Dagur - 31.08.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1982, Blaðsíða 7
orðlendinga 1982 áll Hlöðversson: i þarf starfs- ■ði almenns inaðar“ bundnu landbúnaðargreina. Ein- hverri aukningu mætti búast við í þjónustuiðnaði og þjónustu, en telja mætti ljóst að almennur iðn- aður yrði að taka til sín verulegan þluta starfsaukningarinnar, því þar dygði ekki einu sinni stóriðja m. Ef svo ætti að verða þyrfti að bæta verulega starfsskilyrði al- menns iðnaðar. ,,Verði starfsskilyrði iðnaðar ejcki stórbætt áður en lausnarorð sfóriðjumanna verður að veru- leika mun stóriðjan taka til sín hæfustu og bestu starfskrafta iðn- aðarins, einfaldlega vegna hins mikla munar á launum og kjörum starfamanna í stóriðju annars vegar og starfsmanna í almennum iðnaði hins vegar,“ sagði Páll Hlöðversson. „Ef ekki verður brugðist skjótt við yrðu afleiðing- amar algjört hrun almenns fram- leiðsluiðnaðar bæði vegna sam- keppni um gott vinnuafl og auk- innar samkeppni við innflutning á iðnvarningi." Meðal þeirra iðngreina sem Páll nefndi að auka mætti voru skinnaiðnaðurinn og skipasmíða- iðnaðurinn. Þá mætti nefna marg- háttaðan búnað fyrir sjávarútveg- inn og rafeindaiðnaðinn, sem ætti mikla vaxtamöguleika í framtíð- inni. Páll minntist á það alvarlega mál sem alltaf væri að koma upp, þ.e. stefnulaust val iðngreina á hinum ýmsu stöðum á landinu. Það væri eins og alltaf þyrfti að endurtaka sig sama sagan. Ef ein iðja gengi vel á einum stað þyrftu allir að róa á sömu mið og allt færi í vaskinn eða rétt tórði. Hann sagði einnig að frá sjónarhóli sveitarstjórnarmanna hlyti upp- bygging framleiðslu og þjónustu- iðnaðar að vera mjög þýðinga- mikil. Með slíkri uppbyggingu mætti draga úr þeim sveiflum sem gætti í sjávarútvegi. Páll sagði nauðsynlegt að sveit- arfélögin kappkostuðu að hafa ávalt nægar lóðir, þær hefðu ákveðið frumkvæði um uppbygg- ingu og rannsóknir og jafnframt taldi hann eignaraðild sveitarfé- laga mjög æskilega, þó ekki væri til annars en að fyrirtækin hyrfu ekki úr heimabyggðinni. Ijörn Dagbjartsson: möguleikar í iruframleiðslu Ályktanir ist álíta að einstakir framleiðendur eða smærri samtök þeirra þyrftu að taka meira frumkvæði því viss sam- keppni um utanlandsmarkaðinn ætti að vera af hinu góða. Björn fór nokkuð ýtarlega inn á möguleikana í fóðurvörufram- leiðslu, sem hann telur mikla. Hann sagði að árið 1981 hafi verið flutt inn rúmlega 60 þúsund tonn af fóðri fyrir búfé. Þar af hafi meira en helmingur- inn verið fóðurblöndur úr fóðri sem hægt væri að framleiða eða væri jafn- vel framleitt hér á landi. Á sl. ári hafi verið fleygt um 40-50 þúsund tonn- um af slógi, allt að 5 þúsund tonnum af grásleppu, 6 þúsund tonnum af vambagor, 3 þúsund tonnum af blóði, 30 þúsund tonnum af mysu og þannig mætti lengi telja. Hann sagði að mjög brýnt væri að leggja meiri áherslu á nýtingu þessara innlendu hráefna til fóðurbætisgerðar. Loð- dýrafóður yrði væntanlega notað í stórum stíl á næstunni ef hugmyndir um 80 ný loðdýrabú yrðu að veru- leika. Þá benti nú margt til þess að á næstu árum verði þörf fyrir jafnvel þúsundir tonna af fóðri fyrir eldislax og silung. Björn sagði að fiskiðnaðurinn gæti að líkindum tekið við miklum mann- afla á næstunni ef ekki yrði verulegur samdráttur í þorskafla. Hann sagði staðreynd að það hafi sárvantað fólk í fiskiðnaðinn. Hann sagði að búast mætti við stóraukinni eftirspurn eftir ófrosnum fiski á Evrópumarkaði, ekki síst vegna stóraukins áhuga í matargerð. Hann sagði að fjölmarg- ar hugmyndir hefðu komið fram varðandi aukna fjölbreytni í fisk- iðnaði. Menn yrðu hins vegar að bera sig eftir björginni sjálfir, trúa niðurstöðum rannsókna sem þeir ekki gætu sannprófað sjálfir og menn yrðu að vera tilbúnir til að hætta tíma, vinnu, fjármunum og fasteign- um, en umfram allt að bíða ekki eftir að „ríkið“ rétti þeim eitthvað. Björn sagði að sér virtist sem engir nýir, sérstakir möguleikar blöstu við í lagmetisiðnaði. Fyrirtækin sem fyrir væru þyrftu að halda vel á sín- um málum ættu þau að standast óða- verðbólgu, vitlausa gengisskráningu og endalaus ríkisafskipti. Þó taldi hann kavíarframleiðslu úr grá- sleppuhrognum og lifrarniðursuðu eiga einhverja möguleika hér þegar til lengri tíma væri litið. Þá njóta ým- iss konar kæfur (pöstur) úr fiskmeti vaxandi vinsælda erlendis. Þá nefndi hann feitmetisiðnað sem hann taldi að nokkru vannýttan. Hann spurði hvaða nauðsyn bæri til að flytja inn danskar olíusósur eða bandaríska steikarfeiti í smáflöskum þegar ódýrari og betri innlendar vörur fengjust. Það væri líka ein- kennilegt að hert lýsi skuli vera flutt inn í stórum stíl til smjörlíkisfram- leiðslu - og hert lýsi flutt út í sama til- gangi. Um atvinnu- þróun á Norðurlandi Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur að nauðsyn sé á eflingu atvinnulífs í fjórðungnum. Til að mæta eðlilegri íbúaaukn- ingu og til að sjá þeim fyrir störfum innan fjórðungsins, sem að öllum líkindum munu hverfa frá frum- framleiðslugreinum, þarf að skapa ný atvinnutækifæri fyrir allt að 4000 manns á Norðurlandi á þessum ára- tug. Á síðasta ári var hlutfallsleg íbúaaukning á Norðurlandi 50% lægri en landsmeðaltal. í ljósi þess að röskun hefur orðið í búsetu- og atvinnuþróun, án þess að komið hafi til verulegra áfalla í atvinnulífi fjórðungsins, ieggur þing- ið áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Atvinnurekstrinum verði tryggð- ur starfsgrundvöllur til arðbærs rekstrar og til að tryggja viðun- andi launakjör. 2. Þingið leggur áherslu á, að orku- iðnaður og annar stærri iðnaður verði einn af undirstöðuatvinnu- vegunum og þeir möguleikar sem fyrir hendi eru verði nýttir eftir því sem kostur er. 3. f ljósi þess að framleiðslu- og þjónustuiðnaður verður að taka við meira vinnuafli nú á næstu árum en gerst hefur undanfarin ár, bendir þingið á nauðsyn þess að iðnaði verði sköpuð sambæri- leg starfsskilyrði við aðra atvinnuvegi svo sem landbúnað og sjávarútveg. 4. Þjónustustarfsemi á Norðurlandi verði efld sérstaklega þannig að þau margfeldisáhrif, sem undir- stöðuatvinnuvegirnir hafa, komi fram í fjórðungnum. 5. Sérstök áhersla verði lögð á að efla byggingastarfsemi og verk- takastarfsemi með það fyrir aug- um að norðlenskir verktakar verði færir um að sinna stórum verkefnum og fyrir hendi verði nægilegt framboð húsnæðis. 6. Staðið sé á verði um uppbyggingu og eflingu framleiðslugreina í sjávarútvegi og landbúnaði og gerðar ráðstafanir til að bregðast við samdrætti vegna aflaröskunar og takmarkana í búvörufram- leiðslu. Fjórðungsþingið felur fjórðungs- stjóm, ásamt fjórðungsráði og milli- þinganefndum að hefja umræður um einstaka þætti atvinnumálanna og viðræður við aðila vinnumarkaðar- ins, sveitarstjórnir og alþingismenn úr Norðurlandi. Telur þingið að til athugunar geti komið að stofna til samráðshópa manna úr vissum atvinnugreinum. Jafnframt verði haldnir atvinnu- málafundir á einstökum þéttbýlis- stöðum og á byggðasvæðum, þar sem stuðlað verði að átaki í atvinnu- málum og samstöðu byggðarlaga um atvinnumál og uppbyggingu atvinnu- rekstrar. Um verkefna- skiptingu á milli ríkis og sveitar- félaga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 ályktar að við endurskipulagningu sveitarstjórnarkerfisins, verði sveit- arfélögin gerð öflugri stjórneiningar. Þannig geta þau tekið við auknum verkefnum, sem gætu jöfnum hönd- um náð til einstakra sveitarfélaga og samtaka þeirra. Þingið bendir á að efling sveitarfélaga, svo sem með sameiginlegum starfsmanni, svo og með sameiningu þar sem aðstæður eru fyrir hendi og vilji fólks fyrir sameiningunni liggur fyrir. Fjórð- ungsþingið vekur athygli á því að með samvinnu sveitarfélaga hafi náðst mikill árangur. Jafnframt er það skoðun þingsins að samvinnan hafi styrkt sveitarfélögin sem stjórn- einingar. Fjórðungsþingið telur að ein meg- inforsenda sjálfstæðis sveitarfélaga sé, að þau séu fjárhagslega sjálfstæð og með sjálfstæða afmarkaða tekju- stofna. Því vekur þingið athygli á samþykkt síðasta fjórðungsþings um að tekju- og eignaskattur renni alfar- ið til sveitarfélaganna og að til við- bótar komi jöfnunarsjóður sveitar- félaga, sem hafi eingöngu það hlut- verk að jafna aðstöðumun sveitarfé- laga til tekjuöflunar, miðað við út- gjaldabyrði. Þingið leggur áherslu á að verkefnanefnd ríkisvalds og sveit- arfélaga taki þessa ábendingu til at- hugunar, sem grundvöll að glöggum fjárhagsskilum milli ríkis og sveitar- félaga. Þingið hvetur til þess að langtíma- sjónarmið verði látið ráða þegar rætt er um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Grundvallarregla við verkaskiptinguna skal vera að fjár- hagsleg ábyrgð og stjórn fari saman. Þar sem nauðsynlegt er að til kasta ríkissjóðs komi, verði það í formi framlaga í hlutfalli við framlög heimaaðila og að yfirstjórn verði heima fyrir. Um breytta stöðu lands- byggðarinnar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 bendir á að nú er unnið að endur- skoðun stjórnarskrár og kosninga- laga, sem að líkindum mun koma til kasta Alþingis á næsta ári. Fjórðungsþingið telur nauðsyn- legt að mynduð verði samstaða landshlutasamtaka til að fylgjast með þessu máli og kannaðar verði leiðir til að draga úr röskun á stöðu dreifbýlisins, ef til kemur, með stjórnarfarsaðgerðum um valddreif- ingu og dreifingu á þjónustustarf- semi ríkisins. Fjórðungsþing felur fjórðungs- stjórn forgöngu um þetta mál. Um svæðis- bundið samstarf innan Norðurlands Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 tel- ur eðlilegt að sveitarfélög í fjórð- ungnum efli með sér svæðisbundið samstarf um lausn stærri verkefna í framkvæmdum sveitarfélaga og vegna sameiginlegra atvinnu- og byggðahagsmuna. Fjórðungsþingið lítur svo á að þess konar samstarf geti styrkt sambandið sem heildar- samtök Norðlendinga. Því beinir þingið þvf til fjórðungsstjórnar og fjórðungsráðs að stuðlað sé að slíku samstarfi um lausn verkefna á af- mörkuðum svæðum innan fjórð ungsins. Um orkumál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 vekur athygli á, að öryggi í orkumál- um þjóðarinnar stóreykst með til- komu Blönduvirkjunar og skapar um leið aukna möguleika fyrir iðn- þróun á Norðurlandi. Þingið styður ákvörðun Alþingis um að Fljótsdals- virkjun verði næsta stórvirkjun, sem ráðist verður í eftir Blönduvirkjun. Þingið leggur áherslu á að hafist verði handa við rannsóknir og athug- anir á virkjun Jökulsánna í Skaga- firði, Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum við Hólsfjöll. Þingið hvetur til þess, að þessir virkjunarkostir komi á eftir þeim tveimur virkjun- um, sem nú þegar eru ákveðnar. Þá varar þingið við áformum um breyt- ingar á vatnaskilum og þannig rösk- un á vatnsbúskap einstakra lands- hluta. Með tilliti til þess, að líklegt er að Landsvirkjun verði falin fram- kvæmd og rekstur stærri virkjana er nauðsynlegt að landshlutasamtökin fyrir hönd sveitarfélaganna, fái áhrif á stjórnun málefna sem varða þeirra landshluta. Um staðarval orkuiðnaðar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 bendir á að orkuiðnaður mun í vax- andi mæli verða undirstöðuatvinnu- vegur við hlið hefðbundinna atvinnuvega í landinu. Þingið vekur athygli á að á sviði orkunýtingar eru ónýttir möguleikar sem skipt geta sköpum fyrir þjóðarbúið allt. Stað- arval orkufreks iðnaðar mun því hafa afgerandi áhrif á byggðaþróun í landinu. Fjórðungsþingið telur eðli- legt að athugunum og rannsóknum til undirbúnings næsta stóriðjuvers verði haldið áfram og hraðað. Sér- staklega verði rannsóknum þessum beint að Eyjafjarðarsvæðinu enda ljóst að það svæði er á ýmsan hátt náttúrufars- og umhverfislega við- kvæmara en önnur þau svæði sem staðarvalsnefnd hefur nú bent á. Jafnframt telur fjórðungsþing eitt meginverkefni í byggðamótun Norðurlands að stuðla að því að í framhaldi Blönduvirkjunar verði haldið áfram athugunum stærri iðn- aðar sem víðast á Norðurlandi svo sem trjákvoðuverksmiðju á Húsa- vík. Um stuðning við steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Sauðárkróki 26.-28. ágúst 1982 lýs- ir fullum stuðningi við áform Stein- ullarfélagsins hf. um byggingu stein- ullarverksmiðju á Sauðárkróki. Fjórðungsþingið hvetur sveitarfé- lög, einstaklinga og félög í fjórð- ungnum til að leggja fram hlutafé í Steinullarfélagið hf. og styrkja með því þá góðu samstöðu sem ætt'ð hefur verið um þetta mál. Sjá næstu síðu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.