Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 3
1. hluti. Komir þú á Grænlandsgrand Degi hefur borist bréf frá Hirti E. Þórarinssyni á Tjörn í Svarf- aðardal. Hjörtur var einn íslensku gestanna á Grænlandi í síð- ustu viku er Grænlendingar minntust þess að 1000 ár eru liðin frá því að Eiríkur rauði nam land á Grænlandi. Fyrsti hluti bréfs Hjartar fer hér á eftir. Flogið er frá Keflavíkurflug- velli með SAS-flugvél í dumb- ungsveðri. Eftir um það bil klukkutíma og korter sjást strandfjöll Austur-Grænlands speglast í sléttum sjó. Þunnt ís- hrafl útifyrir ströndinni. Langir skriðjöklar ganga niður í þrönga firði. Hrjóstrugt land með af- brigðum, hvergi græn slikja. Vélin flýgur inn yfir jökulinn. Ótrúleg mergð fjallatinda standa upp úr ísbreiðunni. Mjög fljótlega birtist vesturströndin. Ennþá lengri firðir með strjálum ísjökum. Eiríksfjörður! Vélin gerir stóran sveig og flýgur inn eftir firðinum innundir botn. Þarna birtist Narssarsuaq flug- völlur á stórri sléttu eða eyri. Vélin lendir heldur ómjúklega. Framan við flugstöðina bíður fjöldi manns. Danir og Græn- lendingar, margir í hátíðabún- ingi. Farþegar eru beðnir að sitja rólegir meðan Danadrottn- ing gengur frá borði um fram- dyrnar. Þar er haldin ræða og kór syngur en við heyrum ekki orð. búum okkur í gönguferð í góða veðrinu. Hlíðin er algróin kjarri þ.e. lágt birki 1-2 metrar og einkum þó grávíðir af svipaðri hæð. Hvergi gulvíðikló, merki- legt nokk. Og svo blómin. Stór- ar breiður af eyrarrós og sigur- skúf upp eftir öllum hlíðum, blá- klukka allsstaðar, mjög stórvax- in, einkennisblóm Austurlands- ins á íslandi, hvannstóð feiki- mikil. Upp, upp og hærra.. Út- sýnið víkkar inn og út eftir firði. Yfir lág fjöll í norðri sér í annan fjörð fullan af ís, sýnist manni Þetta er ísafjörður sem er innri hluti Breiðafjarðar. í suðri sér í annan fjörð með litlum ís, Ein- arsfjörð - þar handan við mjótt eiði er biskupssetrið Garðar. Þangað förum við seinna. Það er allt svo hljótt, hvað er það sem vantar? Jú, nú átta ég mig á því, engir fuglar. Þetta er undarlegt. Við verðum að drífa okkur yfir í Brattahlíð. Þó ekki nema til að sjá hestinn sem við erum að gefa fyrir hönd Búnaðarfé- lags íslands og stóðhestastöðv- arinnar í Gunnarsholti. Hann kom hingað flugleiðis fyrir meira en mánuði. Þetta er hann Kveikur nr. 952 frá Hvítárholti í Hrunamanna- hreppi, rauður hestur 5 vetra, mikill kostagripur að sögn. í Brattahlíð Við verðum að leigja okkur mótorbát yfir um. Hótelið út- vegar okkur Abel frá Gotháb. Það tekur ca. 25 mínútur og kostar 325 krónur danskar. Þarna meðfram hlíðinni eru nokkur býli þar sem menn stunda sauðfjárrækt. Báturinn leggur upp að klöpp og við stíg- um á land. Þarna er verslun og margt fólk að versla. Það fyllir körfur með allskyns nauðsynj- um til heimilanna rétt eins og gerist heima. Einn vöruflokkur er þó framyfir og sést í 'flestum innkaupatöskunum, áfengi. í hefðum við kallað svona grjót- hnullunga á túnsléttu í gamla daga. í þessum „túnum“ er gróður- inn ekki fyrst og fremst gras, heldur ýmislegt dót sem telst til illgresis í ræktarlandi: Sóley, súrur, vallhumall og m.a.s. mel- gresi auk venjulegs heiðarlegs haugarfa. Við hittum ungan bónda í Brattahlíð, Hans Kristján Mos- feldt og konu hans Stine. Þið skulið bara tala við hann á ís- lensku segir Stine. Það kemur í ljós að hann hefur verið fjögur ár á íslandi í Miðhúsum í Bisk- upstungum á Jörfa í Húnaþingi og á Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Hans Kristján er svolítið hikandi með íslenskuna sína, en vill þó heldur tala hana en dönsku. Stine er betri í dönskunni enda hálfdönsk að uppruna. Þrjú Ijómandi falleg börn í húsinu, tvö ljós á hár og hörund, ein stelpa dökk með hrafnsvarta grænlenska hárið. Þau hafa 300 ær á fóðrum. Við sjáum þær uppi í fjallinu þegar þangað kemur. Alla vega litar íslenskar ær, gráar, goltóttar, frá íslandi í annað sinn á þessar slóðir. Hér er margt fé og gróðurinn er fremur ljótur eftir tvö mjög þurr sumur (að sögn H.K.Mos- feldts). Það er spurning hvort á að kalla þetta ofbeit. Ef það væri aðeins sumarbeit þyldi gróður- inn sennilega álagið. En þá er það vetrarbeitin sem er almenn hér. Sjálfsagt er það hún sem gerir gæfumuninn. Hans Krist- ján segist gefa ánum ca. 500 grömm af byggi og fiskimjöli á dag á veturna. Gróffóðrið fá þær að mestu af beitinni og þá getum við rétt ímyndað okkur hvernig þær ganga að landinu. Ég sé alveg fyrir mér núna hvernig norræna byggðin leið undir lok á miðöidum. Ofbeit og gjöreyðilegging haglendis, sam- fara versnajidi tíðarfari. Gróð- urinn hefur verið miklu verr far- inn eftir 4-500 ára ofbeit heldur en hann er nú og svo hefur gert hörkutíð, kannski árum eða ára- tugum saman og búféð hefur stráfallið, nálega hver einasta skepna. Svo hafa auðvitað verið fleiri samverkandi ástæður, en þetta Stigið á grænlenska grund Svo er það búið. Farþegar mega ganga frá borði. Þar er stór hóp- ur Islendinga á vegum Norræna félagsins. Þeim er ekið í stræt- isvagni niður að höfn, 2-3 km spotta. Þar fara þeir í bát yfir um fjörð til Brattahlíðar, Qagssi- arssuk, og síðar út eftir firði til Narsaq, vinabæjar Akureyrar. En við hjón förum á „Heim- skautahótelið“ við flugvöllinn. Þar eigum við að gista nokkrar nætur. Við erum nefnilega að gefa Grænlendingum stóðhest svo við erum „tignir gestir“. Og nú er að horfa vel í kringum sig. Fyrst er það fólkið. Það er fjöldinn allur af Grænlending- um, ungum og gömlum, konum og körlum, ljósum og dökkum, mest þó mógulum á lit með hrafnsvart hár, sumt mjög huggulegt í útliti, einkurn kon- urnar. Flest smávaxið og margt hjólbeinótt. Okkur er ekið heim á hótel. Sauðfjárræktarsambandið grænlenska hefur undirbúið komu okkar. Þar bíður stórt umslag með margskonar boðum þ.á m. frá sjálfri drottningunni um veislu um borð í skipi hennar hátignar, Dannebrog, sem ligg- ur þarna við bryggjuna. Allt er þetta gert vegna hans Eiríks okkar rauða sem kom hingað og nam land hinum meg- in við fjörðinn, fyrir 1000 árum síðan. Upp í fjall Ekki dugir að liggja í leti hér á hótelinu. Fjallið bak við flugvöll inn bendir manni til sín. Svo við mórauðar, svartar og hvítar. Heldur óræktarlegt fé, æði mikið tvílembt og dilkarnir, 31. júlí, efnilegir. Gróðurinn Hérna megin fjarðarins er gróð- urinn allur annar en hinum megin. Ekkert birki nema deyj- andi hríslur, grávíðirinn jarð- lægur en þó útbreiddur, hvönn alls engin og blómjurtir allar fá- tæklegri. Orsökin? Að sjálf- sögðu sauðfjárhaldið sem upp- hófst hér 1915 þegar fé var flutt eitt væri svo sem nóg til að or- saka algjöra hungursneyð og óbætanlegan mannfelli. Við héldum niður af fjallinu og ég var í þungum þönkum er við gengum út eftir ströndinni aftur í átt til byggðarinnar í Brattahlíð. Allt í einu heyrðist þungur dynkur utan af firðinum og við litum þangað. Einn helj- armikill borgarísjaki sem þar hafði gnæft hátt við himin var þá að veltast um koll og gengu mikil boðaföll út frá honum. Brátt hafði hann fundið nýtt jafnvægi og lagðist rólegur til hvíldar á ný. Reyndar er þetta ekki alveg rétt. Við sjáum nokkra sporfugla, sólskríkju, auðnutittling og steinklöppu. Líka tvo fálka og hrafna. Engin lóa, enginn spói. Og niður við sjóinn er heldur ekkert fuglalíf, enginn máfur, engin önd. 2. dagur - 31. júlí Það er komin þoka sem léttir þó með deginum. Hvað eigum við að gera í dag? Skipulögð dagskrá byrjar ekki fyrr en á morgun. í kvöld kemur drottn- ingin aftur heim í skipið sitt úr flugferð til Angmagsaliq. hillunum standa raðir af hinum göróttu veigum, veikum og sterkum. Fólk kaupir rósavín, spánskt nautablóð, Álaborgar- ákavíti, baccardi, romm o.s.frv. Og því er ekki að neita að það sjást helst til margir óstyrkir í göngulagi á miðjum virkum degi. Svo þetta er Brattahlíð, staðurinn sem Eiríkur rauði út- valdi sér til að vera miðstöð landnámsins. Drottinn minn dýri, ekki líst mér á landkostina. Hér er enginn sléttur blettur fyrir túnskák, bara brekkur og börð og allt krökkt af stórum graníthnullungum. Spilduspillar Hrossastofninn sem sá rauði Kveikur á að kynbæta. 13. águst 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.