Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 13.08.1982, Blaðsíða 12
wsm Hafið þið prófað salat- og brauðbarinn á Bautanum? Efekkiþá ættuð þið að reyna hann sem fyrst. Bæði seldur sem sérréttur og með öðrum réttum. Um helgar og á kvöldin verðum við einnig með salat- og brauðbar í Smiðjunni. Fylgirhann öllum réttum, _________en er ekki seldur sem sérréttur bar.____ Ur göinluin árið 1963 Vatnslausir Vopnfirðingar 9. janúar. Um helgina urðu Vopnfirðingar, sem í kaup- túninu búa, fyrir því óláni að vatnið þvarr algerlega í vatnsveitukerfi bæjarins og búist við að ekki verði breyt- ing á því í bráðina. ' Bús og brugg hjá bílstjóra 13. febrúar. Lögreglan fann hjá leigubílstjóra einum í bænum 20 heilfjöskur af 75% vodka, 7 lítra flöskur af heimatilbúnu áfengisbruggi og nokkrar flöskur af dönsk- um bjór. Óþekkt furðuskepna 16. febrúar. Þeir bræður Ágúst og Sigurjón Jónssynir fóru um daginn að vitja hákarlalínu og urðu þá varir við furðuskepnu. Upp úr sjónum komu á að giska 5 metrar af skepnu þessari og var hún svört með hvalshvelju. Tveir hnúðar voru á baki eða kambar. Skepna þessi sást af og til í 15 mínútur og nokkru seinna lengra frá landi. Stálskipasmíði aftur á Akureyri 13. mars. Fyrir nokkrum dögum var lögð fram á Alþingi beiðni um ríkisábyrgð vegna væntanlegrar stálskipa- smíðastöðvar á Akureyri, að upphæð 5 milljónir króna. Það er Slippstöðin hf. sem um ábyrgðina sækir, og hún sækir jafnframt um rúmgóða lóð norðan við núverandi lóð Slippstöðvarinnar, austur Hjalteyrargötu, vegna væntan- legrar skipasmíðastöðvar. Blaðamennskan er dáin 20. mars. Á fyrstu síðu Times hinn 6. mars síðastliðinn birtist svohljóðandi auglýsing, að því er Die Welt segir: Frjáls blaðamenska dáin 6. mars 1963 í efri málstofu breska þingsins 191 árs að aldri. Efri deildin hafði neitað áfrýjunarbeiðni tveggja blaðamanna sem voru dæmdir í 3ja og 6 mánaða fangelsi fyrir að neita að gefa upp nöfn heimildarmanna sinna að þýðingarmiklum fréttum. Nýr áfangi í mjólkuriðnaði 3. apríl. Hinn 26. mars síðastliðinn voru tekin í notkun hjá mjólkursamlagi KE A á Akureyri ný vélasamstæða sem fitusprengir mjólkina, gerilsneiðir og þvær mjólkurflösk- urnar, fyllir þær og lokar með málmhettu. Flöskurnar eru af nýrri áður óþekktri gerð hér á landi. Glerið er litað til þess að útiloka skemmdir af völdum ljósgeisla (þráa- bragð) og er glerið sterkara en venjulegt, og ennfremur léttara. Ofsaveður og sjóslys fyrir Norðurlandi 10. apríl. Um hádegi í gær gekk snögglega í norðangarð. Margir bátar voru á sjó, bæði trillur og stærri fiskibátar. Tvær trillur frá Dalvík munu hafa farist og dekkbáturinn Valur, einnig frá Dalvík. Ármann frá Ólafsfirði bjargaði áhöfn tveggja trillanna og Esja einum manni af Val og kom með hann til Akureyri um kl. 7.10 samdægurs. Ætluðu að sökkva bát sínum 8. ágúst. Sá atburður varð á Skagafirði um helgina að þrír sjómenn á dekkbátnum Guðrúnu ÍS 558 gerðu tilraun til að sökkva bátnum úti á rúmsjó. Vélin hafði brætt úr sér og áhöfnin gerði innanfrá gat á síðu bátsins, skar á kæli- vatnsslönguna og skrúfaði frá botnlokum. Báturinn fyllt- ist því af sjó en áhöfnin fór í gúmbát. Við yfirheyrslur hafa bátsverjar enga viðhlýtandi skýringu gefið á háttarlagi sínu, en hafa játað að hafa ætlað að sökkva bátnum. Málið er í rannsókn. „Sólskln það versta fyrir veiðlmannlim — Spjallað við Bjöm Hermannsson um sportveiðar 66 Til eru ýmsar „dellur“ svokall- aðar. Þar er að fínna flugdellu, ljósmyndadellu, híladellu og hinar aðskiljanlegustu dellur. En ein þekktasta „dellan“ er þó veiðidellan. Sportveiði- menn grípa hvert tækifæri til að renna fyrir silung eða lax. Að flengja vatn, var einhverntím- an sagt. Björn Hermansson sportveiðimaður, var gripinn glóðvolgur þegar hann átti leið á ritstjórn Dags í gær, og inntur nánar um veiði í Eyjafjarðar- ánni og um ýmislegt fleira varð- andi veiðar. „Það eru fjögur veiðisvæði í ánni og menn eru að byrja að veiða eftir sumarmál. Það er oft reytings fiskur svona fyrst á vorin, | sjóbirting hefur þá stundum verið að fá, sérstaklega á fremri svæð- unum. En hann hefur farið minnkandi undanfarin ár. Annars er það aðallega silungur sem er veiddur en laxagengdin er aukin miðað við fyrri ár. Það er mest klaki að þakka og allt það fé sem kemur inn fyrir seld veiðileyfi fer til fiskiræktar. Eftir því sem ég ; best veit hafa bændur við ána ekki : fengið krónu í sinn vasa fyrir leyf- ; in í fleiri ár. Slíkt er áreiðanlega einsdæmi á íslandi. Og Eyjafjarðaráin er tvímæla- I laust vaxandi sem laxveiðiá. Að vísu var laxveiðin ekki góð í fyrra, en árið þar á undan var hún mjög góð, þá voru skráðir veiddir um ; 70 fiskar, en hafa örugglega verið um 100, og stórir - 19 pund þeir ’ stærstu.“ - Hvenær er besti veiðitíminn í | Eyjafjarðaránni? „Mín reynsla er sú að haust- bleikjan hefur oft verið glettilega : góð. Og það er mikil ásókn í ána á : haustin og ég held að núna séu all- • flestir dagar lofaðir. Síðustu dag- \ arnir seljast yfirleitt alltaf fyrst. Það kostar auðvitað peninga, I en ég held að áin hafi möguleika á jað verða mjög góð veiðiá og þá sérstaklega fyrir Akureyringa því hæg eru heimatökin fyrir þá. Það er veiðifélagið Straumar sem hef- ur ána á leigu, en það geta allir fengið keypt leyfi. Þau eru seld í Heildversluninni Eyfjörð. Bænd- ur hafa forgang fyrst á vorin, þeir sem það vilja. Það er yfirleitt best að veiða í dumbungsveðri. En sólskinið er hinsvegar það versta fyrir veiði- manninn, held ég. Sterkur sólar- glampi og kannski skugginn af veiðimanninum út á ána, það eru slæmar aðstæður því hann sér vel, fiskurinn. Ég var í Fnjóská um daginn og kíkti fram af háu bergi - svokölluðu Skúlaskeiði - það voru nokkrir fiskar þar neðan- undir. Og það var eins og væri skotið á þá, þeir hurfu allir. Því sjón fiskanna er alveg frábær, og þeir heyra líka eflaust vel. Annars er það auðvitað einstaklingsbund- ið við hvaða aðstæður menn vilja helst veiða. En ég held þó að eng- inn sé ginkeyptur fyrir sterku sól- skini.“ - Eru stangveiðar dýrt sport? „Þær þurfa ekki að vera það. Menn eiga frá byrjun, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir, að vera með góðan útbúnað. Ekki að kaupa þetta japanska rusl sem er á markaðnum - það endist kannski sumarið. Kaupa til dæmis ABU-vörurnar - það eru tæki sem virkilega endast. Ekki að kaupa það ódýrasta. Ég hef nú alltaf viljað reka áróður fyrir ís- lensku, og það má fá góðar ís- lenskar stengur sem heita Herko. Ég hef átt þannig stengur í fleiri ár og nota aldrei annað. Eg mæli ein- dregið með þeim. Svo eru það náttúrlega Ambassadorhjólin sem eru alveg perlur. Þetta eru verkfæri sem endast ár eftir ár. Auðvitað þarf að hugsa vel um þetta, hlúa að þessu rétt eins og lifandi verum.“ Bjöm Hermannsson. Nýtt Nýtt Nýtt Mánaðarbollapör, 2 gerðir Blómavasar úr keramik, glæsilegt útlit. Skoðið í gluggana um helgina. Emileruð búsáhöld væntanleg Það eru þessi sem amma dáði sem mest þegar hún byrjaði sinn búskap.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.