Dagur - 26.08.1982, Síða 3

Dagur - 26.08.1982, Síða 3
Máttur samtaka og samstöðu er mikill í önnum líðandi stundar vill það oft henda okkur, að það gleymist sem unnið er að, einkum ef það er hljóðlátt starf fámennra félaga- hópa, sér í lagi ef það opinbera ríki og sveitarfélög koma þar lítt við sögu, mun svo vera um mörg félög í landi voru. NLFA er eitt slíkt félag. Verkefni þess er stórt í sniðum, sem er bygging hressing- ar- og dvalarheimilis, fyrst og fremst fyrir Norður- og Austur- landssvæðið, en allir landsmenn eiga frjálsan aðgang þar að. Á undanförnum 2 sumrum hefur verið unnið að gerð 600 fermetra kjallara og sundlaugar, nú í sumar er unnið að byggingu 1. hæðar og á haustdögum verður sú hæð orð- in fokheld. Eftir er þá bygging tveggja hæða og mun stefnt að því að reisa þær á næstu 2-3 árum. Þá eru eftir innréttingar og húsbún- aður allur ásamt lyftu, en mark- miðið er að hraða framkvæmdum sem frekast er kostur til þess að starfsemin geti hafist sem allra fyrst. Láta mun nærri að heildar- kostnaður við framkvæmd þess- ara 3 ára verði á haustdögum rösklega 2 milljónir kr. þar með taldar teikningar og öll verkfræði- þjónusta. Lán hafa ekki verið tekin, ríkisframlag 1.000 kr. fyrir um það bil 8 árum. Akureyrarbær lagði fram lóð og fjárhæð að upp- hæð kr. 10.000. Á síðasta ári voru veittar úr bæjarsjóði til fram- kvæmdanna kr. 77.000,00. Von okkar er að framhald verði þar á. Félagið fær í sinn hlut ágóða af landshappdrætti náttúrulækn- ingasamtakanna sem er framlag NLFÍ. Drjúg er sú tekjulind er komið hefur frá félagasamtökum, klúbbum og hinum almenna borg- ara á Akureyri og í nágrannahér- uðunum. Þá er ótalið það sem fé- lagarnir í NLFA leggja af mörk- um í vinnu og fjárframlögum, segja má að allt árið sé í gangi ein- hver vinna í formi fjármögnunar og hefur verið bryddað upp á mörgu í því sambandi, þess má og geta að allt það starf er launa- laust, fólkið gefur það frá sjálfu sér málefnisins vegna. Eftir þetta átak sumarsins stöndum við þannig að sjóður fé- lagsins mun vera fremur fyrirferð- arlítill. Um leið og þökkuð eru fyrri framlög leitum við til ykkar á ný, framlög hvers og eins þurfa ekki að vera svo ýkja stór, aðal- atriðið er að sem flestir séu með, við vitum aldrei hvenær við þurf- um á slíkum stað að halda. Ferða- kostnaður hækkar sífellt, stolt okkar Norðlendinga ætti að vera það að eignast slíkan hvíldar- og hressingarstað sem fyrst. Athygli skal vakin á því að farið hefur ver- ið inn á þá braut að bjóða starfs- hópum, sveitarfélögum og ein- staklingum að taka þátt í upp- byggingunni með þeim hætti að gefa þeim kost á að leggja fram ár- legt framlag til herbergis á bygg- ingartímabilinu er viðkomandi aðilar hefðu forgangsrétt að fyrir sína félaga, hvort sem um er að ræða bæjar- eða sveitarfélag. Nú þegar er að koma í ljós árangur af þessari hugmynd, geta má þess að Bílasala Bílaskipti. Síór og bjartur sýningasalur. Bílasalan Ós, Akureyri sími 21430. einstaklingar hafa lagt fram and- virði herbergis auk fleiri aðila. Okkur er það ánægja að finna hvað við höfum orðið vör vaxandi skilnings á verkefni félagsins og væntum þess að svo megi áfram verða í auknum mæli. Við bjóðum alla velkomna til samstarfs við félagið og í félagið. Máttur samtaka og samstöðu er mikill ef saman er staðið af alúð, áræði og bjartsýni. Framlög má leggja inn á gíró- reikning no. 23003, pósthólf nr. 398 Akureyri. Stjóm Náttúrulækningafélags Akureyrar. Hafnarstræti 88 Komdu og skoðaðu í... Opið 4—7 • Föstudaga 1-7 Laugardaga 10-12 Til niðurrifs Tilboð óskast í 2 sambyggðar bogaskemmur (hvor 13x5 m) á Óseyri. Strax. Uppl. gefur Valtýr, vinnusími 25455, heima- sími 24517. Fundir með þingmönnum Alþingismenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra halda fund: í barnaskólanum Svalbarðseyri með íbúum Svalbarðs- og Grýtubakkahrepps mánudaginn 30. ágúst kl. 20.30. Allir velkomnir. adidas ^ Schulsport stærðir 33-42 Æfingaskór Universai stærðir 38-46 Póstsendum Sporthú^id, HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Egg Stórlækkað verð 28 kr. kílóið Ritz kex............... 15.20 Gevalia kaffi 250 gr...... 15.55 Kindahakk pr. kg....... 68.20 Bakaðar baunir 439 gr . 14.15 Cocktail ávextir 410 gr .. 16.60 Salernispappír 2 rl. 9.30 Eldhúsrúllur 2 rl...... 17.00 HAGKAUP Norðurgötu 62, Akureyri. . ágúst 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.