitast við að
halda þannig á málum, að ekki
byggist upp misjafnlega eftirsókn-
arverð hverfi vegna mismikillar
þjónustu við íbúana.
Sigfríður Angantýsdóttir.
Á skíðum til
Húsavíkur
Fyrr í mánuðinum héldu 18
skátar og trimmarar af stað frá
Akureyri á gönguskíðum, og
var ferðinni heitið til Húsavík-
ur. Með í förinni höfðu þeir
trimmkveðjur frá Akureyri, en
skíðaganga þessi var farin í til-
efni trimmdags Skíðasambands
íslands sem var þann sama dag
og lagt var af stað í gönguna til
Húsavíkur.
Tveir göngukappanna, þeir Jón
Stefánsson og Sigurður Jóhanns-
son létu sig hafa það að ganga alla
leið, en hinir skiptust á urn að
ganga og hvíldu sig í bifreið sem
fylgdi göngumönnunum eftir.
Gangan hófst í Kjarnaskógi
með því að Hermann Sigtryggs-
son formaður Trimmnefndar
Skíðasambands íslands gekk þar
einn hring með kveðjuna, en síð-
an afhenti hann kveðjuna þeim er
héldu til Húsavíkur. Þeir gengu
síðan til Húsavíkur í tveimur
áföngum, gistu í Stórutjarnar-
skóla og fóru til Húsavíkur daginn
eftir.
Skíðamennirnir nálgast Húsavík. Húsavíkurfjall í baksýn.
Jón Stefánsson og Sigurður Jóhannsson gengu alla leið. Hér eiga þeir 20 km. eftir til Húsavíkur eins
og sjá má á steininum.
Þorsteinn Pétursson fararstjóri afhendir Húsvíkingum trimmkveðjuna frá Akureyri við komuna til
Húsavíkur.
Kristinsmótið á Ólafsfirði
Skíðaráð Ólafsfjarðar hélt um
helgina sitt árlega Kristinsmót,
en það er keppni í norrænum
greinum til minningar um Kríst-
inn Stefánsson skíðamann frá
Ólafsfirði.
Mót þetta var jafnframt bikar-
mót á vegum Skíðasambandsins
og voru keppendur allsstaðar að
af landinu.
Keppni fór fram í mjög góðu
veðri báða dagana, en að vísu
varð að fresta keppni fram eftir
degi á sunnudag sökum hvass-
viðris, en veður varð hið ákjós-
anlegasta eftir að lygndi. Úrslit í
mótinu urðu þessi:
Skíðaganga:
19 ára og eldri -15 km:
1. Haukur Sigurðsson Ó 44,37
2. Ingólfur Jónsson R. 45,58
3. Jón Konráðsson Ó. 46,37
17-19 ára -10 km:
1. Finnur Gunnarsson Ó. 30,18
2-. Einar Ólafsson í. 30,47
3. Þorvaldur Jónsson Ó. 32,40
Konur 19 ára og eldri - 5 km:
1. Guðrún Pálsdóttir S. 18,59
2. María Jóhannsdóttir S. 20,09
3. Sigurlína Guðjónsd. S. 15,57
Stúlkur 16-18 ára - 3,5 km:
1. Stella Hjaltadóttir í. 14,04
2. Auður Yngvadóttir I. 15,41
3. Sigurlína Guðjónsd. S. 15,57
Drengir 15-16 ára - 7,5 km:
1. Axel P. Ásgeirsson Ó. 24,31
2. Bjarni Traustason Ó. 24,37
3. Karl Guðlaugsson S. 25,43
Stúlkur 13-15 ára - 2,5 km:
1. SigurbjörgEinarsdóttirS.
2. MargrétGunnarsdóttirS.
3. DallaGunnlaugsdóttirÓ.
10,41
11,47
Drengir 13-14 ára - 5 km:
1. Baldvin Kárason S. 16,41
2. Ólafur Valsson S. 17,08
3. -4. Kristinn Ásgeirsson Ó.
17,24
3.-4. Sævar Guðjónsson S. 17,24
Stökk:
19 ára og eldri:
1. Ásgrímur Konráðssor
2. Haukur Snorrason R.
3. Þorvaldur Jónsson Ó.
17-19 ára:
1. Helgi Hannesson S.
2. Haukur Hilmarsson Ó.
15-16 ára:
1. Hjalti Halldórsson S.
2. Árni Stefánsson S.
13-14 ára:
1. Randver Sigurösson Ó.
2. Ólafur Björnsson Ó.
3. Ragnar Björnsson Ó. 31,5 33,0
ló. Stig
233
206
191
47,0 54,0
45,5 50,5
41.5 41,5
25,5 33,0
26,5 35,5
33,0 33,5
13,05
Akureyrardömur
í miklu stuði
Um síðustu helgi fór fram á
Siglufirði Bikarmót í alpagrein-
um. Allir bestu skíðamenn
landsins mættu þar til leiks. Sig-
urður Jónsson frá ísafirði sigraði
örugglega bæði í svigi og stór-
svigi, en Ólafur Harðarson frá
Akureyri fylgdi fast á eftir. Ak-
ureyrardömur voru í miklu stuði
á þessu móti og tókst engum
öðrum að skjótast upp á milli
þeirra. Annars urðu úrslit
mótsins þessi:
Stórsvig:
KARLAR:
1. Sigurður Jónsson í
2. Ólafur Harðarson A
3. Björn Víkingsson A
4. Bjarni Bjarnason A
KONUR:
1. Nanna Leifsdóttir A
2. Hrefna Magnúsdóttir A
3. Tinna Traustadóttir A
4. Guðrún J. Magnúsdóttir A
5. Guðrún Kristjánsdóttir A
6. Ásta Ásmundsdóttir A
Svig
KARLAR:
1. Sigurður Jónsson í
2. Ólafur Harðarson A
3. Einar V. Kristjánsson í
4. Bjarni Bjarnason A
5. Björn Víkingsson A
KONUR:
1. Hrefna Magnúsdóttir A
2. Guðrún Kristjánsdóttir A
3. Tinna Traustadóttir A
4. Guðrún J. Magnúsdóttir A
„Þetta eru þræl-
góðir strákar“
Um helgina voru leikin úrslit í
íslandsmótinu í handknattleik í
yngri flokkum. Fjögur lið frá
Akuryri voru í þessum úrslitum.
Fjórði og fimmti flokkur KA og
þriðji flokkur karla og kvenna
frá Þór. Þeir sem lengst náðu í
þessari keppni voru þeir yngstu
eða strákarnir úr fimmta flokki
KA.
„Þetta eru þrælgóðir strákar,
og stóðu sig með prýði,“ sagði
Erlingur Kristjánsson þjálfari
drengjanna.
KA strákarnir höfnuðu í öðru
sæti, rétt á eftir KR-ingum.
Strákarnir í fjórða flokki lentu í
sjötta sæti, en annars var þessi
riðill mjög jafn og flestir leikirn-
ir unnust með mjög litlum mun.
Báðir þriðju flokkar - Þórs
lentu í fimmta sæti í sínum riðli,
en alls voru sjö lið í hverjum
riðli.
Þriðji flokkur pilta er orðinn
mjög sterkur og sérstaklega hjá
Reykjavíkurfélögum eða hinum
svokölluðu stórveldum í hand-
knattleiknum. Ólafur Jónsson
formaður handknattleiksdeildar
Þórs var fararstjóri Þórsaranna í
þessum úrslitum. Hann sagði að
það væri leikreynslan sem mest
háði norðan mönnunum.
Allan veturinn fengu þeir að-
eins að leika örfá leiki, á meðan
Reykjavíkurfélögin geta leikið
nánast í hverri viku. Hann sagði
t.d. að þriðji flokkur stúlkna úrslitin, og það sæi hver maður
hefði aðeins leikið tvo leiki í vet- að væri allt of lítið.
ur áður en farið hefði verið í
Firmakeppni í
knattspyrnu
Um helgina fer fram árlegfirma- tækinu.
keppni KRA í innanhúsknatt- Mótið hefst á föstudagskvöld
spyrnu. Þar má ekki brengla um kl. 19.00 og verður síðan
saman tveimur eða fleiri fyrir-
tækjum, og allir verða að vera á
launaskrá hjá einu og sama fyrir-
fram haldið á laugardag kl.
13.30.
Old boys“ í
alpagreinum
55
Um næstu helgi fer fram í Selja-
landsdal við Isafjörð óformlegt
íslandsmót öldunga í alpagrein-
um.
Slíkt mót fór fram hér á Akur-
eyri í fyrra og þótti heppnast
mjög vel. Það er skíðaráð ísa-
fjarðar sem sér um mótið að
þessu sinni. Keppendur þurfa að
vera orðnir 35 ára, en margir
knáir skíðamenn og konur eru
nú komin yfir þau aldurstak-
mörk. Eftir helgina verður nán-
ar greint frá úrslitum í þessu
móti.
4 - DAGUR -1. apríl 1982
1. apríl 1982 - DAGUR - 5