Dagur - 16.07.1982, Blaðsíða 10

Dagur - 16.07.1982, Blaðsíða 10
Sund: Sundlaug Akureyrar: Simi 23260. Sundlaugin er opin fyrir almenning sem hér segir: Mánudaga til föstu- daga kl. 07.00 til 21.00, laugardaga kl. 08.00 til 18.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 15.00. Gufubað fyrir konur er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.00 til 21.00 og laugardaga kl. 08.00 til 16.00. Gufubað fyrir karla er opið mánudaga, miðvikudga og föstudaga kl. 13.00 til 21.00 og sunnudaga kl. 08.00 til 15.00. Skemmtistaðir: Alþýðuhúsið: Sími 23595. Hótel KEA: Sími 22200. H-100: Sími 25500. Sjallinn: Sími 22770. Smiðjan: Simi 21818. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar: Sjúkrahúsið á Akureyri: Simi 22100. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Dalvíkur: Sími 61500. Afgreiðslan er opin kl. 9-16, mánudaga og fimmtudaga og föstu- daga kl. 9-12. Sjúkrahús Húsavíkur: Sími 41333. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahús Siglufjarðar: Simi 71166. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-20. Heilsugæslustöð Þórshafnar: Sími 81215. Héraðslæknirinn Ólafsfirði: Lækna- stofa og lyfjagreiðsla, sími 62355. Sjúkrahúsið ó Sauðárkróki: Simi 5270. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19-19.30. Héraðshæli Austur-Húnvetninga: Símar 4206 og 4207. Heimsóknartími kl. 15-16 og 19.30-20. Læknamiðstöðin á Akureyri: Simi 22311. Opið kl. 8-17. Lögregla, sjúkrabílar og slökkviliðið: Akureyri: Lögregla 23222, 22323. Slökkvilið og sjúkrabíll 22222. Húsavík: Lögregla 41303, 41630. Sjúkrabíll 41385. Slökkvilið 41441. Brunasími 41911. Dalvík: Lögregla 61222. Sjúkrabíll, á vinnustað 61200 (Eiríkur), heima 61322. Ólafsfjörður: Lögregla og sjúkrabíll 62222. Slökkvilið 62196. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrab&l 71170. Slökkvilið 71102 og 71496. Sauðárkrókur: Lögregla 5282. Slökkvilið 5550. Blönduós: Lögregla4377. Neyðarsími 4111. Notist eingöngu i neyð. Raufarhöfn: Lögregla 51222, heima 51232. Hvammstangi: ÖU neyðarþjónusta 1329. Þórshöfn: Lögregla 81133. Bókasöfn: Amtsbókasafnið: Mánuðina maí til september, verður safnið opið sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga kl. 1-7 e.h., miðvikudaga kl. 1-9 e.h. Fimmtudaga og föstudaga kl. 1-7 e.h. Lokað á laugardögum. Bókasafnið á Ólafsfirði: Opið aUa virka daga frá kl. 16 tU 18, nema mánudaga frá kl. 20 til 22. Bókasafnið á Raufarhöfn: Aðal- braut 37, jarðhæð. Opið á miðviku- dögum kl. 20.00 til 22.00, laugardög- umkl. 16.00 til 18.00. Apótek og lyfjaafgreiðslur: Akureyrarapótek og Stjörnuapótek: Virka daga er opið á opnunartíma búða. Apótekin skiptast vikulega á um að sinna kvöld-, nætur- og helgi- dagavörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu tíl kl. 19. Á laugardögum og sunnudögum er opið frá kl. 11-12 og 20-21. Á öðr- um tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Hvammstangi, lyfsala: 1345. Siglufjörður, apótek: 71493. Dalvíkurapótek: 61234. 10 - DÁGUR -16. júlí 1982 Sverrir Páll Fyrir nokkrum árum skrifaði Halldór Laxness pistil og spjall- aði meðal annars um íslensk blöð og blaðamennsku og bar þetta saman við eftirlætisblöðin sín útlend, þau Prövdu og Lond- on Times. Meginniðurstaðan var, að hér á landi kepptist fá- mennur hópur misvel hæfra áhugamanna við að fylla sem allra mest rúm blaðanna af lítils- verðu snakki um næstum ekki neitt. Á meðan ynnu stórir hóp- ar strangmenntaðra blaða- manna í útlöndum við það af kunnáttu og íþrótt að koma sem allra mestu bitastæðu efni fyrir á sem allra minnstu rúmi. Þessi strangi dómur Gljúfra- steinsbónda kemur mér oft í hug, þegar ég reyni að blaða í þeim kynstrum af prentuðum pappír, sem pumpað er yfir landslýð daglega. Islensk blöð hafa lengi legið undir ámæli vegna þess að blaðamenn skorti menntun, kunni einfaldlega ekki til verka. Hver sem er geti orðið blaðamaður, ef hann nenni og hafi ekkert þarfara að gera. Menn geti unnið slík ritstörf, þótt þeir hafi ritvillu í öðru hverju orði og skrifi mar- flatan, bragðlausan stíl. Blöðin sjálf bera þessa merki, þótt stundum sé nefnd skrifandi manna búin að yfirfara verkin og lagfæra það versta. Þessu verður víst ekki neitað. Úr röðum þeirra, sem á er deilt, heyrist oft, að hér á landi vanti blaðamannaskóla og þar sé vandinn fundinn. En þó að all- margir hafi sótt blaðamennsku- nám til útlanda og komið heim barmafullir af vísdómi, hefur fátt breyst til bóta. Hámenntaðir íslenskir blaðamenn virðast hafa lært það einna helst að teygja lopann meira en áður var talið unnt, og margir hafa lagt sig sér- staklega eftir hrærigrautar- og sullukollavinnubrögðum, sem til dæmis má sjá í vikulegum „út- tektum" í Helgarpóstinum og víðar. Af náminu hefur líka staf- að svoköliuð rannsóknarblaða- mennska, sem er svipuð lág- kúra, nema hvað spyrjandi er þá jafnan harðari, ágengari, jafn- vel frekari við spurða en ella. Til þess að skreyta svo dótið og fela ömurleikann er það sett upp á ská eða í römmum ellegar með flennistórum myndum - sem oft eru það eina, sem eftir stendur bitastætt að lestri loknum. Sem betur fer koma stöku sinnum fram í dagsljósið blaða- menn með lifandi stíl, skrifa fréttir og greinar á kjarngóðu, lifandimáli. Þetta er þó því mið- ur sjaldgæfara en gott væri. Og það er sorglegt að sjá marga þessa höfunda keyrða niður í flatneskjuna, greinar þeirra geldast með hverjum deginum sem líður - að því er virðist vegna þess að aðrir en þeir sj álfir fá að ráða ferðinni. Meðal- mennskan skal öllu ráða. Og hún er svo falin á bak við nafn- leysi, meginósið íslenskrar blaðamennsku. Til þess að vera hæfir til starfa þurfa blaðamenn fyrst og fremst að vera sæmilega skrifandi. Þeir þurfa að bera virðingu fyrir því efni, sem þeir fjalla um, virðingu fyrir lesendum og ekki síst verða þeir að hafa allmikla sjálfsvirð- ingu. Sé þetta fyrir hendi, má vænta þess, að blað geti orðið þokkalegt, en það er þó tæpast hægt að kenna í blaðamanna- skólum, hvorki hérlendis né í út- löndum. Af miklum vísdómi klýfur ríkisútvarpið íslensk blöð í tvennt: Annars vegar dagblöð og hins vegar landsmála- og hér- aðsfréttablöð. Samkvæmt því eru engin landsmál í dagblöðun- um! Ef að er gáð, eru dagblöðin eins og ríkisfjölmiðlarnir. Sjóndeildarhringurinn er við mörk höfuðborgarinnar og dag- standa að því. Sömu viðburðir eru fánýtt hjóm hjá þessum sömu blöðum, ef jieir gerast í þessu skelfilega „Úti á landi“ - jafnvel þótt borgarbúar séu þar þátttakendur. Afskiptaleysi Reykjavíkur- fjölmiðlanna, dagblaða, útvarps og sjónvarps, setur héraðsblöð- unum þungar skyldur. Ekki ein- göngu þær að hafa uppi nauð- synlegan frétta-, upplýsinga- og kynningarþjónustu við lesend- ur, heldur og hitt að vera heim- ildir fyrir seinni tíma um það, sem efst hefur verið á baugi og markvert mátt telja í héraði. Það sem birtist í blaðinu í dag, á ekki eingöngu að vera efni dagsins, sem fleygt er í rusla- tunnu á morgun til að gleymast um eilífð. Öðru nær. Hjá Akureyrarblöðunum skiptast á skin og skúrir. íslend- ingur var gott blað, þegar Sigrún Stefánsdóttir stýrði honum. Dagur gerir býsna margt gott nú síðustu árin, enda væri annað ekki hægt, þegar hann kemur út ekki sjaldnar en þrisvar í viku. Margt má þó bæta - og sumt svo að um munar, en ekki verður legt líf í Bandaríkjunum eða Suður-Afríku virðist skipta meira máli en bæjarmál og líf fólksins á ísafirði, Akureyri eða Keflavík. Undantekningar eru, þegar blaðamenn eru sendir í sumarleyfisferðir út á hringveg- inn. Skíðamót, tónleikar, tor- færukeppni, handboltaleikur eða málverkasýning er frétt- næmt og því gerð nokkur skil, ef það fer fram innan borgarmark- anna - ekki síst ef borgarbúar það allt talið hér. Mig langar þó til að nefna dæmi, sem raunar er ein orsök þessara vangaveltna um blöð. Það er um Vorvöku ’82 og þátt blaðanna í henni. Setjum svo að eftir 10 ár langi einhvern til að kynna sér Vor- vöku ’82. Eðlilegast er að leita fyrst í blöðum þess tíma. Og leit- andinn verður ekki mikils vísari. í íslendingi er afar fátt um þetta efni annað en ósmekkleg árás á myndlistarsýningu, sem hlýtur að hafa verið hrikalega ómerki- leg, dósir og drasl. Dagur gerir hins vegar talsverða grein fyrir því, sem gerast á á vökunni, aðallega með fréttatilkynning- um. Að vísu eru viðtöl við örfáa, sem hlut eiga að máli en of fá og raunar of lítið unnið úr þessu ágæta fréttaefni til þess að það segi nokkra umtalsverða sögu. En hvað svo? Sá sem les hlýt- ur að reka sig á þá furðulegu staðreynd, að margt stóð til. Varð aldrei neitt úr neinu? Var glersýningin sett upp í Amts- bókasafninu - eða hvernig var hún? Komu þeir aldrei frönsku leikararnir? Söng Passíukórinn ekki African Sanctus? Varð ekkert af komu London Sinfon- ietta (sem af klaufaskap var eitt sinn kynnt sem einhver frægasta sinfóníuhljomsveit í heimi!)? Var kannski aldrei neitt annað en þessi málverkasýning, sem hefði átt að vera skíðalyfta? Hér er komið að einu af stóru götunum í efni blaðanna. Að vísu skal segja, að oftast er skrif- að um leiksýnigar, ef þær eru hér í bænum - ekki á öðrum stöðum á „svæði blaðanna“. Árum saman hefur hver myndlistar- sýningin rekið aðra, án þess að um hafi verið fjallað í blöðun- um. íþróttir eru hér um bil ekk- ert annað en fótbolti. Aldrei er fjallað um markverða tónlistar- viðburði kóra og hljómsveita eða einleikara og söngvara, síð- an Norðurland dó og Guðmund- ur hætti að skrifa í Dag. Síst af öllu er fjallað um það menning- arstarf, sem hingað er borið úr öðrum sóknum. Úr þessu þarf stórlega að bæta, enda þótt hér sé „bara“ um menningu að ræða, að íþróttum meðtöldum. Skylt hlýtur að vera að geta þess, sem gott er í ádrepugrein af þessu tagi. Mér er ljúft að benda á, að í íslendingi hafa birst ágætar greinar um kvik- myndir og verið ljósið á þeim veginum. Dagur hefur einna helst átt hrós skilið fyrir góð við- töl af og til og oft vandaðar greinar dálkahöfunda. En blöð- in geta bætt sig, ef svolítið er fyrir því haft. Þau þurfa að koma sér upp hjörð höfunda, sem geta fjallað um efni, hver á sínu sviði, hvort sem um er að ræða leiklist, tónlist, íþróttir, stjórnmál, myndlist, brúarsmíði, barna- gæslu eða hvað sem vera skal. Allt þetta hlýtur að vera hundr- að sinnum betra en eftirlæti ís- lenskra blaðamanna, sem að undanförnu hafa flatt sig út yfir síður blaðanna í óskaplegum skaphita út af nauðaómerkileg- um og einskisverðum málum eins og lokun áfengisverslun- anna í einn dag eða sumarleyfi sjónvarpsins í beinni eða óbeinni útsendingu! 13. júlí, 1982 Sverrir Páll. Myndaþraut Efsti bíllinn, sem er á réttum kili og snýr framhlutanum til vinstri, er ekki með framhjólin í beygju. A C E G I. N V 1 .) O M K H F D B Rökþraut Stöfunum er enn raðað eftir staf- rófsröð, en núna á tvo samsvar- andi vegu, eins og örvarnar sýna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.