Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 15.04.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Bensínverð og vegagerð Nú er að koma sá árstími þegar hvað augljós- ast sést hversu vanþróað vegakerfið er hér á landi. Frost fer að fara úr jörðu og þá myndast forarpyttir á vegunum, stórhættulegir öllum sem um þá fara. Forin er svo viðvarandi fram á mitt sumar, þrátt fyrir að ekið sé í pyttina gróf- um malarjarðvegi. Mölin er það eina sem dug- ar í svaðið, en hún er ekki síður varasöm veg- farendum og farartækjum þeirra. Þegar svo loksins er búið að hefla þetta sæmilega niður, rjúka vegirnir, með öllum sínum fína ofaní- burði, burt í rykmekki. Þetta er ófögur lýsing, en á því miður við stærstan hluta þjóðvegakerfis okkar. Mikið hefur áunnist í varanlegri vegagerð á síðustu árum og aldrei eins mikið verið framkvæmt, en betur má ef duga skal. Framsóknarmenn hafa því lagt til að tekjur hins opinbera af bensín- sölu renni óskiptar til uppbyggingar vega og lagningar bundins slitlags. Þetta kom m.a. fram í einni af ályktunum aðalfundar mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var nýlega. Þar sagði einnig, að mikið átak hafi verið gert í samgöngumálum og að nauðsyn- legt sé að fylgja þeim áætlunum eftir í hví- vetna, sem gerðar hafa verið. Þetta hefur lengi verið eitt aðal baráttumál forsvarsmanna Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda og vonandi er, að skilningur á mikilvægi góðra og öruggra samgangna fari að aukast, svo koma megi vegakerfinu í viðunandi horf. Bensínverð er hátt hér á landi, en menn sjá ekki eftir þeim peningum sem þeir greiða fyrir bensínið, ef tryggt er að þeir fari í að lagfæra þjóðvegakerfið út um landið. Góðar samgöng- ur á landi eru eitt brýnasta hagsmunamál landsbyggðarinnar og þar með þjóðarinnar allrar. Heildarstefna í menningarmálum Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins var ályktað um menningarmál og í þeirri álykt- un kom m.a. fram, að miðstjórn leggur áherslu á að mótuð verði heildarstefna í menningar- málum, þar sem verkefnum og viðfangsefnum verði raðað í forgangsröð. Við mótun slíkrar stefnu verði haft í huga hvernig skipta skuli verkefnum milli ríkis, sveitarfélaga, félags- samtaka og einstaklinga. „Störf að menningarmálum eru mikilvægur þáttur á atvinnulífi landsmanna, jafnframt því sem þau auðga og bæta þjóðlíf allt. Styðja ber starfsemi áhugafólks á þessum sviði,“ segir m.a. á ályktuninni. Þá segir enn fremur: Aðalfundurinn telur að við endurskoðun út- varpslaganna sé óhjákvæmilegt, úr því sem komið er, að einkaréttur Ríkisútvarpsins verði takmarkaður að einhverju leyti. Valda því einkum ný viðhorf og ný tækni til fjölmiðlunar á sviði útvarps og sjónvarps. Fundurinn telur brýnt að Ríkisútvarpið verði eflt og þvi gert fært að sinna betur en nú er, margþættu upp- lýsinga- og afþreyingarstarfi. “ Starfsfólk Fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Fræðsluskrifstofan í nýtt húsnæði „Það er flestra manna mat að það hafí verið framfaraspor þegar fræðsluskrifstofurnar voru stofnaðar út um land, og það er mikils um vert að þær fái að þróast og eflast, að þar sé sköpuð aðstaða til sjálf- stæðrar starfsemi og að það sé ávallt góð samvinna milli heimaaðila og stjórnar mennta- og menningarmála,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfs- son, formaður fræðsluráðs í hófí sem haldið var í tilefni þess að Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra hefur nú flutt í ný húsakynni. Samið var við Rafnaust h.f. um leigu á tæplega 500 fm húsnæði að Furuvöllum 13, á Akureyri. Leigusamningur- inn er til 10 ára. í húsnæði þessu var áður byggingavöru- verslun Skapta h.f. Nú hefur húsnæðið verið innréttað sem skrifstofuhúsnæði, og eftir þörfum Fræðsluskrifstofunn- ar. „Sá þáttur sem nú þyrfti einna helst að efla er kennslufræðilegt leiðbeiningarstarf, sem m.a. gæti verið í formi námskeiða til kynningar á nýjungum í kennaranámi og stofnun náms- gagnamiðstöðvar, þarsem ávallt væri úrval bóka og kennslu- gagna. Með þessu húsnæði þá vonumst við til að hægt verði að veita skólunum í Norðurlandi eystra aukna og bætta þjón- ustu,“ sagði Sigurður. Ingólfur Ármannsson, fræðslustjóri sagði um starfið framundan, að í fyrsta lagi yrði að tryggja að sú þjónusta sem nú þegar er fyrir hendi, nýtist sem best fyrir skólastarfið í umdæm- inu. I öðru iagi sagði fræðslu- stjóri, eru í mótun ýmsir þjón- ustuþættir fyrir svæðisstjórn í málefnum þroskaheftra og í þriðja lagi, að húnæði sem enn er ófrágengið í vesturhluta hússins, verði námsgagnaþjón- usta fyrir umdæmið. „Við höf- um verið svo lánssöm að fá hing- að til starfa fólk með fjölþætta menntun og margvíslega starfs- reynslu, og ekki skiptir minna máli að hópurinn er áhugasamur og samstilltur um að skila mark- vissu og árangursríku starfi. Það er því von mín að takast megi að halda þessu ágæta starfsfólki, þannig að Fræðsluskrifstofan verði í raun sá virki þjónustuað- ili, sem henni var ætlað. Til þess er örugglega mikilvægt að hafa jafn ágæta starfsaðstöðu og við erum búnir að fá hér,“ sagði Ing- ólfur Ármannsson. Það kemur fram í fréttatil- kynningu að í nýja húsnæðinu sé rúmgóð aðstaða fyrir starfsemi Fræðsluskrifstofunnar, sem skipta má í eftirtalda megin- þætti: 1. Almenna skrifstofu sem annast afgreiðslu á ýmsum rekstrarþáttum grunnskóla á svæðinu, í umboði menntamála- ráðuneytisins. 2. Ráðgjafa- og sálfræðiþjónustu fyrir grunn- skólana. Þar starfa sálfræðingar, félagsráðgjafi, sérkennarar og talkennari. 3. Þjónustu fyrir þroskahefta á svæðinu, sem sinnt er af sérfræðingum ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustunnar og starfsemi Gullasafnsins, sem að mestu leyti sinnir þroskaheft- um. Á Fræðsluskrifstofunni starfa nú 10 manns og að auki tveir sérkennarar með aðsetri á Húsa- vík og í Hafralækjarskóla. Þess skal getið að í hófinu tóku einnig til máls þeir Bjarni Kristjánsson, forstöðumaður Sólborgar, og Áskell Örn Kára- son, sálfræðingur. Fræðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra. Myndir: áþ 'A -i DAG U R - ,1;5>. aprij,) 9ft2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.