Dagur - 26.08.1982, Side 7

Dagur - 26.08.1982, Side 7
Aðalfundur SUNN um Blönduvirkjun: Átelur vinnubrögð opnberra aðila Aðalfundur SUNN fjallaði um virkjun Blöndu og Héraðsvatna, álver í Eyjafirði og hvalveiðar og selveiðar. Aðalfundur Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, SUNN, var haldinn í Árgarði í Skagafirði laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. ágúst í fögru veðri við sæmilega aðsókn. í tengslum við fundinn var farið í skoðunarferð fram Austurdal, allt fram að Ábæ og var farið yfir Jökulsána á kláfnum við Skata- staði. í ferðinni voru skoðuð ýmis athyglisverð náttúrufyrir- bæri, svo sem fágætar eða þroskamiklar plöntur, berglög og bergtegundir ásamt holum í berglögin eftir stóra trjáboli. Á laugardag var haldin kvöldvaka með skagfirsku efni, Björn Eg- ilsson, Sveinsstöðum, sagði frá uppruna Sveins Pálssonar, lækn- is og náttúrufræðings, sem fædd- ur var á Steinsstöðum og enn fremur sagði hann frá Örlygs- staðabardaga, en hann var háður þarna í nágrenninu þenn- an sama mánaðardag og vikudag fyrir 744 árum. Þá las Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka ljóð eftir Hjörleif Jónsson. Hróðmar Jónsson stjórnaði almennum söng og sagði ferðasögu af nokkrum skagfirskum hagyrð- ingum upp á Hofsafrétt. Þá var einnig lesin frásaga eftir Hall- grím Jónasson, kennara, og loks söng Jóhann Már Jóhannsson frá Keflavík nokkur lög við mikla hrifningu áheyrenda. í stjórn SUNN eru Árni Stein- ar Jóhannsson, Akureyri, Ás- laug Kristjánsdóttir, Hrísey, Bjarni Guðleifsson, Möðruvöll- um, Guðmundur Gunnarsson, Akureyri og Jón Fornason, Haga. Á fundinum var mikið fjaliað um Blönduvirkjun og fýrirhugaða virkjun Héraðs- vatna. Kom fram almenn óá- nægja með það hvernig unnið hefur verið að undirbúningi Blönduvirkjunar og einnig kom fram ótti við að svipuð vinnu- brögð yrðu enn viðhöfð við undirbúning virkjána á vatna- sviði Héraðsvatna. Flestir eða allir fundarmenn töldu að virkj- un Blöndu eftir tilhögun I með stíflu við Reftjarnarbungu væri mikið áfall fyrir náttúruvernd, vegna þess að Blöndu hefði mátt virkja á annan veg til verndar gróðurlendi. Hins vegar var lögð á það áhersla að reynt yrði eftir megni að draga úr landspjöllum ef haldið verður áfram við þessa óheppilegu virkjunartilhögun. Á aðalfundinum voru sam- þykktar þrjár tillögur og fylgja þær hér á eftir: Alyktun um álver í Eyjafirði Aðalfundur Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, hald- inn að Árgarði í Skagafirði dag- ana 21. og 22. ágúst 1982 mót- mælir fyrirhugaðri byggingu ál- vers við Eyjafjörð, vegna meng- unarhættu og þeirrar félagslegu röskunar sem slíkt stórfyrirtæki veldur. Fundurinn telur að hætta á náttúrufarslegri og félagslegri röskun verði minni af völdum smærri iðnfyrirtækja. Fundurinn bendir enn fremur á að Eyjafjarðarsvæðið á völ margra annarra og betri iðnað- arkosta en álbræðslu, og skorar á stjórnvöld að skapa ný atvinnutækifæri, án þess að grónu og heilbrigðu atvinnulífi sé stefnt í tvísýnu. Ályktun um Blönduvirkjun Aðalfundur SUNN 1982 átelur harðlega þau vinnubrögð sem opinberir aðilar hafa viðhaft gagnvart heimamönnum við samráð og samningagerð í Blöndumálinu. Fundurinn harmar að við endanlega afgreiðslu Alþingis um virkjun Blöndu, skyldi ekki tekið fullt tillit til náttúruvernd- ar, með rannsóknum og stíflu- gerð við Sandárhöfða. Fundurinn leggur áherslu á að ef stíflað verður við Reftjarnar- bungu, verði lónsstærð aldrei meiri en 220 GL og öll mann- virki við það miðuð. Þess er ennfremur vænst að stjórnvöld landsins læri af því öngþveiti, sem Blöndumálið hefur skapað, og taki strax breytta stefnu í virkjunarmál- um. Þess er krafist að við undir- búning virkjana á vatnasvæði Héraðsvatna og annarra vatns- falla landsins, verði náttúru- verndar gætt til hins ýtrasta strax í upphafi. Ályktun um hvalveiðar og selveiöar Aðalfundur SUNN haldinn í Árgarði í Skagafirði dagana 21. og 22. ágúst 1982 minnir á ný- lega samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins um samdrátt í hvalveiðum og hvalveiðibann árið 1986. Telur fundurinn sjálf- sagt að fara að tilmælum ráðsins og skorar á ríkisstjórnina að lýsa samþykki sínu og undirbúa laga- setningu í samræmi við það, ennfremur að efla rannsóknir á hvölum, sem grundvallað geti skynsamlega nýtingu þeirra í framtíðinni. Fundurinn fagnar þeim skyn- samlegu og mannúðlegu við- brögðum sem heimamenn á Rifi á Snæfellsnesi sýndu, er hvala- vaða hljóp þar á land 20. þessa mánaðar. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á þeirri drápsher- ferð, sem hafi var sl. vor gegn selum við strendur landsins, fyrir forgöngu hringormanefnd- ar. Er þess krafist að þetta fjöldadráp verði stöðvað nú þeg- ar og lög sett hið allra fyrsta, til að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Fundurinn telur brýnt að stór- auka fræðslu um dýrategundir lands og sjávar, um samskipti þeirra og skynsamlega nýtingu á þeim, ella getur svo farið að við hljótum þann vafasama heiður að útrýma fleiri tegundum en geirfuglinum. Vorum að taka upp nýja sendingu af pilsum ístærðum 36-50 Einnig er hægt að gera góð kaup í alls konar kvenfatnaði og snyrtivörum á gamla verðinu. Sjón er sögu ríkari Opið 9-18 (einnigí hádeginu). Laugardögum Kaupangi. 10-12. sérverslun ® uou meó kvenfatnaó Benz 319 ferðabíll Nýleg Perkingsvél Uppl. gefur Þorsteinn Marinósson í síma 63181 og á vinnustað í síma 63180. AKUREYRARÐÆR Lausar stöður við grunnskóla Við Glerárskóla: 1/2 staða gangavarðar -1/2 staða hjúkrunarfræðings -1/2 staða á bókasafni. Umsóknarfresturtil 3. sept. Upplýsingar gefur skóla- og launafulltrúi í síma 21000. Skólanefnd. AKUREYRARBÆR f FRÁ GRUNNSKÓLUNUM Kennarafundir verða í skólunum (nema GA) mið- vikudaginn 1. sept. nk. kl. 10f.h. Börn í 4.-6. bekkjum mæti í skólana mánudaginn 6. sept. kl. 10 f.h., en börn í 1 -3. bekkjum kl. 1 e.h. sama dag. Forskólakennslan hefst mánudaginn 13. sept., en áður munu viðkomandi kennarar hafa samband við heimili þeirra barna, sem innrituð hafa verið. Forskólagjaldið er 250,00 kr. og greiðist í tvennu lagi (október og febrúar). Innritun þeirra barna, sem flust hafa í bæinn, eða milli skólasvæða og er ætlað að skipta um skóla, ferfram í skólunum, fimmtudaginn 2. sept. kl. 10- 12 f.h. Skólasvæði eru óbreytt miðað við sl. skóla- ár. Reiknað er með, að unglingadeildir (7.-9.bekk- ir og framhaldsdeildir GA) taki til starfa 16. sept. nk. Nánar auglýst síðar. SKÓLASTJÓRARNIR. Frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Vilhjálmur Ari Arason, cand. med., sem gegnt hef- ur heimilislæknisstörfum fyrir þá samlagsmenn, sem hafa verið skráðir hjá Ólafi Oddssyni og/eða Braga Stefánssyni, hættir störfum 31. ágúst nk. Þeir samlagsmenn sem höfðu þessa heimilis- lækna eru vinsamlegast beðnir að koma hið allra fyrsta í afgreiðslu samlagsins og velja heimilis- lækni. Sjúkrasamlag Akureyrar Gránufélagsgötu 4, Akureyri. 26. ágúst 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.