Dagur - 01.04.1982, Side 8

Dagur - 01.04.1982, Side 8
Akureyri, fímmtudagur 1. apríl 1982 RAFGEYMAR í BlLINN, bátinn, vinnuvélina VEUIÐ RÉTT MERKI Kaupmanna- hafnarfarar hittast „Við höfum ákveðið að hóa saman Kaupmannahafnarför- um sem fóru í „beina þotufíug- ið“ á dögunum, og stefnum þeim öllum hér með á Hótel KEA n.k. laugardagskvöld kl. 19.30,“ sagði Gísli Jónsson for- stjóri Ferðaskrifstofu Akureyr- ar er hann hafði samband við okkur í gær. „Okkur finnst tilvaliö að koma saman og endurnýja kynnin um leið og menn geta rif jað upp ferð- ina og spjallað saman. Þá væri það aldeilis frábært ef sem flestir gætu mætt með myndir scm þeir tóku í ferðinni." Dalvík: Nýr veitu- stjóri Dalvík 30. mars Nýlega var gerð breyting á stjórn hita- og vatnsveitumála á Dalvík. Aöur voru málefni hitaveitunnar undir stjórn hitaveitustjóra og vatnsveitan undir stjórn bæjar- verkstjóra. Nú hefur þetta verið samcinað. Þórir Stefánsson, hef- ur látið af starfi hitaveitustjóra, en Valur Harðarson hefur verið ráðinn veitustjóri. þórir mun þó starfa áfram með Val. Þessir tveir menn munu sjá um framkvæmdir og eftirlit vatns- og hitaveitumála. Að sögn Valdimars Braga- sonar, bæjarstjóra, mun bæjar- verkstjóri hér eftir annast gröft fyrir hita- og vatnslagnir fyrir veit- una. Valur Harðarson hefurstarf- að sjálfstætt við ýmiskonar pípu- lagnir um skeið. Hann tekur við hinu nýja embætti innan tíðar. AG. Kúttmaga- kvöld Hið árlega kúttmagakvöld Lions- klúbbsins Hugins verður Italdið n.k. föstudagskvöld, þann 2. apríl að Hótel KEA og hel'st kl. 19.30. Að venju vcrða fram bornir sjávarréttir í miklu úrvali og sumir sjaldgæfir. Ræðumaöur verður Steindór Steindórsson fv. skólamcistari frá Hlöðum. Ýmislegt verður til skemmtun- ar m.a. hið rómaða bögglaupp- boð. Allir karlmenn eru velkomnir. Miðasala er við innganginn. Nýstárleg kvikmynd Fyndið fólk á Akureyrí — mynd tekin með „falinni“ myndavél ít Hver man ekki eftir kvikmynd- inni „Funny PeopIe“, sem sýnd var í Borgarbíói ekki alls fyrir löngu. Myndin var byggð upp af mörgum stuttum atriðum, sem tekin voru með falinni myndavél. Akureyringar hafa nú eignast sína eigin mynd um „Fyndið fólk“, tekna af fólki við ýmsar aðstæður án þess að það vissi af því. Mynd þessa hefur Steindór G. Steindórsson vélsmiður gert, en hann er sem kunnugt er kvik- myndatökumaður sjónvarpsins á Akureyri. Þar sem hljóðupptöku varð við komið sá Sigurður Hlöð- versson um þá hlið málsins. „Það er oft þannig, þegar unnið er við sjónvarpsupptökur, að ekki er allt notað af því sem sent er suður á fréttastofu. Oftast er um að ræða tökur fyrir og eftir sjálfa atburðina sem mynda á, eins og t.d. áður en menn setja sig í ræðu- stellingarnar. Ég get nefnt t.d. mjög fyndinn atburð þegar verið var að hleypa skipi af stokkunum í Slippstöðinni. Einnig þegar verið var að taka skóflustungu að nýja verkmenntaskólanum. Það sem fram fer bak við tjöldin er oft bráðsniðugt og ég á nokkur svo- leiðis „skot“ úr Leikhúsinu. Oft- ast hefur fólk ekki hugmund um að verið er að mynda og þær myndir eru lang skemmtilegastar. Ég get einnig nefnt myndir sem teknar voru í fyrrasumar við Sundlaugina og í Kjarnaskógi og Sjónvarpinu fannst ekki viðeig- andi að sýna, myndir af fólki í miðbænum og fleira. Einnig er ég með sniðugar myndir af móttöku Vigdísar forseta í grenjandi rign- ingu uppi í Lystigarði. Þar koma blaðamenn svolítið við sögu. Þá má líka geta bráðsmellinna mynda af lyftingamönnum fyrir keppni og tilfæringunum sem þar eru viðhafðar og aldrei eru sýndar í sjónvarpinu. Eg á líka myndir af gömlum íþróttakappleikjum, sem ég ætla að láta fljóta með, m.a. af mörgum hasarnum milli leik- manna í leikhléum, sem almenn- ingur sér sjaldnast. Þeir á Sjónvarpinu hafa verið liðlegir við að senda mér þessa búta, þegar þeir hafa ekki notað þá, og nú er ég kominn með efni upp á eina tvo tíma, sem ég hef verið að hamast við að klippa niður og stytta. Ég ætla að hafa eins konar frumsýningu eða öllu heldur „generalprufu“ á þessu í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla í kvöld klukkan níu, svona mest til að kanna hvernig undirtektir ■þetta fær. Ef vel tekst til, verður væntanlega settur á þetta skýring- artexti, þar sem hljóðupptökur vantar. Ég útskýri það sem þarf sjálfur í kvöld, en flest skýrir sig sjálft,“ sagði Steindór að lokum. Eins og áður sagði verður myndin sýnd í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla kl. 21 í kvöld og er öllum heimill aðgangur, en Steindór Steindórsson hefur haft umsjón með þeirri starfrækslu, sem þar fer fram. Steindór Steindórsson og Sigurður Hlöðversson vinna að klippingu myndarinnar, sem tekin var með „falinni“ mynda- vél og sýnir marga kostulega hluti. Myndin verður sýnd almenningi í Félagsmiðstöðinni í Lundarskóla kl. 21 í kvöld. Mynd H.Sv. Sveit Stefáns kom á óvarl Einn af fjórum riðlum í undan- úrslitum íslandsmótsins í sveit- arkeppni í bridge var haldinn á Akureyri um helgina, og mættu þar 6 sveitir til leiks, tvær frá Akureyri, ein úr Hafnarfírði og þrjár úr Reykjavík. Óhætt er að segja að úrslitin í keppninni hafi komið nokkuð á óvart, en sveit Stefáns Ragnars- sonar frá Akureyri gerði sér lítið fyrir og sigraði, og tryggði sér þar með rétt til þess að leika í úrslita- keppninni sem fram fer í Reykja- vík um páskana, en þar spila 8 sveitir um Islandsmeistaratitilinn. í sveit Stefáns eru auk hans þeir Pétur Guðjónsson, Þórarinn B. Jónsson, Páll Jónsson og Þormóð- ur Einarsson. Þessir spilarar héldu svo sannarlega vel á spilun- um um heígina., og þeir skutu m.a. afturfyrir sig sveit Þórarins Sigþórssonar sem hefur verið í fremstu röð hérlendis ög oft í bar- áttu um íslandsmeistaratitilinn. Keppnin um efstu sætin var geysihörð, en tvær sveitir komust áfram í úrslitakeppnina. Þegar upp var staðið hafði sveit Stefáns Ragnarssonar 63 stig, Þórarinn Sigþórsson 56, Sigurður B. Þor- steinsson 55 stig, Aðalsteinn Jörg- ensen 55, Sigfús Örn 41 og sveit Jóns Stefánssonar rak lestina með 23 stig. I Flytur Stefnir Glerárhverfi? Eigendur bifreiðastöðvarinnar Stefnis velta því nú fyrir sér hvort þeir geti fjármagnað kaup á nýlegu húsi á Oseyri. Að sögn Stefáns Arnasonar framkvæmdastjóra Stefnis, er iíklegt að af kaupunum verði, en þeir Stefnismenn hafa frest til 15. apríl nk. til að kaupa húsið, sem er nr. 1 við Óseyri. Húsinu er skipt í tvo hluta. í þeim syðri er fyrirtækið Ako- pokinn. Stefán Árnason sagði að hús- næðið væri tvær hæðir, samtals 1000 fermetrar að stærð. „Þetta húsnæði hentar okkur ágætlega," sagði Stefán, „en svo gæti farið að við myndum leigja út hluta af því." Ef af kaupunum verður má bú- ast við að Bifreiðastöðin Stefnir flyti úr Glerárgötunni út í Glerár- hverfi næsta haust. Alls eru nú 38 til 42 vörubílar á Stefni og sjö vöruflutningabílar, sem aka milli Akureyrar og Reykjavíkur. Stef- án sagði að samkeppnin við Ríkis- skip hefði haft þau áhrif að flutn- ingar milli umræddra staða hefðu dregist saman. „Það virðist ekki skipta það félag nokkru máli hvort útgerðin er gerð upp með bullandi tapi eða hvort hún stend- ur undir sér,“ sagði Stefán. la 0 Enn um Jökul í forsíðufrétt sl. þriðjudag féll niður hluti úr málsgrein, en þar kom fram að meirihluti hreppsnefndar Raufarhafnar- hrepps er skipaður mönnum úr Framsóknarflokknum . og Alþýðubandalaginu. Þeir eru hins vegar í minnihluta í stjórn Jökuls hf. 0 Mötuneyti Stutt klausa í S&S í síðasta blaði virðist hafa farið fyrir brjóstið á ýmsum sómakær- um bæjarbúum. í þessari klausu var fjallað um verð á kjötmáltíð í opinberu mötu- neyti og kom fram hún kost- aði 14 krónur. Þessi mötu- neyti eru þarfaþing og matur oft afbragðsgóður. Kunningi S&S nefndi því til sönnunar að eitt sinn var hann staddur um hádegisbil í húsi einu hér i bæ. Húsbóndinn var heima, en fór fljótt upp úr tólf. Eftir 20 mínútur kom hann heim á ný og sagði kunningja S&S að hann hefði farið að eta í mötu- neyti síns fyrirtækis, það væri mun ódýrara en að borða heima. Til að fyrirbyggja mis- skilning skal það tekið fram að húsbóndinn hefði getað fengið góða máltíð í sínum eigin húsum. mm 0 í skemmtiferð til Nýju- Jórvíkur Um næstu helgi mun starfs- fólk bæjarfógetaembættisins halda sem leið liggur til New York. Samkvæmt upplýsing- um S&S mun fargjaldið ekki fara illa með pyngjur starfs- mannanna, því meirihluti þess er greiddur með „votta- gjöldunum“ svokölluðu. Sami heimildarmaður gat þess að framtíðin væri ekki björt í þessum efnum. Bankar eru nær hættir að afsegja víxla og þar með missa starfs- menn fógeta spón úr aski sínum, en hver veit nema svo mikið verði í sjóðnum á næsta ári, að það næti fyrir skemmti- ferð til Hríseyjar. 0 Ferða- getraunin Gleymið ekki að koma í póst svörum í ferðagetraun Dags og Samvinnuferða - Land- sýnar. Heimilisfang Dags er Strandgata 31, Pósthólf 58, 602 Akureyri. Bæjarbúum er bent á að við útidyr Dags er bréfrifa og þar geta þeir sett svör sin á kvöldin og um helgar, en komið þeim annars á afgreiðslu Dags, sem er opin á venjulegum skrifstofu- tíma.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.