Dagur - 16.07.1982, Blaðsíða 8
Þorvaldur Þorsteinsson
Erindið sem Hreggviður
Njálsson flutti aldrei
Gott kvöld hlustendur góðir.
Þjóðfélagið er að fara í hund-
ana. Verðbólga, atvinnuleysi,
kjararýrnun og skuldasöfnun er
einkenni nútímans og dragbítur
á framkvæmdir framtíðarinnar.
Höfuðorsök þessa og jafnframt
stærsta mein íslensks efnahags-
lífs er aðgerðarleysi, úrræða-
leysi, framtaksleysi og heilaleysi
núverandi þingmanna og ráð-
herra. Þessir menn hafa ekki til
að bera þann ungmennafélags-
anda sem heilbrigðu íslensku al-
þýðufólki er í blóð borinn. Þeir
eiga hvorki til kjark víkinganna
né festu Jóns Sigurðssonar. Þeir
bíta aldrei í skjaldarendur, mót-
mæla aldrei allir og eru víðs
fjarri því að vera sannir íslend-
ingar. Þeir eru verðbólguhvetj-
andi.
Ég hef lengi verið í stjórn
Ungmennafélagsins Friðjóns
sterki, m.a. gjaldkeri í sjö ár.
Allir félagsmenn geta borið um
það að blómlegri tíð hefur ekki
þekkst hjá ungmennafélaginu
en einmitt þau hin sömu ár. Svo
dæmi sé tekið festi félagið fyrir
nokkru kaup á notuðum fjölrit-
ara og þrem tylftum af stenslum.
Með elju og kappi hefur mér
einnig tekist að rífa félagið upp
úr þeirri skuldasúpu sem forveri
minn kom því í. Hann er nú út-
gerðarmaður á Suðurnesjum.
Það er mál manna að ég sé út-
sjónasamasti, traustasti og gáf-
aðasti gjaldkeri sem hreppurinn
hefur alið. Það er því engin til-
viljun að ég hef nú verið kvadd-
ur til leiks í þáttinn „Um daginn
og veginn" og beðinn að gera
grein fyrir áliti mínu á efnahags-
vanda þjóðarinnar. Áhugi minn
og reynsla í fjármálum hefur
kennt mér að nálgast vandann
með réttu hugarfari, skoða hann
raunsæjum augum og setja loks
fram þá kenningu sem réttust er
til lausnar. Ég hef auk þess lagt
eyrun við, skynjað vilja fólksins
og hjartslátt þjóðarinnar. Kenn-
ing mín er því ekki einungis til
fyrir yfirvaldið, hún er fyrir alla,
til bjargar öllu.
Þegar efnahagsvandi þjóðar-
innar er rannsakaður er ekki
nægilegt að gára yfirborðið og
busla við bakkann. Það þarf að
sigla út á hann miðjan, kafa þar
til botns og finna uppsprettuna
sjálfa, hina sírennandi lind sem
enginn hefur haft rænu á að ráð-
ast á fyrr.
Ég hef því unnið brautryðj-
endastarf sem marka mun tíma-
mót í efnahagsþróun landsins.
Lausn mín á efnahagsvanda
þjóðarinnar er í stuttu máli
þessi:
Ríkið þarf að rétta við sjávar-
útveginn, landbúnaðinn og iðn-
aðinn með ríflegum styrkjum og
aukafjárveitingum. Þessar
undirstöðuatvinnugreinar þjóð-
arinnar eru forsenda þess að
atvinnuleysi haldist í lágmarki
og almenn hagsæld sé tryggð til
sjávar og sveita.
Stórbæta þarf félagslega þjón-
ustu, heilbrigðis- og menntak-
erfi.
Tryggingakerfi þarf að bæta
og stórauka verður styrki til
íþróttamála.
Bæta verður dagskrá útvarps
og sjónvarps.
Hlúa verður að verslun í land-
inu og greiða verður upp allar
erlendar skuldir sem stöðugt
virðast vera að aukast.
Stytta verður vinnutíma og
jafnframt þarf að hækka öll laun
ríflega.
Ríkisafskipti verður að skera
niður, stórlækka þarf skatta og
gjöld.
Fjármagn í einkaeigu má ekki
skerða, né heldur það lausafé
sem fólk hefur hugsanlega milli
handa.
Kaupmátt verður að auka.
Leggja þarf niður verðbólgu.
Hreggviður Njálsson,
gjaldkeri Ungmennafélagsins
Friðjón sterki.
DAGDVELJA
Bragi V. Bergmann
Myndaþraut Brandarar
Sex þessara bfla eiga eitthvert eitt atriði sameiginlegt, sem gerir það
að verkum, að setja mætti þá saman í einn flokk. Sjöundi bfllinn sker
sig úr. Hvaða bfll er það og hvers vegna? Lausn bls. 10.
Hver einasta skáldsaga, sagði
kennarinn, skal innihalda trúleika,
eilítinn kærleik og einhvern leyndar-
dóm.
Nokkrum mínútum síðar var ein af
stúlkunum tilbúin með sína skáld-
sögu. Kennarinn las hana fyrir
bekkinn:
- Góði Guð, ég er ófrísk, hver er
faðirinn?
☆ ☆ ☆
Anna litla kom þjótandi heim úr
skólanum.
- Mamma, mamma, ég lærði svo-
lítið nýtt í skólanum i dag. Þú átt að
taka nýjan eldspýtnastokk, kveikja
á einni eldspýtu, slökkva á henni og
leggja hanasíðan í eldspýtnastokk-
inn aftur.
Mamman gerði eins og Anna litla
sagði. Síðan sagði Anna:
- Haltu núna eldspýtnastokknum
upp að eyranu, og þá heyrist eins og
sé verið að leika fótbolta!
Mamman sagði nú bara, að hún
heyrði alls ekki neitt.
- Nú? Þá hlýtur að vera hálfleik-
ur. ..
☆ ýV ☆
Kennarinn: Hvernig getur þú
sannað, að jörðin sé hnöttur?
Stína: Ég hef aldrei sagt, að hún
væri það ...
Kennarinn var að fræða börnin um
fæðingar og sagði meðal annars,
að það væri ekki óvenjulegt, að
börnin fæddust nokkrum dögum of
snemma eða of seint.
Þá rétti Palli litli upp höndina og
sagði:
- Tja, ég var svei mér heppinn að
fæðast akkúrat á afmælisdaginn
minn...
☆ ☆☆
„Hvað er gufa, Kalli?"
„Vatn, sem svitnar."
Rökþraut
A B C D
E F G H
I J K L
M N O
A C E
L N I
J M K
F D B
Myndin hér að ofan er ófull-
gerð. Bókstöfunum er þó
augljóslega raðað upp eftir
stafrófsröð, svo að það er p,
sem á að koma í auða reit-
inn.
Seinni myndin sýnir stafi,
sem settir hafa verið inn
eftir ákveðinni reglu.
Reyndu að finna út, hver
reglan er. Með öðrum
orðum, hvaða stafir eiga að
koma í auðu reitina?
Lausn bls. 10.
8 - PAQUR - I6.júlí1982