Dagur - 16.07.1982, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ
Komið með
radar í
Norðurgötu
Reiður lesandi hringdi:
Ég vil krefjast þess að viðkom-
andi yfirvöld gefi á því opinber-
lega skýringu hvers vegna
Gránufélagsgötunni hefur verið
lokað við Norðurgötu.
Pessi lokun kemur okkur sem
búum þarna nærri og höfum að
því hag að gatan sé opin mjög
svo á óvart og þetta kemur sér
reyndar mjög illa. Sú skýring
sem látið hefur verið í skína að
þarna sé hættuleg áreksturshorn
fær ekki staðist, það eru mörg
hættulégri umferðarhorn í bæn-
um sem enn eru opin fyrir
umferð.
Ég held að viðkomandi yfir-
völd ættu að sjá sóma sinn í því
að fylgjast frekar með umferð-
inni um nærliggjandi götur. Pað
væri sennilega verðugt verkefni
fyrir lögregluna að fara með rad-
arinn sinn niður í Norðurgötu og
mæla hraðann sem er á bílum
sem þar aka, heldur en að hanga
með radarinn öllum stundum í
Glerárgötunni og sekta menn
þar í stórum hópum. Þar er
breið gata sem þolir hraðakstur
en Norðurgatan er ein allsherjar
slysagildra.
Ég hef heyrt það á fjölda
manns í nágrenni við mig að
þeim finnst þessi lokun Gránu-
félagsgötunnar hrein firra cg
vitleysa en það er það minnsta
sem við getum farið fram á að
okkur verði gefnar á því alvöru
skýringar hvers vegna þetta var
gert, en ekki eitthvert yfirklór
sem ekkert útskýrir.
Fleiri en
unglingar
sem fremja
afbrot
Jóhann Jóhannsson hafði sam-
band við blaðið:
Dóttir mín sem er 19 ára gömul
varð heldur en ekki óánægð er
hún lasfrétt í Degi sl. þriðjudag.
Þar er greint frá stuldi úr tjaldi
tveggja Dana á tjaldstæðinu á
Akureyri og í lok fréttarinnar er
birt beiðni frá tjaldstæðisverðin-
um þar sem segir svo:
„Tjaldstæðisvörðurinn á Ak-
ureyri bað Dag um að koma því
á framfæri, og vildi sérstaklega
biðja fólk um að veita upplýsing-
ar ef það rækist á unglinga sem
hefðu einhverja hluti í fórum
sínum, sem hugsanlega gætu
verið tengdir þessu máli.“
Dóttir mín og sonur voru
mjög óánægð með þetta orða-
lag, því hver veit um það áður en
málið hefur verið upplýst hvort
unglingur eða unglingar hafa
verið þarna að verki? Það eru
nefnilega ekki unglingar ein-
göngu, sem fremja afbrot, full-
orðið fólk gerir það nefnilega
engu síður. En mönnum hættir
til þess að skella öllu á ungling-.
ana, sem aflaga fer án þess að
kanna málin áður, og svo er tal-
að um unglingavandamál.
Ekki tími tíl
að siirna fólki
Langeygur skrifar:
Mikið er ég orðinn langeygur
eftir því að þjónustan á pósthús-
inu á Akureyri fari að lagast. Á
dögunum kom ég þar inn. Af
fimm afgreiðslulúgum voru
þrjár opnar og vart minna en
þrjátíu manns sem beið eftir af-
greiðslu. Fljótlega var einni lúg-
unni lokað og aðens tveir af
fimm voru við afgreiðslu, sem að
vonum gekk ferlega hægt. Því
miður virðist þetta oftast vera
með þessum hætti hjá þessari
stofnun, þ.e. svo mikið virðist
vera að gera í skjalavafstri innan
afgreiðsluborðsins að ekki gefst
tími til að sinna fólki. Það er
jafnvel eins og álagið innan
borðs aukist stórlega um leið og
afgreiðsluþörfin eykst. Þetta er
kannski óianngjarnt, en starfs-
menn og yfirmenn á pósthúsinu
ættu að hugleiða það, hvort af-
greiðslumálunum mætti ekki
vera betur háttað.
Þetta getur orðið
dýr trassamennska
Þórir hringdi og bað um að því
yrði komið á framfæri við bygg-
ingaraðila og aðra sem ynnu
með hamar og nagla, að hafa
hugfast tjónið sem af kann af
hljótast ef ekki er gengið snyrti-
lega um. Hann kvaðst hafa að
morgni 18. júní tínt fullt af nögl-
um upp af Ráðhústorgi. Þar
hafði kvöldið áður verið 17.
júní-skemmtun og þegar pall-
arnir voru rifnir niður hafði
greinilega ekki verið hugað að
því að hreinsa til á eftir. Þá
kvaðst hann nýlega hafa verið á
gangi um Furuvelli. Þar skammt
frá er verið að slá upp fyrir bygg-
ingu og þar á götunni fann hann
átta fírtommunagla. Það væri
ekki að sökum að spyrja ef þess-
ir gaurar lentu í hjólbörðum
bíla. „Þetta getur orðið dýr
trassamennska," sagði hann og
er hér vakin athygli á þessu, því
hreinlæti kostar oft lítið meira
en sæmilega hreint hugarfar og
tillitssemi við náungann.
Mér þyklr
þetta skrifað
af fúllyndi
SP hringdi,
og var ekki sátt við grein þá er
birtist í Degi fyrir skömmu
undir fyrirsögninni: Hver er
þessi bær, Akureyri? „Hver
þykist þess umkominn að
skrifa um starfsfólk frysti-
hússins, eins og þar er gert?
Mér þykj a þessi skrif bera vott
um vankunnáttu og fáfræði.“
SP sagði að í greininni væri
ráðist með óhróðri á það fólk
sem vinnur þýðingarmestu
störfin í landinu, störf sem
blaðasnápar og annað fólk lifi
góðu lífi á. „Það er ekki
skemmtilegt innræti í svona
skrifum. Mér þykir þetta
skrifað af „fúllyndi", og í
hæsta máta óskammfeilið."